Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 19
Umræða | 19Mánudagur 4. apríl 2011 Sögulegur sigur að mörgu leyti 1 Finnst hún vera ljót og með hár eins og Davíð Oddsson Nærmynd af Ingu Lind í helgarblaði DV. 2 Skipstjóri bjargaði bátnum sínum: „Ef við deyjum þá deyjum við saman“ Japanskur skipstjóri sigldi á móti fljóðbylgjunum sem skullu á Japan til þess að bjarga skipi sínu. 3 Charlie Sheen tapaði í Detroit Áhorfendur voru ekki hrifnir af uppistandi Sheen. 4 KÆRI HANNES HÓLMSTEINN Bréf Jóhanns Haukssonar blaða- manns til Hannesar Hólmsteins. 5 Mogginn gefins Könnun sýnir að lestur Morgunblaðsins eykst en blaðinu var dreift frítt í könnunarvik- unni. 6 Lokuðu skemmtistaðnun Kebab bensín Lögreglan lokaði skemmtistað þar sem nokkrir gesta á staðnum reyndust vera undir lögaldri. 7 Stór hluthafi í Icelandair Pétur Árni Jónsson, útgefandi Viðskipta- blaðsins, er stærsti einstaki hlut- hafinn í Icelandair Group. Bjarni Lúðvíksson sat fyrir miðju í Gettu betur-liði Kvennaskólans í Reykjavík sem hrósaði sínum fyrsta sigri í spurningakeppni framhalds- skólanna á laugardagskvöldið. Kvennó hafði betur gegn nágrönnum sínum úr MR, 22–21, í æsispennandi keppni. Hver er maðurinn? „Bjarni Lúðvíksson.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er uppalinn í Grafarvogi.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég fæ mér lýsi.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Maður verður að nefna eitthvert sniðugt land. Marokkó. Ég hef samt ekki komið þangað.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Ég veit það ekki alveg. Segjum bara páskaegg.“ Með hverjum heldurðu í enska? „Ég held víst með Liverpool.“ Hvernig voru taugarnar þegar MR reyndi við svarið í lokaspurningunni? „Maður var náttúrulega alveg alveg á nálum en hélt samt einbeitingunni. Annars man ég nú bara varla eftir þessu.“ En þegar þú heyrðir að svarið væri rangt? „Það var rosalegt. Þetta var alveg frábær tilfinning.“ Hefurðu lengi stefnt að því að vinna Gettu betur? „Já, ég hef stefnt að því síðan 2009. Sem sagt í tvö ár.“ Er ekki ánægjulegt að vera í fyrsta sigur- liðinu sem er með stelpu innanborðs? „Jú, það er alveg frábært. Þetta er sögulegur sigur að mörgu leyti.“ Hvað æfið þið mikið fyrir hverja keppni? „Við æfum svona fjórum til fimm sinnum í viku og erum þá aðallega bara að lesa.“ Ert þú með eitthvert sérsvið? „Nei, maður er bara með svona almennan Gettu betur-fróðleik.“ Hvað heitir forsætisráðherra Nepal? „Þú hefðir átt að spyrja liðsfélaga minn að þessu. Ég verð bara að segja pass. [Svar: Jhala Nath Khanal] „Nei, það er enginn búinn að gabba mig en ég lét vinkonu mína líta upp í loft.“ Sigrún Helga Lund 29 ára, nemi „Nei, enginn búinn að gabba mig.“ Ívar Örn Björnsson 30 ára, sölumaður „Nei.“ Sunneva Eyvindsdóttir 62 ára, öryrki „Já, frændi minn sagði mér að það væri frír hamborgari á Prikinu.“ Máni Sigurðsson 21 árs, atvinnulaus „Nei, en ég vaknaði við mjög skrýtna útsendingu í útvarpinu og áttaði mig á hvað var í gangi og ákvað þá að gabba frænda minn.“ Ólafur Sverrir Traustason 20 ára, nemi Mest lesið á dv.is Maður dagsins Hljópstu 1. apríl? Loksins, loksins Austurvöllur hefur legið í vetrardvala undanfarna mánuði en um helgina færðist loksins líf yfir hann – enda komið fram í apríl og vorið á næsta leiti. Kaffihúsagestir fjölmenntu, sátu úti í góða veðrinu og mynduðu skemmtilega sumarstemningu. Mynd: Róbert Reynisson Myndin Dómstóll götunnar Þ jóðernishyggja er barnasjúk- dómur; hún er mislingar mannkynsins,“ var haft eftir Albert Einstein. Spurningin er hvort hefja þurfi bólusetningu hér á landi gegn henni. Með þjóðernishyggju er í þessum pistli átt við gildi sem hvíla á traustum grunni og vísa til sjálfstæðisbaráttu ís- lensku þjóðarinnar, hugmynda um langvinna kúgun erlendra þjóða, sjálf- stæði og fullveldi sem sótt var með harðri hendi í greipar þeirra. Stundum færi að vísu betur á því að tala um þjóðrækni þegar rætt er um harðbýlt land og útfærslu land- helginnar í óþökk nágranna – og við- skiptaþjóða á nýliðinni öld. Þessu er ef til vill best lýst sem föðurlandsást. Varla er hún svo slæm, jafnvel er hún göfug, segja margir. Lýðveldið var stofnað 1944 og hafði fjarri því slitið barnsskónum og náð einhverjum þroska þegar það hafnaði undir verndarvæng Bandaríkjamanna með pólitískum samningum og komu herliðs sem settist að á Miðnesheiði. Einangrunarhyggja grefur um sig Meðal nágrannaþjóða eru gildin að mörgu leyti önnur en þau sem gegn- sýrðu íslenska þjóð. Í seinni tíð ber samt æ meir á því að gildi nái fótfestu sem tengjast verndun þjóðernisins sjálfs og þjóðlegra gilda. Pólitískar til- raunir til að hefta búsetu fólks af fram- andi þjóðerni og menningu í viðkom- andi löndum er af þessum toga. Nýlegt dæmi er velgengni Svíþjóðardemó- kratanna í þingkosningum í Svíþjóð. Sænsk stjórnmálamenning ákvað hins vegar að einangra framboðið frá stjórn landsins og draga sem mest úr form- legum áhrifum þess. Nú fullyrða ýmsir að íslensk börn verði hneppt í þrælahald næstu áratug- ina verði Icesave-samningurinn sam- þykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu um næstu helgi. „Sýnum-þessum-helvít- is-útlendingum-í-tvo-heimana“-sjón- armiðið er sömuleiðis býsna útbreitt. Þótt menn séu á móti Icesave- samningnum og ESB jafngildir það vit- anlega ekki því að menn séu þjóðernis- og einangrunarsinnar. En samt verður ekki framhjá því horft að NEI-sinnarnir sækja fylgi til hópa sem rækta andúð af þessum toga. Viðhorfin fara saman við sjálfsmynd þjóðar sem telur sig standa eina gegn ofurafli þegar á reynir. „Gjaldið sem Íslendingar greiða nú er gjaldið fyrir að það að vilja standa einir,“ sagði Uffe Ellemann Jensen, Ís- landsvinur og fyrrverandi utanríkis- ráðherra Dana í Berlingske Tidene tveimur vikum eftir bankahrunið 2008. Hvaða stefnu bjóða flokkarnir? Tilraunir eru gerðar af þjóðernis- og einangrunarsinnum til að ná undir- tökunum bæði í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Bjarni Bene- diktsson formaður og hófsöm breið- fylking innan Sjálfstæðisflokksins, fer halloka í harðskeyttri and-Icesave- og and-ESB-umræðunni. Hvernig sem þjóðaratkvæðagreiðslan fer um næstu helgi munu átök harðna innan flokks- ins milli frjálslyndis og einangrunar- hyggju. Í Framsóknarflokknum sækja einangrunarsinnar fram í nafni Vig- dísar Hauksdóttur sem hyggur á framboð til varaformanns á flokks- þingi um næstu helgi. Undir harð- línusjónarmiðin gegn Iceave og ESB kyndir hluti þingflokksins. Þeir sýn- ast vilja ganga í skrokk á hófsömum miðjumönnum í flokknum. Á hlið- arlínunni stendur hófsemdarfólkið sem hallast að miðjunni, vill skoða nýjar leiðir í landbúnaði, sjávar- útvegi, ljúka aðildarumsókn að ESB með þjóðaratkvæðagreiðslu, sam- þykkja Icesave og skipta um gjald- miðil. Þetta fólk ætlar að mæta á flokksþing um næstu helgi og reyna að komast að því hvort það sé statt í réttum stjórnmálaflokki. Það veit að það er ekki í tísku að vera með nafn Evrópusinnans Halldórs Ásgríms- sonar á vörunum innan flokksins. En hefur flokkurinn eitthvað upp á að bjóða? Til hvaða kjósenda ætlar Framsóknarflokkurinn að höfða þeg- ar hann hefur svælt út frjálslyndið og tyllt undir þjóðræknina, íhaldssem- ina og einangrunarhyggjuna? Flokkakerfi riðlast Þetta eru átökin milli þjóðrækni- og þjóðernissjónarmiðanna annars vegar og frjálslyndis og alþjóðahyggju hins vegar. Ekki er vitað hvort sömu kraft- arnir slíta sundur friðinn í Framsókn- arflokknum, Sjálfstæðisflokknum og VG. Engin ástæða er til að ætla að ystavinstrið og öfgahægrið geti starf- að saman þótt afstaðan í lykilmálum sé keimlík. Átökin geta hins vegar náð því stigi að flokkakerfið taki að riðl- ast. Frumkvæðið gæti komið frá frjáls- lyndu miðjufólki í öllum flokkum sem tæki höndum saman gegn íhaldssöm- um flokki á hægri vængnum. Á vinstri kantinum yrðu græningjar og sósíalist- ar líkt og fyrr. Hræringarnar í flokkakerfinu Kjallari Jóhann Hauksson„Frumkvæðið gæti komið frá frjáls- lyndu miðjufólki í öllum flokkum sem tæki hönd- um saman gegn íhalds- sömum flokki á hægri vængnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.