Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Síða 12
12 | Fréttir 21. mars 2011 Mánudagur Neysluviðmið og laun í íslensku samfélagi 350 þús. 300 þús. 250 þús 200 þús. 150 þús. 100 þús. 50 þús. 0 Grunn­ framfærsla hjá LÍN Atvinnu­ leysisbætur Ræstinga­ fólk Gjaldkerar Leikskóla­ kennarar Iðnaðar­ menn Lækna­ ritarar Lyfja­ tæknar Sölu­ og afgreiðslu­ fólk Grunn­ skólakenn­ arar Neyslu- viðmið einstak- lings án húsnæðis Fanga­ verðir Háskóla­ menntaðir sérfræð­ ingar Fjármála­ stjórar Verslunar­ stjórar Tölvunar­ fræðingar Neyslu- viðmið einstak- lings með húsnæði Fram­ kvæmda­ stjórar Grunnbætur Laun leikskólakennara yngri en 35 ára ­ Kjara­ samningur frá 2008 Barnlaus einstaklingur án húsnæðis. Með bíl. Barnlaus einstaklingur í leiguhúsnæði á höfuð­ borgarsvæðinu. Með bíl. Byggt á grunnlaunum í launakönnun SFR Neysluviðmið Grunnlaun einstaklings sem á bíl og leigir húsnæði á höfuðborgarsvæðinu nægja ekki til þess að hann geti stað­ ið undir dæmigerðu neysluviðmiði velferðarráðuneytisins nema hann sé framkvæmdastjóri eða hafi sambæri­ lega hálaunavinnu. Hvorki tölvunar­ fræðingar né fjármálastjórar ná við­ miðinu ef marka má launakannanir stéttarfélagsins SFR. Einn þarf 292 þúsund Velferðarráðuneyti Guðbjarts Hannes­ sonar kynnti í febrúar þrenns kon­ ar neysluviðmið fyrir íslensk heimili. Þau eru ekki endanlegur mælikvarði á hvað telst nægjanleg neysla einstakra heimila né dómur um hvað einstakar fjölskyldur þurfi sér til framfæris, að því er segir á heimasíðu ráðuneytisins. Tilgangurinn með smíði þeirra hafi var að veita heimilum í landinu aðgang að viðmiðum sem hafa megi til hliðsjónar við áætlun eigin útgjalda. Samkvæmt reiknivél ráðuneytisins, sem lá reyndar niðri þegar DV reyndi að nota hana við vinnslu þessarar út­ tektar, er dæmigert neysluviðmið fyrir einstakling 291.932 krónur, samkvæmt forsendum velferðarráðuneytisins. Samkvæmt sömu forsendum er dæmi­ gert viðmið fyrir einstætt foreldri með barn 384.401 króna og 464.102 krónur fyrir einstætt foreldri með tvö börn. Einstætt foreldri með þrjú börn þarf 538.828 krónur, til að uppfylla dæmi­ gert viðmið. Margir langt frá viðmiði DV kannaði útborguð laun nokkurra starfstétta í þjóðfélaginu til að sjá í hvers konar starfi einstaklingur þarf að vera til að uppfylla dæmigert neyslu­ viðmið velferðarráðuneytisins. Í ljós kom að einungis framkvæmdastjórar fyrirtækja ná dæmigerðu neysluvið­ miði barnslauss einstaklings sem á bíl og býr í leiguhúsnæði á höfuðborgar­ svæðinu en til einföldunar var sá þjóð­ félagshópur fyrir valinu. Miðað er við grunnlaun samkvæmt launakönnun stéttarfélagsins SFR en einnig má sjá hvernig námsmenn, atvinnulausir og kennarar koma út í samanburðinum. Eins og sést á súlunum hér fyrir neðan eru afar fjölmennar stéttir óra­ vegu frá því að ná neysluviðmiðnu. Þannig þyrftu fjölmennar stéttir á borð við leikskólakennara og iðnaðarmenn að hækka um 50 prósent í launum til að ná viðmiðinu. Tölvunarfræðingar, verslunarstjórar og fjármálastjórar eru ekki langt frá því að hafa þau laun sem til þarf. Aðrar stéttir, svo sem háskóla­ menntaðir sérfræðingar, grunnskóla­ kennarar og afgreiðslufólk eru langt frá því að uppfylla dæmigerð neyslu­ viðmið einstaklings, en viðmiðinu er ætlað að vera leiðbeinandi um út­ gjöld fjölskyldna miðað við dæmigert neysluviðmið. Um viðmiðið má lesa hér til hliðar. Fæstir gætu framfleytt sér Þær tölur sem er að finna um grunn­ laun ýmissa starfstétta byggja á síð­ ustu launakönnun félagsmanna SFR stéttarfélags. Hafa ber í huga að ekki er um að ræða heildarlaun og yfirvinna, vaktaálag og ýmis fríðindi eru ekki tal­ in með. Í sumum tilvikum eiga starfs­ menn kost á því að auka tekjurnar með því að leggja á sig meiri vinnu og gætu þá mögulega í einhverjum tilvikum náð neysluviðmiði einstaklings. Almennt má þó sjá að hjá fæstum stéttanna, sem hafðar eru til hliðsjónar í þessari úttekt, eru launin þannig að barnlaus einstaklingur á höfuðborgar­ svæðinu, sem á bíl og leigir húsnæði, gæti framfleytt sér miðað við dæmigert neysluviðmið. Viðmið til skemmri tíma Svokallað skammtímaviðmið var einnig reiknað út en þar er miðað við að fólk geti dregið úr neyslu og frest­ að útgjaldaliðum í allt að níu mán­ uði. Skammtímaviðmið fyrir einstak­ ling á höfuðborgarsvæðinu sem býr í eigin húsnæði er 201 þúsund krón­ ur. Eins og sjá má á súlunum hér fyr­ ir neðan eru margar stéttir sem ekki ná, eða eru á mörkum þess að upp­ fylla skammtímaviðmiðin, miðað við grunnlaun. Loks lét ráðuneytið reikna út grunnviðmið en þau eiga að gefa vísbendingu um lágmarksútgjöld í ákveðnum útgjaldaflokkum. Viðmiðið fyrir einstakling er liðlega 87 þúsund krónur en þar eru útgjöld vegna bif­ reiðar og húsnæðis ekki reiknuð með. Dæmigert viðmið Í fyrsta lagi er um að ræða dæmigerð viðmið sem er ætlað að vera leiðbeinandi um hver útgjöld fjölskyldna eru miðað við hóflega neyslu. Eins og kemur fram í greininni er dæmigert viðmið fyrir útgjöld einstaklings sem býr á höfuðborgarsvæðinu í eigin húsnæði 291.932 kr. Þar af er bifreiða­ og ferðakostnaður 85.425 kr. og húsnæðiskostnaður 72.972 kr. Dæmigert viðmið fyrir útgjöld hjóna með tvö börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu í eigin húsnæði er 617.610 kr. Þar af er bifreiða­ og ferðakostnaður 121.906 kr. og húsnæðiskostnaður 126.261 kr. Þá er gert ráð fyrir að annað barnið sé á leikskóla en hitt í grunnskóla þar sem keyptar séu skólamáltíðir og frístundavistun. Skammtímaviðmið Í öðru lagi er um ræða svokölluð skammtímaviðmið sem byggjast á sömu forsendum og dæmigerðu viðmiðin en þar er miðað við að fólk geti dregið úr neyslu og frestað útgjaldaliðum í allt að níu mánuði. Skammtímaviðmið fyrir útgjöld einstaklings sem býr á höfuðborgarsvæðinu í eigin húsnæði er 201.132 kr. Skammtímaviðmið fyrir útgjöld hjóna með tvö börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu í eigin húsnæði er 447.544 kr. Grunnviðmið Í þriðja lagi er um svokölluð grunnviðmið að ræða. Grunnviðmið eiga, samkvæmt upplýsingum á vef velferðarráðuneytisins, að gefa vísbendingu um hver lágmarksútgjöld geti verið í ákveðnum útgjaldaflokkum. Viðmiðin ná aðeins til hluta þeirra 15 útgjaldaflokka sem tölurnar byggja á og undanskilja suma flokka á þeirri forsendu að réttara sé að nota raunkostnað þegar viðmiðinu sé beitt. Þetta á við um húsnæðiskostnað og kostnað vegna bifreiða. Samkvæmt þessu er grunnviðmið fyrir útgjöld einstaklings sem býr á höfuðborgarsvæðinu 86.530 kr. Grunnviðmið fyrir útgjöld hjóna með tvö börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu er 286.365 kr. Kostnaður vegna húsnæðis og bifreiða er undanskilinn. Þrenn viðmið ráðuneytisins Framkvæmdastjórar ná einir neysluviðmiði Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Grunnlaun fæstra launþega standa undir dæmigerðum útgjöldum n Hvorki háskólamenntaðir sérfræðingar, tölvunarfræðingar né fjármálastjórar ná viðmiðinu Fátækt á Íslandi Fæstir ná neysluviðmiði velferðarráðherra. MYND SIGTRYGGUR ARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.