Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 22
22 | Viðtal 4. apríl 2011 Mánudagur E bba Guðný Guðmundsdóttir og fjölskylda hafa búið mán- aða skeið í Suður-Afríku, nán- ar tiltekið Western Cape sem er nálægt Höfðaborg. Ævin- týramennskan réð för en kynni fjöl- skyldunnar af fótalausum suðurafrísk- um manni hafði úrslitaáhrif því sonur þeirra Hafliði fæddist þannig. Í Afríku lifa þau ljúfu og þægilegu lífi og njóta þess að borða hollan og góðan mat. Ebba Guðný er mikill mat- gæðingur og leggur í matseld sinni sterka áherslu á hollustu og gæði. Hún telur að með því að breyta lífs- stíl sínum geti hún aukið lífsgæði sín og barna sinna. Þessi trú hennar hvet- ur hana til að prófa sig áfram í elda- mennskunni á hverjum degi og í Afr- íku er hráefnið eins ferskt og ljúffengt og það getur orðið. Ebba Guðný gaf út bókina Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða og bókin sló í gegn. Bókin hefur verið gefin út tvisvar sinn- um og af vinsældunum að dæma eru foreldrar í dag tilbúnir að breyta lífs- stíl sínum og barnanna til að lengja og bæta lífið. Ebba Guðný segir frá dvöl sinni í Afríku og gefur lesendum nokkrar hvetjandi og girnilegar upp- skriftir að prófa heima við. Og eins og Ebba Guðný segir sjálf, stórt ferðalag hefst á því að trúa að eitthvað gott sé handan við hornið. Kynni af suðurafrískum spretthlaupara „Síðastliðið sumar ákváðum við að flytja til Suður-Afríku og vera þar í nokkra mánuði. Við höfðum lengi verið búin að spá í að stækka við okk- ur húsnæði og þegar við seldum íbúð- ina okkar ákváðum við að fara á vit ævintýranna í nokkra mánuði áður en við festum okkur aftur í húsnæðis- hlekkjum. Hvers vegna alla leið til Suður-Afríku? spurðu margir skiljan- lega. Nokkrar ástæður komu þar til. Tímamismunur er lítill þar sem við vinnum héðan og heim með hjálp internetsins. Einnig langaði okkur að fara eitthvert þar sem við mynd- um upplifa hlýtt og gott sumar yfir íslenska vetrarmánuði. Og síðast en ekki síst er Oscar Pistorius, góðvin- ur okkar, fæddur og uppalinn í Suð- ur-Afríku. Hann er spretthlaupari, oft kallaður „The fastest man on no legs!“ Hann fæddist án fóta fyrir neð- an hné; nákvæmlega eins og son- ur minn, hann Hafliði. Fötlun þeirra er alveg eins og ákaflega sjaldgæf og Oscar er dásamlegur maður svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Við urðum fljótt forvitin um Suður-Afríku eftir að hafa heyrt lýsingar Oscars þaðan. Þar að auki komu Oscar og umboðs- maður hans okkur í samband við for- eldra lítils drengs, Williams, í Jóhann- esarborg, sem er eins og Hafliði. Ég var í sambandi við foreldra Williams frá því hann fæddist. Við ákváðum þó að vera hér í Western Cape því hér er öruggara umhverfi. Við flugum þó til Jóhannesarborg- ar og heimsóttum bæði Oscar og Willi- am fyrir jólin. Við nýttum þá tækifærið og hittum alla þá sérfræðinga sem hafa unnið með Oscar í gegnum tíð- ina og það reyndist okkur dýrmætt. Oscar hefur líka komið hingað til okk- ar í heimsókn. Við ætluðum fyrst að vera hér í þrjá mánuði en framlengd- um dvöl okkar um aðra þrjá mánuði og sáum ekki eftir því. Þannig náðum við sumartímanum hér.“ Sannkölluð paradís „Það er dásamlegt að vera hér þar sem við búum, í Somerset West, Western Cape eins og það er kallað. Sannkölluð paradís. Nú er aðeins farið að hausta og kólna í veðri en annars hefur ver- ið hér sól upp á næstum hvern ein- asta dag, síðan við komum. Heitustu mánuðurnir eru þó janúar og febrúar. Hanna mín, 8 ára, og Hafliði minn, 5 ára, hafa gengið í Waldorf-skóla í Stel- lenbosch, sem er bær rétt hjá Somer- set West þar sem við búum og líkað vel. Þau tala núna ensku eins og Osc- ar vinur okkar, með africaan hreim, sem mér og manninum mínum finnst mjög fyndið. Það er óskaplega fallegt hér og mér finnst fólkið vinalegt og gott. Maturinn er ennfremur himn- eskur, svo ferskur og góður enda vex hér allt. Þeir hafa þó sín vandamál hér eins og annars staðar og mun taka einhvern tíma að rétta úr ójafnvæginu enda tveir ólíkir menningarheimar sem hér saman búa.“ Fannst hún ekki hress Ebba Guðný er alin upp við venju- legan íslenskan mat. Hún telur sig þó hafa verið heppna því foreldrar henn- ar elduðu yfirleitt alltaf frá grunni og keyptu hreinan og ferskan mat. „En þegar ólst upp og var ungling- ur kom skyndibitamenningin af full- um krafti inn í samfélagið okkar sem og gosmenningin og aukaefni í mat- vælum, fitulausi áróðurinn og allt það rugl og að sjálfsögðu varð mitt heimili að einhverju leyti vart við það.“ Ebba Guðný tók því til sinna ráða. „Upp úr tvítugu fór ég að huga að matar æðinu mínu. Sannleikurinn er sá að ég var tilneydd. Mér fannst ég ekki eins hress og ég ætti að vera mið- að við aldur og grunaði að ég þyrfti að byrja að borða hollari mat. En ég vissi ekki alveg hvar ég átti að byrja eða hvað ég ætti að gera, kunni ekki neitt. Ég man að mamma og pabbi gáfu mér grænmetisnámskeið með Sollu og þar eyddi ég einum sunnudegi og lærði heilan helling. Eftir það byrjaði ég að elda grænmetismat mikið og kaupa oftar lífrænt og borða meira af grænmeti og ávöxtum. En svo þegar ég átti dóttur mína Hönnu sem nú er á níunda ári, þá varð ég mjög æst. Mér fannst ábyrgð mín svo mikil gagnvart henni að öllu leyti. Ég var eitthvað svo handviss um að ég gæti aukið lífs- gæði hennar með því að gefa henni næringarríkan mat. Og ég varð örugg- lega pínu klikk á tímabili svo æst var ég í að mauka grænmeti og ávexti og lesa mér til. Ég keypti bækur hvaðan- æva að og las og las um næringu ung- barna og skrifaði hjá mér og eins upp- skriftir sem ég var að prófa eða búa til og mér fannst bragðgóðar.“ Góðir hlutir taka tíma „Ég vil taka fram í þessu sambandi að góðir hlutir taka tíma. Ég er heppin að finnast gaman að vesenast í eldhús- inu og ég er matargat, elska að borða. Það tekur tíma að tileinka sér nýtt mat- aræði, það gerist ekki á einni nóttu. Hvert lítið skref í rétta átt er mikill sig- ur og maður á að gefa sér gott klapp á bakið. Og trikkið held ég sé að taka svona breytingar í skrefum. Ef maður trúir því að eitthvað sé gott fyrir mann og hjálpi manni þá er miklu auðveld- ara að tileinka sér það. Svo er þetta pínulítið þannig að fyrst les maður til dæmis um að möndlur séu svo hollar og maður eigi að leggja þær í bleyti og búa svo til mjólk úr þeim og hugsar svo „vá! vesen!“ En svo einhvern veg- inn venst tilhugsunin og maður prófar, líkar vel, líður vel og heldur áfram. Les svo eitthvað annað: Búa til graskers- fræjamjólk og sigta hana og aftur „vá – vesen!“ En svo á góðum degi skellir maður sér í verkið og þá er það kom- ið. Og þannig heldur þetta áfram og áfram og alltaf bætist eitthvað nýtt við.“ Græn og lystug vopn Ebba Guðný segir það skemmtilega við hollan lífsstíl vera að þegar van- líðan og veikindi herji á líkamann þá sé hún aldrei ráðalaus. „Þegar manni líður illa þá hefur maður alls kyns vopn á sínum snærum til að láta sér líða betur. Drekkur grænan djús í einn dag eða hakkar í sig engifer eða hvað það nú er til að láta sér líða betur. Mér finnst það einna dásamlegast að vita hvað ég get gert til að láta mér líða bet- ur ef eitthvað bjátar á, hvort sem það eru meltingartruflanir eða kvef eða eitthvað annað. En svo kemur líka fyrir að maður þarf utanaðkomandi hjálp og þá er það líka allt í lagi.“ Innkaup Ebbu Guðnýjar „Spelt á ég alltaf, malað bókhveiti, sem ég nota í vöfflur og pönnsur ásamt speltinu, brún hýðishrísgrjón í til dæmis grjónagrautur, quinoa; qui- noa-grautur er æði með eplabitum eða mangóbitum og sítrónuólífuolíu, grænt, helst lífrænt eða vistvænt ís- lenskt salat, en ég ætla nú að reyna að rækta mitt eigið í sumar, sítrónur, lime, engifer, gúrku, epli og alltaf banana og avókadó, mangó og papaja, sérstak- lega hér í Afríku! Gulrótadjús lífræn- an á ég alltaf sem og lífrænar gulrætur, lauka, öll fræ á ég, sem ég set í sjeikana mína eða nota til að búa til fræjamjólk sem ég sigta og drekk, hnetur allar teg- undir og möndlur, sem ég nota á svip- aðan hátt og fræin, ferskt grænmeti – misjafnt hvað ég kaupi eftir því hvað ég ætla að elda. Lífræna ólífuolíu á ég alltaf sem og kókosolíu og hampolíu. Ofurmat á ég líka alltaf eins og spirul- inuduft, hreint hrátt kakó, chia-fræ og fleira í þeim dúr.“ Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér? Hvað færðu þér í morgunmat, hádegismat, kvöldsnarl og svo fram- vegis? „Í morgunmat fæ ég mér annað hvort grænan djús. Þá er það sellerí, gúrka, salat, fennel jafnvel, sítróna, engifer, mynta eða eitthvað slíkt, bara svona slump og slatti maukað vel með vatni og sigtað í gegnum spíru- poka. En stundum fæ ég mér bara sjeik af því ég geri hann hvort sem er á hverjum morgni fyrir Hafliða son minn.“ Börnin fá ljúffengt heilsufæði Ebba Guðný segir ekkert mál að bjóða börnunum upp á hollan og ljúffengan mat. Hvort sem það er hérna heima eða úti í Afríku. „Ég borða hádegismat með börn- unum mínum hér í Afríku. Við búum til speltvöfflur og borðum með agave- sírópi, dökku súkkulaði eða sykur- lausri bláberjasultu. Ég set stundum smá bókhveiti líka í vöfflurnar, stund- um möluð sólblómafræ, stundum se- samfræ, stundum soðin hýðishrís- grjón; grunnuppskriftin er í bókinni minni. Ég er mjög undirförul þegar ég er að blanda deigið fyrir þau. Svo geri ég oft hýðishrísgrjóna- graut, quinoa-graut, baka speltboll- ur og svo framvegis. Oftast fæ ég mér salat með góðri salatsósu, hnetum, trönuberjum, mangó og avókadó. Ef ég er eitthvað skrítin í maganum bý ég mér bara til melónusafa eða pa- paja-safa og drekk hann.“ Ebba Guðný Guðmundsdóttir ferðaðist með fötluðum syni sínum og fjölskyldu yfir hálfan hnöttinn vegna kynna þeirra af suður afríska spretthlaupar- anum Oscar Pistorius sem fæddist, eins og sonur Ebbu Guðnýjar, fótalaus fyrir neðan hné. Ebba Guðný er höfundur bókarinnar: Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða og trúir því að það megi auka lífsgæðin með því að borða hollan og ljúffengan mat. Ebba Guðný segir frá dvöl sinni í Afríku og gefur lesendum að auki nokkrar hvetjandi uppskriftir til að prófa heima við. Eykur lífsgæði barna sinna Fyrir unga og aldna Bók Ebbu Guðnýjar: „Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða?“ er handbók ætluð foreldrum sem eru að byrja að gefa börnum sínum fasta fæðu. Hér er að finna ýmsar ráðleggingar og svör við spurningum foreldra sem langar að gefa barninu sínu frá byrjun næringarríkan og heilsusamlegan mat. Bókin inniheldur ítarlegan lista yfir hvenær börn mega byrja að borða vissar fæðutegundir, leiðbeiningar um meðhöndlun ávaxta og grænmetis ásamt fjölda mynda. Í henni er að finna fjölmargar einfaldar og góðar uppskriftir að barnamat en einnig að mat fyrir alla fjölskylduna. Ráðleggingar fyrir foreldra sem eiga börn sem vilja helst aldrei borða, heilsusamlegar uppskriftir fyrir veislur og margt, margt fleira. Hafliði litli að leik á ströndinni Ebba Guðný segir son sinn himinlifandi með ferðina til Afríku. Hér nýtur hann sín á ströndinni. Deyr aldrei ráðalaus Það skemmtilega við hollan lífsstíl að mati Ebbu Guðnýjar er að hún er aldrei ráðalaus þegar veikindi eða vanlíðan herjar á líkamann. Hún getur alltaf brugðist við með því að búa til eitthvað nærandi og hollt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.