Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Qupperneq 17
Erlent | 17Miðvikudagur 19. janúar 2011 BABY DOC SNÝR AFTUR TIL HAÍTÍ Papa Doc hafi verið búinn að missa vitið. Hann hélt þó völdum með ógn- arstjórn og beitti Macoutes-liðum óspart til að taka þá miskunnarlaust af lífi sem hann taldi líklega til að vera með uppsteyt. Hann stjórnaði und- ir verndarvæng Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hafa einu sinni sagt að John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, hafi verið myrtur vegna vúdú-álaga sem hann hefði lagt á hann. Vegna yfirlýstrar andúðar á kommúnisma og Fidel Kastró, var hann samþykkt- ur af bandarískum stjórnvöldum sem studdu stjórn hans með veglegum fjárstyrkjum. Þessa styrki átti að nota til að styrkja innviði samfélagsins, en fóru að mestu leyti inn á svissneska bankareikninga Papa, og síðar Baby Docs. Eftir andlát Papa tók sonur hans, Jean-Marie Duvalier, við völdum. Hann lýsti sig forseta fyrir lífstíð skömmu eftir að hann varð forseti en flestum var þó ljóst að hann stjórnaði aðeins að nafninu til. Fámenn klíka valdamanna sem hafði verið föð- ur hans hliðholl fór í raun með völd- in. Ógnarstjórnin hélt áfram og Mac- outes-sveitunum var enn beitt til að þurrka út mótmælendur. Á meðan lifði Baby Doc sannkölluðu glaum- gosalífi og hrifsaði til sín ómælt fé úr ríkissjóði. Brúðkaupið kveikti í fólki Árið 1980 gekk Baby Doc að eiga Mich ele Pasquet, dóttur auðugs við- skiptajöfurs. Fór mjög fyrir brjóstið á þjóðinni að Michele var ljós á hörund, en eins og áður sagði hafði Papa Doc tryggt vinsældir sínar vegna andúðar sinnar á múlöttum. Þrátt fyrir að Baby Doc væri í raun ljós á hörund sjálfur, þótti þjóðinni sem hann væri að rjúfa það traust sem ríkt hafði milli hins þeldökka meirihluta þjóðarinnar og Duvalier-feðga. Sú staðreynd að brúð- kaupið eitt kostaði rúmlega 3 milljónir Bandaríkjadala var sem olía á eldinn. Á næstu árum hurfu nánustu sam- starfsmenn Baby Docs á braut, einn af öðrum. Alþjóðasamfélagið fór að gefa Haítí meiri gaum eftir að Jóhann- es Páll páfi sagði eftir opinbera heim- sókn að þar „þyrfti eitthvað til bragðs að taka.“ Alnæmi varð útbreitt á Haítí strax í byrjun 9. áratugarins og hafði hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ferðamannaiðnaðinn í landinu. Um haustið 1986 fóru mótmæli að breytast í byltingu, sem fór eins og eldur í sinu um strjálbýl héruð Haítí og bárust að lokum til borganna. Baby Doc biðlaði til Ronalds Reagans, for- seta Bandaríkjanna, um aðstoð en án árangurs. Reagan féllst hins vegar á að hjálpa Baby Doc að flýja land, sem hann og gerði í janúar 1986 – fyrir rétt- um 25 árum. Hvað gerist nú? Baby Doc hefur búið í Frakklandi í vellystingum síðan hann flúði Ha- ítí. Reyndar minnkaði auður hans umtalsvert þegar Michele skildi við hann árið 1993. Hann hefur þó ekki haft yfir neinu að kvarta, en fyrsti áfangastaður hans eftir heimkomuna var eitt af fáum eft- irstandandi fimm stjörnu hótelum sem er að finna í Port-au-Prince. Á meðan Baby Doc og faðir hans héldu um stjórnartaumana á Haítí er talið að allt að 30 þúsund manns hafi verið tekin af lífi án dóms og laga. Fæstir hefðu því getað séð fyr- ir endurkomu Baby Docs til Haítí, þrátt fyrir að hann segist ekki ætla að skipta sér af stjórnmálum – að minnsta kosti um sinn. Ómögulegt er því að segja til um hvað fram- tíðin ber í skauti sér, þó fátt virðist koma á óvart lengur þegar kemur að harmi – eða martröð – Haíta. KVIKMYNDATÓNLISTARVEISLA Nú, annað árið í röð, gefst unnendum góðrar tónlistar tækifæri til að hlýða á fræg kvikmynda- tónverk leikin af fullskipaðri sinfóníuhljómsveit, en tónleikarnir í fyrra voru gríðarlega vinsælir. Að þessu sinni verður meðal annars flutt hljóm- sveitarsvíta úr Psycho ásamt þáttum úr Cinema Paradiso og Guðföðurnum. Þá mun hljómsveitin einnig leika tónverk eftir Jonny Greenwood í Radiohead, úr óskarsverðlaunamyndinni There Will Be Blood frá árinu 2007. Miðasala á www.sinfonia.is og 545 2500 Beint í hjartað! Fim. 20.01.11 » 19:30 „Við verðum öll svolítið brjáluð af og til, ekki satt?“ Norman Bates • Bernard Herrmann • Ennio Morricone • Nino Rota • Jonny Greenwood Benjamin Shwartz hljómsveitarstjóri ÖRFÁ SÆTI L AUS Túnisar mótmæla enn á götum úti þrátt fyrir að Zine al-Abidine Ben Ali, sem hafði verið forseti Túnis síð- an árið 1987, sé flúinn land. Nú hef- ur þjóðstjórn verið mynduð und- ir forystu Mohamed Ghannouchi, en hann er einnig forsætisráðherra og var náinn samstarfsmaður Bens Alis. Blossandi reiði ríkir ennþá í garð Bens Alis, ekki síst eftir að frétt- ist af afreki hans rétt áður en hann var endanlega á bak og burt. Afrekið var reyndar framkvæmt af eiginkonu Bens Alis, Leilu Trabelsi. Að undir- lagi Bens Alis tókst Trabelsi að kom- ast úr landi með allan gullforða Tún- is, eða um eitt og hálft tonn. Gekk beint inn í seðlabankann Það var fjármálaráðherra Frakklands, Christine Lagarde, sem ljóstraði upp um þjófnaðinn. Franska leyniþjón- ustan hafði haft veður af þjófnað- inum og hefur Lagarde sagt að allir flutningar fjár frá Túnis til Frakklands verði undir eftirliti á næstunni. Mála- vextir munu hafa verið þeir að Leila Trabelsi gekk á fund seðlabanka- stjóra Túnis síðastliðinn föstudag og krafðist þess að fá afhentan gullforða landsins – sem er metinn á jafnvirði um sjö milljarða íslenskra króna. Trabelsi færði þau rök fyrir máli sínu, að vegna vaxandi ólgu og mótmæla á götum úti væri ekki óhætt að geyma gullforðann í Túnis-borg, nauðsyn- legt væri að flytja hann úr landi. Seðlabankastjórinn mótmælti, en eftir að hafa fengið símtal frá Ben Ali sjálfum, sem þá var enn forseti, lét hann undan. Trabelsi gekk út ásamt aðstoðar- mönnum sínum með góssið og hitti því næst eiginmann sinn á flugvelli, þar sem förinni var heitið til Frakk- lands. Eftir að Nicolas Sarkozy, for- seti Frakklands, hafði veður af ferða- áætlunum Bens Alis bannaði hann flugvélinni að lenda og lýsti því yfir að Ben Ali væri ekki velkominn til Frakklands. Farinn til Sádi-Arabíu Eftir að Ben Ali og Leilu var bannað að lenda í Frakklandi var flugvélinni snúið við og stefnan sett á Jeddah í Sádi-Arabíu. Dvelja þau nú í sama hverfi og Idi Amin, fyrrverandi ein- ræðisherra Úganda, dvaldi í þegar hann var í útlegð í Jeddah. Þá höfðu dætur Bens Alis leitað til franskra stjórnvalda um pólitískt hæli og dvöldust á hóteli í Disney-skemmti- garðinum í úthverfi Parísar, á með- an þau biðu ákvörðunar franskra yf- irvalda. Þær hafa nú yfirgefið hótelið eftir að þær fengu þau skilaboð að þær eru ekki velkomnar í Frakklandi. n Forsetahjónin flúðu með gullforða Túnis til Sádi-Arabíu Stakk af með gullið Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Zine al-Abidine Ben Ali Er flúinn land og komst undan með gullforða Túnis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.