Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Side 16
16 | Erlent 19. janúar 2011 Miðvikudagur
Eftir 25 ára útlegð í Frakklandi sneri
Jean-Claude Duvalier, sem hefur
löngum gengið undir gælunafninu
Baby Doc, aftur til Haítí aðfaranótt
mánudags. Baby Doc var á sínum
tíma yngsti forseti í heimi, en hann
var aðeins 19 ára gamall þegar hann
varð forseti Haítí árið 1971. Hann tók
við völdum í kjölfar andláts föður
síns, Francois Duvalier, sem var betur
þekktur sem Papa Doc. Ógnarstjórn
þeirra feðga lauk árið 1986 þegar Baby
Doc tókst að flýja til Frakklands með
bandarískri herflugvél, en þá hafði um
nokkurt skeið ríkt mikil ólga á Haítí
þar sem þjóðin krafðist breytinga.
Þegar Baby Doc lenti á flugvellin-
um í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí,
voru um 200 stuðningsmenn hans
mættir til að fagna endurkomu for-
setans fyrrverandi. Baby Doc segist
vera kominn aftur til heimalands síns
til þess að „hjálpa til við endurbygg-
ingu“ eftir jarðskjálftann sem skók
landið fyrir réttu ári, en í honum létust
um 230 þúsund manns. Hann lýsti því
einnig að hann væri ekki kominn aftur
til að snúa sér að stjórnmálum.
Ótrúleg harmsaga þjóðar
Allt síðan Kristófer Kólumbus nam
land á eyjunni Hispaniola árið 1492
hafa íbúar eyjunnar þurft að þola ótrú-
leg harðindi. Á innan við 100 árum
höfðu spænskir landnemar svo að
segja útrýmt innfæddum íbúum eyj-
unnar með morðum og sjúkdómum.
Árið 1597 sömdu Frakkar og Spán-
verjar um að deila eyjunni með sér.
Tóku Spánverjar austurhluta eyjunn-
ar, sem í dag heitir Dóminíska lýðveld-
ið. Frakkar stunduðu nýlenduverslun
af miklum móð og fluttu inn þúsundir
þræla frá vesturströnd Afríku á 17. öld.
Er talið að aðstæður hafi hvergi verið
verri í heiminum en á Haítí á þessum
tíma, og talið að rúmlega þriðjung-
ur þeirra sem fluttir voru nauðugir til
karabísku eyjunnar hafi látist sökum
ofreynslu eða barsmíða aðeins nokkr-
um árum eftir að þeir komu.
Í kjölfar frönsku byltingarinn-
ar 1789 leiddi frelsishetjan Toussant
l‘Ouverture byltingu á Haítí þar sem
þrælar kröfðust frelsis. Tókst l‘Ouvert-
ure að ná fram ákveðnum stöðugleika
um tíma, eða uns honum var rænt af
hershöfðingja Napóleons og hann
færður sem fangi til Parísar. Hann lést
þar árið 1803. Ári síðar var lýst yfir
sjálfstæði á vesturhluta Haítí og fékk
landið þá núverandi nafn sitt. En það
þýddi síður en svo að friður ætti eftir
að ríkja í landinu.
Stjórnmálaspilling, þjóðernisátök,
ágangur nýlenduveldanna, afskipta-
semi Bandaríkjanna og deilur við
spænskumælandi nágranna í vestri
eru aðeins nokkur atriði sem hægt er
að nefna sem ollu því að blóðug átök
geisuðu áfram á Haítí langt fram eftir
20. öldinni.
Vonarneisti
Francois Duvalier var læknismennt-
aður og starfaði sem slíkur frá árinu
1934. Honum gramdist ofríki og spill-
ing stjórnmálaelítunnar á Haítí, en
þeir sem henni tilheyrðu voru svokall-
aðir „múlattar,“ einungis þeir sem voru
ljósir á hörund gátu vænst þess að ná
langt í stjórnmálum. Andúð Duv-
aliers á múlöttum gerði hann vinsæl-
an meðal hins þeldökka meirihluta
þjóðarinnar, en hann varði starfsævi
sinni sem læknir í að hjálpa þeim sem
minna máttu sín og þaðan fékk hann
gælunafnið Papa Doc. Vinsældir hans
minnkuðu ekki vegna áhuga hans á
vúdú-trúnni, sem hefur lengi vel ver-
ið helsta trú alþýðunnar á Haítí, þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir yfirvalda til að
halda henni niðri.
Duvalier var orðinn heilbrigðisráð-
herra árið 1946 í ríkisstjórn Dumarsais
Estimé en þurfti að fara í felur þegar
hershöfðinginn Paul Magloire gerði
valdarán árið 1949. Eftir að Magloire
hrökklaðist frá völdum undir lok árs-
ins 1956 myndaðist tómarúm í stjórn-
málum á Haítí. Boðað var til forseta-
kosninga um haustið 1957 sem Papa
Doc sigraði í með miklum yfirburð-
um. Bjartsýni ríkti í landinu en ekki
leið á löngu þangað til dró aftur fyrir
sólu í hitabeltislandinu.
Haldinn ofsóknarkennd
Ári eftir að Papa Doc tók við forseta-
embættinu gerði herinn tilraun til að
koma honum frá völdum. Þessi tilraun
mistókst, en í kjölfarið varð Papa Doc
einstaklega var um sig. Hann skipti út
öllum helstu yfirmönnum í hernum
fyrir sína eigin skjólstæðinga og lét
myrða þá sem hann treysti ekki. Hann
stofnaði sínar eigin öryggissveitir, þar
á meðal sveit úrvalshermanna sem
störfuðu sem sérstakir lífverðir hans.
Hann stofnaði einnig öryggissveitir
sjálfboðaliða, sem gengu undir nafn-
inu „Tonton Macoutes“. Macoutes-lið-
ar fengu það hlutverk að halda þjóð-
inni í skefjum, þá sérstaklega þeim
hluta þjóðarinnar sem bjó utan þétt-
býlis.
Hélt aðstoðarmann
sinn vera hund
Árið 1959 fékk Papa Doc alvarlegt
hjartaáfall og töldu læknar víst að
hann hefði hlotið varanlegan heila-
skaða í kjölfarið. Á meðan Papa Doc
var að jafna sig tók einn nánasti sam-
starfsmaður hans, Clement Barbot,
við stjórnartaumunum á meðan. Þeg-
ar Papa Doc tók hins vegar að ranka
við sér fór hann skyndilega að gruna
Barbot um græsku og lét skella hon-
um í fangelsi. Barbot var látinn laus
árið 1963 og ætlaði að hefna sín á
Papa Doc. Barbot hafði áður verið
leiðtogi Macoutes-liðanna, og var því
valdamikill eftir því. Hann ætlaði sér
að ræna börnum Papa Docs, og kúga
hann þannig til að gefa eftir forseta-
embættið.
Ætlunarverk Barbots fór út um
þúfur og var hann í kjölfarið hundelt-
ur af útsendurum Papa Docs, og það
bókstaflega. Eftir að erfiðlega hafði
gengið að hafa hendur í hári Bar-
bots, grunaði Papa Doc að fyrrverandi
samstarfsmaður sinn hefði beitt vú-
dú-göldrum til að breyta sér í svart-
an hund. Í kjölfarið voru allir svartir
hundar á eyjunni drepnir. Barbot
var að lokum handsamaður og háls-
höggvinn. Papa Doc bað um að fá höf-
uð hans til að geta átt samskipti við
anda Barbots með vúdú-göldrum.
Ógnarstjórn feðga
Af þessari sögu má leiða líkur að því
n Jean-Marie Duvalier, betur þekktur sem Baby Doc, er snúinn aftur til Haítí n Tók við af föður
sínum árið 1971 aðeins 19 ára n Faðir hans, Papa Doc, var vitstola harðstjóri sem lét myrða and-
stæðinga sína og óbreytta borgara n Óljóst hvað Baby Doc ætlar sér núna„Grunaði Papa Doc
að fyrrum sam-
starfsmaður sinn hefði
beitt vúdú-göldrum til að
breyta sér í svartan hund.
Í kjölfarið voru allir svartir
hundar á eyjunni drepnir.
BABY DOC SNÝR AFTUR TIL HAÍTÍ
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Kominn aftur Baby
Doc á svölum fimm
stjörnu hótelsins þar
sem hann dvelur um
þessar mundir.
Forseti fyrir lífstíð Í sjónvarpsávarpi árið
1971 þar sem hann, 19 ára gamall, tjáði þjóð
sinni að hann væri forseti fyrir lífstíð.