Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Page 13
Fréttir | 13Mánudagur 21. mars 2011 Á árunum 2006 til 2008 fékk Lands- bankinn lánaða um 1.100 milljarða króna hjá sparifjáreigendum, fyrir- tækjum og stofnunum í Bretlandi og Hollandi. Innlánum var safnað á Icesave-netreikningana þar sem góðir vextir voru í boði, fyrst í Bret- landi en í lok maí 2008 voru Icesave- netreikningar Landsbankans opn- aðir einnig í Hollandi. Fram að falli bankans í október 2008 lögðu hol- lenskir sparifjáreigendur inn hart- nær 300 milljarða króna í evrum. Í Bretlandi námu innlánin um 4,5 milljörðum punda við fall bankans eða um 830 milljörðum króna á nú- verandi gengi. Við fall Landsbankans kom til kasta tryggingarverndar sparifjár- eigendanna. Innstæðutrygginga- kerfi Evrópska efnahagssvæðisins gerir ráð fyrir að tryggingar ábyrg- ist að hámarki liðlega 20 þúsund evrur á hverjum reikningi. Mikil- vægt er að hafa í huga að vegna þess að Icesave-reikningarnir voru reknir í útibúum Landsbankans en ekki í dótturfélögum féll tryggingar- verndin á Tryggingarsjóð innstæðu- eigenda og fjárfesta (TIF) á Íslandi. Dótturfélög erlendis eru á kennitölu í viðkomandi landi og greiða þar sín réttindi og skyldur. Deilt um áhættu Icesave-samningurinn, sem greidd verða atkvæði um 9. apríl næstkomandi, snertir ábyrgð ís- lenska ríkisins á lánasamningum sem TIF gerir til þess að fullnægja kröfunni um lágmarkstryggingu. Hún nemur um 415 milljörðum króna í Bretlandi og 215 milljörð- um króna í Hollandi, eða samtals um 630 miljörðum króna. Sam- væmt þessu bera Bretar og Hol- lendingar skellinn af því sem inn- stæðutryggingarkerfið ábyrgist ekki eða um 500 milljarða króna. Sam- kvæmt fyrirliggjandi Icesave-samn- ingi er reiknað með því að á miðju árinu 2016 hafi eignasafn Lands- bankans staðið undir 575 milljarða króna greiðslu upp í þessa skuld. Ábyrgð ríkisins snertir því einkum eftirstöðvar og vaxtagreiðslur. Mið- að við núverandi skilyrði er áætl- að að kostnaðurinn, sem íslenska þjóðin þarf að bera með samningn- um, verði á bilinu 30 til 40 milljarðar króna, hugsanlega lægri. Andstæð- ingar samningsins benda á mikla áhættu og margvíslega, einkum þó verulega hækkun þessarar upphæð- ar lækki gengi krónunnar mjög á uppgreiðslutímabilinu. Mismunun Ríkt hefur verið í umræðu og deilum um Icesave, að íslenska rík- ið hafi enga lagaskyldu til þess að ábyrgjast Icesave-reikningana. Því sé rétt að hafna Icesave í þjóðar- atkvæðagreiðslu og bíða dómstóla- meðferðar. Aðrir telja samningsleið eftirsóknarverða og skynsamlegt sé að eyða óvissu enda upphæð- in lág. Fyrst og síðast telja þeir sem samþykkja vilja saminginn að mik- il áhætta felist í dómstólameðferð málsins. Þar er einkum staldrað við þá ráðstöfun við setningu neyðar- laga í október 2008 að Alþingi sam- þykkti að ábyrgjast innstæður hér á landi að fullu. Þar með hafi íslenska ríkið mismunað á grundvelli þjóð- ernis en það stríðir gegn alþjóða- lögum og skuldbindingum. Margrét Einarsdóttir, forstöðumaður Evr- ópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, sagði í umræðuþætt- inum Silfri Egils í Sjónvarpinu um helgina, að nánast útilokað væri að EFTA-dómstóllinn gæti fallist á þá mismunun yrði málið tekið þar fyr- ir. Í fjórðu grein EES-samningsins segir berum orðum að hvers konar mismunun á grundvelli ríkisfangs sé bönnuð nema annað leiði af ein- stökum ákvæðum hans. Tilskipunin margrædda Á grundvelli laga og á grund- velli EES-samningsins var gefin út tilskipun ESB árið 1994 um inn- lánatryggingakerfi, en hún öðlað- ist lagagildi hér á landi sama ár. Þar segir meðal annars: „Þegar gjald- þrota lánastofnun er lokað verða innstæðueigendur í útibúum í öðr- um aðildarríkjum en þar sem lána- stofnunin hefur höfuðstöðvar að njóta verndar sama tryggingakerfis og aðrir innstæðueigendur í stofn- uninni.“ Einnig er kveðið á um að yfir- völd í heimaríkinu skuli hafa eftir- lit með gjaldhæfi sinna banka. Í ís- lenskum lögum er reyndar einnig kveðið á um að ef íslenskur banki opni útibú í öðrum löndum beri að upplýsa gistiríkin (Holland og Bret- land í þessu tilviki) um fullnægjandi innstæðutryggingar af hálfu heima- ríkisins (Ísland í þessu tilviki). Árið 1999 voru sett lög um Trygg- ingarsjóð innstæðueigenda og fjár- festa (TIF). Þar er tiltekið að stjórn sjóðsins sé heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum (innstæðu- eigendum) hrökkvi eignir sjóðsins ekki til. Fordæmi er fyrir því að Evrópu- dómstóllinn hafi dæmt þýska rík- ið til að greiða innstæðueigend- um 20 þúsund evru trygginguna á grundvelli tilskipunarinnar marg- umræddu þótt svo þýska löggjafar- valdið hefði ekki á þeim tíma lög- leitt tilskipunina með réttum hætti. Þannig er að sjá að tilskipunin ein hafi gefið innstæðueigendum rétt þótt hún hafi ekki verið innleidd í viðkomandi landi. Hvar liggur ábyrgðin? Aðeins tveimur mánuðum eftir fall íslensku bankanna ritaði Frida Fallan, sérfræðingur innan sænska seðlabankans, minnisblað um fall íslensku bankanna til yfirstjórnar bankans. DV hefur minnisblaðið undir höndum og hefur áður fjallað um efni þess að hluta. Fallan segir að í ESB-tilskipun- inni sé ekki kveðið skýrt á um að rík- ið beri ábyrgð á innstæðum spari- fjáreigenda. „Tilskipunin kveður aðeins á um að ríkið beri ábyrgð á að koma innstæðutryggingakerfinu á fót. Á Íslandi (rétt eins og í mörg- um öðrum löndum) er innstæðu- tryggingasjóðurinn einkafyrirtæki með takmarkað fjármagn en skylda hvílir á bönkunum að sjá honum fyrir meira fjármagni ef á þarf að halda.“ Engu að síður segir Fallan, að nánast fyrirfram sé gert ráð fyrir því að ríkið komi til aðstoðar þegar stór- ir bankar falla. Enda séu tryggingar- sjóðir fyrir innstæður ótrúverðugir í miklum hamförum á fjármálamark- aði, til dæmis við fall stórra banka. „Undirliggjandi er það því svo að innstæðutryggingar eru á ábyrgð ríkisstjórnar. Auðvitað velja menn með mestum líkindum þann kost að láta ekki stóran banka verða gjald- þrota. En á endanum fellur kostn- aðurinn á skattgreiðendur og rík- ið verður innstæðutryggjandi til þrauta vara. Það mál hefur hins vegar ekki verið rætt á opinn hátt. Öðru nær. Pólitíska stefnumörkunin á síðari árum hefur snúist um þörf- ina á að tryggja að ríkisvaldið styðji ekki tryggingasjóði í anda reglna um bann við opinbera aðstoð eða styrki.“ Öllu verra er um ábyrgð heima- ríkis, segir Fallan í minnisblaði sínu. Þar sé málum þannig fyrir komið að það sem í raun teljist til neytenda- verndar í gestaríkinu (Holland og Bretland í þessu tilviki) hafi flust yfir á skattgreiðendur í heimaríkinu (Ís- land). Aðeins ríkið ræður við stóráföll Hugmyndin um að heimaríki sé ábyrgt fyrir starfsemi banka erlend- is var færð í lög ESB fyrir meira en 20 árum. Fallan þykir reglan ein- kennileg en nefnir að hún eigi rætur í þeirri viðleitni ESB að koma á fót innri markaði með frjálsu flæði fjár- magns yfir landamæri. „Forsendan fyrir grundvallarreglunni um stöðu heimaríkis er sú að hún geri öllum bönkum annarra ríkja innan ESB kleift að keppa á markaði í öðrum aðildarríkjum. Á sama tíma geta neytendur í gestaríkinu lagt traust sitt á að yfirvöld í heimaríkinu veiti á jafnræðisgrundvelli sömu vernd og þau veita eigin þegnum. Á bak við þetta eru reglur um lágmarksvernd sem eiga að tryggja að verndin sem heimaríkið býður sé fullnægj- andi. Þetta eru grundvallarreglur ESB um lágmarks samhæfingu og gagnkvæmni. Heimaríki viðkom- andi greinar (t.d. banka) ber þannig ábyrgð á yfirstjórn hennar og á inn- stæðutryggingunum.“ Fallan segir að framangreindu innstæðutryggingarkerfi verði að breyta og taka af öll tvímæli að í meiriháttar fjármálaáföllum sé að- eins ríkið fært um að koma til að- stoðar. „Nýja kerfið þarf að taka mið af því sem hefur legið í augum uppi í fjármálakreppunni að undanförnu, ef ekki fyrr, að ríkið getur eitt tekið á sig ábyrgð á slíkum tryggingum. Óskýrum og óvissum skuldbinding- um ríkisins í núverandi kerfi ætti að umbreyta í skýrar tryggingarábyrgð- ir sem gerð er grein fyrir í ríkisreikn- ingum. Fyrir þessar ábyrgðir ættu bankarnir að greiða iðgjald til rík- isins, rétt eins og gildir um hverjar aðrar tryggingar.“ „Undirliggjandi er það því svo að inn- stæðutryggingar eru á ábyrgð ríkisstjórnar. Dragbítur þjóðarsálar n Ríkið getur eitt ráðið við stóráföll í fjármálakerfinu n Sú staðreynd er gefin for- senda innstæðutrygginga innan ESB, segir sérfræðingur við sænska seðlabankann n EFTA-dómstóll getur varla samþykkt mismunun eftir þjóðerni í Icesave-deilunni Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Mismunun? Alþingi samþykkti að ábyrgjast allar innstæður hér á landi. Því hefur verið velt upp að þar með hafi íslenska ríkið mismunað á grundvelli þjóðernis sem stríðir gegn alþjóðalögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.