Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Qupperneq 13
Fréttir | 13Miðvikudagur 19. janúar 2011 Þá var hann líka listakokkur í matargerð og gilti þá einu hvort um heimilismat eða veislurétti var að ræða. Faðir hans er matreiðslumað- ur og á skólaárunum starfaði Sigur- jón með honum. Eiginlega stóð til að hann færi í kokkinn, því hann var alinn upp með annan fótinn í eld- húsinu. En tónlistin varð ofan á. Að undanförnu hafði Sigur- jón leikið hlutverk Ritchie Valens í söngleiknum Buddy Holly og söng þar hið ógleymanlega La Bamba. Þá á hann einnig lag á nýútkominni dúettaplötu Björgvins Halldórsson- ar, Okkar ástarvor, sem hefur not- ið mikilla vinsælda á öldum ljós- vakans. Kveðjustund með vinum Þar sem Sigurjón var einstaklega vinmargur maður og fráfallið bar brátt að var ákveðið að halda bæna- stund í Vídalínskirkju strax í gær- kvöldi. Þar gafst vinum hans og vandamönnum færi á að kveðja hann í friði og ró, koma saman í sorginni og hugreysta hver ann- an. Var þetta ákveðið í samráði við prest sem var einnig til staðar fyrir þá sem þurftu á huggun að halda. „Virkilega hlýr og góður vinur“ „Það er óskaplega erfitt að horfa á eftir honum svona skyndilega,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, góð- ur vinur Sigurjóns, eða Sjonna eins og hann var svo oft kallaður. Eins og fyrr segir settu þeir félagar saman upp tónleikinn Bítl. „Hann var mikill húmoristi og það var gott að vera í kringum hann. Hann var virkilega hlýr og góður vinur og mikil gleði alltaf í kring- um hann,“ segir Jóhannes um fé- laga sinn. Hann segist hafa kynnst Sigur- jóni í kringum aldamótin og urðu þeir fljótt góðir vinir. Þeir byrj- uðu með tónleikinn Bítl árið 2005 og segir Jóhannes að Sigurjón hafi verið mikill fagmaður. „Hann var virkilega fær og mjög vaxandi tón- listarmaður. Hann var einn af okk- ar bestu söngvurum að mínu mati. Það eru margir sorgmæddir yfir fráfalli hans en hugur manns er hjá fjölskyldu hans, konunni hans og börnum. Þau eru það sem máli skipta.“ „Glaðlyndur og með góða nærveru“ Jón Ólafsson tónlistarmaður minn- ist Sigurjóns Brink með hlýju en þeir unnu saman í margs konar tón- listarverkefnum í gegnum árin. „Það var virkilega gott og skemmtilegt að vinna með Sigur- jóni. Hann lífgaði upp á vinnuum- hverfi sitt enda var hann glaðlynd- ur og með góða nærveru,“ segir Jón en hann segist enn vera hálforðlaus eftir þessi sorgartíðindi. Jón kynntist Sigurjóni fyrir nokkrum árum þegar hann setti upp tónleika með tónlist John Lennon með rokkhljómsveit og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þeir hafi síðar spilað nokkrum sinnum saman á Bítlakvöldum sem Jón stóð fyrir. „Þegar við vorum að setja sam- an hlutverkalista fyrir Buddy Holly- söngleikinn, þá datt okkur hann í hug í hlutverk Ritchie Valens. Hann stökk á það og það kom mér skemmtilega á óvart hversu auðvelt hann átti með að leika.“ „Það var alltaf bjart yfir honum“ Heiða Ólafsdóttir, söng- og leik- kona, minnist Sigurjóns einnig með hlýhug: „Þetta var einn af frábærari mönnum sem ég hef kynnst. Það var alltaf bjart yfir honum og hann smitaði út frá sér gleði og jákvæðni. Gull af manni, það finnst mér lýsa Sigurjóni best.“ Heiða kynntist Sig- urjóni í gegnum Eurovision, en hún segir tónlistarbransann á Íslandi lítinn og að allir þekki alla og vinni saman. „Þetta er eining og Sjonni var áberandi af því að hann var svo frábær. Maður er bara í losti og hug- urinn er hjá Þórunni og börnun- um. Maður biður góðan Guð um að veita þeim styrk.“ „Hæfileikaríkur tónlistarmaður“ Gunnar Helgason leikstjóri kynntist Sigurjóni ekki fyrr en í vetur en hef- ur bara gott eitt um hann að segja: „Hann mætti alltaf fullur áhuga og gaf sig allan í verkefnið. Hann var hæfileikaríkur tónlistarmaður og mér fannst eins og allir vegir væru að opnast fyrir honum núna. Ég hef ekki þekkt hann lengi en ég hafði það á tilfinningunni að það væri allt að fara að gerast hjá honum. Mér finnst eins og margir hafi verið að átta sig á því hversu hæfileikaríkur hann var í raun og veru.“ „Eðalmaður í alla staði“ Hilmir Snær Guðnason leikari var góðvinur Sigurjóns en þeir kynnt- ust þegar Sigurjón og Þórunn Erna kona hans voru öll með hesta sína í sama hesthúsi. Með þeim varð góð- ur vinskapur sem dafnaði í gegnum hestamennskuna sem þau stund- uðu öll af kappi. Hilmir lýsir Sigurjóni sem traust- um og góðum vini: „Hann var eð- almaður í alla staði. Hann var allt- af brosandi, alltaf heiðskír. Það eru fáir menn sem eru aldrei þungir og ef maður var það sjálfur, þá var sól- in fljót að skína þegar maður var ná- lægt honum.“ Hilmir segir að glaðværð Sigur- jóns hafi skinið í gegnum tónlistina og að tónlist hafi verið hans líf og yndi. „Hann fékk aldrei nóg af spila- mennskunni og spilaði á hverju kvöldi lá við. Það var eins og hann yrði aldrei þreyttur.“ Sigurjón sendi inn lag í Euro- vision-keppnina í ár og Hilmir segir hann hafa verið mjög spenntan fyr- ir því. „Þetta er mjög gott lag sem hann var stoltur af og hlakkaði mik- ið til að flytja.“ „Lífsglaður og hreinn og beinn“ Pálmi Sigurhjartarson, vinur og samstarfsfélagi Sigurjóns til níu ára, segist vera harmi sleginn yfir fráfalli hans. Þeir voru meðal annars sam- an í hljómsveitinni Rokk en spiluðu líka tveir saman ásamt því að vinna saman að margvíslegum verkefn- um. Hljómsveitin Rokk gaf út lag síðastliðið haust og stefnan var að fara aftur af stað með hljómsveit- ina í vor. „Við unnum saman í tón- listinni, en fyrst og fremst vorum við vinir,“ segir Pálmi Eins og allir sem hafa talað við DV um Sigurjón lýsir Pálmi hon- um sem einstaklega glaðlyndum manni. „Hann var lífsglaður og hreinn og beinn strákur. Hann var virkilega góður tónlistarmaður og var í blóma bæði í sínu einkalífi og í tónlistinni.“ SIGURJÓN BRINK 2 9 . á g ú s t 1 9 7 4 – 1 7 . j a n ú a r 2 0 1 1 Heiða Ólafsdóttir Lýsti Sigurjóni sem gulli af manni. Jón Ólafsson Hann var enn hálforðlaus eftir sorgartíðindin en sagði Sigurjón hafa verið mikinn hæfileikamann. Jóhannes Ásbjörnsson Kvaddi góðan vin í Sigurjóni og sagði óskaplega erfitt að horfa á eftir honum. Gunnar Helgason Kynntist Sigurjóni í Buddy Holly og taldi að nú væri Sigurjón að blómstra. Pálmi Sigurhjartarson Syrgir góðan vin og samstarfsfélaga. Hilmir Snær Guðnason Sagði að Sigurjón hefði verið svo glaðlyndur að þegar Hilmir Snær var þungur hafi sólin strax tekið að skína þegar Sigurjón birtist. „Ég hafði það á til- finningunni að það væri allt að fara að gerast hjá honum. Mér finnst eins og margir hafi verið að átta sig á því hversu hæfileika- ríkur hann var í raun og veru. Sigurjón Brink Var bráðkvaddur á heimili sínu aðeins 36 ára að aldri. Hans er sárt saknað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.