Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Page 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 21. mars 2011 Mánudagur Guðjón Baldvinsson rændur n Framherjinn Guðjón Baldvinsson sem nýverið skrifaði undir samning við KR fór á dögunum út til Sví- þjóðar að pakka niður dóti sínu þar og flytja heim eftir veru sína hjá GAIS. Þegar hann kom í íbúð sína í Svíþjóð var búið að stela öllu steini léttara en þetta kom fram á fotbolti.net. „Þetta er alveg í takt við allt saman hérna í GAIS,“ segir Guðjón sem átti ekki góða tíma hjá liðinu. Meðal þess sem stolið var má telja PlayStation-tölvu, heimabíó, tölvuleikir og DVD-safn. KR og FH ósigruð n Lengjubikarinn í knattspyrnu hélt áfram um helgina eftir smáhlé. Línur eru farnar að skýrast í riðlunum þremur en þau tvö lið sem eru heitust eru bikar- meistarar FH og KR sem eru bæði taplaus. FH vann fimmta leik sinn í röð um helgina þegar liðið lagði Stjörnuna, 1–0, með marki Atla Guðnasonar. Þá vann KR fjórða leik sinn í röð gegn Keflavík suður með sjó. Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk KR í 3–2 sigri. Eiður fékk tíu mínútur n Eiður Smári Guðjohnsen lék aðeins tíu mínútur fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið tapaði fyrir Everton á útivelli, 2–1. Seamus Coleman og Louis Saha skoruðu mörk Everton en Clint Dempsey mark Fulham. Þetta var fyrsta tap Fulham síðan Eiður Smári kom til liðsins en hann hefur þó ekki fengið mikið að spila, frekar en hjá Stoke. Í þeim fimm leikjum sem hann hefur verið í hópnum hefur hann spilað samtals tæpar fjörutíu mínútur. Terry aftur fyrirliði n Fabio Capello, þjálfari enska lands- liðsins í knattspyrnu, hefur formlega gert miðvörðinn John Terry aftur að fyrirliða liðsins. Rio Ferdin- and hefur verið fyrirliði enska landsliðsins síðan upp komst að Terry hefði sofið hjá unnustu liðsfélaga síns. Capello hefur ekki enn náð að útskýra málin fyrir Rio Ferdinand þar sem hann neitaði að ræða við þjálfarann þegar þeir voru saman á vellinum síðastliðinn miðvikudag. Lewis Hamilton vill fleiri titla n Lewis Hamilton, ökuþór McLaren í Formúlu 1, er ekki talinn líklegur til að hampa heimsmeistaratitl- inum í ár en nýtt tímabil hefst næsta sunnudag. Undirbúnings- tímabilið hefur verið liðinu erfitt en heimsmeist- arinn fyrrverandi heimtar fleiri titla. „Ég ætla ekki að keyra í Formúlu 1 í tíu ár og vinna bara einn eða tvo heimsmeist- aratitla. Ég vil vera einn sigursælasti ökumaður minnar kynslóðar og til þess þarf ég að vinna fullt af titlum,“ segir Lewis Hamilton. Molar „Ég hefði ekki getað skrifað hand- ritið að þessu betur sjálfur. Þetta var gjörsamlega ótrúlegt,“ segir Skaga- maðurinn Teitur Þórðarson um sigur sinna manna í Vancouver Whitecaps í fyrstu umferð MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Vancouver hafði sigur á hinu kanadíska liðinu, Tor- onto FC, 4–2, en leikurinn var sögu- legur fyrir margra hluta sakir. Þetta var fyrsti leikur Whitecaps í MLS- deildinni frá upphafi og einnig fyrsta viðureign kanadískra liða í deildinni. Gríðarleg hátíðarhöld voru fyrir leik- inn enda Vancouver-borg fótbolta- sjúk. Uppselt var á Empire-völlinn sem tekur 23.000 manns og segir Teitur stemninguna hafa verið ótrú- lega. „Þetta var algjör hátíð. Það var mikið um að vera í bænum fyrir leik- inn,“ segir Teitur. Vancouver á sér ríka sögu í norðuramerískri knatt- spyrnu en liðið vann gömlu deildina árið 1974 þegar Pele og Beckenbauer spiluðu í henni. Úrslitaleikurinn fór fram í New York og þegar liðsmenn Vancouver komu heim biðu þeirra hundruð þúsunda manna á götum úti. Steve Nash hjálpaði til „Þetta hefur alltaf verið vitað,“ segir Teitur um áhuga fólksins og vitnar til sögu liðsins. „Það er mikill áhugi fyrir fótbolta hér. Það var upp- selt á leikinn og fólk flykktist á völl- inn í skrúðgöngum neðan úr bæ og frá ölstofunum í kring. Stemningin á leiknum var svo alveg mögnuð,“ seg- ir Teitur. Það var aldrei áhuginn sem stóð í vegi fyrir Whitecaps að kom- ast í MLS. Það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að deildin ákvað að taka inn tvær nýjar borgir og einnig er inngöngumiðinn í deildina ekki ódýr. „Það er ekkert auðvelt að kom- ast inn í MLS því miðinn kostar hátt í fjörtíu milljónir dollara. En fyrir fimm til sex árum tók nýr eigandi við liðinu sem var ákveðinn í að byggja þetta upp. Hér er allt á uppleið og það hefur verið virkilega gaman að vinna að þessu. Það er mikil já- kvæðni í kringum liðið og auðvelt að starfa hér,“ segir Teitur. Einn peningamannanna á bak við klúbbinn er körfuboltastjarnan Steve Nash sem leikur með Phoenix Suns í NBA. Hann er mikill knattspyrnu- áhugamaður og æfir stundum með liðinu á sumrin. Skipti nánast út öllu liðinu Whitecaps hefur spilað síðast- liðin ár í USL-deildinni sem er eins konar 1. deild í Bandaríkjunum. Ár- angur liðsins þar hefur verið frábær en Teitur vann deildina á fyrsta ári eftir að hann kom þangað 2007 og fór aftur í úrslitin árið eftir. Teitur segir þó gríðarlegan mun á deildunum því í MLS séu miklu fleiri leikmenn með reynslu úr stærri deildum í Evrópu eða Suður-Ameríku. Því skipti hann nánast út öllu liðinu. „Við héldum bara einhverj- um fimm eða sex leikmönnum auk nokkurra ungra og efnilegra stráka. Það hefur nú alltaf verið mín heim- speki í boltanum að hika ekki við að leyfa ungum leikmönnum að spreyta sig. Það vakti til dæmis mjög mikla athygli í leiknum gegn Toronto að þar var einn átján ára í byrjunarlið- inu. Við styrktum okkur líka vel fyrir tímabilið og ég er gríðarlega ánægð- ur með þá leikmenn sem við feng- um,“ segir Teitur en einn þeirra leik- manna sem hann fékk var bandaríski varnarjálkurinn Jay DeMerit sem hefur spilað með Watford síðan 2004 en hann er landsliðsmaður. Teitur segir mikið af leikmönn- um í deildinni geta klárað leiki upp á sitt einsdæmi. „Deildin er alveg full af þannig leikmönnum. Liðin verða samt ekkert endilega betri vegna þeirra. Ég hef haldið í þessa evrópsku hugsun að hugsa um liðsheildina. Því tókum við bara inn leikmenn sem eru tilbúnir að hugsa um liðið, ekki bara um sig sjálfa,“ segir Teitur. Púsl í kringum launaþakið Eins og í öðrum bandarískum íþróttum er launaþak í MLS-deild- inni. Þrjár gerðir eru af samningum í henni, segir Teitur. Ungir leikmenn sem koma beint úr háskóla eða öðr- um liðum fá borgaða um 45.000 dollara á ári eða því sem nemur rétt ríflega fimm milljónum króna. Mið- samningarnir eru á bilinu 150.000 dollurum til einnar milljónar doll- ara. Svo eru topparnir eða þeir sem kallaðir eru „designated players“. Aðeins má vera með þrjá svoleið- is og þeir mega fá borgað eins mik- ið og félögin sjá sér fært að greiða þeim. Hver slíkra leikmanna tekur þá 14,7 prósent af launaþakinu. Lið á borð við Los Angeles Galaxy sem eru með leikmenn á borð við Landon Dono van, Juan Pablo Angel og Da- vid Beckham eyða því 44,1 prósenti launaþaksins í þrjá leikmenn. „Það er mikil kúnst að púsla sam- an liði undir launaþakinu. Maður verður að skipta samningunum und- ir toppunum nokkuð jafnt,“ segir Teit- ur sem sér um að kaupa leikmenn og passa launaþakið ásamt þremur öðrum mönnum hjá félaginu. Vegna launaþaksins er erfitt að taka inn er- lenda leikmenn til liðsins. „Ef maður tekur inn útlending verður maður að vera alveg viss um að hann sé miklu betri en þeir leik- menn sem eru fyrir í liðinu. Þeir leik- menn sem keyptir eru að utan fá bet- ur borgað þannig að maður þarf að vera alveg ofboðslega viss um að þeir séu þess virði,“ segir Teitur. Engir stjörnustælar í Beckham Knattspyrnugoðið David Beck- ham hefur spilað í MLS-deildinni síðan 2007 og gert heilmikið fyrir íþróttina þar í landi. Teitur er gríðar- lega ánægður með hans framlag til knattspyrnunnar í Norður-Ameríku því hann gerir meira en bara vekja áhuga og athygli á fótboltanum. Með spilamennsku sinni og framferði inni á vellinum kennir hann líka Banda- ríkjamönnum að hugsa meira um liðsheildina, þó sjálfur sé hann skær- asta stjarna liðsins. „Beckham er búinn að vera frá- bær sendiherra knattspyrnunnar hérna. Það sem er alveg frábært við hann er að hann er svo mikill liðs- maður og vinnur svo mikið fyrir lið- ið. Það er alls ekkert þannig að hann eigi að gera allt inni á vellinum. Hann bara fellur fullkomlega inn í liðið og hjálpar því með því að gera það sem hann gerir best,“ segir Teit- ur sem hefur hitt Beckham nokkrum sinnum og ber honum söguna góða. „Já, ég hef hitt hann. Við spil- uðum til dæmis æfingaleiki við Ga- laxy fyrir tveimur árum. Svo hef ég hitt hann á samkomum tengdum MLS-deildinni. Beckham er bara al- veg ótrúlegur sko. Hann er bara eins og hver annar maður og ekki með n Teitur Þórðarson stýrði Whitecaps til sigurs í fyrsta leik liðsins í sögu MLS n Körfuboltastjarnan Steve Nash lagði félaginu til fé n Teitur lýsir David Beckham sem öðlingi n Púsl að koma liði saman undir launaþakinu n MLS-deildin var stofnuð 13. desember 1993. n Í MLS eru 18 lið sem skiptast í austur- og vesturdeild. n 16 lið eru frá Bandaríkjunum, 2 frá Kanada. n Ríkjandi meistarar eru Colorado Rapids. n DC United hefur unnið deildina oftast eða fjórum sinnum. n Af stórum nöfnum sem spila í deildinni má nefna David Beckham (L.A. Galaxy), Juan Paplo Angel (L.A. Galaxy), Thierry Henry (NY Red Bulls), Rafael Marquez (NY Red Bulls). n Portland Timbers og Vancouver Whitecaps eru tvö nýjustu liðin í MLS. n Nýtt lið er væntanlegt á næstu leiktíð, Montreal Impact, sem verður þriðja kanadíska liðið. MLS-deildin í knattspyrnu Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is ENDURSKRIFAR SÖGUNA Í VANCOUVERBorgar brúsann Körfuboltastjarnan Steve Nash var mættur á leikinn enda hjálpaði hann fjárhagslega við að borga inngöngumiðann í deildina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.