Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Qupperneq 20
Böðvar Steingrímsson (Ólaf-ur Darri) er fluttur aftur heim á Krókinn eftir námsdvöl í Þýska- landi. Hann er nýbyrjaður að kenna í framhaldsskólanum þegar hann er rekinn fyrir hafa stefnt nemendum sínum í stórhættu í vettvangsferð í Drangey. Böðvar, eða Böddi, býr hjá móður sinni og er með allt á horn- um sér. Honum blöskrar efnishyggjan sem honum þykir tröllríða samfélag- inu og fær útrás fyrir reiði sína á blogg- síðunni sinni. Rokland er önnur kvikmynd Mart- eins Þórssonar leikstjóra í fullri lengd, en árið 2004 var mynd hans og Jeffs Renfroe, One Point O, valin í aðal- keppnina á Sundance-kvikmynda- hátíðinni. Marteinn skrifar einnig handritið sem er byggt á skáldsögu Hallgríms Helgasonar sem kom út árið 2005 og vakti mikla athygli. Helsti galli Roklands er handrit- ið, en forsaga Bödda er nokkuð óljós í myndinni og vita áhorfendur í raun mjög lítið um hvaðan þessi brjálæð- ingur kemur eiginlega og hvers vegna hann varð svona. Maður lærir þó að meta Bödda þegar líður á myndina, en það er helst að þakka frábærri túlk- un Ólafs Darra sem sýnir fleiri en eina hlið á Bödda. Hann er ekki einungis bitri og fúli námsmaðurinn sem las yfir sig af Nietzsche heldur er hann einnig ljúfur ungur maður sem þrá- ir fátt heitar en að vera elskaður eins og hann er. Hefði bloggsíða Bödda, sem nafn myndarinnar vísar til, leik- ið stærra hlutverk í myndinni hefðu áhorfendur líklega getað gægst meira inn í hugarheim hans og kynnst hon- um betur. Myndin hefur þrátt fyrir allt tölu- vert skemmtanagildi. Ýmsir leikarar fara á kostum í aukahlutverkum og ber þar helst að nefna Þorstein Bach- mann sem er góður sem auðmaður- inn Toni Group. Þorsteinn hefur stolið senunni í tveimur myndum á stutt- um tíma en hann var stórskemmti- legur sem leikfimikennarinn Gummi Gumm í Gauragangi. Stefán Hallur Stefánsson er sömuleiðis skemmti- legur í hlutverki bróður Bödda. Per- sónan er gjörsamlega óþolandi og stendur í raun fyrir allt sem Böddi hatar. Elma Lísa Gunnarsdóttir fer með hlutverk bæjardræsunnar sem Böddi barnar eitt djammkvöldið og stendur sig ágætlega. Hún hafði á orði í viðtali á dögunum að kynlífssenurn- ar hefðu verið erfiðar viðfangs, en þær voru margar hverjar óþarfar og mjög dæmigerðar fyrir íslenskar kvikmynd- ir. Lára Jóhanna Jónsdóttir er svo prýðisgóð í hlutverki ungu stúlkunnar sem Böddi girnist. Tónlistin er í höndum Sigtryggs Baldursson og er stórgóð. Þar er blandað saman frumsaminni tón- list og Brahms, Schumann og að sjálfsögðu Richard Wagner. Stef úr kvennakór Brahms, Es tönt ein voll- er Harfenklang, hljómar hér og þar í myndinni og er gullfallegt og gefur myndinni draumkenndan blæ. Heilt yfir er Rokland mjög skemmtileg og frekar vel heppn- uð kvikmynd. Þó svo að áhorfendur hefðu mátt kynnast forsögu Bödda töluvert betur er karakterinn í heildina ágætlega mótaður og ekki síst frábær- lega túlkaður af Ólafi Darra Ólafssyni. joningi@dv.is 20 | Fókus 19. janúar 2011 Miðvikudagur Ekki er það nú amalegt að geta skot-ist inn í Kringlubíóið á hrollköld-um óveðursdegi í janúar og dembt sér ofan í sjóðheitan pott af afrísk- um tónum og dönsum í ævintýralegu litaskrúði ljósa, mynda og búninga, allt í beinni útsendingu frá Nation- al Theatre í London. Á fimmtudaginn bauð breska þjóðleikhúsið sem sé upp á nýlegt bandarískt músíkal, Fela!, sem fjallar um nígeríska tónlistarmanninn Fela Kuti. Hann var uppi á síðustu öld og olli straumhvörfum með sérstæðum tónlistarstíl sínum, afróbíti, sem hann nefndi svo og var sett saman úr hefð- bundinni afrískri tónlist, jazzi, funki og jafnvel rokki, að mér skilst. Kuti var pólitískur róttæklingur, harðskeyttur og ótrauður gagnrýnandi herforingj- anna sem hafa sífellt verið að berjast um valdataumana í þessu marghrjáða og sundurleita ríki allt frá því það hlaut fullt sjálfstæði árið 1960. Hann stofn- aði kommúnu í Lagos sem hann lýsti sjálfstæða, en það líkaði stjórnvöld- um að vonum ekki og fóru að lokum með óvígan her á hendur honum og brenndu allt til grunna. Skömmu áður hafði Kuti samið frægan söng þar sem hann líkti hermönnum við „zombia“; söngurinn fór sem eldur í sinu um Afr- íku, þar sem fleiri hafa átt við siðspillta og ofbeldisfulla stjórnarherra að stríða en Nígeríumenn. Í söngleiknum, sem er að mestu verk bandaríska kóreógrafsins Bill T. Jo- nes, erum við kynnt fyrir þessari skraut- legu persónu, lífi hans og baráttu. Kuti birtist þarna sem sambland af popp- stjörnu og karismatískri byltingarhetju í meðförum Sahr Ngaujah sem fór fyr- ir stórum hópi blakkra söngvara og dansara með eggjandi og æsilegum limaburði; hann talaði við áhorfend- ur, dansaði, söng og spilaði á hljóðfæri, eins og hann væri Dionýsos endurbor- inn, goð leiklistarinnar hjá Forn-Grikkj- um sem kannski var ættað úr Afríku eftir allt saman; já, stemningin var raf- mögnuð í Olivier-sal Þjóðleikhúss- ins undir flöktandi jólatrésseríum sem fylltu salinn líflegri og hlýlegri birtu ásamt öðrum ljósgjöfum. Sýningin var svolítið sein af stað, en náði sér brátt vel á strik: fyrir hlé var fjörið að mestu ráðandi, en eftir hlé þyngdi yfir, þegar valdhafar taka að sýna klærnar, og Kuti leitar á náðir andanna til að fá svör við ýmsum erfiðum spurningum lífsins. Kannski var sú mynd, sem þarna var sýnd af honum, eitthvað rómantíseruð; svona gúrúar hafa oftast sínar skugga- hliðar, sem þarna var rétt tæpt á, eins þótt hinn pólitíski og mannlegi mál- staður þeirra sé allrar virðingar verður; en um það er ég ekki dómbær. Sjálfur lést Kuti fyrir þrettán árum úr eyðni, þá um sextugt; það les ég á Wikipediu og varla segir hún ósatt. Þetta var í einu orði sagt „dúndur- show“ með sárum og ljóðrænum strengjum inn á milli og ugglaust satt sem hinn ágæti krítíker Michael Billing- ton segir í stuttum dómi á vef Guard ian: að svona nokkuð hafi aldrei sést fyrr í National Theatre. Hann gefur sjóinu fjórar stjörnur og það geri ég líka. Afrískt dúndur Rokland Leikstjóri: Marteinn Þórsson. Handrit: Marteinn Þórsson eftir skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Leikarar: Ólafur Darri Ólafsson, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Stefán Hallur Stefánsson, Lára Jóhanna Jónsdóttir. 110 mínútur Bíómynd Jón Ingi Stefánsson Böddi Byltir Böddi Steingríms Ólafur Darri túlkar Bödda snilldarvel. MyndIr SkJáSkot Fela! National Theatre í London Höfundur: Bill T. Jones. Byggt á tónlist Fela Kuti. Sýnt beint í Sambíóunum þann 13. janúar Söngleikur Jón Viðar Jónsson dúndur-show „Þetta var í einu orði sagt dúndur-show með sárum og ljóðrænum strengjum inn á milli.“ Hvað ertu að gera? Hvaða bók ert þú að lesa núna? „Ég er alltaf með svo margar í takinu. Núna eru það Sonja Zorrilla, Spádómar Nostradamusar og Holl er hugarró. „I‘m on a mission...““ áttu þér uppáhaldsbók – hverja og af- hverju? „Óvinurinn eftir Emmanuel Carrère – Ég hef alltaf verið hrifnari af sannsögulegum bókum en skáldskáp og þessi er þannig bók – stórkostleg saga um hvað einstaklingur getur valdið miklum skaða með einni lélegri ákvörðun … hef lesið hana margoft.“ Hvað sástu síðast í bíó? Hvað fannst þér? „Sá síðast Hereafter – mikil vonbrigði. Ég bjóst við að útkoman yrði hraðari og meiri spennandi miðað við þann góða hóp sem stendur að myndinni. En félagsskap- urinn í bíóferðinni var alveg topp og bætti vonbrigðin upp.“ Hvaða kaffihús ferðu á? „Ég reyni að taka ekki þátt í að borga hátt í 500 kall fyrir kaffibolla – en ef ég geri það þá er það yfirleitt sá/sú sem ég er að fara að hitta sem fær að ákveða hvaða kaffihús er valið. Besta kaffið er þó pottþétt á Kaffi Haiti og á hárgreiðslustofunni Hárhönnun.“ Hvaða tímarit gluggar þú í? „Ég glugga í mörg tímarit – yfirleitt dönsku tískublöðin, Variety og öll þau blöð þar sem Angelina Jolie prýðir forsíðuna. Svo á ég svo marga fræga vini að ég reyni að fylgjast með þeim í Séð og heyrt. En það blað sem ég les mest í er Lifandi vísindi.“ rakel Garðarsdóttir framleiðandi les helst lifandi vísindi leynileikhúsið tekur til starfa Leynileikhúsið er lítið sjálfstætt hugsjónafyrirtæki sem hefur starfað síðan 2004 og heldur leiklistarnám- skeið fyrir börn í 2.–10. bekk um allt höfuðborg- arsvæðið. Öll leiklistarnám- skeið Leynileik- hússins byggjast fyrst og fremst upp á mottóinu „GLEÐI“ og á síðustu önn voru hjá þeim 297 nem- endur í 8 mismunandi skólum. Allir kennarar Leynileikhússins eru fagmenntaðir leikarar og/eða leikstjórar sem hafa góða reynslu af leiklistarkennslu. Skráning er nú í fullum gangi á leiklistarnámskeið Leynileikhússins vorið 2011 en önn- in endar á uppsetningu á leikriti þar sem allir fá að taka þátt í að skapa leikverk frá grunni. Menningarafurðastöðin Havarí hættir starfsemi í Austurstræti 6 í lok mánaðar. Mikil hreyfing er í uppbyggingu í miðborginni um þessar mundir en í Austurstræti 6 stendur til að opna nýtt hótel á næstunni og á móti opnar Friðrik Weisshappel, Laundromat, stað í anda hans farsæla staðar í Kaup- mannahöfn. Havaríliðar héldu nærri því tvö- hundruð viðburði í menningar- stöðinni og þeirra verður því lík- lega sárt saknað meðan þeir eru í fríi. Þarna var vinsæl sýning Ísaks Óla, einhverfs listamanns sem hef- ur slegið í gegn á Íslandi (isakoli. is) og þarna voru bakaðar bleikar pönnukökur, rokkað og haldnar ræður. Allsherjarkveðjuhátíð verð- ur haldin frá 17. janúar til lokun- ardags sem er 29. janúar og þar ætla Havaríliðar og vinir þeirra að skemmta gestum. Auk þess verður haldin lokaútsala á plötum, mynd- list, bókum og öðrum varningi. Aðdáendur menningarmið- stöðvarinnar geta hlakkað til vorsins en þá setja aðstandend- ur Havarí upp nýjar höfuðstöðvar einhvers staðar í miðborginni. Menningarmiðstöðin Havarí leitar að nýjum stað í miðborginni: Havarí komin í frí kveðjuhátíð í Havarí Havaríliðar blása til hátíðar, en þeir þurfa að færa sig vegna nýs hótels.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.