Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Side 17
Erlent | 17Mánudagur 9. maí 2011
www.tskoli.is
Í haust flytur Margmiðlunarskólinn í nýtt og glæsilegt húsnæði
Tækniskólans við Háteigsveg. Þar verður frábær aðstaða sem
hæfir framsæknum skóla, meðal annars green screen, MoCap,
hljóðver og góð aðstaða fyrir nemendur í skapandi starfi.
Margmiðlunarskólinn er í fararbroddi kennslu í margmiðlun, margmiðlunarhönnun
hreyfimyndagerð og vefforritun. Mikil áhersla er á skapandi vinnu, tölvuleiki og
tæknibrellur fyrir kvikmyndir og náminu líkur með krefjandi lokaverkefni og sýningu.
Skólinn vinnur náið með helstu fyrirtækjum í þessum greinum svo sem CCP, Frame-
store og Caoz.
Við bjóðum nýja nemendur velkomna til leiks með frábærum hópi kennara og
nemenda. Innritun stendur yfir á www.menntagatt.is til 20. maí. Sjá nánari
upplýsingar á mms.is
Margmiðlunarskólinn
á tímamótum
Sonardóttir Benitos Mussolini, ein-
ræðisherra á Ítalíu á árunum 1925 til
1943, er öskureið út í Silvio Berlusc oni,
forsætisráðherra Ítalíu. Alessandra
Mussolini, sem er 43 ára, situr í neðri
deild ítalska þingsins fyrir Frelsisflokk
Berlusconis en nú virðist sem hún
hafi fengið sig fullsadda af karlrembu-
tilburðum samflokksmanna sinna.
Musso lini komst á snoðir um lista sem
samflokksmenn hennar stóðu að, en
listinn snerist um hvaða ítalska þing-
kona væri með flottasta rassinn.
Rassinn í fimmta sæti
Mussolini greindi frá því í viðtali við
ítalska dagblaðið La Repubblica að
samflokksmaður hennar, Giancarlo
Mazzuca, hefði gefið sig á tal við hana.
Mazzuca spurði Mussolini hvað henni
fyndist um að vera númer fimm á list-
anum. „Ég skildi ekkert hvað hann var
að tala um,“ sagði Mussolini. „Ég hélt
að hann ætti við að ég væri ef til vill í
fimmta sæti yfir þingmenn sem hafa
komið með flest lagafrumvörp.“
Mazzuca var fljótur að leiðrétta
þann misskilning: „Lagafrumvörp?
Við erum að tala um rassa – og við höf-
um ákveðið að þú vermir fimmta sæt-
ið.“ Til stóð að birta umræddan lista í
einu af tímaritum Berlusconis, Pano-
rama, sem er slúðurblað sem kemur
út á vikufresti. Mussolini brást illa við.
Míkrótyppi á þingi
Ævareið stormaði Mussolini á fund
tveggja háttsettra meðlima Frelsis-
flokks Berlusconis, en upphaflega átti
hún erfitt með að trúa því að umrædd-
ur listi væri til yfir höfuð. Þegar hún
komst að því að annar þessara flokks-
mannna vissi greinilega að listinn
væri til, brást hún ókvæða við. Hún
sagði þessum samstarfsmönnum Ber-
lusconis að vara sig. „Ef svo mikið sem
ein lína úr þessari grein verður birt, þá
skal ég lofa að ég mun skrifa grein sjálf
í L’Espresso [vinstrisinnað ítalskt dag-
blað] og greina þar frá því hve stór –
eða öllu heldur lítil – þessi míkrótyppi
eru á körlunum sem sitja á þingi.“
Ætlar að svara af hörku
Þrátt fyrir að Mussolini sé meðlim-
ur í Frelsisflokknum, sker hún sig
að miklu leyti úr í þingflokknum.
Meðlimir flokksins eru þekktir fyr-
ir að taka undir karlrembubrand-
ara Berlusconis, jafnvel konurnar í
flokknum þora ekki að láta í ljós að
þær móðgist. Öðru máli gegnir um
Mussolini. Þrátt fyrir að skoðanir
hennar samræmist að mörgu leyti
skoðunum hægrisinnaðra ítalskra
stjórnmálamanna, á hún sér þó
fjölmarga skoðanabræður og -syst-
ur, á vinstrivæng stjórnmálanna.
Þannig hefur hún talað máli sam-
kynhneigðra, leggur mikla áherslu
á kynjajafnrétti og hefur varið rétt
kvenna til að fara í fóstureyðingar.
n Barnabarn Benitos Mussolini er afar óhresst með samflokksmenn sína í Frelsisflokki
Silvios Berlusconi n Ætluðu að birta lista yfir hvaða þingkonur væru með flottasta rassinn„Lagafrumvörp?
Við erum að tala
um rassa - og við höfum
ákveðið að þú myndir
verma fimmta sætið.
Mussolini
ræðst að
Berlusconi
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Alessandra Mussolini Samflokksmenn hennar settu saman
lista til að skera úr um hvaða þingkona hefði flottasta rassinn.