Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 23
Viðtal | 23Mánudagur 4. apríl 2011 Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is Kanaríeyjakvöld á Catalinu borðhald hefst kl. 20 dansleikurinn hefst kl. 23 í tilefni af afmæli Örvars Kristjánssonar Föstudaginn 8. apríl Boltinn alltaf í Beinni Óli Sæm fer með gamanmál Hljómsveitin Arizona leikur fyrir dansi ásamt Örvari og Rúnu panta þarf matinn fyrir miðviku- daginn 6. apríl! Á kvöldin elda ég grænmetis- mat og hef alltaf eitthvað hrátt með, grænmeti og/eða salat. Og einstaka sinnum hamingjusaman, lífrænan kjúkling. Í Afríku förum við miklu oftar út að borða og maturinn hér þar sem við búum er dásamlega ferskur og góður. Fáum okkur einu sinni í viku sushi og einu sinni í viku pítsu. Krakkarn- ir vita þegar það er sushi dagur og pítsudagur og þá er mikil stemning. Við förum á stað þar sem hægt er að fá glúteinlausar pítsur með alls kyns dásamlegu ofan á. Heima baka ég pítsu einu sinni í viku. Annars er auð- velt að fá dásamleg salöt hér og fisk. Hér á veitingastöðum er auðvelt að fá dásamleg salöt, fisk og kjöt sem oft er lífrænt. Suður-Afríkumenn eru miklir kjötkarlar.“ Borðar súkkulaði á hverjum degi Ebba segir það ekkert meinlætalíf að borða hollt. Hollur matur sé ein- staklega ljúffengur. Hún borðar til að mynda súkkulaði á hverjum degi. „Ég borða oft dökkt súkkulaði, næstum því bara á hverjum degi. Hér fæ ég þurrkað mangó og ananas og borða hvort tveggja mikið, einnig ávexti eins og banana og mangó sem dæmi. Mér finnst líka gott að fá mér stundum hnetur að maula og stund- um bý ég mér til sáraeinfaldan súkk- ulaðisjeik. Hann er afar ljúffengur og slær á hungurtilfinningu um leið og hann svalar sætuþörf. Kakó slær á matarlystina og er stútfullt af nær- ingu. Á leiðinni heim Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort öll fjölskyldan sé samstillt. Borða aðrir fjölskyldumeðlimir sama mat? „Já, svona að mestu leyti, en því miður ekki öllu. Sonur minn er gikk- urinn og hann vill allt maukað í sjeik- um og súpum á meðan dóttir mín vill frekar ávextina sína og grænmetið niðurskorið í bita. Allir borða kvöld- matinn, það er ekkert mál enda græn- metispottréttir og súpur og annað svo dásamlega gott svo ekki sé minnst á speltpítsur og speltpasta með heima- löguðu pestói sem dæmi.“ Lífið í Suður-Afríku hefur gert þeim gott. „Það er án efa hollt að stíga út fyrir sitt venjulega líf og eiga svona mikinn tíma bara með sinni kjarna- fjölskyldu. Við erum alltaf saman öll fjögur. Það getur reynt á en hefur þó gengið vel í flestum tilfellum og styrkt okkur öll. Og það skemmtilega við að vera á nýjum stað er að það er alltaf eitthvað nýtt að sjá, skoða og upplifa. Einnig hefur veðrið mikið að segja og maður er duglegri þegar sólin skín endalaust. Hún gefur manni orku, á því leikur enginn vafi. Annars finnst okkur líka ósköp gott að sýsla eitthvað heima fyrir. Börnin eru oft með gesti og það er gaman.“ Fjölskyldan snýr heim á næstu vikum. „Nú við erum að leita okkur að stærra húsnæði heima þar sem við eigum ekkert heimili eins og er. Og svo tekur bara þetta sama við, börnin fara í skólann, leikskólann sinn og við maðurinn minn höldum áfram að vinna í okkar verkefnum en við vinnum sjálfstætt og höfum getað unnið hér með dyggri aðstoð inter- netsins. Ég ætla að reyna að halda að minnsta kosti tvö námskeið í maí um barnamat og næringu ungbarna sem og nokkra minni fyrirlestra.“ kristjana@dv.is Sáraeinfaldur súkkulaðisjeik n vænn (fremur stór) þroskaður ban- ani - frosinn (gerir sjeikinn kaldann) n 200 ml vatn n 1 msk. hreint hrátt lífrænt kakó n vanilluduft á hnífsoddi eða smá kanill (má sleppa) n 1 msk. kaldpressuð kókosolía (má sleppa) Einnig má nota klaka í staðinn fyrir eitthvað af vatninu og nota ófrosinn banana. Morgundrykkur Hafliða n ½ avókadó n banani n hnefi fersk ber (ef þau eru til annars bara sleppa) n 1 daðla, sveskja eða fíkja (ef til) n ½ mangó eða papaja n ½ msk Spirulina eða hrátt kakó n ½ gúrka eða 1–2 hnefar lífrænt salat og smá vatn. Þessu er bara blandað saman og nákvæmrar mælingar ekki þörf. Fjölskyldan Ebba Guðný og eiginmaður hennar Hafþór Hafliðason með börnunum sínum, Hafliða og Hönnu, í Suður-Afríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.