Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.04.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 4. apríl 2011 Mánudagur Dýrafræðingur segir að ótal tegundir séu til af tarantúlum: Tarantúlur yfirleitt meinlausar „Það sem menn kalla tarantúlur eru ótal margar tegundir og eru allt frá því að vera hættulegar niður í að vera algjörlega meinlausar, “ segir Erling Ólafsson dýrafræðingur. DV greindi frá því fyrir skömmu að tarantúla hefði fundist í einum strætisvagni borgarinnar en það var hinn 25 ára Marcel Wojcik sem rakst á hana þar. Honum var held- ur betur brugðið þegar hann sat í strætó í síðustu viku og fann stóra tarantúlu í sætinu við hliðina á sér. Marcel, sem var með tómt plast- box meðferðis, gómaði köngulóna og tók hana með sér heim þar sem hún drapst stuttu seinna. Hann sagðist hafa verið of forvitinn til þess að yfirgefa dýrið sem hann segir að hafi verið á lífi á þegar hann fann það. Erling bendir á að margir eigi tarantúlur sem gæludýr en þess- ar stóru köngulær séu yfirleitt ekki hættulegar. Það séu minni tegund- irnar sem séu oftar eitraðar. „Svarta ekkjan er til dæmis varasöm og er með hættulegri köngulóm. Það eru til margar tegundir af henni og þær eru mishættulegar,“ útskýrir hann og bætir við að slík dýr ber- ist stundum hingað til lands og þá oftast með matvælum, til dæmis vínberjum frá Ameríku. Aðspurður hvernig fólk eigi að bregðast við finni það eina slíka í vínberjak- lasanum sínum, segir hann það ákaflega ólíklegt og líkurnar í raun hverfandi á að slíkt gerist. Ef það hins vegar gerist þá geti við- komandi haft samband við Nátt- úrufræðistofnun. Hann segir það númer eitt, tvö og þrjú að fólk eigi að varast að snerta köngulóna því hún geti bitið. Það sé sérstaklega varasamt fyrir börn og hjartveika. Fullfrískum einstaklingi yrði þó væntanlega ekki meint af. n Njálgur hefur stungið sér niður í leik- og grunnskólum n Birtist þar sem mörg börn koma endurtekið saman n Mikilvægt að gæta ítrasta hreinlætis Njálgur gerir vart við sig í skólum Njálgs hefur orðið vart í leik- og grunn- skólum landsins, meðal annars í Graf- arholti og Vesturbæ, en þessi óvel- komni gestur vekur óhug hjá mörgum. Tilfelli af njálgi koma þó reglulega upp og ekki er í öllum tilfellum auðvelt að losna við hann. Meðhöndla þarf alla fjölskyldumeðlimi, oft þarf að gefa meðferðina nokkrum sinnum og gæta þarf ítrasta hreinlætis í hvívetna. Áður fyrr var njálgur tengdur við sóðaskap og óhreinindi en læknir sem DV ræddi við segir að það sé misskilningur. Snyrtipinnar geta fengið njálg „Snyrtilegasta fólk og jafnvel þeir sem eru ýktir í þrifum geta fengið njálg þannig að hann er alls ekki merki um sóðaskap,“ segir Gunnar Ingi Gunn- arsson, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Árbæ. Hann segir að þar hafi orðið vart við njálg að undanförnu og að slík tilfelli komi með vissu millibili upp í skólum. Þetta sé því ekkert sem þurfi að vekja sérstaka athygli á því njálgur- inn komi upp öðru hvoru. Aðspurður hvort hægt sé að tengja njálgstilfelli við hugsanlega minni þrif í skólum og leikskólum segir hann að þar séu engin tengsl. „Faraldur af þess- um toga á sér fyrst og fremst ástæðu í því að á ákveðnum stað komi mörg börn saman, aftur og aftur. Eins og í skólum og leikskólum, en þar smit- ast börnin og svo gengur þetta á milli manna í fjölskyldum.“ Fólk tekur þetta nærri sér „Það er einhver gamall stimpill að njálgurinn tilheyri þeim sem eru verr staddir í þjóðfélagsstiganum og það hefur enn áhrif á hvernig fólk lítur á þetta. Margir taka það mjög nærri sér ef njálgurinn stingur sér niður á heim- ilinu. Fyrir utan það að leiðbeina fólki hvernig á að meðhöndla slík tilfelli erum við læknar mest í því að leið- rétta þennan misskilning,“ segir hann og bætir við að njálgurinn fari ekki í manngreinarálit því hann hafi einfald- lega ekki gáfur til þess. Eggin geta lifað í 3 vikur Samkvæmt Vísindavefnum er njálg- ur lítill innyflaormur og algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum lönd- um er talið að allt að 20 prósent barna séu smituð. Þar segir einnig að smitun verði þannig að egg berist frá smituð- um einstaklingi og í munn annars. Þau berist á milli manna í sængurfötum og leikföngum og geti lifað í umhverfinu í allt að þrjár vikur við venjulegan stofu- hita. Eggin geta einnig svifið um í loft- inu og borist þannig í öndunarfæri og síðan meltingarfæri manna. Upplýsingar af heimasíðu Heilsugæslu Reykjavíkur Einkenni: n Kláði (mest áberandi þegar barnið er komið undir sæng á kvöldin) n Svefntruflanir n Erting í leggöngum n Lystarleysi n Eirðarleysi n Njálgur er stundum einkennalaus. Greining: Felst í því að finna orma og/eða egg við endaþarmsopið. Ormarnir sjást með berum augum eins og litlir hvítir þræðir við svæðið kringum opið og einnig í saur. Best er að skoða endaþarmsopið þegar barnið finnur fyrir einkennum og nota til þess vasaljós. Hægt er að setja límband við endaþarminn og þá festast eggin á og hægt er að staðfesta smit með rann- sókn ef þörf er á. Meðferð: n Tvö lyf er hægt að nota við meðhöndlun á njálg, annað er selt í lausasölu en hitt er lyfseðilsskylt. n Meðhöndla þarf alla fjölskylduna. n Handþvottur er mjög mikilvægur, sérstaklega eftir salernisferðir og fyrir mat. n Almennt hreinlæti, tíðari þvottur á salerni, krönum, baðkörum, hurðarhúnum og leikföngum. n Klippa neglur vel því þá festast eggin síður undir þeim. n Þvo föt og rúmföt við minnst 60°C hita. n Dagleg nærfataskipti. Hvernig er hægt að forðast njálg: n Almennt hreinlæti og handþvottur er mjög mikilvægur. n Forðast skal að vera með hendur uppi í munni og setja leikföng og annað upp í munninn. n Reglulegur þvottur á leikföngum. NjálgurGunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Njálgur Erfitt getur verið að losna við hann. Grensásvegi 8 & Nýbýlavegi 12 Opið mán–föst 11.00–18.00 og lau 11.00–16.00 Úrval af barnaskóm BORGARNESI S: 437 1240 St. 28-35 Verð kr. 4.995,- St. 24-35 Verð kr. 4.595,- St. 24-35 Verð kr. 4.795,- St. 19-24 Verð kr. 4.295,- Lágmarkslaun verði 200 þúsund: Málið ekki í höfn „Þetta potast áfram,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti ASÍ, aðspurður um hvernig fundir Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hafi gengið. Fulltrúar þessara hagsmunasam- taka launþega fóru fram um helgina í Karphúsinu þar sem fundað var um kaup og kjör í komandi kjarasamning- um. Fulltrúar ASÍ og SA hafa unnið við sameiginlegar tillögur um breytingar á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um efnhagsmál og ráðgert var að afhenda þær embættismönnum úr stjórnar- ráðinu á sunnudagskvöld. Gylfi segir það vera markmið í kjaraviðræðunum að lægstu laun fari yfir 200 þúsund krónur fyrir lok samn- ingstímans. „Þetta hefur verið viðmið- ið hjá okkur og við reynum að finna leiðir til að það megi nást. En þetta er þó ekki komið í höfn,“ segir hann. Hann segir það mikilvægt að samningsaðilar nái saman um ramma um launauppbygginguna og viðræðu- nefndir aðildarsambanda geti sæst á draga upp innihaldið í sínum samn- ingum. „Það verða áframhaldandi fundir og það er ljóst að það verður ekki einn kjarasamningur gerður. Hvert samband og stærri félög verða með sína eigin samninga.“ Vonast samningamenn til þess að samið verði fyrir vikulok. Geta bitið Erling segir að fólk eigi að varast að snerta köngulærnar. Það geti verið varasamt fyrir börn og hjartveika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.