Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 4. apríl 2011 Mánudagur Seldi ekki hlutabréf í Glitni í maí 2008 líkt og DV hélt fram: Guðbjörg beðin afsökunar Í frétt í DV miðvikudaginn 30. mars 2011 var sagt frá því að Guðbjörg Matthíasdóttir, útgerðarkona úr Vestmannaeyjum, hefði selt tæp- lega 7,4 milljónir hluta í Glitni sem hún átti persónulega. Verðmæti um- ræddra hlutabréfa var í kringum 130 milljónir. Þessi frétt DV var ekki rétt. Sannleikurinn er sá að Guðbjörg á ennþá umrædd hlutabréf í Glitni. Hinar röngu upplýsingar um hina meintu sölu Guðbjargar á hlutabréf- unum í Glitni koma fram í hluthafa- lista um 250 stærstu hluthafa bank- ans sem DV hefur undir höndum. DV hefur sagt nokkrar fréttir sem byggja á umræddum hluthafalista, meðal annars um sölu Bjarna Benedikts- sonar á hlutabréfum í Glitni í febrúar 2008. Lögmaður Guðbjargar sendi DV yfirlit frá Íslandsbanka síðastlið- inn föstudag þar sem fram kemur að Guðbjörg á enn umrædd hlutabréf í Glitni sem nú eru orðin verðlaus. Við eftirgrennslan DV kom í ljós að við gerð hlutahafalistans sem DV hefur undir höndum höfðu verið gerð mistök þannig að svo virtist sem Guðbjörg hefði selt umrædd hluta- bréf í maí 2008. Þessi mistök voru til- komin með þeim hætti að frá því í maí 2008 og þar til í júní hvarf Guð- björg af lista yfir 100 stærstu hlut- hafa bankans, en mikil viðskipti áttu sér stað með hlutabréf Glitnis í maí, meðal annars vegna kaupa starfs- manna Glitnis á bréfum bankans. Þar sem Guðbjörg var ekki lengur meðal 100 stærstu hluthafa bankans í júní 2008, og kom því ekki fram á listanum yfir þessa 100 stærstu hlut- hafa, voru þær upplýsingar færðar inn í hluthafalistann að hún hefði selt bréf sín í bankanum. Þetta er ekki rétt, líkt og áður segir. DV biður Guðbjörgu Matthías- dóttur, og lesendur blaðsins, afsök- unar á því að hafa sagt að Guðbjörg hafi selt umrædd hlutabréf í Glitni á þessum tíma. • Bylting fyrir bakið • Styrkir magavöðvana • Frelsi í hreyfingum • Margviðurkenndur stóll Swopper vinnustóllinn www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Unglingar á Kebab bensíni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip til þess ráðs að loka skemmti- staðnum Kebab bensíni á Grensás- veginum aðfaranótt sunnudags. Ástæðan var sú að þar reyndust vera ungmenni sem ekki höfðu tilskil- inn aldur til að vera þar inni. Lög- reglan mætti á staðinn klukkan hálf eitt eftir miðnætti og var staðnum lokað tímabundið meðan verið var að koma ungmennunum út. Að sögn varðstjóra vantaði einnig dyraverði með tilskilin réttindi á staðinn. Skákborð slegið á átta milljónir Einvígisborðið úr þriðju einvígis- skák þeirra Boris Spasskí og Bobbys Fischer var selt á uppboði hjá Philip Weiss á laugardag. Borðið, sem var í eigu Guðmundar G. Þórarinssonar, fyrrverandi forseta Skáksambands Íslands, var slegið á 67.500 dali, eða tæpar átta milljónir króna. Tafl- borðið og taflmennirnir voru notuð í Laugardalshöll í júlí árið 1972 en þriðja einvígisskákin er líklega ein frægasta viðureign sögunnar. Vill 37 milljarða fyrir Aurum Eignarhaldsfélagið Aurum Holdings, sem er í eigu skilanefndar Lands- bankans, er nú til sölu. Fréttastofa Reuters greindi frá þessu á sunnu- dag en félagið var áður í eigu Baugs, eða allt þar til skilanefnd bank- ans tók félagið yfir árið 2009. Undir Aurum Holdings heyra margar af stærstu skartgripaverslunum Bret- lands. Má þar nefna Goldsmiths, Watches of Switzerland, Mappin & Webb og Mydiamonds.com. Reuters greinir frá því að Cavend- ish Corporate Finance muni sjá um söluna en söluverðið er talið vera um 200 milljónir punda, eða tæp- lega 37 milljarðar króna. Ísfirðingar ráku upp stór augu á sunnudag þegar Óskarsverðlauna- hafinn Jer emy Irons lagði leið sína í Skutulsfjörðinn. Jeremy var þar í fylgd með breskum kvikmynda- gerðarmönnum en þeir vinna nú að heimildamynd sem beinir sjónum sínum að sorpförgun og vandamál- unum sem henni fylgja. Ísafjörður komst nýverið í fréttirnar vegna sorp- brennslustöðvarinnar Funa en henni var lokað eftir að díoxínmengun mældist frá henni. Ísafjörður fyrsti áfangastaðurinn Jeremy ætlar því að beina sjónum sínum að Ísafirði og þeim vanda- málum sem sveitarfélagið hefur þurft að takast á við vegna sorpförgunar og ætla hann og félagar hans meðal ann- ars að taka viðtal við bæjarstjóra Ísa- fjarðarbæjar, Daníel Jakobsson, um málið. Bjarni Brynjólfsson, ritstjóri Iceland Review, hefur verið breska framleiðslufyrirtækinu Blenheim Films innan handar vegna verkefnis- ins. „Þetta er alþjóðlegt verkefni sem fjallar um sorpförgun og það er tekið um allan heim í rauninni. Ísafjörður er fyrsti áfangastaður og það er verið að velta fyrir þessu díoxínvandamáli sem kom upp og er hér á Íslandi, víð- ar en hér reyndar,“ segir Bjarni. Vandamál víðar en á Íslandi Hann segir Breta notast við sorp- brennslustöðvar og hyggi á byggingu fleiri slíkra. „Þetta er því vandamál víðar en hér. En mér skilst að það sé verið að taka allhressilega á málum á Íslandi og allir byrjaðir að flokka sorp og taka til,“ segir Bjarni en hann segir Jeremy Irons vera fenginn í verkefnið sem kynnir myndarinnar. Sorpbrennslustöðinni Funa í Engidal í Skutulsfirði var lokað í desem ber í fyrra eftir að díoxín mældist í mjólk frá bóndabæ í Engi- dal. Síðar kom í ljós að slátra þurfti dýrum á bæjum í Skutulsfirði þar sem díoxínmengun mældist yfir hámarks- viðmiði. Díoxín er fituleysanlegt þrá- virkt efni sem safnast fyrir í líkama dýra og manna sem borða mengað fóður. Vingjarnlegur náungi Ísfirðingurinn Guðjón Þorsteinsson spjallaði við Irons er hann lenti á Ísa- fjarðarflugvelli á sunnudag. „Ég var að segja honum að hann væri einn af þeim heppnu sem fengi að fljúga nið- ur Engidalinn, en venjulega tekur flug- vélin þessa margfrægu beygju í botni Skutulsfjarðar,“ segir Guðjón. „Hann spurði mig hvenær væri best að koma í heimsókn hingað á árinu því strákinn hans langi að koma hingað. Þetta er rosalega vingjarnlegur náungi.“ Jeremy Irons á að baki afar farsælan kvikmyndaferil en hann hlaut Óskars- verðlaun árið 1991 fyrir leik sinn í kvik- myndinni Reversal of Fortune. Þá hef- ur hann einnig leikið í myndinni Die Hard: With a Vengeance, The House of Spirits og einnig ljáði hann Skara rödd sína í hinni margfrægu teiknimynd Konungi ljónanna. Stórleikari skoðar mengun á Ísafirði Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is n Jeremy Irons kannar vandamál sem fylgja sorpförgun n Alþjóðlegt verkefni og Ísafjörður fyrsti viðkomustaður n Hyggur á að snúa aftur til landsins með syni sínum „Hann spurði mig hvenær væri best að koma í heimsókn hingað á árinu því strák- inn hans langi að koma hingað. Kannar sorpmálin Leikarinn Jeremy Irons er á Ísafirði til að kynna sér vandamálin sem sveitarfé- lagið hefur þurft að takast á við vegna sorpförgunar. Funi Sorpbrennslustöðin Funi í Engidal í Skutulsfirði. Henni var lokað í desember síðast- liðnum eftir að dioxín-mengun fannst í mjólk af bóndabæ í Engidal. Afsökunarbeiðni DV biður Guðbjörgu Matthíasdóttur afsökunar á því að hafa sagt að hún hefði selt hlutabréf sem hún átti persónulega í Glitni í maí 2008.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.