Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Síða 21
Hafsteinn fæddist í Reykjavík en ólst
upp á Patreksfirði. Hann var í Barna-
skóla Patreksfjarðar, stundaði nám
við Iðnskólann á Patreksfirði og síðan
við Stýrimannaskólann í Reykjavík og
lauk þaðan 1. stigs stýrimannaprófi.
Hafsteinn var messagutti á Mæli-
fellinu sextán ára, var síðan háseti á
bátum frá Patreksfirði, síðan á vertíð-
um á Hornafirði og í Sandgerði. Hann
var m.a. fimm sumur á síld í Norður-
sjónum, var háseti hjá Hafskip á árun-
um 1980–84 og síðan á bátum og tog-
urum til 1995.
Hafsteinn var búsettur í Reykjavík
1976–80, í Hveragerði 1980–85, síðan
í Reykjavík í eitt ár en þá flutti hann í
Bolungarvík. Hann hóf búskap með
konu sinni í Súðavík 1986 og voru þau
þar búsett til 1995. Þau hjónin misstu
börnin sín þrjú í snjóflóðinu í Súðavík
1995 og fluttu þá suður. Þau voru bú-
sett í Mosfellsbænum 1995–2000 en
hafa síðan verið búsett á Kjalarnesi.
Hafsteinn ók sendibíl á árunum
1995–97 og hefur síðan verið leigubif-
reiðastjóri.
Hafsteinn var formaður Verka-
lýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga
í þrjú ár, var formaður Trausta – fé-
lags sendibílstjóra, sat í stjórn íbúa-
samtaka Kjalarness og er varamaður
í hverfaráði Reykjavíkurborgar fyrir
Kjalarnes.
Fjölskylda
Dætur Hafsteins frá fyrra hjónabandi:
Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir, f.
21.11. 1976, d. 1.5. 2006, nemi við Há-
skóla Íslands, var gift Gustav Péturs-
syni og er dóttir þeirra Katrín Valgerð-
ur; Valgerður Björg Hafsteinsdóttir, f.
29.9. 1980, hönnuður frá Listaháskóla
Íslands, en maður hennar er Ólafur
Brynjar Bjarkason, starfsmaður hjá
ÍTR og eru börn þeirra Matthildur
Agla og Nói Hrafn.
Eiginkona Hafsteins er Berglind
María Kristjánsdóttir, f. 12.2. 1963,
húsmóðir.
Börn Hafsteins og Berglindar
Maríu: Hrefna Björg Hafsteinsdótt-
ir, f. 10.8. 1987, d. 16.1. 1995; Krist-
ján Númi Hafsteinsson, f. 7.10. 1990,
d. 16.1. 1995; Aðalsteinn Rafn Haf-
steinsson, f. 29.9. 1992, d. 16.1. 1995;
Íris Hrefna Hafsteinsdóttir, f. 13.12.
1996; Birta Hlín Hafsteinsdóttir, f.
25.6. 1998.
Hálfsystkini Hafsteins, sam-
mæðra, eru Sigurður Lárusson, f.
10.4. 1944, verslunarmaður, búsett-
ur í Reykjanesbæ; Guðrún Hafdís Ei-
ríksdóttir, f. 7.6. 1957, meinatækn-
ir og kennari í Reykjavík; Guðlaugur
Eiríksson, f. 16.4. 1959, sendibílstjóri
í Garðabæ; Ásta Ellen Eiríksdóttir, f.
14.9. 1963, húsmóðir í Danmörku.
Hálfsystir Hafsteins, samfeðra, er
Sigrún Aðalsteinsdóttir, f. 26.4. 1961,
bókhaldari, búsett í Hafnarfirði.
Foreldar Hafsteins voru Aðal-
steinn Kjartansson, f. 11.5. 1925, d.
27.1. 1991, sjómaður í Reykjavík, og
Aðalheiður Halldórsdóttir, f. 20.5.
1927, d. 17.9. 2005, húsmóðir í Garð-
inum en síðustu árin í Reykjavík.
Kjörforeldrar Hafsteins voru Númi
Björgvin Einarsson, f. 1.11. 1915, d. í
mars 1990, verkamaður og sjómað-
ur á Patreksfirði, og Valgerður Har-
aldsdóttir, f. 23.8. 1909, d. 6.11. 2002,
verkakona og húsmóðir á Patreksfirði.
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is Ættfræði | 21Mánudagur 21. mars 2011
Til hamingju!
Afmæli 21. mars
Til hamingju!
Afmæli 22. mars
30 ára
Sandra Maertha Elfride Lyngdorf Sjávargötu
6, Álftanesi
Oleksandr Kolesnyk Austurströnd 6, Sel-
tjarnarnesi
Ottó Gunnarsson Njálsgötu 58, Reykjavík
Ólöf Ólafsdóttir Flatahrauni 1, Hafnarfirði
Veiga Eyfjörð Hreggviðsdóttir Borgarvegi 11,
Reykjanesbæ
Sveinn Blöndal Meistaravöllum 33, Reykjavík
Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir Birkimel
8, Reykjavík
Ari Bjarnason Vesturgötu 22, Reykjavík
Berglind Prunner Lambastaðabraut 2, Sel-
tjarnarnesi
Harpa Hrund Berndsen Frakkastíg 12a,
Reykjavík
Lorena Vanesa Re Sambyggð 16, Þorlákshöfn
Jenný Friðjónsdóttir Litlakrika 1, Mosfellsbæ
Hildur Árnadóttir Bræðraborgarstíg 24,
Reykjavík
Berglind Klara Daníelsdóttir Kristnibraut
93, Reykjavík
Sigurdór Jónsson Eskivöllum 9a, Hafnarfirði
40 ára
Alona Mendiolla Nueva Njálsgötu 86,
Reykjavík
Penphan Bamrungta Logafold 31, Reykjavík
Milan Chang Guðjónsson Víðimel 42, Reykjavík
Antonio Fulignoli Efstasundi 97, Reykjavík
Ólöf Einarsdóttir Krókamýri 80a, Garðabæ
Daníel Snorri Jónsson Kleppsvegi 98, Reykjavík
Þorkell Már Hreinsson Hlíðarhjalla 62,
Kópavogi
Guðný Sigurjónsdóttir Kópavogsbarði 11,
Kópavogi
Helga Heiða Helgadóttir Álakvísl 20, Reykjavík
Valgarður Bragason Bárugötu 8, Reykjavík
Vilborg Helgadóttir Hólmaflöt 8, Akranesi
Þorfinnur Skúlason Neshaga 12, Reykjavík
50 ára
Auður Sigríður Magnúsdóttir Langholtsvegi
164, Reykjavík
Þorsteinn Hansen Arnarheiði 14, Hveragerði
Svanfríður H. Ástvaldsdóttir Melaheiði 9,
Kópavogi
Hafdís Erlingsdóttir Mávahrauni 19, Hafnarfirði
Greta Sigríður Guðmundsdóttir Bólstaðar-
hlíð 8, Reykjavík
Hafdís Arnardóttir Helluvaði 1, Reykjavík
Jón Benóný Reynisson Esjugrund 14a,
Reykjavík
Sigurður Þ. Steingrímsson Reyrengi 59,
Reykjavík
Alex Montazeri Ljárskógum 14, Reykjavík
60 ára
Edward Wiktor Gaj Kleppsvegi 52, Reykjavík
Guðjón Þór Ragnarsson Hátúni 10a, Reykjavík
Svava Guðmundsdóttir Baugstjörn 8, Selfossi
Jórunn Marinósdóttir Einholti 16a, Akureyri
Halldóra Haraldsdóttir Ásvegi 16, Akureyri
Margrét Jónsdóttir Hjarðarhaga 48, Reykjavík
Jóhann Arngrímur Kristjánsson Birkihlíð
38, Reykjavík
Gunnar Örn Pétursson Markarvegi 6, Reykjavík
Lína Guðmundsdóttir Grandavegi 1, Reykjavík
70 ára
Sólveig Helgadóttir Rjúpufelli 48, Reykjavík
Gunnlaugur Jóhannsson Kleppsvegi 144,
Reykjavík
75 ára
Ásdís Guðbjörg Konráðsdóttir Linnetsstíg
2, Hafnarfirði
Unnur Elísdóttir Lækjasmára 58, Kópavogi
Guðmundur Stefán Jónsson Móabarði 14b,
Hafnarfirði
Guðný Sigurðardóttir Miðgarði 7, Neskaupstað
Þóra Ingimarsdóttir Grófargili, Varmahlíð
Friðbjörn Jónsson Hlégerði 18, Kópavogi
Ragnheiður Hjartardóttir Suðurbraut 16,
Hafnarfirði
Guðmunda Rósa Helgadóttir Lágholti 12,
Stykkishólmi
80 ára
Ragnar Elísson Völvufelli 8, Reykjavík
Jóhanna Ólafsdóttir Ofanleiti 3, Reykjavík
Kristín Kristjánsdóttir Seljavegi 21, Reykjavík
85 ára
Sigurður Marteinsson Hrafnagilsstræti 25,
Akureyri
Erna Elíasdóttir Vogatungu 71, Kópavogi
Svanfríður Stefánsdóttir Laugarvegi 37,
Siglufirði
90 ára
Sigríður Jónsdóttir Lindargötu 66, Reykjavík
95 ára
Kjartan Guðmundsson Grundargerði 28,
Reykjavík
102 ára
Gissur Ólafur Erlingsson Hjallaseli 55,
Reykjavík
30 ára
Laura Zubyte Borgarholtsbraut 42, Kópavogi
Zbigniew Sulewski Langholtsvegi 19,
Reykjavík
Rakel Logadóttir Hjallavegi 46, Reykjavík
Andri Jóhannesson Dvergholti 25, Hafnarfirði
Ása Vala Þórisdóttir Baugakór 20, Kópavogi
Gerður Guðmundsdóttir Löngulínu 12,
Garðabæ
Ragnheiður Titia Guðmundsdóttir Mel-
gerði 29, Reykjavík
Petra Sigrún Jósepsdóttir Lönguhlíð 9c,
Akureyri
Hildur Sigurðardóttir Flyðrugranda 2,
Reykjavík
Halldóra Ingvadóttir Lindasíðu 47, Akureyri
Sigríður Soffía Sigurjónsdóttir Grettisgötu
78, Reykjavík
40 ára
Sigurjón Halldór Birgisson Austurvegi 30,
Selfossi
Agnar Trausti Júlíusson Lindartúni 19, Garði
Karvel Lindberg Karvelsson Hýrumel 4,
Reykholt í Borgarfirði
Ólafur Sigurður Einarsson Galtalind 15,
Kópavogi
Þórarinn Jónsson Hálsi 1, Mosfellsbæ
Guðrún Halldórsdóttir Hamragerði 6, Akur-
eyri
Sigríður Helga Hjartardóttir Andarhvarfi
4, Kópavogi
Katrín Rós Gýmisdóttir Selbrekku 30,
Kópavogi
Kristján Orri Ágústsson Dísaborgum 2,
Reykjavík
Halldóra Íris Ingvarsdóttir Hólmatúni 54,
Álftanesi
50 ára
Kirsten Godsk Björk, Akureyri
Guðmundur Elías Ingþórsson Hlíðarbraut
11, Blönduósi
Grettir Sigurjónsson Vesturbergi 15, Reykjavík
Þóra Jóhannesdóttir Barónsstíg 11, Reykjavík
Selma Helga S Einarsdóttir Baughúsum
15, Reykjavík
Ágúst Hafsteinsson Eyrarvegi 4, Akureyri
Smári Hauksson Þverárseli 22, Reykjavík
Bergþór Björnsson Veisu, Akureyri
Sævar Egilsson Borg, Mjóafirði
Sigurður Sigurðsson Sleitustöðum 1, Sauðár-
króki
60 ára
Dóra Ólafsdóttir Kaplaskjólsvegi 29,
Reykjavík
Páll Hersteinsson Blesugróf 3, Reykjavík
Benedikt V. Warén Selási 13, Egilsstöðum
Árni Sigurðsson Hjarðarholti 9, Akranesi
Sigríður Kristín Óladóttir Jörundarholti 15,
Akranesi
Rósa Jónsdóttir Mjóanesi, Selfossi
Tryggvi Jónasson Stóragerði 27, Reykjavík
Katrín Svala Jensdóttir Lyngbergi 15,
Hafnarfirði
70 ára
Magnús Magnússon Laufrima 18, Reykjavík
Hafsteinn Þór Rósinkarsson Drekavöllum
22, Hafnarfirði
Agnar Traustason Gilsbakka 11, Hvamms-
tanga
Guðmundur Reynir Guðmundsson Kveld-
úlfsgötu 21, Borgarnesi
75 ára
Oddný Sigurbjörg Óskarsdóttir Lyngholti
9, Akureyri
Ragnar Imsland Miðtúni 7, Höfn í Hornafirði
Óttar Geirsson Eyrarholti 6, Hafnarfirði
80 ára
Hulda Eiríksdóttir Laufási 6, Garðabæ
Þórný Þórarinsdóttir Karfavogi 32, Reykjavík
Svava Sigurðardóttir Háaleitisbraut 115,
Reykjavík
85 ára
Dómhildur Jónsdóttir Flúðabakka 3,
Blönduósi
Jóna Sturludóttir Hraunvangi 1, Hafnarfirði
95 ára
Agða Vilhelmsdóttir Mávahlíð 19, Reykjavík
Árni fæddist í Eystri-Pétursey í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp í föðurgarði við
öll venjuleg sveitastörf þess tíma.
Hann hleypti heimdraganum átján
ára og réðst í vinnu hjá Kaupfélagi
Skaftfellinga við bifreiðaviðgerðir og
afgreiðslustörf.
Árni var bifreiðastjóri óslitið
1946–64. Hann keyrði m.a. vöru-
flutninga- og mjólkurbíla hjá Kaup-
félagi Skaftfellinga í Vík og einnig var
hann við farþegaflutninga hjá Brandi
Stefánssyni í Vík og hjá Leiðólfi sem
Klausturs bræður ráku.
Árni ók vor og haust í Öræfin með
vörur fram til 1968. Þetta var áður en
Jökulsá á Breiðamerkursandi var brú-
uð. Fram að þeim tíma versluðu Öræf-
ingar við Kaupfélag Skaftfellinga í Vík
og þurfti þá að fara yfir vötnin á Skeið-
arársandi óbrúuð en það gat stundum
verið slarksamt.
Árni sá um að gera tundurdufl
óvirk sem rak á fjörur frá Kúðafljóti að
Ölfusárósum á árunum 1946–48, áður
en Landhelgisgæslan tók við þessu
starfi.
Veturinn 1951 sá Árni um að flytja
póst á hestum frá Vík að Kirkjubæj-
arklaustri. Hann mun því líkega vera
síðasti landpósturinn á hestum yfir
Mýrdalssand.
Fjölskylda
Árni kvæntist 9.11. 1950 Ástu Her-
mannsdóttur, f. 6.3. 1930, d. 26.8.
1993, húsmóður. Hún var dóttir Her-
manns Friðriks Hjálmarssonar, vél-
fræðings í Reykjavík, og k.h., Dóró-
theu Högnadóttur húsmóður.
Sambýliskona Árna frá 1995 var
Friðbjörg Guðmundsdóttir, f. 10.3.
1926, d. 30.7. 1997.
Börn Árna og Ástu eru Þorsteinn,
f. 4.7. 1951, vélfræðingur á Selfossi,
kvæntur Arndísi Ástu Gestsdóttur
leikskólakennara og eiga þau þrjú
börn; Sigríður Dóróthea, f. 11.7. 1952,
bankastarfsmaður í Vík, gift Gunn-
ari Braga Jónssyni verkamanni og
eiga þau þrjú börn; Sigurjón, f. 9.7.
1957, húsasmíðameistari í Reykjavík,
kvæntur Margréti Jónsdóttur skrif-
stofustjóra og eiga þau þrjú börn; Her-
mann, f. 4.10. 1958, frjótæknir, bú-
settur á Hvolsvelli, kvæntur Sigríði
Magnúsdóttur bankastarfsmanni og
eiga þau þrjú börn; Elín, f. 22.7. 1961,
d. 11.10. 1997, bankastarfsmaður á
Selfossi en eftirlifandi maður hennar
er Brynjar Jón Stefánsson tamninga-
maður og eru börn þeirra tvö; Odd-
ur, f. 6.5. 1965, verksmiðjustjóri hjá
Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli,
búsettur að Miðkrika II í Hvolhreppi,
kvæntur Ingibjörgu Ólafsdóttur bók-
ara og eiga þau þrjú börn.
Þá var systurdóttir Ástu, Hrafn-
hildur Oddný Sturludóttir, f. 13.5.
1949, d. 28.10. 2003, til heimilis á Há-
eyri frá unglingsárum og upp frá því
talin eitt af börnunum. Hún var þjón-
ustustúlka, búsett í Garðabæ, gift
Gunnari Snorrasyni, rafeindavirkja
hjá Sláturfélagi Suðurlands.
Systkini Árna: Elín Sigurjóns-
dóttir, f. 12.1. 1922, d. 26.8. 2008, var
húsmóðir á Steinum undir Austur-
Eyjafjöllum; Þórarinn Sigurjónsson,
f. 26.7. 1923, fyrrv. alþm. að Laugar-
dælum.
Hálfbræður Árna, samfeðra:
Eyjólfur Sigurjónsson, f. 15.6. 1947,
bifreiðastjóri, búsettur að Eystri-
Pétursey; Sigurður Sigurjónsson, f.
17.12. 1949, d. 8.6. 2000, bifreiðastjóri
í Eystri-Pétursey.
Þá ólust upp í Eystri-Pétursey
Bergur Örn Eyjólfs, f. 28.10. 1938, d.
30.12. 1996, vélvirkjameistari í Vík,
en hann var sammæðra Eyjólfi og
Sigurði; Þórhallur Friðrikson, f. 4.11.
1913, d. 29.1. 1999, staðarsmiður og
ökukennari á Skógum; Sigurbjart-
ur Jóhannesson, f. 9.11. 1929, bygg-
inga- og skipulagsfræðingur, búsett-
ur í Kópavogi.
Foreldrar Árna voru Sigurjón
Árnason, f. 17.4. 1891, d. 27.7. 1986,
bóndi að Eystri-Pétursey í Mýrdal, og
Sigríður Kristjánsdóttir, f. 13.5. 1884,
d. 16.2. 1941, húsfreyja.
Ætt
Sigurjón var sonur Árna, b. í Péturs-
ey, bróður Högna, föður Sveinbjörns
alþm., föður Sváfnis prófasts. Árni var
sonur Jóns, b. í Pétursey Ólafssonar,
af ætt Presta-Högna.
Móðir Sigurjóns var Þórunn, syst-
ir Ragnhildar, móður Sveinbjörns
Högnasonar alþm. Þórunn var dóttir
Sigurðar í Pétursey Eyjólfssonar.
Sigríður var dóttir Kristjáns, b. á
Hvoli í Mýrdal Þorsteinssonar, b. á
Hvoli Magnússonar. Móðir Þorsteins
var Sigríður, systir Þorsteins á Hvoli
og Bjarna amtmanns, föður Stein-
gríms Thorsteinssonar skálds.
Móðir Sigríðar var Elín Jónsdóttir,
b. í Eystri-Sólheimum Þorsteinsson-
ar og Ingibjargar, systur Ísleifs, lang-
afa Einars Ágústssonar ráðherra. Ingi-
björg var dóttir Magnúsar, hreppstjóra
á Kanastöðum, bróður Þorsteins, afa
Eggerts alþm. í Laugardælum.
Hafsteinn Númason
leigubifreiðastjóri í Reykjavík
85 ára á mánudag
60 ára á þriðjudag
Árni Sigurjónsson
fyrrv. bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal