Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Page 12
12 | Fréttir 4. apríl 2011 Mánudagur Einar Karl Haraldsson, ráðgjafi og fyrrverandi upplýsingafulltrúi í for- sætisráðuneyti Jóhönnu Sigurð- ardóttur og fyrrverandi aðstoðar- maður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, er einn þeirra ís- lensku aðila sem veitt hefur starfs- mönnum erlendu auðmannanna tíu sem sótt hafa um íslenskt rík- isfang ráðleggingar. Auðmennirn- ir tíu segjast ætla að fjárfesta fyrir milljarða króna hér á landi. Alls- herjarnefnd Alþingis mun taka af- stöðu til umsókna auðmannanna í vikunni. Umsóknir auðmannanna tíu um íslenskt ríkisfang hafa vakið mikið umtal í samfélaginu frá því greint var frá þeim í Kastljósinu síðast- liðinn fimmtudag. Formenn ríkis- stjórnarflokkanna, Jóhanna Sigurð- ardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, hafa bæði lýst sig andsnúin því að veita auðmönnunum tíu ríkisfang á þeim forsendum að þeir ætli sér að verja miklum fjármunum í fjárfest- ingar hér á landi. Vinnur ekki fyrir þá lengur Einar Karl segist hafa rætt við Da- vid Lesperance, kanadískan lög- mann auðmannanna tíu, rétt fyrir áramótin en hafi ekki unnið fyrir auðmennina síðan. „Þeir komu og spurðu mig ráða. Ég gaf þeim bara ráðleggingar og síðan hafa þeir ver- ið að vinna þetta sjálfir... Ég talaði við þennan Lesperance.“ Einar Karl segir að ráðleggingarnar sem hann hafi gef- ið Lesperance hafi verið almenns eðlis og snúist um það hvernig þeir ættu að kynna hugmyndina um rík- isborgararéttinn hér á landi. „Ég lagði nú áherslu á það að þetta væri það framandi hugmynd að það þyrfti að gefa henni góðan tíma ef menn ætluðu sér að ná einhverjum árangri með hana,“ segir Einar Karl. Ræddi við Róbert Einar Karl segist aðspurður ekki hafa verið í því sjálfur að kynna hugmyndina eða agitera fyrir henni. „Nei, ég hef ekkert verið að því en ég hef vitað af þessu og lagði fram almennar ráðleggingar um hvernig skynsamlegast væri að tala um þetta við menn.“ Einar Karl seg- ist aðspurður ekki hafa beitt sínum tengslum inn í íslensk stjórnmál til að vinna hugmyndinni braut- argengi fyrir hönd auðmannanna. Hann segist hafa rætt um málið við Róbert Marshall, þingmann Sam- fylkingarinnar og formann allsherj- arnefndar. „Einhvern tímann drap ég á þetta við Róbert en ég hef ekki átt neina fundi með honum um málið enda hefur hann bara tekið á móti þessu erindi eins og hverju öðru sem berst.“ Róbert Marshall segist ekki geta rætt samskipti sín við talsmenn eða umboðsmenn einstakra umsækj- enda um íslenskan ríkisborgararétt. Hann segir hins vegar að í þessu til- tekna máli hafi hann alltaf sagt við alla hlutaðeigandi aðila að til þess að umræddum auðmönnum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur þurfi að fara fram opinber umræða um réttmæti þess og að pólitísk sátt þurfi að skapast um þá niðurstöðu að veita þeim íslenskt ríkisfang. Líkt og áður segir mun allsherj- arnefnd taka umsóknir auðmann- anna fyrir í vikunni. Nefndin hefur vald til þess að hafna öllum um- sóknunum ef hún metur það sem svo að ekki sé tilefni til að veita auðmönnunum íslenskan ríkis- borgararétt. Allsherjarnefnd gæti líka tekið þá ákvörðun að leggja til að umræddum auðmönnum verði veittur ríkisborgararéttur og myndi hún leggja fram frumvarp þess efn- is fyrir Alþingi. Miðað við viðtöl DV við nokkra af meðlimum allsherjar- nefndar fyrir helgi verður að teljast ólíklegt að allsherjarnefnd muni verði samþykk því að veita auð- mönnunum ríkisborgararétt. Segir hugmyndina vissulega framandi Einar Karl segir að honum finnist það áhugavert að einhver sýni Ís- landi áhuga og að óþarfi sé að missa sig út af málinu. „Þetta er náttúru- lega áhugavert þannig séð að ein- hver sýni okkur áhuga. Ég held að við þurfum ekkert að fara á líming- unum út af þessu heldur bara að afgreiða þetta eins og hvert annað erindi. Ég held að menn hafi ekki haft alveg raunhæfar hugmynd- ir um þetta; að það væri hægt að keyra þetta í gegn en, to, tre. Þetta eru það framandi hugmyndir fyrir okkur að menn vilja auðvitað skoða þetta nokkuð vel.“ Vitnaði í Inspired by Iceland Sú staðreynd að auðmennirn- ir leituðu til Einars Karls eft- „Ég held að við þurfum ekkert að fara á límingunum út af þessu heldur bara að af- greiða þetta eins og hvert annað erindi. n Einar Karl Haraldsson veitti erlendu auðmönnunum tíu ráðgjöf um ferlið í umsókn um ríkis- borgararétt n Starfar ekki fyrir þá lengur n Auðmennirnir heilluðust af Inspired by Iceland n Róbert segir að pólitísk sátt þurfi að skapast um að veita auðmönnunum ríkisborgararétt Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Ræddi við Einar Karl David Lesperance ræddi við Einar Karl um umsóknarferlið. Einar Karl segist ekki hafa beitt tengslum sínum inn í Samfylkinguna til að agitera fyrir umsóknum auðmannanna. Einar Karl veitti auð- mönnunum ráðgjöf Aaron Robert Thane Ritchie Thane Ritchie er stofnandi og forstjóri vogunarsjóðsins Ritchie Capital Management sem fjárfestir aðallega á bandarískum hlutabréfamarkaði. Hann var dæmdur til að greiða 40 milljóna dollara sekt, jafngildi 4,5 milljarða króna á núvirði, í febrúar 2008 fyrir ólögleg viðskipti. SEC, sjálfstæð eftirlitstofnun með verðbréfamörkuðum og kauphöllum í Bandaríkjunum, greindi frá því að sjóðurinn hefði sett inn þúsundir tilkynninga um viðskipti rétt fyrir lok markaða og að hann hefði reynt að fela slóðina. Thane Ritchie er að því er virðist mikill áhugamaður um nýtingu sjálfbærra orkuauðlinda, sem hann bloggar um á thaneritchie.com. Ahygli vakti líka þegar það spurðist út í fyrra að hann hyggðist kaupa tímaritið Newsweek. David Lesperance Bandarískur lögfræðingur hjá Lesperance & Associates. Hann sérhæfir sig í því að aðstoða fjárfesta í að greiða sem minnst gjöld af tekjum sínum og eignum. Hann þykir lunkinn við að útvega mönnum vegabréf og ríkisborgararétt í hinum ýmsu löndum. Fjölmiðlar hafa greint frá því að hann sé þekktur í fjár- málaheiminum fyrir óhefðbundnar aðferðir sínar við að komast hjá háum skattgreiðslum. David Lesperance hefur leitt hópinn sem vill öðlast íslenskan ríkisborgararétt. David sagði í viðtali við Kastljós að hann hefði heillast af Inspired by Iceland-her- ferðinni en sagði enn fremur að skjólstæðingum hans myndi aldrei detta í hug að greiða ekki skatta af þeirri þjónustu sem þeir nýta sér. Hann segist hafa komið átta sinnum til Íslands. Rodney Chadwick Muse Muse hóf feril sinn í bankastarfsemi á níunda áratug síðustu aldar, nánar tiltekið hjá Chase Manhattan-bankanum. Hann er með B.A. gráðu frá St Lawrence-háskólanum og MBA gráðu frá Harvard-háskólanum. Muse er einn af eigendum fjárfestingar- félagsins Navis Capital Partners, sem er sagt sérhæfa sig í upp- kaupum, endurfjármögnun og endurskipulagningu fyrirtækja, samkvæmt fréttaveitunni Bloomberg. Félagið var stofnað árið 1988 og fjárfestir einkum í Ástralíu og Asíu. Hann er hluthafi í Elspan Technologies Limited, fyrirtæki á sviði byggingar- tæknifræði, sem staðsett er í Hong Kong. Muse hefur einnig reynslu af fyrirtækjum sem vinna með olíu og gas. Alexei Viktorovich Maslov Hann er 36 ára Rússi og einn stjórnenda rússneska orkufyrirtækisins RusHydro. Stjórnar- formaður RusHydro er orkumálaráðherra Rússlands. Maslov ku þó vera á leið úr stjórn fyrirtækisins að beiðni yfirvalda í Kreml. Þá er Maslov stjórnarmaður í stóru rússnesku eignarhaldsfélagi sem ber nafnið Interregional Distribution Grid Companies Holding. Peter Kadas Er Kanadamaður og forstjóri New World Resources, stærsta kolaframleiðanda í Mið-Evrópu. Hjá fyrirtækinu vinna ríflega 18.500 manns en það hefur starfsstöðvar í Hollandi. Financial Times greindi frá því að Kadas væri stofnandi rússneska fjár- festingabankans Renaissance Capital. Engar upplýsingar fundust um: n Patrick Charles Egan n David Joseph Steinberg n Christopher Bailey Madison n Calvin Wilson n Patrick Holland n Sandra Jean Houston Báðu Einar Karl um ráðleggingar Umboðsmenn auðmannanna tíu báðu Einar Karl Haraldsson um ráðgjöf varðandi umsókn þeirra um íslenskan ríkisborgararétt. Einar Karl stýrði Inspired by Iceland verkefninu sem var ein af ástæðunum fyrir því að auðmennirnir vilja fá íslenskt ríkisfang. Þessir vilja ríkisborgararétt ir ráðleggingum þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess að hann var formaður fram- kvæmdanefndar Inspired by Iceland-auglýsingaherferðarinnar sem auðmennirnir, ásamt Da- vid Lesperance, heilluðust mjög af ef marka má viðtal við Lesper- ance sem sýnt var í Kastljósi í síð- ustu viku. „Ég var mjög heillaður af Inspired by Iceland-auglýsingaher- ferðinni og skjólstæðingarnir mínir líka,“ sagði Lesperance. Meðal þess sem Lesperance sagði í viðtali var að hann væri „Inspired by Iceland“ og að auglýsingaherferðin væri ein af ástæðunum fyrir því að auð- mennirnir vildu sækja um íslenskt ríkisfang. Meginhlutanum af kostnaðin- um við Inspired by Iceland-her- ferðina, eða um 593 milljónum króna, var varið í að gera auglýs- ingar um Ísland sem meðal ann- ars voru birtar á fjölförnum lestar- stöðvum í Bretlandi og Hollandi. Sjónvarpsauglýsingar sem gerðar voru á vegum Inspired by Iceland vöktu sömuleiðis talsverða athygli, bæði hér á landi og annars staðar. Lesperance sagði í viðtali við fréttastofu RÚV á föstudag að miklu fleiri erlendir auðmenn hefðu áhuga á að gerast íslenskir ríkis- borgarar. DV sendi Lesperance tölvuskeyti á sunnudag þar sem lagðar voru fyrir hann spurningar um umsóknir erlendra auðmanna um íslenskt ríkisfang. Hann hafði ekki svarað spurningum blaðsins þegar það fór í prentun á sunnu- dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.