Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Síða 22
22 | Úttekt 21. mars 2011 Mánudagur n Um 500.000 jarðskjálftar verða á ári hverju n Langstærsti hluti þeirra verður á 40.000 kílómetra skeifulaga svæði á Kyrrahafi n Mestur fjöldi fórnarlamba í einum skjálfta er talinn vera um 830.000 n Fimm af mannskæðustu skjálftum sögunnar voru í Japan E nn sér ekki fyrir endann á hörmulegum afleiðingum jarðskjálftans sem reið yfir Japan þann 11. mars. Skjálft- inn reið yfir Tohoku-svæðið, var 9 stig á Richter. Hann olli margra metra hárri flóðbylgju sem varð fjölda fólks að aldurtila og skildi eftir sig gríðar- legar skemmdir, einkum og sér í lagi við Kyrrahafsströnd Japans. Til að bæta gráu ofan á svart glíma Japanar nú við meiriháttar kjarnorkuslys því Fukushima-kjarnorkuverið varð fyr- ir miklum skemmdum með þeim af- leiðingum að kælikerfi kjarnaofna í verinu urðu óvirk og erfitt um vik að vinna bug á þeim bráða vanda vegna vatnsskorts. Japanar hafa reynt að ferja sjó með þyrlum til kælingar en það hefur ekki gengið sem skyldi. Þó japönsk stjórnvöld hafi farið varlega í yfirlýsingum virðast sérfræðing- ar ekki velkjast í vafa um alvarleika kjarnorkuslyssins. Franska kjarnorku- öryggisráðið gaf til dæmis nýverið út að ástandið í Fukushima-kjarnorku- verinu væri á sjötta stigi, en hæsta viðbúnaðarstig hvað kjarnorkuslys áhrærir er sjö. Hvað sem líður velkist enginn í vafa um alvarlegar afleiðing- ar jarðskjálftans í öllu tilliti. Japan og jarðskjálftar Það er ekki úr vegi að líta aðeins á jarð- skjálftasögu Japans, en eyjaklasinn er á mótum nokkurra meginlandsfleka og er staðsetningin þess valdandi að jarðskjálftar eru tíðir auk þess sem fjölda eldstöðva er þar að finna. Þeg- ar um er að ræða neðansjávarjarð- skjálfta eins og varð 11. mars er viðbú- ið að flóðbylgja fylgi í kjölfarið. Jarðskjálftar og flóðbylgjur eru engin nýlunda í Japan en einn mann- skæðasti jarðskjálfti í sögu lands- ins varð árið 1923 á Kanto-slétt- unni með þeim afleiðingum að um 100.000 manns létu lífið. Afleiðinga jarðskjálftans nú gætti á austurhluta Kanto, þó lítillega væri, en stærstu borgir landsins, Tókýó og Yokohama, eru einmitt á Kanto-svæðinu. Fyrir réttum fimmtán árum, í janúar 1995, reið öflugur jarðskjálfti, Hanshin-jarðskjálftinn, yfir borgina Kobe og nágrenni hennar. Sex þús- und manns létust, 415.000 slösuðust, 185.000 heimili skemmdust mikið og 100.000 heimili voru rústir einar. Í Japan er algengara að jarðskjálft- ar séu metnir út frá „shindo“-skalan- um frekar en Richter, en shindo vísar til afls jarðskjálftans á hverjum stað fyrir sig; þess sem fólk finnur, and- stætt Richter sem vísar til afls skjálft- ans við upptök hans. Tíðni og stærð Á hverju ári verða um 500.000 jarð- skjálftar en almennt verður fólk ekki vart við nema 100.000 þeirra. Á stöð- um á borð við Kaliforníu, Alaska, Bandaríkin, Gvatemala, Chile og Perú eiga sér nánast stöðugt stað jarð- skjálftar. Svipaða sögu er að segja um Indónesíu, Íran, Pakistan, Portúgal, Tyrkland, Nýja-Sjáland, Grikkland, Ítalíu og Japan. Svo virðist sem ákveðið mynst- ur sé í tíðni jarðskjálfta sem lýsir sér á þann hátt að um tíu sinnum fleiri jarðskjálftar öflugri en 4 stig á Richter eiga sér stað en jarðskjálftar öflugri en 5 á Richter. Útreikningar í Bretlandi hafa leitt eftirfarandi meðaltal í ljós: Jarðskjálfti á bilinu 3,7 – 4,6 á Richter verður einu sinni á ári, jarðskjálfti á bilinu 4,7 – 5,5 stig verður einu sinni á tíu ára fresti og jarðskjálfti upp á 5,6 stig eða öflugri á sér stað á hundrað ára fresti. Frá því árið 1931 hefur skjálfta- mælum verið fjölgað úr 350 í mörg þúsund og fyrir vikið hefur fjöldi skráðra jarðskjálfta margfaldast mið- að við fyrri tíma. Þetta þarf ekki að þýða að tíðni jarðskjálfta hafi aukist, því fjöldi og gæði mælitækja eru eng- an veginn sambærileg við það sem áður tíðkaðist. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna áætlar að frá 1900 hafi að meðaltali orðið 18 meiriháttar jarðskjálftar (7,0 – 7,9 stig á Richter) og einn stór (8+ stig á Richter) á ári, og það mynstur hefur hefur verið nokkuð stöðug að hennar mati. Jarðskjálftar og mannfall Flestir jarðskjálftanna, um 90 pró- sent allra (og um 81 prósent þeirra stærstu), verða á 40.000 kílómetra skeifulaga svæði á Kyrrahafinu. Svæðið liggur með ströndum Norð- ur- og Suður-Ameríku, norður und- ir Kamsjatka-skagann og síðan suð- ur með Japan og Indónesíu, sneiðir fram hjá Ástralíu og endar við Nýja- Sjáland. Höfuðborg Japans og stærsta borg jarðar, Tókýó, liggur innan marka þessarar Kyrrahafs-skeifu, og því gæti öflugur jarðskjálfti þar orðið æði mannskæður. En vegna örs vaxtar svonefndra mega-borga – Tókýó, Mexíkó-borgar, Teheran og fleiri – á svæðum þar sem mik- illar skjálftavirkni gætir hafa áhyggj- ur jarðskjálftafræðinga aukist. Vara jarðskjálftafræðingar við því að einn öflugur jarðskjálfti í mega-borg gæti hugsanlega kostað allt að 3 milljónir manna lífið. Mannskæðasti skjálftinn Mannskæðasti jarðskjálfti sem vit- að er um varð 23. janúar 1556 í Shaanxi-héraði í Kína. Skjálftinn reið yfir í morgunsárið og varð áhrifa hans og afleiðinga vart í meira en 97 sýslum Shaanxi, Shanxi, Henan, Gansu, Hebei, Shandong, Hubei, Hunan, Jiangsu og Anhui. Átta hundruð og fjörutíu kíló- metra breitt svæði var rústir einar eftir skjálftann og í sumum sýslunum létu 60 prósent íbúa lífið. Stærstur hluti íbúa svæðisins á þeim tíma, tíma Ming-ættarinnar, bjó í híbýlum sem grafin voru inn í mó- helluklif og féll húsakosturinn saman í hamförunum. Í annálum var náttúruhamför- unum lýst þannig: „Veturinn 1556 áttu sér stað jarðskjálftahamfarir í Shaanxi- og Shanxi-héruðum. Í okkar sýslu, Hua, átti margt slæmt sér stað. Fjöll og ár færðust úr stað og vegir eyðilögðust. Sums staðar lyftist jörð- in skyndilega og myndaði nýjar hæðir eða féll niður og myndaði nýja dali. Á öðrum stöðum brutust út elfar án fyr- irvara, eða jörðin rofnaði og ný gljúf- ur birtust. Kofar, opinberar byggingar, hof og borgarveggir hrundu án fyrir- vara.“ Kína, enn og aftur Annar mannskæðasti jarðskjálfti sög- unnar átti sér einnig stað í Kína, en fjöldi fórnarlamba er þó eitthvað á reiki en hann hleypur á bilinu 242.419 – 779.000. Jarðskjálftinn, kenndur við Tang- shan, norðaustur af Beijing, varð 28. júlí 1976 og var 8,3 stig á Richter. Upp- haflega gáfu kínversk stjórnvöld út að mannfall hefði numið 655.000, en síðar var gefin út opinber tala látinna; 240.000 – 255.000. Reyndar eru þeir til sem telja að mannfallið hafi verið nær 700.000. Leiddar hafa verið að því getur að fjölda fórnarlamba megi rekja til nokkurra staðreynda. Jarðskjálftinn gerði engin boð á undan sér með smákjálftum og styrkur bygginga var ekki til þess fallinn að standast ham- farirnar. Til að bæta gráu ofan á svart reið skjálftinn yfir klukkan fjögur að nóttu þannig að fólk var alla jafna í fasta svefni og þar af leiðandi óviðbú- ið hamförunum. Í Beijing, um 140 kílómetra frá upptökum skjálftans, skemmdust ÁTÖK Í IÐRUM JARÐAR „Fjöll og ár færð- ust úr stað og vegir eyðilögðust. Sums staðar lyftist jörðin skyndilega og myndaði nýjar hæðir eða féll niður og myndaði nýja dali. Tíu öflugustu jarðskjálftarnir Dagsetning Staður Stig á Richter 22. maí 1960 Valdivia í Chile 9,5 27. mars 1964 Alaska í Bandaríkjunum 9,2 26. desember 2004 Súmatra í Indónesíu 9,1 11. mars 2011 Sendaí í Japan 9,0 4. nóvember 1952 Kamsjatka í Rússlandi 9,0 25. nóvember 1833 Súmatra í Indónesíu 8,8–9,2 (áætlað) 31. janúar 1906 Ekvador-Kólumbía 8,8 27. febrúar 2010 Maule í Chile 8,8 26. janúar 1700 Kyrrahaf, Bandaríkin, Kanada 8,7–9,2 (áætlað) 8. júlí 1730 Valparaiso í Chile 8,7–9,0 (áætlað) Tíu mannskæðustu jarðskjálftarnir Dagsetning Staður Fjöldi látinna 25. janúar 1556 Shaanxi í Kína 820.000–830.000 28. júlí 1976 Tangshan í Kína 242,419– 779,000 21. maí 525 Antíókía í Tyrklandi 250.000 16. desember 1920 Ninxia-Gansu í Kína 235.502 26. desember 2004 Súmatra í Indónesíu 230.210 11. október 1138 Aleppo í Sýrlandi 230.000 12. janúar 2010 Haítí 222.570 (haítískar heimildir) 22. desember 856 Damghan í Íran 200.000 (áætlað) 22. mars 895 Ardabil í Íran 150.000 (áætlun) 1. september 1923 Kanto-svæðið í Japan 142.000 Port-au-Prince Höfuðborg Haítí var rústir einar eftir jarðskjálftann í ársbyrjun 2010. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.