Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 4. apríl 2011 Mánudagur Slitastjórn og skilanefnd Landsbank- ans íhuga nú málaferli gegn fyrr- verandi bankastjórum og banka- ráðsmönnum í bankanum vegna 35 milljarða króna viðskipta bankans þann 6. október 2008, daginn áður en bankinn var yfirtekinn af Fjár- málaeftirlitinu. Þetta eru sömu við- skipti og embætti sérstaks saksókn- ara hafa verið með til rannsóknar sem „stórfelld auðgunarbrot“. Um var að ræða kaup Landsbankans á verðbréfum sem voru í eigu Lands- vaka og peningamillifærslur til MP Banka og Straums. Starfsmenn slitastjórnarinnar og skilanefndarinnar skrifuðu stjórn- endum bankans bréf í byrjun febrú- ar 2008 þar sem því var lýst af hverju þeir teldu fyrrverandi stjórnendur bankans skaðabótaskylda. Frétta- blaðið greindi frá inntaki þessa bréfs þann 11. febrúar síðastliðinn. Þeir sem fengu bréfið voru fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Krist- jánsson, og bankaráðsmennirnir Kjartan Gunnarsson, Þorgeir Bald- ursson, Andri Sveinsson og Svafa Grönfeldt. Björgólfur Guðmunds- son, fyrrverandi bankaráðsformað- ur fékk ekki bréf, þar sem hann var úrskurðaður gjaldþrota 2009 og er staða hans metin sem svo að ekki sé hægt að sækja til hans skaðabætur. Stjórnendur bankans höfnuðu því allir þegar þeir svöruðu bréfi slita stjórnarinnar og skilanefndar- innar að hafa borið ábyrgð á milli- færslunum. Þess vegna eru skila- nefndin og slitastjórnin að íhuga mál gegn þessum fyrrverandi stjórnend- um bankans persónulega til að sækja til þeirra fjármuni. Ógjaldfærni lykilforsenda Breska blaðið The Telegraph fjallaði um bréf slitastjórnarinnar og skila- nefndarinnar á sunnudaginn og mátti skilja þá frétt sem um ný tíð- indi væri að ræða. Fyrirsögn blaðsins var á þá leið að Landsbankinn hefði með ólöglegum hætti millifært rúm- lega 174 milljónir út úr bankanum daginn áður en hann var yfirtekinn. Í frétt blaðsins voru þessi tíðindi sett í samhengi við Icesave-kosningarnar og látið að því liggja að umrædd tíð- indi gætu haft áhrif á afstöðu Íslend- inga til Icesave-samkomulagsins. Í bréfinu til fyrrverandi stjórnenda bankans segir að þeir hefðu mátt vita það þegar umræddar milljarða króna millifærslur voru framkvæmdar að Landsbankinn hefði verið ógjald- fær, tæknilega gjaldþrota, og að þeir hafi því brugðist starfskyldum sín- um með því að koma ekki í veg fyr- ir millifærslurnar. „Miðað við sölu- gengi Seðlabanka Íslands þann 6. og 7. október 2008 voru því samtals greiddar kr. 34.699.635.944 út úr LBI vegna þessara viðskipta. Miðað við fyrirliggjandi gögn og upplýsing- ar er það álit skilanefndar og slit- astjórnar LBI að bankaráðsmönnum og bankastjórum LBI hafi verið eða mátt vera ljóst að bankinn ógjaldfær í upphafi dags þann 6. október... Ekki verði annað séð en framangreidar greiðslur hafi verið til þess fallnar að rýra verðmæti eigna bankans og mismuna kröfuhöfum hans og hafi verið af þeim sökum verið ólögmæt- ar. Athafnaleysi bankaráðsmanna og bankastjóra við að koma í veg fyrir slíkar ráðstafanir eða eftir atvikum gefa fyrirmæli um þær eða heimila með beinum hætti fela í sér skaða- bótaskylda háttsemi fyrrum banka- ráðsmanna og bankastjóra LBI að mati mati skilanefndar og slitastjórn- ar svo sem frá greinir í bréfi þessu.“ Meint lögbrot talin upp Í bréfinu er meint bótaskylda þess- ara fyrrverandi stjórnenda bankans reifuð með þeim hætti að stjórnend- urnir hafi með athöfnum sínum eða athafnaleysi orðið til þess umræddir tæpir 35 milljarðar króna runnu út úr bankanum. Stjórnendurnir hafi, með öðrum orðum, átt að koma í veg fyrir að peningarnir rynnu út úr bankanum sökum þess að ljóst væri að hann væri ógjaldfær. „Við upp- haf viðskipta þann 6. október 2008 Saksóknari skoðar málin Í febrúar á þessu ári var greint frá því að sérstakur saksóknari, Ólafur Hauksson, væri að rannsaka þau mál sem slitastjórn og skilanefnd Landsbankans hyggst leita réttar síns út af gagnvart fyrrverandi stjórnendum bankans. DV greindi frá því í febrúar að saksóknari hefði sent Landsbankanum bréf þar sem farið var fram á að bankinn léti embættinu í té upp- lýsingar um þessi viðskipti sem greint er frá hér. Fyrsta málið sem sérstakur saksóknari bað um upp- lýsingar um í bréfinu voru „öll skjalleg sönnunargögn“ sem finnast í bankanum, minnisblöð, dagbækur og fundargerðir, sem snertu vitneskju um rekstrarhæfi og gjaldfærni Landsbanka Íslands þann 6. október 2008. Einnig var bankinn beðinn um gögn sem snertu millifærslur af reikningi Landsbanka til MP Banka upp á tæpa 7,4 milljarða þann 6. október og nærri 159 milljónir þann 7. október, sama dag og bankinn var yfirtekinn af Fjármáleftirlitinu. Þá var beðið um gögn um 7,2 milljarða króna millifærslu til fjárfestingarbankans Straums, en Björgólfur Thor Björgólfsson var stærsti hluthafinn í báðum bönkunum, og einnig skjöl vegna kaupa Landsbankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka fyrir nærri 17 milljarða íslenskra króna, nærri 12 milljón dollara og rúmlega 11 milljón evra þann 6. október 2008. Samtals er því um að ræða rannsókn á millifærslum út úr bankanum fyrir um 35 milljarða króna um það leyti sem stjórnendum bankans hlaut að hafa verið ljóst að bankinn væri að falli kominn. n Stjórnendur Landsbankans sakaðir um saknæma háttsemi n Svöruðu bréfi skila- nefndarinnar og slitastjórnarinnar neitandi n Gætu átt yfir höfði sér málaferli n Málið snýst um 35 milljarða millifærslur daginn áður en Landsbankinn var tekinn yfir af FME„Með vísan til þess sem að framan er vikið er ljóst að banka- ráðsmenn og bankastjór- ar LBI hafa sýnt af sér saknæma háttsemi. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Íhuga málaferli fyrir „saknæma“ hegðun Björgólfur fékk ekki bréf Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, fékk ekki bréf frá slitastjórn og skilanefnd Landsbankans því hann hefur verið úrskurðaður gjaldþrota. Bankastjórar Landsbankans, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fengu hins vegar slík bréf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.