Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Side 10
Sterkara bótox
Blaðamaður DV, sem er um þrí-
tugt, hitti konuna undir því yfirskyni
að hann hefði áhuga á að fá bótox-
sprautur og láta fylla upp í hrukkur.
Áður en meðferð með bótoxi hefst vill
konan hitta viðskiptavininn og fara
yfir þau efni sem hún býður upp á og
meta ástand húðarinnar. Hún tek-
ur á móti blaðamanni klædd hvítum
sloppi líkum þeim sem snyrtifræðing-
ar klæðast gjarnan. Í herberginu sem
meðferðin fer fram í er bekkur og ýmis
tæki. Umhverfið er hreint og snyrti-
legt og sterk lykt er í loftinu af einhvers
konar ilmefni. Svo sterk að hún er yfir-
þyrmandi og óþægileg. Úr útvarpinu
hljómar tónlist frá Rússlandi. Áður en
konan fer yfir hvaða meðferðir séu í
boði og skoðar ástand húðarinnar,
klæðir hún sig í plasthanska og setur
skurðlæknagrímu yfir öndunarfærin.
Á blaðamann setur hún blátt hárnet
til að halda hárinu frá andlitinu. Hún
er með bækling og sýnir mér hvaða
stungustaði á að miða við til að fá
æskilegan árangur. Hún grandskoðar
andlitið og segir með sterkum hreim
að hugsanlega sé best að sprauta á
milli augabrúna og við munninn.
„Ég nota bótox frá Englandi því
það er sterkara. Það kostar 60 þús-
und. Ég veit að það er kreppa og þú
mátt borga í tveimur hlutum eða þeg-
ar ég hitti þig aftur fyrir seinni spraut-
una. Læknar á Íslandi nota bótox frá
Bandaríkjunum en mér finnst þetta
betra. Ég kaupi það frá lækni í Úk-
raínu. Ég er líka með gel sem er mjög
gott. Það virkar í þrjá mánuði og kost-
ar þrjátíu þúsund. Ég er einnig með
efni sem virkar ævilangt og ég er með
vitamínsprautur fyrir húðina. Allt er
mjög gott. Munnurinn á þér vísar dá-
lítið niður en við getum lyft honum
upp með gelinu,“ segir hún og lýsir
því með handahreyfingum hvernig
andlitið og munnurinn muni lyftast
upp við meðferðina og um leið muni
birta yfir andlitinu. Sjálf er konan með
uppfyllingarefni í vörunum og segist
geta sprautað í varirnar á mér til að
stækka þær.
Mikil aðsókn
Konan segist sjálf hafa byrjað að nota
bótox fyrir sjö árum og að slétt húð
hennar sé gott dæmi um góðan ár-
angur efnisins. „Ég nota líka gel og
vítamínsprautur og æfi daglega. Ég
sef með opinn glugga og úða vatni á
húðina til að halda henni rakri. Það
eru fullt af fegurðarleyndarmálum til
að líta vel út. Þegar ég fæ mér kaffi þá
nota ég korginn seinna til að skrúbba
á mér líkamann í sturtunni. Þegar ég
fæ mér jarðarber þá set ég nokkur á
andlitið á mér.“ Aðspurð hvort þetta
sé hættulaust og hvort hún hafi mikla
reynslu í að framkvæma slíkar með-
ferðir segist hún hafa gefið mörgum
Íslendingum bótox og aðsóknin sé
mikil. Svo mikil að fyrir síðustu jól
kláruðust birgðirnar og færri komust
að en vildu.
Seinna þegar blaðamaður gerði
konunni grein fyrir að hann hafi
verið að afla upplýsinga fyrir frétt
og hvort að hún gerði sér grein fyrir
að einungis ákveðnir læknar mættu
nota bótox hér á landi segist hún
vera læknir. Aðspurð hvernig lækn-
ismenntun hún búi yfir segist hún
vera með diploma frá Snyrtiakadem-
ínunni. Hún vildi ekki gefa blaða-
manni frekari upplýsingar og sleit
samtalinu.
10 | Fréttir 21. mars 2011 Mánudagur
www.hatidhafsins.is
H
:N
m
arkaðssam
skipti / SÍA
4.–5. júní 2011
Taktu þátt í Hátíð hafsins!
Stjórn Hátíðar hafsins auglýsir aðstöðu til sölu- eða kynningar-
starfsemi á hátíðarsvæðinu. Einkum er óskað eftir aðilum sem
selja listmuni og handverk, ýmislegt tengt hafinu, skipum, fiski
og sjómennsku. Ekki verða leigð tjöld til sælgætissölu.
Undanfarin ár hafa hátt í 20.000 gestir sótt hátíðina á Grand anum
og notið fjölbreytilegrar dagskrár þar sem saman fer skemmtun,
fróðleikur og keppni.
Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar má nálgast á vef
hátíðarinnar: www.hatidhafsins.is
Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
Verkefnastjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða umsókn sem er eða hafna öllum.
Erlend kona búsett á Íslandi býður
upp á bótox-meðferðir á heimili sínu
í Kópavogi. Hún flytur lyfið inn frá Úk-
raínu þar sem hún fær það frá þarlend-
um lækni en strangar reglur gilda hér á
landi um innflutning lyfja. Konan, sem
er um fertugt, framkvæmir fegrunar-
aðgerðgerðir í blokkaríbúð í Kópavogi.
Blaðamaður DV heimsótti konuna og
komst á snoðir um að ólögleg aðgerð
hjá konunni er dýrari en hjá viður-
kenndum lýtalæknum.
Vinsæl meðferð
Lyfið sem konan notar heitir Dysport
en í því er sama virka efni, Botulinum
Toxin A, og er í bótoxi og gilda sömu
reglur um bæði lyfin. Samkvæmt sér-
lyfjaskrá mega einungis læknar, sem
búa yfir viðeigandi hæfni og hafa sér-
fræðiþekkingu á meðferðinni gefa lyf-
ið og er ávísun lyfsins bundin við sér-
fræðinga í augn-, taugasjúkdóma-,
taugaskurð-, lýta- og húðsjúkdóma-
lækningum. Konan er með nokkrar
viðurkenningar uppi á vegg frá er-
lendum snyrtiskólum en hefur hef-
ur enga læknismenntun að baki.
Engu að síður hefur hún stundað að
sprauta bótoxi í íslenskar konur í fjög-
ur ár og fara vinsældir hennar sífellt
vaxandi. Auk þess að bjóða upp á bó-
tox-hrukkumeðferðir er hún einn-
ig með vítamínsprautur fyrir húð og
svokallað „permanent fillers“ sem
meðal annars er notað til að stækka
varir og er ævilangt í líkamanum að
sögn konunnar.
Lyfin í opnum skáp
Aðstaðan sem konan býður upp á
er í herbergi á heimili hennar og
þar geymir hún lyfin í opnum skáp.
Fram kemur í fylgiseðli að lyfið eigi
að geymast í kæli við 2°C – 8°C eða í
frysti við eða undir -5°C. Konan seg-
ir viðskiptavinum sínum að hún not-
ist við sterkara efni en notað er hjá
lýtalæknum hér á landi og að þeir
fái meira fyrir peningana hjá henni
en lýtalæknum. Konan tekur 60 þús-
und krónur fyrir að sprauta bótoxi í
allt andlitið, það er í enni, við augu,
nef og munn. Samkvæmt verðskrá hjá
lýtalækni kostar sama meðferð þar 50
þúsund krónur.
n Erlend kona búsett á Íslandi kaupir bótox í Úkraínu og sprautar í íslenskar konur
n Býður upp á raðgreiðslur n Ólöglegt að flytja inn bótox nema í gegnum viðurkennda
heildsala n Lýtalæknir segir skelfilegt ef ófaglærður einstaklingur sprautar bótoxi í fólk
LÝTAAÐGERÐIR
Í BLOKKARÍBÚÐ
„Ég nota bótox frá
Englandi því það
er sterkara. Það kostar 60
þúsund. Ég veit að það er
kreppa og þú mátt borga
í tveimur hlutum eða
þegar ég hitti þig aftur
fyrir seinni sprautuna.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Íslenskur lýtalæknir:
Grafalvarlegt mál
Lýtalæknir sem DV hafði samband
við sagði það vera grafalvarlegt mál
ef ófaglærður einstaklingur væri að
sprauta bótoxi í húð einstaklinga og
slíkt ætti einungis að vera framkvæmt
af sérfræðingi. „Það eru örfáar sér-
fræðigreinar sem mega nota bótox og
ef ófaglærður einstaklingur er að fram-
kvæma slíkt í heimahúsi er það skelfi-
legt. Bótox er þannig efni að það þarf að
geyma í kæli við ákveðið hitastig. Það
má bara geymast í hálftíma utan kælis.
Ég fæ lyfið flutt til mín í sérstökum
kæliumbúðum, það er ekki þannig að þú
getir farið til útlanda og keypt bótox og
látið svo sprauta því í þig.“
Þau svör fengust hjá Landlæknis-
embættinu að ekkert eftirlit næði yfir
starfsemi konunnar. Það væri ekki nema
íslenskur læknir útvegaði henni efnið að
hægt væri að aðhafast í málinu.
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkni-
efnadeildar hjá lögreglunni Í Reykjavík,
sagði málið ekki hafa komið inn á borð
til þeirra en það þyrfti að athuga hvaða
reglur og lög giltu í sambandi við inn-
flutning og meðferð þessa lyfs.
Konan að störfum
Aðeins sérfræðingar í
vissum greinum lækn-
inga mega nota bótox.
Aðgerðin er fram-
kvæmd í blokkaríbúð í
Kópavogi.
Lyfjaskápurinn Lyfin eru geymd í opnum
skáp en nauðsynlegt er að geyma bótox í
kæli til að efnið eyðileggist ekki.
Í herberginu Konan er með viðurkenn-
ingar frá erlendum snyrtiskólum uppi á
vegg. Hún býður upp á ýmiskonar lyf til að
fylla upp í hrukkur þar á meðal bótox.