Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Side 2
2 | Fréttir 9. maí 2011 Mánudagur Líkur eru til þess að frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, um grundvall- arbreytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu, verði afgreitt til þingflokka stjórnarflokkanna á ríkisstjórnarfundi á morgun, þriðjudag. Frumvarpið hef- ur ekki þótt nægjanlega vel unnið og eftir því sem næst verður komist hefur skort greinargerðir með ýmsum þátt- um þess. Málsmeðferðin Ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í tengslum við gerð kjarasamninga vegna krafna Landssambands ís- lenskra útvegsmanna og Samtaka at- vinnulífsins um meðferð sjávarútvegs- málanna. Þar er meðal annars kveðið á um að fultrúi SA (LÍÚ) og ASÍ fái að fara yfir frumvarpið ásamt fulltrúum beggja stjórnarflokkanna. Lykilatriði yfirlýs- ingarinnar er að gerð verði könnun á hagrænum afleiðingum tillagnanna, sem í frumvarpinu felast, fyrir sjávarút- vegsfyrirtækin. Gert er ráð fyrir að nið- urstöður þeirrar athugunar liggi fyrir um næstu mánaðamót. Atvinnurekendur höfðu fyrir sitt leyti fallist á að koma að samninga- borðinu í trausti þess að ríkisstjórnin stæði við gefin loforð meðal annars um meðferð frumvarpsins um endurskoð- un stjórn fiskveiðanna. Það leggst hins vegar þunglega í al- þingismenn ef koma á málum þannig fyrir að fulltrúar LÍÚ eða annarra hags- munaaðila fái að fara yfir frumvarp- ið á undan þingmönnum. Þykir þeim sem freklega sé gengið fram gegn lög- gjafarþinginu enda sé nægur tími fyr- ir fulltrúa óíkra hagsmuna að gera at- hugsemdir þegar frumvarpið verður tekið fyrir í nefndum þingsins. Reynd- ar er ráð fyrir því gert í yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar vegna kjarasamning- anna. Flokkadrættir Ráðherrar eru þegjandalegir um efni frumvarpsins og mögulegan ágrein- ing innan ríkisstjórnarinnar. Ljóst er þó að deilt er um útfærslu á svokall- aðri samningaleið eða „pottaleið“, sem breið samstaða náðist um í fjölmennri samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra síðastliðið haust. Innan stjórnarflokk- anna togast á þeir sem fylgja vilja fyrir- heitum í stefnuyfirlýsingu stjórnvalda um innlausn ríkisins á veiðiheimildum (fyrningarleið) og hinna sem telja slíkt ófært af ýmsum ástæðum, svo sem pólitískum. Steingrímur J. Sigfússon, Björn Val- ur Gíslason, Guðbjartur Hannesson, Róbert Marshall, Kristján L. Möller og nú einnig Jón Bjarnason sjávarút- vegsráðherra teljast í hópi þeirra sem skemur vilja ganga eða fara hægar í sakirnar en upphaflega var ráð fyrir gert í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. Þar var efnislega talað um inn- lausn kvótans. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ög- mundur Jónasson, Ólína Þorvarðar- dóttir, Mörður Árnason, Helgi Hjörvar, Valgerður Bjarnadóttir og Magnús Schram eru dæmi um stjórnarliða á þingi sem vilja róttækar breytingar sem fyrst. Þessum hópi stjórnarliða þykir Jón Bjarnason ekki hafa staðið sig sem skyldi og leggi nú einkennilega litla áherslu á róttækar breytingar mið- að við fyrri áform sín. Ríkið fái 8 prósent til ráðstöfunar Ríkisstjórnin hefur haldið frumvarpi Jóns Bjarnasonar um sjávarútveg- inn algerlega fyrir sig á fundum und- anfarna daga. Af þeim sökum er enn enga heildstæða mynd að hafa af efni frumvarpsins opinberlega. Samkvæmt heimildum DV er þó tekist á um nokk- ur grundvallaratriði. Í fyrsta lagi er tekist á um það hversu miklar veiðiheimildir ríkið leysi til sín þegar í upphafi til ráðstöfunar í þágu byggða, strandveiða eða til út- leigu á opnum markaði og hversu hátt hlutfall eigi áfram að vera í höndum útgerðanna með sérstökum nýtingar- samningum til langs tíma. Samkvæmd heimildum DV leggur Jón Bjarnason til að í upphafi verði 92 prósent kvótans bundin áfram hjá út- gerðunum samkvæmt nýtingarsamn- ingum til 15 ára en á 15 árum lækki þetta hlutfall útgerðanna niður í 85 prósent veiðiheimildanna hverju sinni. Samkvæmt frumvarpi Jóns ættu þau 8 prósent veiðiheimildanna, sem ríkið heldur fyrir sig, að skiptast í þrjá „potta“, fyrir strandveiðar, byggðakvóta og loks yrðu um 5 prósent kvótans leigð út á frjálsum markaði. Tillögur Jóns gera samkvæmt upplýsingum DV ráð fyrir að hlutfall ríkisins hækki í 15 prósent af útgefnum veiðiheimildum á 15 árum. Sem dæmi má nefna, að ef þorskveiðiheimildir yrðu 200 þúsund tonn á einu fiskveiðiári tæki ríkið í upp- hafi til sín 16 þúsund tonn (8 prósent) og þar af yrðu 10 þúsund tonn leigð út á frjálsum markaði. Of lítið til að skapa markað Þeim stjórnarliðum sem lengra vilja ganga þykir þetta of lágt. Einkum er þeim þyrnir í augum að kvóti ríkis- ins til útleigu verði aðeins 5 prósent af aflaheimildum. Það nægi einfaldlega ekki til þess að skapa virkan uppboðs- markað. Þessu til stuðnings er nefnt að á síðasta fiskveiðiári hafi kvótahafarn- ir sjálfir leigt út 42 prósent úthlutaðra aflaheimilda. En jafnvel þótt þeir sættist á að byrja aðeins með því innleysa 5 prósent – líkt og Jón leggur til, verði að krefjast þess að hlutfallið hækki hratt á fimm árum og staðnæmst verði við að ríkið hafi á endanum 20 prósent aflaheimildanna til ráðstöfunar; til útleigu á markaði, til strandveiða eða í þágu byggða. Miðað við 200 þúsund tonna aflaheimildir í þorski væri þá um að ræða að 40 þús- und tonnum yrði ráðstafað af ríkinu en 160 þúsund tonn yrðu undir lang- tíma nýtingarsamningi við útgerðirnar. Þeir þingmenn, sem lengra vilja ganga sjá fyrir sér að með því að hafa leigu- markað ríkisins nægilega stóran skap- aðist raunverulegt svigrúm til að velja á milli þess að vera undir leigumarkaði eða að gera nýtingarsamninga til langs tíma eins og núverandi kvótahöfum er ætlað að gera. Veiðigjald og nýtingarsamningar Innan stjórnarflokkanna eru einnig hugmyndir um allir geti gert nýting- arsamninga til langs tíma, einnig þeir sem ekki eiga neinn kvóta nú. Með því yrði gætt jafnræðis og atvinnurétt- inda. Í þessu sambandi má minnast úrskurðar mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna í máli tveggja sjó- manna, sem íslensk stjórnvöld hafa í raun ekki brugðist við í þrjú og hálft ár. Með slíkum rétti gætu nýliðar og nýjar útgerðir haslað sér völl í útgerð og valið milli þess að leigja kvóta af ríkinu eða gera nýtinarsamninga til 15 ára. Sterkur vilji er til að koma í veg fyr- ir beint og varanlegt framsal milli út- gerða. Þetta á við þegar útgerð með búnaði og tækjum er seld og viðkom- andi úgerðarmaður hyggst hætta veið- um. Ætlunin er að ríkið geti þá ákveðið hvað verði um aflaheimildirnar. Selj- andinn hafi því ekki fortakslaust sjálf- dæmi um það hvort aflaheimildir verði seldar úr viðkomandi byggðarlagi. Með þessu yrði skilið milli aflaheim- ilda og skips og í raun ráðstöfunarrétt- ur á kvóta tekinn af útgerðarmönnum. Eftir því sem DV kemst næst er viður- kennt að í þessu efni sé ekki hægt að ganga hart fram og gefinn 15 ára aðlög- unartími. Þrátt fyrir þetta er ráð fyrir því gert að útgerðarmenn með nýtingarsamn- inga til langs tíma geti framselt eða skipt á kvóta við aðrar útgerðir. Með þessu er viðhaldið sveigjanleika í fisk- veiðistjórnuninni og útgerðum gefinn kostur á að ná aukinni hagkvæmni í veiðum. Gjaldið fyrir auðlindina Eins og þegar er rakið er gert ráð fyrir 15 ára nýtingarsamningum útgerða við ríkið. Að loknum samningstímanum geta útgerðir sótt um framlengingu, hugsanlega til 5 eða 10 ára. Eftir því sem næst verður komist er hvorki frá- gengið hvort útgerðarmenn gangi að því vísu að þeir njóti sömu hlutdeild- ar í heildarafla þegar kemur að því að framlengja samning né hinu, hversu hátt gjald eigi að innheimta fyrir nýt- ingarsamninga. Samkvæmt heimild- um DV hefur verið rætt um að tvöfalda núverandi veiðigjald sem gæti þá orðið 12 til 14 krónur fyrir þorskkílóið. Þess má geta að á almennum leigumarkaði Kvótafrumvarpið til þingsins í vikunni n Tekist á um hversu mikið ríkið eigi að leysa til sín af kvóta n Hugmyndir um að nýting- arsamingar verði gerðir við útgerðir til 15 ára n Margir stjórnarliðar vilja að ríkið leigi sem mest út af kvóta n Líklegt að ríkisstjórn- in afgreiði sjávarútvegsfrumvarp frá sér á þriðjudag Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is „Seljandinn hafi því ekki fortakslaust sjálfdæmi um það hvort aflaheimildir verði seldar úr viðkomandi byggðar- lagi. Hefur hann skipt um skoðun? Hug- myndir Jóns Bjarnasonar um breytingar þóttu róttækar og þykir ýmsum stjórnarlið- um sem tillögur hans nú séu ekki í samræmi við fyrri áform hans. Lífsbjörgin Málum verður jafnvel komið svo fyrir að útgerðarmenn hafi ekki sjálfdæmi um að selja kvóta út byggðarlögum. Myndin er frá Flateyri sem missti mikinn kvóta fyrir nokkrum misserum. Mynd SiGTRyGGuR ARi JóHAnSSOn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.