Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 19. janúar 2011 Miðvikudagur María Birta Bjarnadóttir og Þorvaldur Davíð Kristjáns-son fara með burðarhlutverk í myndinni Svartur á Leik, byggðri á samnefndri glæpasögu Stefáns Mána. Framleiðslufyrirtækin ZikZak og Filmus standa að gerð myndarinn- ar en leikstjóri er Óskar Axel Ósk- arsson. Hann skrifaði handritið að myndinni ásamt Stefáni Mána en nú líður að því að tökuvélarnar fari að rúlla og María Birta er farin að und- irbúa sig fyrir hlutverkið. „Prufurn- ar fyrir hlutverkið gengu vel og ég hef ákveðið að taka því og hlakka til að takast á við það. Það er verulega krefjandi, mikil nekt, kynlíf og gróft ofbeldi. Vegna þess hversu erfitt hlutverkið er fékk ég handritið með mér heim í prufuferlinu og fékk að kanna það vel áður en ég samþykkti að taka það að mér. Ég velti því fyrir mér á yfirvegaðan máta hvort þetta gengi fram af mér. En ég held ekki, ég held ég hafi styrk í þetta.“ Undirbýr sig með hugleiðslu María Birta segist nú í fyrsta skipti taka risastökk úr áhugamennsku í bransann. „Í Óróa var ég óreynd og lék á móti óreyndum áhugaleikur- um. Nú kem ég rétt örlítið reynsl- unni ríkari og leik á móti alvönu fag- fólki. Það verður mér líklegast afar lærdómsríkt. Ég er ögn kvíðin og ætla að reyna að undirbúa mig með því að hugleiða. Það kemur mér í jafnvægi og gefur mér frekari styrk.“ Henni líst afar vel á mótleikara sína en áður var búið að tilkynna að leikararnir Damon Younger og Jó- hannes  Haukur Jóhannesson fara með hlutverk í myndinni og raðirn- ar því að þéttast. „Þetta verður gríð- arlega spennandi allt saman og ég vona að þetta gangi allt að óskum.“ kristjana@dv.is nakin ásamt þorvaldi davíð María Birta Bjarnadóttir: Leikur á móti Maríu Birtu Þor- valdur Davíð er við nám í Juilliard en kemur heim til landsins í tökur. Stundar hugleiðslu María Birta segir hlutverk sitt í myndinni Svartur á leik vera krefjandi. Mikil nekt og ofbeldi. n Leikur eitt aðalhlutverkanna í Svartur á leik n Í opinskáum nektarsenum með Þorvaldi Davíð n Vakti gríðarlega athygli fyrir leik sinn í Óróa n Þykir ekkert til- töku mál að leika í nektarsenum n Undirbýr sig fyrir erfiðar senur með hugleiðslu Helgi Björnsson fer með hlutverk samkynhneigðs markaðsstjóra sem er kallaður karaktersubban í sjónvarpsþáttaröð Tobbu Marinós, byggðri á bókinni Makalaus, og Þor- grímur Þráinsson leikur sjálfan sig. Tobba segir æfingatökur standa yfir þessa vikuna og að fyrsti þáttur- inn fari í loftið 17. janúar. „Helgi leik- ur yfirmann aðalpersónunnar sem í þáttunum er að vinna hjá ja.is. Hann stuðar hana rosalega og hún sér hann fyrir sér allt öðruvísi en hann er í raun og veru. Henni finnst bara allt að honum, finnst hann vera perri í alltof stuttum buxum og bara yfirhöfuð al- ger pest. Seinna kemur fram að hann er ekkert annað en 100% ljúflingur og þá tekst á milli þeirra vinasamband. Hann er eiginlega tákngervingur þess hve við hleypum okkur oft langt í gagnrýni á annað fólk án þess að vita nokkuð um það.“ Þorgrímur leikur sjálfan sig Helgi segir hlutverkið áhugavert að mörgu leyti. „Jú, þarna leik ég prýðis- mann sem er kallaður karaktersubb- an af ósanngjörnum ástæðum má rekja til aðalsöguhetjunnar. Hún hef- ur svona heldur afdráttarlausa skoð- un á honum og samskipti þeirra þess vegna skrautleg.“ Tobba segir Þorgrím Þráinsson einnig birtast í þáttunum. „Ýmsar frægar týpur poppa upp, eins og Þor- grímur Þráinsson sem leikur sjálfan sig. Aðalsöguhetjan er með hann á heilanum og eltir hann í matvöruverslunum. En annars er líka lögð sérstök áhersla á að finna ungt, en óreynt hæfileika- fólk. Við erum til dæmis búin að finna þemalag þáttanna og það verður lagið Þú varst ævintýri, með ungu stelp- unum í Pas- cal Pinon.“ Helgi Björnsson fer með hlutverk samkynhneigðs markaðsstjóra í Makalaus og Þorgrímur Þráinsson leikur sjálfan sig: Frægir og óreyndir í bland Helgi Björns til liðs við Makalaus Helgi leikur karaktersubbuna, misskilda týpu sem aðalsöguhetjan hefur megna andstyggð á og Þorgrímur Þráinsson leikur sjálfan sig.Frægir og óreyndir í bland Þorgrímur Þráinsson og Gillzenegger sjást í bland við óreynt hæfileikafólki. Með treFil Frá Munda Sigurður G. Guðjónsson lögfræð- ingur var ekki aðeins spurður út í hagi skjólstæðinga sinna þar sem hann stóð fyrir svörum fyrir utan embætti sérstaks saksóknara á dögunum heldur líka hvar hann hefði fengið þennan smarta trefil sem hann bar. Hann sagðist hafa fengið trefilinn hjá Munda: „Mundi er ungur og upprennandi hönnuður,“ sagði Sigurður G. hæstánægður með kaupin. borgarstjóri í andófi á netinu Jón Gnarr borgarstjóri sendi aðdáendum sínum á Facebook-síðu sinni tengil á síðuna animals.change.org, þar sem undirskriftum er safnað gegn illri meðferð á ísbjörnum. Það er Besti flokkurinn sem stendur að söfnun undirskriftanna og er þeim beint að forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur. Með átakinu er ráðamönnum landsins bent á að önnur ríki hafi í gildi úrræði til verndar ísbjarnarstofninum en hingað til hafi ekki verið látið reyna á neinar aðrar leiðir en að drepa ísbirnina. Á síðunni má sjá undirskrift- ir meðlima Besta flokksins en markmiðið er að safna 10.000 undirskriftum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.