Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 4. apríl 2011 Mánudagur Saklausir borgarar og uppreisnarmenn falla í Líbíu: Gerðu skelfileg „mistök“ Blóðug átök standa enn yfir í Líbíu og æ oftar koma skuggahliðar stríðs í ljós. Bandamenn halda áfram að varpa sprengjum á hersveitir sem eru enn hliðhollar Muammar al- Gaddafi, leiðtoga Líbíu, með það að yfirlýstu markmiði að liðsinna upp- reisnarmönnum og vernda saklausa borgara. Því var svo sannarlega ekki að dreifa nú um helgina þegar tvær árásir mistókust hrapallega með skelfilegum afleiðingum. Á laugardag skutu bandamenn eldflaugum á bílalest hersveitar sem var á bandi Gaddafis. Það tókst ekki betur til en svo að þegar sprengj- an hæfði skotmarkið var bílalestin í þorpinu Argobe, ekki langt frá borg- inni Ajdabiya – þar sem harðir bar- dagar hafa geisað. Í bílnum sem varð fyrir sprengjunni var geymt púð- ur og handsprengjur sem sprungu. Sprengjubrot flugu í allar áttir, með- al annars inn í nærliggjandi hús. Alls létust átta, þar af þrjár stúlkur sem voru á aldrinum 12 til 16 ára. Annað atvik af svipuðum toga átti sér stað á sunnudag. Hópur upp- reisnarmanna fagnaði sigri rétt fyrir utan borgina Ajdabiya, en sigrinum fögnuðu þeir með því að skjóta úr byssum sínum upp í loftið. Herþotur bandamanna voru á sveimi á svæð- inu og töldu flugmenn þeirra greini- legt að verið væri að skjóta á þot- urnar. Skutu þeir sprengjum í átt að uppreisnarmönnunum sem máttu sín lítils gegn eyðingarmætti eld- flauganna. Alls létust 15 í árásinni. Mustafa Gueriani, talsmaður bráðabirgðastjórnar uppreisnar- manna í Bengasi, gerði lítið úr atvik- unum. „Við verðum að skoða heild- armyndina. Það verða alltaf gerð mistök. Við erum að losa okkur við Gaddafi og auðvitað fylgir því mann- fall, þó við séum auðvitað ekkert ánægð með þetta.“ bjorn@dv.is Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið í sviðsljósinu und- anfarna mánuði eftir að upp komst um fjölmargar svallveislur sem haldnar voru á heimili hans í Ar- core í úthverfi Mílanóborgar. Í veisl- unum var 17 ára stúlka, Karima el- Mahroug að nafni, tíður gestur og er talið víst að hún hafi þegið greiðslur frá forsætisráðherranum fyrir að stunda kynlíf. Vændi er ekki ólöglegt á Ítalíu, en það er hins vegar ólög- legt að borga ólögráða einstakling- um fyrir kynlíf. Saksóknaraembættið í Mílanó hefur unnið hörðum hönd- um við undirbúning fyrir væntanleg réttarhöld yfir forsætisráðherranum, en þau munu hefjast á miðvikudag næstkomandi. Saksóknaraembætt- ið hefur grafið upp fjöldann allan af sönnunargögnum og hefur unnið skýrslu um „konurnar hans Berlus- conis“ sem telur alls 20 þúsund blað- síður. Þar kennir ýmissa grasa. Konur kallaðar „pakkar“ Berlusconi er ekki við eina fjölina felldur, svo vægt sé til orða tekið, þegar kemur að kvennamálum. Á heimili hans voru skipulagðar svall- veislur, sem kallaðar voru „Bunga bunga“-veislur, þar sem fáklædd- ar konur umkringdu Berlusconi og vini hans. Forsætisráðherrann fékk einn vina sinna, Dario Mora, til að sjá um að útvega kvenfólk. Mora þessi var í ágætri stöðu til þess, en hann starfar alla jafna við að finna „hæfileikaríkt“ fólk til að koma fram í sjónvarpi. Upptökur af símtölum milli Mora og Berlusconis hafa leitt í ljós að þeir töluðu sín á milli um kvenfólk sem „pakka“ sem þyrfti að „senda og taka við.“ Þrír aðrir vinir Berlusconis hafa einnig verið sak- aðir um að hafa liðsinnt honum við kvennaleit en þeir hafa allir neit- að því að hafa starfað sem nokkurs konar „dólgar“ fyrir glaumgosann frá Sardiníu. Upptekinn – nema á mánudögum Á miðvikudag verður mál Berlus- conis loksins tekið fyrir í dómhús- inu í Mílanó. Ekki er talið líklegt að Berlusconi verði viðstaddur, en á þessum fyrsta degi réttarhaldanna verður væntanlega búin til stunda- skrá fyrir málið, en Berlusconi á ekki heimangegnt hvaða dag sem er. Honum hentar best að mæta einungis á mánudögum og líklega verður farið að kröfum kappans, þar sem hann ætlar sér einnig að verja sig sjálfur. Bunga bunga Eftir að hafa rætt við tugi gesta hef- ur saksóknaraembættið í Mílanó nú fengið staðfest hvernig Bunga bunga-veislur Berlusconis gengu fyrir sig, þó engar tvær veislur hafi verið nákvæmlega eins. Hófust veislurnar ætíð á glæsilegri fjög- urra rétta kvöldmáltíð en í kjöl- farið var ætlast til þess að kon- urnar sem þar voru staddar hæfu nektardans. Voru þær þá annað hvort naktar eða klæddar í bún- ing, en meðal vinsælla búninga má nefna lögreglubúning sem og hjúkrunarkonubúning. Berlusconi ákvað síðan hvaða kona, eða kon- ur, myndu njóta þess heiðurs að fá að sænga með honum. Þær sem urðu svo „heppnar“, fengu auka- lega greitt, bæði í peningum og dýrum gjöfum. Konur eru „paKKar“ n Málarekstur gegn Silvio Berlusconi hefst næstkomandi miðvikudag í Mílanó n Sjálfur mætir hann ekki, en hann vill bara mæta fyrir rétt á mánudögum n Kallaði konur „pakka“ og fékk vini sína til að finna fyrir sig kvenfólk Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Karima el-Mahroug Fæddist í Marokkó en sigraði fegurðarsamkeppni á Sikiley. Gengur einnig undir nafninu „Ruby hjartaþjófur“. „Þeir töluðu sín á milli um kvenfólk sem „pakka“ sem þyrfti að „senda og taka við“ Loksins fyrir dóm Berlusconi gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Uppreisnarmenn fagna Tíðkast hefur hjá uppreisnarmönnum að skjóta úr byssum sínum til að fagna. Drengur féll úr rússíbana Þeim sem eru smeykir við að fara í rússíbana er ráðlagt að lesa ekki lengra. AP-fréttastofan greindi frá því í gær að bandarískur drengur, þriggja ára að aldri, hefði látist eftir að hann féll til jarðar úr rússíbana. Drengurinn var ásamt foreldrum sínum í skemmtigarðinum Go Ban- anas sem er staðsettur í úthverfi Chicago. Hann stóðst allar kröfur sem gerðar eru til gesta um hæð og stærð, og fékk hann því að sitja í rússíbananum sem ber heitið Pyth- on Pit. Drengurinn sat við hlið tví- burabróður síns sem slapp ómeidd- ur. Lögreglan á staðnum segir að um hörmulegt slys hafi verið að ræða. Ofurlaun bankamanna Það er ekki aðeins á Íslandi sem stendur styr um himinhá laun bankamanna. Nú hefur fjárfestinga- bankinn Goldman Sachs ákveð- ið að láta af stefnu sinni sem var að takmarka allar aukagreiðslur og fríð- indi í kjölfar efnahagskreppunnar sem skall á heimsbyggðinni árið 2008. Hefur þetta vakið mikla reiði í Bandaríkjunum, en Goldman Sachs var einn þeirra banka sem þáði björgunarpakka frá ríkisstjórninni, en í tilfelli Goldman Sachs var sá pakki metinn á 10 milljarða dollara. Nú er ljóst að bankamaðurinn Lloyd Blankfein framkvæmdastjóri mun fá um 14 milljónir dollarar í fríðinda- greiðslur fyrir störf sín á árinu 2010, en það samsvarar um 1,6 milljörð- um íslenskra króna. Tveir látnir í Fukushima Japönsk stjórnvöld hafa staðfest fyrstu dauðsföllin sem má rekja með beinum hætti til áhrifa geislunar vegna kjarnorkuslyssins í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu. Slysið átti sér stað vegna risaskjálftans sem skók Japan þann 11. mars síðast- liðinn. Tveir menn fundust látnir í einni byggingu kjarnorkuversins á miðvikudag, en ákveðið var að segja ekki opinberlega frá því fyrr en á sunnudag, til að sýna fjölskyldum hinna látnu virðingu. Mennirnir, annar 24 ára og hinn 21 árs, voru við störf þegar þeir létust. Þeir unnu að því að koma kælikerfi kjarnorku- versins í gang, en án þess er hætta á að kjarnaofn ofhitni og bræði úr sér með skelfilegum afleiðingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.