Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Síða 19
Umræða | 19Mánudagur 21. mars 2011 Stefnir á leiklist Vondir bankar og skálkaskjól 1 „Mig langaði að deyja“ Jón Gnarr borgarstjóri, í helgarviðtali við DV, um atvik sem átti sér stað í New York fyrir nokkrum árum. 2 Ætlar ekki á Eagles Leikarinn og myndlistamaðurinn Magnús Jónsson er ekki spenntur fyrir fyrirhuguðum tónleikum bandarísku hljómsveitar- innar The Eagles. 3 „Ekkert grín að vera dæmdur í ör-yggisgæslu“ Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir á Sogni, um misskilning um vistun á réttargeðdeildinni. 4 Sagðist vera með ísbjarnar-blóð Ástríður Höskuldsdóttir vill aðstoða leikarann, partípinnann og vandræðagepilinn Charlie Sheen. 5 Löskuð náhirð Viðbrögð við greinum sjö lögmanna sem vilja hafna Icesave bera merki um laskaða náhirð Sjálfstæðisflokksins. 6 Wyclef Jean skotinn á Haití Hip-hop-tónlistarmaðurinn Wyclef slapp án mikilla meiðsla, en hann var skotinn í höndina. 7 Hvernig á ég að aga barnið mitt? Sjö ráð til jákvæðrar ögunar barna er að finna í helgarblaði DV. Laufey Haraldsdóttir, nemandi við Kvennaskólann í Reykjavík, gæti orðið fyrsta stúlkan til að sigra í Gettu betur, spurningakeppni framhalds- skólanna, en stúlka hefur aldrei skipað sigurlið í keppninni frá upphafi, þrátt fyrir að keppnin hafi verið haldin 26 sinnum. Hver er konan? „Laufey heitir hún Haraldsdóttir. Vesturbæ- ingur í húð og hár og nemandi í Kvennaskól- anum í Reykjavík.“ Hvers vegna tekur þú þátt í Gettu betur? „Ég hef haft gaman af keppninni síðan ég var lítil og áhuginn hefur haldið sér. Ég hef einfaldlega mjög gaman af þessu.“ Hvers vegna heldur þú að stelpur hafi ekki verið áberandi í keppninni hingað til? „Ég hugsa að stelpum hafi ekki fundist hún nógu áhugaverð. Kannski að þessi metingur um að muna margt sé beintengdur við karllitninginn.“ Nú eru þrjár stelpur í undanúrslitum, er eitthvað að gerast? „Já, það hlýtur að vera. Nú eru nokkrar stelpur í keppninni en oft hefur það gerst að það er engin stelpa í þeim liðum sem keppa til sigurs.“ Hvað æfið þið mikið á hverjum degi fyrir keppnina? „Við æfum á hverjum degi og þá frá einni upp í þrjár klukkustundir í einu.“ Ert þú sérfræðingur í einhverju efni? „Það eru helst dægurmálin sem ég er sleip í. Bleiki flokkurinn, eins og í Trivial Pursuit.“ Hverjir eru veikleikar þínir? „Ég er helst slök þegar spurt er um stjórn- mál og landafræði.“ Spáið þið mikið í hugarfar spurninga- meistarans Arnar Úlfars? „Nei, við stressum okkur ekkert á því að komast að því hvað hann sé að hugsa. Við skoðum samt fyrri spurningar og tökum mið af þeim.“ Hvort viljið þið lenda í úrslitum á móti MH eða MR? „Okkur er alveg sama á móti hverjum við lendum. Þetta eru báðir verðugir and- stæðingar með góð lið.“ Hefur þú einhver önnur áhugamál en að sanka að þér fróðleik? „Já, ég hef mikinn áhuga á leiklist og félags- lífi. Ég er í stjórn leikfélagsins í skólanum og reyndar líka í morfís-liðinu.“ „Já, ég býst við því.“ Sigríður Ásta Hallgrímsdóttir 61 árs starfsmaður hjá Kynnisferðum „Já.“ Monica Sirvyexx 25 ára nemi í Hí „Já, örugglega.“ Soffía Hólm 58 ára vinnur í Hagkaupi „Það eru allar líkur á því, já.“ Elínborg Ágústsdóttir 22 ára vinnur á Borgarbókasafninu „Já, líklegast.“ Sigrún Óladóttir 41 árs bókasafnsfræðingur Mest lesið á dv.is Maður dagsins Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar? Svellkaldar Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, þurrkar hér framan úr andliti Lífar Magneu- dóttur, varaborgarfulltrúa Vinstri grænna, eftir að þær höfðu staðið úti í töluverðri snjókomu á þaki Æsufells 4. Þar fór fram blaðamannafundur á sunnudag þar sem vefurinn born.is var meðal annars kynntur til sögunnar. MYND: RÓBERT REYNISSON Myndin Dómstóll götunnar E fnishyggja varð Íslandi að falli. Allt snerist um efni. Allar mælistikur, öll viðmið og viðhorf. Nasdaq, Fuji og Dow Jones voru heimilisvinir. Þjóðin var heltekin og flaug hátt. Síðustu vængjaslættirnir voru ekki notaðir til að lækka flugið heldur hækka. Vonin eftir kraftaverki gekk ekki eftir og lendingin var brot. En við lifðum af. Og þó áhöfnin hafi viljað sitja áfram í brakinu var henni hrundið fyrir rest. Endur­ uppbygging hófst og nú skyldi byggja á nýjum grunni, nýjum gild­ um. Næstum kjörtímabil er nú liðið frá bankahruninu. Markmið um breytta stjórnarhætti, gegnsæi, hófstillingu, upprætingu spillingar og ný siðferðisviðmið voru kjarn­ inn í því uppgjöri sem fram átti að fara. Hrunskýrslurnar kortlögðu meinin og nýr grundvöllur þjóðar­ innar átti að birtast í nýrri stjórn­ arskrá samda af úrtaki fólksins í landinu. En hvað gerist? Segja má að lífið kristallist í kapphlaupi anda og efnis. Sé að­ eins annað liðið inni á vellinum missir leikurinn marks. Fólk hættir að fylgjast með, trilljón eða skrill­ jón núll skipta engu máli. Í okkar hrunadansi var dómaratríóið, þrí­ skiptingin sjálf, farin að spila með sigurliðinu. Og nú segir efnið leik­ hléið búið. Það nennir ekki að bíða andans sem býr innra með þjóð­ inni. Efnið vill að flautað verði til leiks. Skilaboðin sú að hér gerist ekkert nema með þess aðkomu, þess framlagi, þess íhlutun. Sem er að hluta til rétt, eigi vex gras nema fjárins vegna. Sviðin jörð þarf hins­ vegar tíma. Viljum við njólaakur, flautum þá strax til leiks, viljum við liljur, dokum við. Tíminn hleyp­ ur því aðeins frá okkur verði efnið honum eitt samstíga. Forgangur stjórnsýslunnar hefur ekki verið andinn. Svörðurinn hef­ ur ekki verið plægður, bæði hefur andstreymi gömlu valdablokkanna hamlað þeirri vinnu sem og innbyrð­ is óeining. Og nú blasir við að efnið hlaupi út á völlinn og geri hann aft­ ur að drulludýi. Samantekið frelsi án ábyrgðar. En frjór og vel í borinn jarð­ vegur er skilaskylda hins opinbera til atvinnulífs sem keppa skal á jafnræð­ isgrundvelli. Án slíkrar íhlutunar er framtíðin vörðuð, annaðhvort ríkis­ afskiptum eða spillingu. Icesave, Búðarhálsvirkjun, ESB, krónan, ekkert af þessu er andi held­ ur efni. Íslenzk þjóð er í sárri þörf fyrir einingu og öll ofangreind at­ riði sundra fremur en sameina. Byrj­ um því á réttum enda, endurvekjum traust og búum ágreiningsmálum lýðræðislegan farveg. Með því reisum við múr sem veitir fjöreggjum okkar skjól og ver okkur gegn spillingu. Efni án anda er ónýtt og mun ekki skila okkur áleiðis til lengri tíma litið. Kapphlaup anda og efnis Kjallari Lýður Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.