Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 26
26 | Fólk 4. apríl 2011 Mánudagur Steinþór Helgi Arnsteinsson þjálfari Kvennó í Gettu betur: G eðshræringin var svo mikil þegar úrslitin lágu fyrir að ég hreinlega brast í grát,“ segir Steinþór Helgi Arnsteins- son en hann er einn þjálfara sigur- liðs Kvennaskólans sem hafði betur gegn Menntaskólanum í Reykjavík í úrslitum Gettu betur á laugardag. Þetta er í annað skipti sem Stein- þór sigrar í keppninni en hann fór fyrir sigurliði Borgarholtsskóla sem hreppti Hljóðnemann eftirsótta árið 2005. „Þetta var þrefalt meiri tilfinning heldur en að sigra sem keppandi,“ segir Steinþór en hann þjálfar liðið ásamt þeim Birni Teitssyni og Stein- dóri Grétari Jónssyni. „Ég var bæði miklu stressaðari núna og ég fagn- aði líka miklu meira. Ég hef bara aldrei verið jafn stressaður á ævi minni. Það er svo erfitt að hafa þetta ekki í sínum höndum. Ég var bara að fara á límingunum.“ Það vant- aði heldur ekki spennuna á laugar- daginn þar sem Kvennó sigraði MR með einu stigi eftir að báðum liðum hafði mistekist að svara þríþraut- inni svokölluðu. Sjálfur var Steinþór ekki með svarið á hreinu en hann vissi að sigurinn væri í höfn áður en dómarinn kvað upp úrskurð sinn. „Ég var ekki með svarið á hreinu en ég vissi að þetta væri ekki rétt hjá MR.“ Kvöldið var rétt að byrja hjá Steinþóri eftir sigurinn í Gettu bet- ur. Eftir keppnina sló hann upp helj- arinnar sigurveislu heima hjá sér en síðan var ferðinni heitið á Nasa. Þar hélt Steinþór nefnilega tónleika með bandarísku rappgoðsögninni Ghostface Killah úr Wu-Tang Clan. „Þetta var bara frábært. Fullur kofi og allir sáttir.“ Steinþór segist sjaldan hafa hitt rólegri tónlistar- menn en Ghostface og félaga. „Þeir komu slakir inn og fóru slakir út.“ asgeir@dv.is Hárgreiðslumaðurinn og skart- gripahönnuðurinn Skjöldur Eyfjörð ætlar að ganga í það heilaga í sumar. Hann mun þá ganga að eiga unn- usta sinn til margra ára, Magnús Jóhann Cornette. Þeir eru búsettir í Stafangri í Noregi en þangað fluttust þeir saman á síðasta ári. Athöfnin fer fram 30. júlí en Skjöldur deildi því með vinum sínum á Facebook fyrir helgi að brúðkaupsfötin væru komin í hús. Þá sagði Skjöldur einnig frá því nýverið að hann væri á fullu að semja texta fyrir lag og má því ætla að hann hugsi sér á frekari landvinninga í tónlistinni. Hann endurgerði á sínum tíma Bubba- smellinn Fjöllin hafa vakað. Vala Grand ákvað að hrekkja Facebook-vini sína 1. apríl með því að skrá sig í sambandi á síðunni. Viðbrögðin stóðu ekki á sér og fjölmargir óskuðu henni til hamingju. Þar á meðal Jón H. Hallgrímsson sem gengur jafnan undir nafninu Jón stóri. Mbl.is skrifaði einnig frétt um málið en ástalíf Völu hefur verið mikið til umfjöllunar. Stuttu seinna tilkynnti Vala að um aprílgabb væri að ræða og bætti við: „Komst að einu að ef ég byrja með einhverjum þá verður það allt crazy að gera i fjöl- miðlum! Fær maður ekki ástarlíf sitt i friði!“ Giftir siG í sumar Hrekkjótt Vala Grét af Gleði Hljóðneminn tvisvar Steinþór hrósaði sigri í Gettu betur 2005 og stýrði svo Kvennó til síns fyrsta sigurs í ár. H ún er svo einstaklega merkileg manneskja og svo góð og hlý,“ segir Sig- ríður Klingenberg spá- kona en hún birti um helgina ljóð til stuðnings Priyönku Thapa, 23 ára nema, sem berst nú fyrir því að fá landvistarleyfi hér á landi til að komast hjá því að verða neydd í hjónaband með manni sem hún þekkir ekki í heimalandi sínu Nepal. „Hún er dugleg í skól- anum og vill allt gera til að vera góður og nýtur þegn. Hún heillar einhvern veginn alla upp úr skón- um þessi kona og ég held að það væri sérstaklega gott karma fyrir okkur Íslendinga að senda hana ekki úr landi.“ Sigríður þekkir Priyönku pers- ónulega en hún hefur verið í sam- bandi við dóttur Sigríðar. „Ég var að kaupa lítinn hund af fjölskyld- unni sem hún býr hjá fyrir jólin og hún hefur síðan verið í sambandi við dóttur mína, komið heim til mín og við hist. Hún er einstaklega merkilegur karakter og ég hef trú á því að hún eigi eftir að gera eitt- hvað merkilegt fyrir þetta land. Ég hef þá tilfinningu,“ segir Sigríður án þess að hika. „Hún er bara með x-faktorinn. Við megum bara ekki láta hana sleppa úr landi ef ég á að segja mína skoðun því hún bætir okkur Íslendinga.“ Mikil umræða hefur verið um stöðu Priyönku hér á landi en hún uppfyllir ekki þau skilyrði sem þarf til að fá dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða á Íslandi. Útlendingastofnun metur það svo að ekki sé hægt að sýna fram á að Priyanka verði neydd í hjónaband en það byggir stofnunin á bréfi frá bróður hennar þar sem segir með- al annars að Priyanka verði fjöl- skyldu sinni til skammar ef hún giftist ekki manninum þar sem honum hafi verið lofað að hann fengi hana fyrir konu. Priyanka hefur fengið mikinn stuðning á Ís- landi en ríflega 12 þúsund manns hafa gerst aðdáendur Facebook- síðu til stuðnings henni. n Birti ljóð til stuðnings Priyönku Thapa á Facebook n Hún er svo einstaklega merkileg manneskja, segir Sigríður n Hefur þá tilfinningu að Priyanka eigi eftir að gera góða hluti fyrir Ísland Berst fyrir Pri ö ku Vill halda í Priyönku Sigríður Klingenberg segir Priyönku vera einstaka manneskju og að það sé mikill missir fyrir Ísland fari hún úr landi. Mynd SiGTryGGur Ari Sigríður Klingenberg: Priyanka fær stuðning Ríflega 12 þúsund manns hafa gerst aðdáendur Facebook-síðu til stuðnings henni. Mynd SKJáSKoT AF rÚV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.