Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Síða 6
6 | Fréttir 9. maí 2011 Mánudagur Höfuðborgarbúar glöddust í sólinni á sunnudag: Yfirfullt í sundlaugum Sólarþyrstir íbúar höfuðborgarsvæðis­ ins nýttu margir hverjir sunnudaginn til útivistar en hitinn fór upp í sautján gráður í hádeginu. Margmenni var í sundlaugum og á einhverjum stöðum þurfti fólk frá að hverfa vegna mann­ fjölda og annars staðar var hleypt inn í hollum. Vala Margrét Árnadóttir, starfs­ maður í Sundlaug Seltjarnarness, sagð­ ist aldrei hafa séð eins mikið af fólki saman komið í lauginni. „Þetta var eins og í sardínudós þegar mest var og fólk þurfti að bíða eftir að komast í laugina, þó ekki lengur en í sirka tíu mínútur. Ég hef aldrei séð annað eins allan þann tíma sem ég hef unnið hérna.“ Eins var mikill mannfjöldi saman­ kominn á Austurvelli en þar hefur skapast hefð fyrir því að setjast inn á kaffihúsin þar í kring eða á grasið og njóta mannlífsins þegar sólin lætur sjá sig. Hvergi var laust sæti að finna á kaffihúsi þar í kring um hádegisbilið og löng röð hafði myndast við ísbúðina á Ingólfstorgi. Mikil umferð göngufólks var á Esj­ unni og sagði einn göngugarpur í samtalið við DV að stemningin hefði nánast verið eins og að ganga niður Laugaveginn. Í Nauthólsvík var líka margt um manninn og nýttu margir tækifærið til að fara í sjósund sem nýtur æ meiri vin­ sælda meðal fólks á öllum aldri. Þeir sem ekki treystu sér í sjóinn flatmöguðu á sandinum og náðu sér í smá lit. Því miður lítur allt út fyrir að veður­ blíðan sé ekki komin til að vera því spáð er rigningu á suðvesturhorninu á mánudag og þriðjudag en eitthvað mun þó sólin láta sjá sig aftur á mið­ vikudag og fimmtudag. St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Góðir skór Gott verð St. 23-35 kr. 1.995 St. 29-35 kr. 3.895 St. 19-24 kr. 4.595 St. 23-35 kr. 1.995 Eignarhaldsfélag Magnúsar Ármann, Imon, fékk rúmlega milljarð króna í arðgreiðslu vegna stofnfjárbréfa­ eignar sinnar í sparisjóðnum Byr árið 2008. Imon var stærsti hluthaf­ inn í Byr á þessum tíma með 7,7 pró­ senta eignarhlut. Þessi arðgreiðsla kemur fram í ársreikningum Imon fyrir árin 2008 og 2009 sem skilað var til ársreikningaskrár ríkisskattstjóra þann 1. mars síðastliðinn. Um tveimur vikum áður en árs­ reikningunum var skilað, þann 17. febrúar 2011, hafði Magnús skrifað grein í Fréttablaðið þar sem hann greindi frá því að hann væri ekki lengur til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara í Imon­málinu svokall­ aða. Imon­málið snýst um rannsókn ákæruvaldsins á meintri markaðs­ misnotkun með bréf í Landsbanka Íslands í aðdraganda efnahags­ hrunsins um haustið 2008. Imon fékk þá um 4,5 milljarða króna að láni frá Landsbankanum til að kaupa hlutabréf í bankanum. Fram að þessu hafði Magnús Ármann verið með réttarstöðu sakbornings í Imon­ málinu en er það ekki lengur. Magnús greiddi arðinn þó ekki út úr Imon og til hluthafa félagsins, það er að segja til sjálfs sín, heldur varð arðurinn eftir inni í félaginu og var notaður í rekstur þess. Arðgreiðslan til Imon var hluti af tæplega 13,5 milljarða króna arði sem sparisjóð­ urinn Byr greiddi út til hluthafa sinna á vordögum 2008. Sú arðgreiðsla hef­ ur verið gagnrýnd nokkuð á opin­ berum vettvangi, meðal annars af Vilhjálmi Bjarnasyni. Félagið á barmi gjaldþrots Í ársreikningi Imon fyrir árið 2009 kemur fram að Landsbanki Íslands hafi leyst til sín stofnfjárbréf félags­ ins í Byr upp í skuldir á árinu 2009. Yfirtaka Landsbankans á bréfun­ um í Byr er hins vegar bókfærð sem sala á bréfunum í ársreikningi Imon. Því er „söluhagnaður stofnfjárbréfa“ sagður hafa verið rúmlega 740 millj­ ónir króna. Imon á í viðræðum við Landsbankann um verðmatið á stofnfjárbréfunum. Um þetta segir í ársreikningn­ um: „Á árinu 2009 leysti Lands­ banki Íslands hf. til sín stofnfjárbréf félagsins í Byr sparisjóði. Ágreining­ ur er uppi um verðmat þeirra stofn­ fjárbréfa en stjórn félagsins telur að með yfirtökunni hafi verið gert fulln­ aðaruppgjör við Landsbankann um eftirstöðvar skulda. Af þeim sökum er söluhagnaður færður í rekstrar­ reikning og lántaka frá Landsbank­ anum er færð út í efnahagsreikningi félagsins í mars 2009.“ Af þessum sökum er hagnaður Imon á árinu 2009 sagður hafa ver­ ið tæplega 126 milljónir króna. Ef yfirtaka hlutabréfanna hefði hins vegar ekki verið skilgreind sem sala á stofnfjárbréfum hefði Imon skilað tapi á árinu 2009. Í ársreikningnum kemur fram að rekstrarhæfi Imon velti á úrlausn þessa ágreinings og að félagið verði gefið upp til gjaldþrotaskipta ef ekki finnst hagstæð lausn á honum fyrir Imon. „Takist ekki að semja um mál­ ið við bankann mun stjórnin gefa fé­ lagið upp til gjaldþrotaskipta.“ Litið á Imon-bréfin sem verðlaus Auk þessara viðræðna um stofnfjár­ bréfin í Byr á Imon í viðræðum við Landsbankann um lausn á aðkomu Imon að hlutabréfakaupum í Lands­ bankanum í aðdraganda hrunsins 2008. Í ársreikningnum kemur fram að ekki beri að taka tillit til hluta­ bréfakaupanna í Landsbankanum. Um þetta segir í reikningnum: „Félagið gerði á árinu 2008 samn­ ing við viðskiptabanka sinn um við­ skipti með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. Stjórn félagsins telur að hafa beri samninginn að engu þar sem hlutabréfin hafi verið verð­ laus þegar við kaupin. Af þeim sök­ um hefur fjárhæðin ekki verið færð í efnahagsreikning félagsins. Stjórnin á í viðræðum við bankann um lokun málsins.“ Hugmyndin sem þarna er reifuð sú að Imon hafi í reynd ver­ ið fórnarlamb Landsbankans þeg­ ar bréfin í bankanum voru seld því þurft hafi að finna einhvern kaup­ anda að þeim. Viðskiptin með hlutabréfin í Landsbankanum eru færð þannig til bókar í ársreikningunum að 4,5 milljarðar króna eru bókfærðir sem „seldur eignarhlutur í öðru félagi“ auk þess sem 4,5 milljarðar króna eru bókfærðir sem greiðsla á lang­ tímaláni vegna kaupa bréfanna í Landsbankanum. Magnús mun því að öllum líkindum sleppa frá Imon­ málinu án þess að vera ákærður og án þess að þurfa að standa skil á greiðslu þeirra fjármuna sem Imon fékk að láni frá Landsbankanum þegar hlutabréfin voru keypt. n Magnús Ármann fékk milljarð í arð 2008 af 14 milljarða arðgreiðslu Byrs n Á í viðræðum við Landsbankann vegna bréfanna í Byr og Landsbankanum n Imon á barmi gjaldþrots„Takist ekki að semja um málið við bankann mun stjórnin gefa félagið upp til gjald- þrotaskipta. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Fékk milljarð frá Byr Umdeild viðskipti Viðskipti Magnúsar Ármann með hlutabréf í Byr og Landsbank- anum hafa þótt umdeild. Magnús er þó ekki lengur til rannsóknar í Imon-málinu. Kona um tvítugt, sem kærði mann fyrir nauðgun fyrir páska, hefur verið hótað líkamsmeiðingum, falli hún ekki frá kærunni. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV á sunnu­ dag og kom þar fram að hún hafi þurft að flýja heimili sitt af ótta við manninn og félaga hans. Maður­ inn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, er grunaður um að hafa nauðgað tveimur konum með stuttu milli­ bili. Samkvæmt frétt RÚV er hann í „glæpagengi“ sem kallast Semper Fi. Hann var handtekinn eftir að kona kærði hann og annan mann fyrir nauðgun aðfaranótt föstudags­ ins langa. Í gæsluvarðhaldsúrskurði, sem RÚV vitnar til, kemur fram að maðurinn hafi verið afar ógnandi og beitt mikilli hörku og ofbeldi. Hefur konunni, og hennar nánustu, verið hótað líkamsmeiðingum dragi hún ekki kæruna til baka. Jón Hilmar Hallgrímsson, forseti Semper Fi, sagði í samtali við DV.is á sunnudagskvöld að maðurinn væri ekki fullgildur meðlimur í samtök­ unum. Þá þvertók hann fyrir það að Semper Fi væru glæpasamtök. Grunaður um nauðgun: Fórnarlamb flúði vegna hótana Veðurblíða Fjölmargir lögðu leið sína á Austurvöll til að njóta veðurblíðunnar sem gladdi höfuðborgarbúa á sunnudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.