Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Qupperneq 18
18 | Umræða 21. mars 2011 Mánudagur „Einu sinni mætti ég með naglalakk í vinnuna, bara af því að mig langaði til þess.“ n Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík. – DV „Ég var aldrei kærasta herra Tchenguiz.“ n Dorrit Moussaieff forsetafrú. – icorrect.com „Það er ekkert happ að lenda á Sogni.“ n Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á Sogni, um aðstæður þeirra sem afplána þar dóm en frjálsar ferðir þeirra hafa verið gagnrýndar. – DV „Hann reyndi að dyljast í stórum hópi innfæddra án þess að gera grein fyrir sér.“ n Sigurður Einarsson um að Björn Þorvaldsson aðstoðarsaksóknari hafi læðst um húsakynni hans í London. – Fréttablaðið „Það er eiginlega flugið sem heldur manni á jörðinni.“ n Sara Dögg Ásgeirsdóttir leikkona um hversu gott það sé að hverfa stundum úr heimi leiklistar. – DV Vondir bankar og skálkaskjól V iðhorf Íslendinga til bankanna í landinu hefur gerbreyst frá bankahruninu haustið 2008. Viðskiptabankarnir þrír voru í hávegum hafðir út af velgengninni meintu fyrir bankahrunið en eru nú tortryggðir mjög. Ef benda ætti á eina meginorsök fyrir brankahruninu þá væri hún ábyrgðarlausar lántökur og lánveitingar viðskiptabankanna og það hvernig eigendur þeirra og lykil- starfsmenn pumpuðu íslensku efn- hagsbóluna upp þar til hún sprakk. Ein af afleiðingum þessarar stað- reyndar er það útbreidda viðhorf í samfélaginu í dag að viðskiptabank- arnir íslensku séu allir með tölu alltaf vondir. Litið er á allar aðgerðir starfs- manna þeirra sem spilltar á einhvern hátt og að þær séu til þess fallnar að hafa fé af óbreyttum borgurum. Ein af birtingarmyndum þessarar tor- tryggni birtist gjarnan í viðbrögðum fólks við fréttum sem snúast um við- skipti þeirra við einhverja af viðskipta- vinum sínum. Nýleg dæmi eru fréttir sem tengj- ast samtökunum Heimavarnarliðinu, þar sem viðskiptavinur Landsbankans stóð fyrir mótmælum inni í bankanum og fyrir utan heimili sitt í miðbænum sem bankinn ætlaði að leysa til sín upp í skuldir. Upphaflega var málinu stillt þannig upp að maðurinn væri fórnar- lamb bankans og væri að missa íbúð- ina sína að ósekju. Við nánari skoðun kom í ljós að eignarhaldsfélag manns- ins sem var eigandi íbúðarinnar var orðið tæknilega gjaldþrota löngu fyrir hrun vegna nokkur hundruð milljóna króna skuldar út af fasteignaverkefni. Aðgerðir Landsbankans gegn félagi hans voru því eðlilegar og var ekki hægt að skilja málið þannig að bank- inn stæði að ólöglegum eða ósiðlegum verknaði. Markmiðið með mótmæla- aðgerðunum var hins að stilla málinu þannig upp að bankinn væri vond- ur og brotlegur gagnvart manninum enda er slíkur spuni auðveldur miðað það viðhorf sem ríkir í garð bankanna eftir hrunið. Annað dæmi snýst um iðnfyrir- tækið Sigurplast í Mosfellsbæ sem DV hefur greint frá síðustu daga. Eftir að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í fyrrahaust vegna 1.100 milljóna króna skulda við Arion banka komu aðstand- endur fyrirtækisins fram í fjölmiðlum og gagnrýndu bankann fyrir að keyra lífvænlegt fyrirtæki í þrot að óþörfu. Stjórnendur Sigurplasts stilltu málinu upp eins og þeir hefðu ekki gert neitt af sér í rekstrinum til að verðskulda það að bankinn léti fyrirtækið fara í þrot. Bankinn, og aðeins bankinn, var skúrkurinn. Margir hafa eflaust tekið undir með stjórnendum Sigurplasts. Nú hefur komið í ljós, samkvæmt skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young, að forsvarsmenn Sig- urplasts byrjuðu að taka eignir og fjár- muni út úr félaginu án endurgreiðslu löngu fyrir gjaldþrot félagsins. Þess- ar eignir voru færðar inn í annað fé- lag. Stjórnendur Sigurplasts hafa ver- ið kærðir til ríkislögreglustjóra vegna málsins enda leikur grunur á að fjöl- mörg lögbrot hafi verið framin í rekstr- inum. Fleiri slík dæmi væri hægt að tína til þar sem menn með óhreina samvisku tromma upp í fjölmiðlum og stilla sér upp sem fórnarlömbum sem orðið hafa fyrir barðinu á vondum bönkum. Ljóst er að aðgerðir banka gegn skuldurum í slíkum tilfellum geta átt rétt á sér og því er ekki rétt að draga strax þá ályktun að bankinn sé vondur og spilltur. Eitt sem við getum gert er að spyrja okkur gagnrýnna spurninga um hvort málið sé nákvæmlega með þeim hætti sem þessir viðskiptavinir bankanna vilja vera láta og hvort þeir séu með eins hreina samvisku og þeir segjast hafa. Með því að leyfa bönk- unum kannski að njóta vafans aðeins lengur getum við hugsanlega komist nær sannleikanum í slíkum málum og komið í veg fyrir að óprúttnir aðil- ar narri okkur með spuna. Nóg var um það fyrir hrun að menn í viðskiptalíf- inu blekktu þjóðina. Látum það ekki halda áfram með því líta ekki á gagn- rýninn hátt á meint siðleysi og hörku bankanna gagnvart viðskiptavinum sínum í einstökum tilfellum. Allir bankar eru ekki alltaf vondir. Leiðari Er þetta sjúklegt? „Afskaplega sjúklegt og þeir sem tóku þessa ákvörðun ættu að leita sér lækninga,“ segir Anna Kristine Magnúsdóttir blaðakona. Bókasöfnum, sem starfsrækt voru af Rauða krossi Ísland á Landspítal- anum í Fossvogi og við Hringbraut, var lokað í febrúar en Anna Kristine hefur, meðal annarra, notið góðs af þjónustu bókasafnanna á Landspítal- anaum. Spurningin Bókstaflega Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar Siggi og Fréttablaðið n Grein Sigurðar Einarssonar, fyrrver- andi stjórnarformanns Kaupþings, í Fréttablaðinu á föstudaginn vakti mikla athygli. Í greininni fór Sigurður hörðum orðum um um- fjöllun íslenskra fjölmiðla um efnahagshrunið. Sigurður telur hana einkenn- ast að mestu af slúðri og dylgjum. Fréttablaðið fær þó skárri meðferð en aðrir fjölmiðlar. Sigurður telur að blaðið gerist ekki sekt eins oft og aðrir fjölmiðlar um slík slæleg vinnubrögð. Samskipti Fréttablaðsins og Sigurðar virðast því vera ágæt og er skemmst að minnast þess að hann valdi að fara í viðtal við Fréttablaðið en ekki aðra fjölmiðla í ágúst í fyrra. Andrés í glerturninum n Andrés Magnússon blaðamaður skrifar vikulega fjölmiðlapistla í Við- skiptablaðið. Í síðasta pistli gagn- rýndi hann Sig- rúnu Davíðsdóttur, fréttaritara RÚV í London, fyrir viðtal hennar við Alistair Darling, fyrrverandi fjár- málaráðherra Bretlands, sem sýnt var í Ríkis- sjónvarpinu. Sagði Andrés að viðtal Sigrúnar hefði verið „afspyrnulélegt“ og gagnrýndi hana fyrir ýmis atriði. Áhugavert er að sjá svo harða gagn- rýni frá Andrési á störf Sigrúnar. Skemmst er að minnast starfa hans fyrir dagblaðið Blaðið fyrir nokkrum árum þar sem þáverandi ritstjóri lét hann taka pokann sinn vegna þess hversu lítið kom út úr störfum hans. Bjöggamaður úr landi n Þór Kristjánsson, fyrrverandi samstarfsmaður Björgólfsfeðga og bankaráðsmaður í Landsbankanum, er að flytja frá Ís- landi. Hann mun vera að flytja til Flórída í Banda- ríkjunum ásamt fjölskyldu sinni. Þór vann með Björgólfsfeðgum í Rússlandi áður en þeir keyptu Landsbankann og sat fyrir hrun í stjórnum fjölmargra fyrirtækja þeirra, meðal annars West Ham og Straumi- Burðarási. Þór er líkast til einn af fáum sem geta varpað ljósi á upp- gang Björgólfsfeðga í Pétursborg sem mikið hefur verið pískrað um. Ákvörðun Þorsteins n Mikið hefur verið spáð og spek- úlerað um þá ákvörðun Þorsteins Más Baldvinssonar að draga sig út úr kaupendahópi MP Banka sem Skúli Mogensen fer fyrir. Ein ástæða sem nefnd hefur verið er að einhverjir aðilar komi að kaupunum með Skúla sem Þorsteini Má hugnast ekki. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið í því sambandi er Björgólfur Thor Björg- ólfsson, sem er gamall félagi Skúla frá fyrri tíð. Sandkorn TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. S varthöfði hefur lengi verið áskrif-andi að DV. Hann les blaðið nán-ast upp til agna og staldrar ekki síst við ættfræðisíður og minningar- greinar. En fréttaflutningur blaðsins að undanförnu um rekstur Sigurplasts hefur valdið Svarthöfða miklu hugar- víli. Svo mjög að honum hefur gengið illa að sofna á kvöldin og er nú á barmi þess að segja upp áskriftinni. F réttir DV af mætum stjórnendum og eigendum Sigurplasts bera með sér að blaðið hafi nú tekið sér fyrir hendur að vega að grunn- gildum íslenska samfélagsins. Allir góðir menn þekkja þau: Hver er sinnar gæfu smiður. Allir eiga að njóta verð- leika sinna. Háir og lágir eiga að vinna saman. Stétt með stétt. Allir eru jafnir frammi fyrir lögunum. Gott er að hinir ríku verði ríkari því einmitt þannig hrjóta fleiri brauðmolar af borðum þeirra til hinna fátæku. Hvað á DV með að taka sér vald til þess að kasta heilögum gildum á glæ sem eiga rætur í djúpum þjóðarsálar- innar? S varthöfði er öldungis ósam-mála einhverjum endurskoð-endum sem telja að maðkur hafi verið í mysu eigenda Sigurplasts. Að vísu voru eignir fluttar úr fyrirtækinu í skjóli nætur yfir í annað fyrirtæki for- stjórans. Mikið rétt, það var gert eftir að kaup hans hafði verið hækkað úr 850 í 1.250 þúsund krónur á mánuði og stjórnarformaðurinn hafði sam- þykkt að gefa honum bíl á kostnað Sigurplasts. Mikið rétt, Sigurplast hafði greitt ýmsa reikninga stjórnar- formannsins sem kenndi viðskipta- siðfræði í Háskóla Íslands. Eða var það viðskiptafræði? En er þetta ekki allt í samræmi við verðleika og ábyrgð stjórnenda og eigenda sem taka áhættu í þágu heildarinnar? Hvernig geta stéttirnar skapað réttlátt þjóðfélag sameiginlega nema til sé stétt ríkra og stétt fátækra? Hvernig á að hvetja menn til dáða ef engin umbun bíður afreksmanna á fjallatindum íslenskra viðskipta? Einhverjir verða að taka að sér að vera ríkir og axla ábyrgð. S varthöfði hefur til marks um snilld og framsýni forstjóra Sigurplasts að hann fleygði ekki 100 þúsund lýsisflöskutöppum sem Lýsi hf. hafði keypt af Sigurplasti en skilaði vegna galla. Hér þarf að leggja ríka áherslu á að hver er sinnar gæfu smiður og allir njóta verðleika sinna í fyllingu tímans í anda ameríska draumsins. Sannarlega gerði Sigur- plastsforstjórinn það þegar hann skráði tappana á eigin fyrirtæki, Viðar- súlu, og seldi þá svo aftur til Sigur- plasts fyrir 2 milljónir króna. Með þessu hafði forstjórinn verið öðrum til fyrirmyndar í viðskiptum og búið til verðmæti úr nánast engu. Á þetta bera einhverjir endurskoð-endur brigður og öfundarmenn hafa kært framtaksmennina í Sigurplasti til lögreglunnar fyrir meint skilasvik, skattsvik, fjárdrátt og um- boðssvik. Hvernig eiga heiðvirðir Sigurplasts- menn að bregðast við öfundarmönn- um? Þegar í flest skjól er fokið neyðast menn til að skipta um kennitölu og bjarga verðmætum úr klóm gráðugra okurlánara og forða sér undan dauðri hönd ríkisskattstjóra og annarra hæl- bíta. Er hægt að álasa mönnum fyrir það? S varthöfði segir og skrifar: Ef DV ætlar að veitast að góðum fram-taksmönnum og verja málstað öfundarmanna, sem sífellt hafa í hót- unum um lögsókn, getur blaðið alveg eins ráðist gegn íslenska þjóðfélaginu og grunngildum þess. Því eins og for- seti lýðveldisins hefur margoft sagt eru íslensk fyrirtæki og íslensk viðskipta- menning undirstöður þjóðfélagsins. Auk þess þarf þjóðfélagið á sem flest- um Sigurplastsmönnum að halda til að búa til verðmæti úr litlu sem engu á erfiðum tímum. Það er mat Svarthöfða og sann- færing að í Sigurplasti sé í raun að finna íslenska þjóðfélagið í hnotskurn. Árás á Sigurplast er því árás á íslenska menningu og grunngildi hennar. Hana ber að varðveita. Svarthöfði SIGURPLAST ER ÍSLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.