Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 18
18 | Umræða 4. apríl 2011 Mánudagur „Mér fannst svo rosalegt að mamma mín hefði kannski líka hugsað svona um mig.“ n Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir um það að þegar Eldey Erla fæddist upplifði hún ástina til dóttur sinnar svo sterkt að það þyrmdi yfir hana og hún grét stanslaust í fimm daga. – DV „Ég ríghélt mér bara í Helga Björns þangað til ég var búinn að ná tökunum á þessu.“ n Einar Bárðarson um það hvernig umboðsmannsferillinn hófst. Það var Helgi Björns sem fékk hann út í bransann. – DV „Það líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um hann.“ n Sædís Sif Harðardóttir um besta vin sinn, Pétur Kjerúlf Þorvarðarson, sem varð úti við Langafell í Hauksstaðaheiði í maí 2006. Sædís keppir í ár í Söngkeppni framhaldsskólanna og samdi lag um Pétur. – DV „Ég er ofsalega hrædd og vil ekki fara heim.“ n Priyanka Thapa, 23 ára stúlka frá Nepal, sem fær ekki dvalarleyfi hér á landi og þarf að snúa aftur heim þar sem hennar bíða þau örlög að giftast ókunnugum manni. – Vísir „Ég held að Ragnar sé að reyna komast í þennan hóp sem hann skrifar um. Sumir gera allt fyrir frægðina.“ n Bubbi Morthens um grein Ragnars Egilssonar í Grapevine þar sem hann gerði grín að fólki sem gerði allt fyrir frægðina. – facebook.com Bankastjóri böðlast B ankastjóri Landsbankans stendur fyrir því að reyna í krafti peninga almennings að þagga niður í fjölmiðli. Bankastjórinn, Steinþór Pálsson, er jafnframt stjórnarformaður eignar- haldsfélagsins Horns, sem er að öllu leyti eign ríkisbankans. DV áskotn- uðust upplýsingar um það sem hefur verið að gerast að tjaldabaki í þessu félagi fólksins. Þetta kom við kaun- in á bankastjóranum og stjórnend- um Horns sem kröfðust lögbanns á fréttaflutning af leynimakkinu og valdataflinu. Jafnframt krafðist al- menningsfélagið þess af stjórnar- formanni DV ehf. að hann afhenti „gögn“ sem lágu til grundvallar frétt- unum. Sýslumaðurinn í Reykjavík varð við kröfunni þótt augljóst megi vera að DV ehf. getur ekki með neinu móti krafið blaðamann um gögn til að framselja. Fólskan í úrskurðin- um og heimskan í kröfunni er þeim augljós sem láta sig tjáningarfrelsi og vernd heimildarmanna varða. Leppar Landsbankans hafa nú höfðað mál á hendur DV. Þess er krafist að fátækur fjölmiðill greiði dagsektir þar til meint gögn verða af- hent. Aumingjar með peningavald vilja ganga á milli bols og höfuðs á fjölmiðli með því ofbeldi sem skín í gegnum málatilbúnaðinn. Bankastjórinn í Landsbankanum er að berjast fyrir því að leyndin ráði áfram ríkjum á Íslandi. Maðurinn sem seilist til valda utan bankans tel- ur að dagsbirtan eigi ekki erindi inn í heim valdatafls og leynimakks. Hann notar hiklaust peninga almennings til þess að reyna að knésetja fjölmið- il. Stríð bankastjóra Landsbank- ans gegn DV stendur um tjáningar- frelsið. Niðurstaða þess ræður því hvort íslensk þjóð hrökklast aftur inn í myrkur útrásartímans eða tekur skref fram á við þar sem upplýsingar og gagnsæi eru sjálfsagður og fyrsti valkostur. Almenningur í landinu verður að taka sér stöðu með DV. Annars eru öll mótmælin og baráttan frá hruni og allt uppgjörið til einskis. Krafan er sú að bankastjórinn sem böðlast á tjáningarfrelsinu sjái að sér eða verði látinn víkja og heiðarlegt fólk taki við stjórn ríkisbankans. Það má ekki láta myrkravöldin taka yfir. Leiðari Gat Kvennó betur? „Já, þau gátu ögn betur,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, spurningahöfundur og dómari í Gettu betur. Kvennaskólinn í Reykjavík sigraði í spennandi og jafnri keppni við Menntaskólann í Reykjavík á laugardaginn er keppt var til úrslita. Þetta var í fyrsta sinn sem Kvennaskólinn vinnur og einnig í fyrsta skipti sem stúlka er í vinningsliðinu. Keppnin hefur verið haldin frá árinu 1986. Spurningin Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Leppar Lands- bankans hafa nú höfðað mál. Jón og sægreifarnir n Þess er beðið í ofvæni að tillögur um breytingar á kvótalögum taki gildi. Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra hefur fram undir þetta þótt vera fastur fyrir og ákveðinn í því að sverfa að sæ- greifunum. Ein- hverjir telja sig hafa merkt það undanfarið að hann væri orð- inn hikandi undan ofríki LÍÚ. Hann mun þó vera með áform um að auka strandveiðikvótann um allt að helming. Það eitt og sér tryllir þá út- gerðarmenn sem fara með eignar- hald á lifandi fiski. Sullenberger í stuði n Samkeppnin á matvörumarkaði tekur á sig ýmsar myndir. Á meðal dýrari verslana er Kostur Jóns Ger- alds Sullenberger, höfuðfjanda Baugsfeðga. En Jón lætur ekki verðkannanir hlutlausra aðila buga sig heldur gerir sína eigin. Og viti menn Kostur er lang- ódýrastur þegar eigandinn hefur gert samanburðinn. Auglýsir hann grimmt með kvittunum. Einhverjir héldu að auglýsingin væri aprílgabb en Jóni mun vera fúlasta alvara með að laða til sín kúnna með þessum hætti. Eiríkur og Jón Ásgeir n Það mun vera hrollur í ýmsum á matvörumarkaði vegna nýrra verslana sem sá snjalli kaupmaður Eiríkur Sigurðs- son hefur boðað. Mun hann hafa uppi áform um að opna allt að 10 matvöruversl- anir í grjótharðri samkeppni við Bónus og Krón- una. Útbreiddur orðrómur er uppi um að stofnend- ur Bónuss, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, séu með Eiríki í ráðum. Þá fylgir sögunni að Guð- mundur Marteinsson, framkvæmda- stjóri Bónuss, sé ekki langt undan. Þetta þvertekur Jón Ásgeir fyrir og segir að hjarta sitt slái með Bónusi. Arnþrúður hótar n Enn andar köldu millum Arn- þrúðar Karlsdóttur, útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu, og Eiðs Guðnasonar, fyrrverandi sendiherra og bloggara Björns Inga Hrafnssonar. Eiður fagnar því á bloggi sínu að Arnþrúður eyði gjarnan útsendingartíma í að glefsa í hæla hans. „Því er oft gaukað að Molaskrifara, að skötuhjúin, sem  láta móðan mása í Útvarpi Sögu tali illa um hann, stundum dag eftir dag. Molaskrifari er mjög ánægð- ur með það. Verra væri, ef þessu liði lægi gott orð til hans. Það væri skelfilegt,“ segir Eiður. Arnþrúður hefur boðað að hann verði lög- sóttur en hótunin virðist vera án innihalds. Sandkorn tRyGGvaGötu 11, 101 REyKjavíK Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Eins gott að við Íslendingar eigum ekki kjarnorkuver. Þá myndum við öll glóa í myrkrinu. Það er auðvitað mjög mikilvægt að fyrirtækin sinni sínum skyldum og sérstaklega þeirri að láta Um- hverfisstofnun vita ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, þegar hún var spurð hvers vegna aflþynnu- verksmiðjan Becromal hefði dælt vítissóda í Eyjafjörð í næstum tvö ár, án þess að athugasemdir hefðu verið gerðar við það. En Kristín Linda hjá Umhverfis-stofnun lætur ekki að sér hæða. Þegar Svavar Halldórsson, frétta- maður RÚV, spurði hana hvort ekki væri ástæða til harðra aðgerða (eins og dónaskapur hjálpi eitthvað til), svaraði hún: „Ja, við erum auðvitað búin að senda þeim núna ákveðið bréf þar sem við segjum til um hvaða aðgerða við munum grípa til núna. Í því bréfi kemur jafnframt fram að Um- hverfisstofnun sé að íhuga aðrar aðgerðir.“ Þegar hún var nánar spurð af Svavari gat hún ekki bent á neinar aðgerðir, en hún sagðist „geta“ áminnt fyrirtæki. Næsta sem fréttist var að Becromal hafði keypt eigin rannsókn sem sagði að þeir væru hættir að menga og að það væri allt í lagi með sjóinn í Eyjafirði, þrátt fyrir allan vítissódann. Þeim var þá treystandi eftir allt sam- an! En þetta gerðist ekki eftir að hinir 75 starfsmenn Umhverf- isstofnunar gripu til aðgerða, heldur eftir að rétthugsandi borgari sendi fréttaskot á Kastljósið, sem fjallaði svo um málið. Enda kom í ljós að eftirlit Umhverfisstofnunar fólst í því að fara yfir gögn frá fyrirtækinu sjálfu einu sinni á ári og mæta í eftirlitsferðir, sem fyrirtækinu var tilkynnt um fyrirfram! Fyrst og fremst er hér um að ræða brot á trausti sem verður að ríkja á milli eftirlitsaðila og atvinnu- reksturs. Það verður brugðist við á „viðeigandi hátt,“ sagði Kristín Linda við Morgunblaðið. Þar kom fram að Becromal hefði verið beitt þeim harka- legu viðurlögum, að fá frest til að grípa til aðgerða vegna mengun- arlosunarinnar. Það er ægilegt hvað fyrirtæki geta brugð- ist trausti eftirlits- aðila. Þeir sem stóðu að gerð Landeyjahafnar létu ekki vita að hún yrði strax ónot- hæf og myndi valda því að Herjólfur strandaði. Þeir sem sáu um stjórnlaga- þingskosningarnar gleymdu líka að láta vita að þær væru ekki samkvæmt lögum. Bankarnir voru líka svona. Þeir gleymdu alveg að láta vita að þeir hefðu lánað eigendum sínum langt umfram leyfileg mörk og blásið upp hlutabréfaverð með brellum. Samt áttu þeir að láta vita ef „eitthvað kæmi upp á“. Sorpbrennslustöðin Funi við Ísa-fjörð kunni á þetta. Hún lét Um-hverfisstofnun vita að hún ætl- aði að dæla díoxínmengun út í hinn þrönga Skutulsfjörð árið 2003. Og að sjálfsögðu fékk hún undanþágu. Þegar menn fara rétt að hlutunum losna þeir við að láta Umhverfisstofnun senda „ákveðin bréf“ og „íhuga aðgerðir“. Svo þegar díoxinmengunin var orðin 20-falt yfir mörkum árið 2007 var ekk- ert verið að trufla íbúana með þeirri vitneskju, því þeir sem áttu að gæta hagsmuna íbúanna töldu líklegast að mengunin myndi ekki skaða þá hvort sem er. Væntanlega voru allar þessar reglur óþarfar. Hvers vegna er þetta ekki útfært yfir á almenning? Best væri að lögreglan sæti við símann og biði þess að almennir borgarar létu vita ef þeir gerðu eitthvað af sér. Þá gæti lögreglan sent mjög „ákveð- ið bréf“ og sagst vera að „íhuga aðrar aðgerðir“. Vonandi brygðumst við ekki trausti lögreglunnar með því að láta undir höfuð leggjast að tilkynna afbrot okkar. Kannski á þetta ekki að vera svona. Kannski er hlutverk eftir-litsaðila, hvort sem það er Um- hverfisstofnun, Fjármálaeftirlitið eða annar, að tortryggja en ekki treysta. Líklega er landlægur barnaskapur að trúa á sakleysi allra og sérstaklega þeirra sem eiga mikið af peningum. Þetta er eins og í Japan, þar sem fyrirtækið sem græddi á kjarnorkuverunum gleymdi að láta vita að það ætlaði að hunsa hættuna af sterkum jarð- skjálfta og flóðbylgju, þrátt fyrir að slíkar hamfarir væru nánast óumflýjanlegar á ein- hverjum tímapunkti. Eins gott að við Íslendingar eigum ekki kjarnorkuver. Þá myndum við öll glóa í myrkrinu. Og skrifa ákveðin bréf og íhuga aðrar aðgerðir. Svarthöfði Íslenskir sakleysingjar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.