Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 4. apríl 2011 Mánudagur Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fólskulega árás á konu: Konan féll fram af svölum Ingvar Árni Ingvarsson var á föstu- daginn dæmdur í tveggja ára fang- elsi og til að greiða fyrrverandi sam- býliskonu sinni ríflega 860 þúsund krónur í skaðabætur fyrir ólögmæta nauðung og sérstaklega hættulega líkamsárás. Árásinni, sem átti sér stað á heimili Ingvars, lauk með því að fórnar lambið féll fjóra metra fram af svölum og hafnaði á hellulagðri gangstétt. Áður hafði hann hald- ið henni nauðugri í íbúð sinni, beitt hana ofbeldi; meðal annars sett á sig boxhanska og kýlt hana í andlitið auk þess sem hann hafði uppi grófar hót- anir í hennar garð. Honum var einn- ig gefið að sök að hafa haft til skæri og rafmagnsrakvél til þess að klippa af henni hárið. Henni tókst að flýja út á svalir en framburði þeirra bar ekki saman um hvað hefði gerst þar. Ingvar vildi meina að hann hafi ætlað að bjarga henni frá fallinu en dóm- urinn kemst að þeirri niðurstöðu að frásögn hennar þyki trúverðug, „þó misræmis gæti varðandi atlögu ákærða að brotaþola á svalahandrið- inu.“ Við árásina og fallið hlaut kon- an framhandleggs- og úlnliðsbrot, spjaldbeinsbrot, mjaðmarbeinsbrot, skurð á enni, mar neðan við hægra auga og víðar um líkamann. Ingvar átti sér engar málsbætur og fékk þyngri dóm fyrir að hafa yfir- gefið vettvang án þess að huga að ástandi konunnar. Ingvar, sem er 34 ára gamall, hef- ur oft áður hlotið dóma fyrir afbrot. Árið 1994 fékk hann 8 mánaða skil- orðsbundinn dóm fyrir líkamsrárás. Þá var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2001 fyrir sölu fíkniefna. Loks var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi árið 2003 fyrir þjófnað. baldur@dv.is Áfengislöggjöf verði hert Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að áfengislöggjöf verði hert. Verði frum- varpið að lögum verður bann- að að auglýsa óáfenga drykki sem seldir eru í nauðalíkum um- búðum áfengra drykkja. Þá mun verða ólöglegt að aug- lýsa drykki sem innihalda minna en 2,25% af vín- anda, séu þeir í umbúðum sem svip- ar mjög til umbúða áfengra drykkja. Þá verður samkvæmt frumvarpinu bannað að sýna áfengisdrykkju í auglýsingum og sama mun eiga við hvers kyns meðferð áfengis. Tilgangur frumvarpsins er að koma í veg fyrir að áfengi sé auglýst með óbeinum hætti og að sama skapi á að gera löggjöfina skýrari. Vélarvana á Þingvallavatni Lögreglan á Selfossi og björgunar- sveitir voru kallaðar út seint á laug- ardagskvöld vegna tveggja manna sem týndust á Þingvallavatni. Menn- irnir fóru út á vatnið á mótorbáti um sjö leytið á laugardagskvöld. Fjórum tímum síðar, eða um klukkan ellefu, létu þeir vita af sér en þá hafði mótor á bátsins bilað og rak þá stjórnlaust. Mennirnir voru ekki með nein ljós á sér og áttu því erfitt með að láta vita af sér. Sem betur fer voru árar í bátnum og tókst mönnunum að róa í land. Um tveimur klukkustundum eftir að leit hófst fundu björgunar- sveitir mennina heila á húfi. Björg- unarsveitir frá Selfossi, Grímsnesi, Eyrarbakka og Laugarvatni tóku þátt í leitinni. Ögmundur Jónasson Margdæmdur Um er að ræða fjórða dóm Ingvars. Lög sem Alþingi samþykkti fyrir helgina koma starfsmönnum Lýð- heilsustöðvar í opna skjöldu, en þau fela í sér að stofnunin verður inn- limuð í landlæknisembættið 1. maí næstkomandi. Starfsmenn Lýðheilsu- stöðvar stóðu í þeirri trú að sameina ætti embættin tvö á jafnræðisgrund- velli og komið yrði á fót nýrri stofn- un sem sinnti öllum þeim verkefnum sem áður voru í höndum stofnananna tveggja. Nýju lögin kveða hins vegar á um að Lýðheilsustöð verði lögð niður, starfsfólki sagt upp störfum jafnframt því sem heimilt verður að ráða það til starfa hjá landlæknisembættinu. Óvænt stefnubreyting Málið virðist hafa borið að með nokkuð sérkennilegum hætti. Mörður Árnason, Samfylkingunni, gerði athugasemdir við nafngift nýju stofnunarinnar í umræðum um mál- ið á Alþingi. Þótti honum ekki mál- farslega rétt að nota nafnið „embætti landlæknis og lýðheilsu“. Á sjónar- mið hans var fallist. Fyrir lokameð- ferð lagafrumvarpsins bar síðan Mörður upp breytingartillögu. Þar er gert ráð fyrrir að ný og sameinuð stofnun beri nafn landlæknisemb- ættisins. „Starfrækja skal embætti landlæknis undir yfirstjórn velferð- arráðherra. Ráðherra skipar land- lækni til fimm ára í senn...,“ eins og segir í tillögunni. Óvissan og titringurinn innan Lýð- heilsustöðvar snertir bráðabirgða- ákvæði laganna sem Alþingi sam- þykkti að tillögu Marðar. Þar er kveðið á um að öll störf hjá Lýðheilsustöð verði lögð niður frá 1. maí næstkom- andi. „Starfsmönnum Lýðheilsu- stöðvar skal boðið starf hjá landlækn- isembættinu frá og með sama tíma... Embætti landlæknis tekur frá 1. maí 2011 við eignum Lýðheilsustöðvar sem og réttindum og skyldum henn- ar að því er varðar framkvæmd þeirra laga sem falla undir málefnasvið hennar á þeim tíma.“ Framangreint ákvæði vakti undr- un og ótta starfsmanna Lýðheilsu- stöðvar, enda gáfu þeir sér að sameina ætti stofnanirnar á jafnræðisgrund- velli. Nú telja þeir bæði atvinnuöryggi sínu ógnað sem og starfseminni sem féll undir Lýðheilsustöð. Mistök leiðrétt hafi þau verið gerð Mörður Árnason segist verða var við titring vegna málsins. „Þetta tengist því að tiltekið er að Lýðheilsustöð sé nú komin undir embætti landlæknis. Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu hversu alvarlegt þetta er. Það er verið að slá saman stofnunum.“ Mörður getur þess að séu ein- hverjir hnökrar á lagasetningunni eða sé um einhverja augljósa ágalla á lög- unum að ræða komi til greina að flytja frumvarp til leiðréttingar. Hann segist þó ekki hafa séð rökin enn fyrir slíku. „Hafi þau verið gerð kemur það til kasta velferðarráðherra og heilbrigð- isnefndar.“ Eftir því sem DV kemst næst á málið rætur í ákveðinni tortryggni starfsmanna Lýðheilsustöðvar gagn- vart sameiningunni. Þeir hafi verið mótfallnir henni og talið að lýðheilsa heyri ekki einvörðungu undir lækna- stéttina. Bara landlæknir en ekki lýðheilsa Lýðheilsustöð er við Laugaveg næst Tryggingastofnun. Hjá embætti land- læknis starfa 25 til 30 manns en það er í húsnæði á Seltjarnarnesi og ofurselt dýrum leigusamningi til langs tíma. Í greinargerð með upphaflegu frumvarpi um sameininguna var talið að verkefni stofnananna tveggja færu vel saman undir einum hatti. Einnig var tekið fram að að sameiningunni hefði verið unnið af hálfu beggja stofn- ana og ekki gert ráð fyrir grundvall- arbreytingum á hlutverkum þeirra. „Hið nýja embætti mun taka við öllum þeim verkefnum sem landlækni er fal- ið að sinna samkvæmt gildandi lögum um landlækni. Embætti landlæknis og lýðheilsu mun því annast leyfisveiting- ar, sóttvarnir, ráðgjöf, eftirlit, upplýs- ingasöfnun, gæðamál og skýrslugerð. Auk þess mun hið nýja embætti sinna verkefnum á sviði forvarna, heilsu- eflingar og lýðheilsu sem samkvæmt gildandi lögum um Lýðheilsustöð eru á ábyrgð Lýðheilsustöðvar.“ Eins og að framan greinir var nafn- ið „embætti landlæknis og lýðheilsu,“ fellt brott og er nú aðeins kennt við landlækninn. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu alvarlegt þetta er. Það er verið að slá saman stofnunum. n Lýðheilsustöð lögð niður og felld inn í embætti landlæknis n Starfsmenn Lýðheilsustöðvar óttast um störf sín n Töldu að sameina ætti embættin á jafnræðisgrundvelli n Athugasemdir um nafn nýju stofnunarinnar varð til þess að hún heitir aðeins Embætti landlæknis Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Sameining undir merkjum landlæknis Geir Gunnlaugsson landlæknir og á þriðja tug starfsmanna hans eru í dýru húsnæði á Seltjarnarnesi. Nafngiftir Mörður Árnason, Samfylkingunni, gerði athugasemd við nafn sameinaðrar Lýðheilsu- stöðvar og embættis landlæknis. Óttast um störf sín eftir setningu laga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.