Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 21. mars 2011 Mánudagur Prufur fyrir nýjan leikinn þátt á RÚV fara fram í dag: DULARFULLUR GAMANÞÁTTUR Í dag fara fram leikaraprufur fyr- ir nýja leikna gamanþáttaröð sem fyrirhuguð er á vetrardagskrá Sjón- varpsins næsta vetur. Mikil leynd hvílir yfir verkefninu en prufurn- ar fara fram á Nasa við Austur- völl. Líklegt er að um sé að ræða gamanþáttaröð sem sýnd verði á laugardögum næsta vetur en Sjón- varpinu hefur ekki enn tekist að fylla það skarð sem að Spaugstofan skildi eftir sig þegar samningur við þá var ekki endurnýjaður. Spaug- stofumenn færðu sig hins vegar yfir á Stöð 2 eins og alþjóð veit og hrepptu Edduverðlaunin nýlega sem skemmtiþáttur ársins. Það eru Röntgenmyndir ehf. sem standa fyrir prufunum en leit- að er að liðtækum leikurum, körl- um og konum, á aldrinum 20 til 45 ára. Í prufunum fá leikararnir tvær til þrjár mínútur til þess að fara með efni sem sínir kómíska hæfni þeirra. Líkt og fyrr sagði hefur ekki tek- ist að finna arftaka Spaugstofunnar en Hringekjan, sem átti að fylla það skarð í vetur, lagðist ekki vel í lands- menn. Þáttastjórnandinn, Guðjón Davíð Karlsson, tók sjálfur undir það að þættirnir hefðu verið mis- jafnir þegar hann var gestur Loga í beinni fyrir skemmstu. „Fiskisúpa getur verið ógeðslega góð, blóm- kálssúpa getur verið ógeðslega góð og kjötsúpa getur verið ógeðslega góð. En þegar þú ert með fiski-, blómkáls-, kjötsúpu þá er það kannski ekkert sérlega góð súpa,“ sagði Guðjón um Hringekjuna. Engin svör fengust frá Röntg- enmyndum ehf. um verkefnið og fundust engar upplýsingar um fyr- irtækið eða fyrri störf þess. Þá feng- ust engin svör frá dagskrárstjóra RÚV, Sigrúnu Stefánsdóttur, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. asgeir@dv.is Feðginaferð til Vínar Ásgeir Þór Davíðsson, oftast kenndur við karlaklúbbinn Goldfinger, eyddi helginni í Vínarborg ásamt dóttur sinni. Vínarborg er ein helsta menningarborg Evrópu og voru þau feðginin einmitt stödd í borginni til þess að hlýða á tónleika. Síðasta ferð sem Ásgeir fór í vakti talsverða athygli en þá ferðaðist hann með Jóni Hilmari Hallgrímssyni, sem einnig er þekktur sem Jón stóri. Í þeirri ferð eyðilagði Jón meðal annars rúm og lyftu á hótelinu sem þeir félagarnir gistu á. Jóni var ekki boðið í ferðina til Vínarborgar, en það hefur líklega ekki haft neitt með fyrri ferðir félaganna að gera. Eftirsóttir vinir Sama dag og vefurinn Bleikt birti lista sinn yfir eftirsóttustu piparsveina landsins urður tveir þeirra vinir á Facebook. Um er að ræða þá Mikael Torfason rithöfund, sem vermdi 9. sæti listans, og tónlistarmanninn og leikarann Magnús Jónsson, sem var fjórum sætum ofar en Mikael á listanum. Aðrir sem voru á listanum voru þeir Helgi Jean Claessen, pistlahöfundur á bleikt.is, Aron Pálmarsson handboltakappi en efstur var sjónvarpsmaðurinn Sölvi Tryggvason. Spurning er hvort piparsveinalistinn hafi fært þá tvo saman. Ari Edwald ánægður með Spaugstofuna RÚV hefur enn ekki fyllt skarðið sem Spaugstofu- menn skildu eftir sig. D agur B. Eggertsson eign- aðist á dögunum sína aðra dóttur. Dagur átti fyrir þrjú börn ásamt eiginkonu sinni Örnu Einarsdóttur, tvo drengi og eina dóttur. Öllum heils- ast vel og ríkir mikil ánægja á heim- ilinu þessa dagana. „Það heilsast öllum vel og það hefur gengið al- veg ótrúlega vel,“ sagði Dagur þegar blaðamaður náði tali af honum en þá stóð hann með vikugamla dóttur sína í fanginu. Stúlkur eru nú jafnmargar strák- um í fjölskyldu Dags en það mælist misjafnlega fyrir hjá öllum. „Þó að við fullorðna fólkið séum ánægð með að núna sé orðið jafnt í liðun- um, tveir strákar og tvær stelpur, að þá var hann [sonur Dags] orðinn mjög spenntur fyrir því að strákarn- ir væru fleiri.“ Dagur segir að annar sona sinna sé strax farinn að spyrja hvort það bætist ekki við þriðji strákurinn. „Hann er svona aðeins að nefna það hvort það komi ekki fljótlega ann- að barn og að það verði strákur,“ segir Dagur og hlær en fjöl- skyldan nær með þessu áframhaldi í fullskipað knattspyrnulið innan fáeinna ára. Hann gefur þó engar yfirlýsingar um það hvort núna sé komið gott í barneignum hjá þeim hjónum. „Þetta er bara eins og þeg- ar verið að spyrja um kjarnorkuvopn hjá stórveldum, þá er hvorki játað eða neitað.“ Nóg hefur verið að gera hjá Degi undanfarið að barneignun- um undanskildum. Hann stendur í eldlínunni í borgarstjórn Reykja- víkur sem oddviti Samfylkingar- innar sem situr í meirihluta með Jóni Gnarr borgarstjóra og félögum hans í Besta flokknum. Dagur er á meðal reynslumestu stjórnmála- manna Reykjavíkurborgar en hann sat um tíma í stóli borgarstjóra á síð- asta kjörtímabili. Dagur er ekki eini borgarfulltrúinn sem hefur eign- ast barn undanfarið en Eva Einars- dóttir, borgarfulltrúi Besta flokks- ins, snéri nýlega til starfa aftur úr fæðingarorlofi. Hún eignaðist sitt annað barn skömmu eftir að hún hafði tek- ið til starfa sem borg- arfulltrúi eftir ótrúleg- an kosningasigur Besta flokksins. Undanfarið hafa hug- myndir um sameiningu leik- og grunnskóla í borg- inni vakið mikil og hörð við- brögð en það er alveg ljóst að Dagur sem og Eva þekkja til málaflokksins á eigin skinni. adalsteinn@dv.is n Gengið ótrúlega vel n Jafnt í „liðum“ n Strákarnir vilja liðsauka n Dagur gefur ekkert upp um frekari barneignir „ÞAÐ HEILSAST ÖLLUM VEL“ Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson: Arna og Dagur Eignuðust sitt fyrsta barn árið 2004. Stór fjölskylda! Dagur B. á í dag fjögur börn ásamt eiginkonu sinni Örnu Einarsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.