Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Side 20
Þ að var góð stemning í sal Nýja sviðsins í Borgarleik- húsinu á þriðjudagskvöldið var. Fólk sat við borð (sumt reyndar út við vegg) og hló dátt að hinum nýja kabarett Vestur- portara, Húsmóðurinni. Kabarett, segi ég, gleðileik kalla þau það sjálf, en það er líkast til full almennt, því að þarna er heilmikið af músík, ágætis söngatriðum, og fræðingar vilja helst geta flokkað slíkt inn í eitthvert kerfi: músíkal, músíkal-kómedía, óperetta, óperettu-kabarett ... Shakespeare gerir grín að þessari áráttu þeirra í Hamlet. Fólk hló, sagði ég. Jú, flestir hlógu, en mishátt og mismikið. Langhæstu hlátrasköllin komu úr barka nokk- urra yngri kvenna sem þarna voru saman komnar. „O, my god“ og fleiri þannig upphrópanir kváðu stundum við af næsta borði. Sérstaklega fannst þeim það fyndið, dömunum, þegar strákarnir voru komnir í sundboli og kjóla, með gervibrjóst og hárkollur ... og það er nóg af slíku í þessum leik, ég get lofað ykkur því. Þegar Gísli Örn, Víkingur og Björn Hlynur birtust í eróbik-bolum á efra sviðinu og dill- uðu sér eftir dynjandi rokkinu strax eftir hlé, ætluðu þær alveg að rifna. Salurinn var tekinn með trukki, og kátínan smitaði út frá sér, það leyndi sér ekki; undir lokin teygði hún sig út í flesta króka og kima, heyrðist mér. Þeir kunna það, Portararnir, að setja saman sýningu sem virkar. Það verður seint af þeim skafið. En fyrir alla muni, þið sem eigið eftir að sjá sýninguna (og ég efa ekki að margir gera það, eftir þessum undirtektum að dæma): þið skuluð ekki búast við öðru en fjöri og sprelli. Ekki neinni dýpri merkingu, eða „sögn“. Það fer lítið fyrir slíku þarna. Ekki það, vissulega er þarna að finna einhvers konar drög að ís- lenskri samtíðarlýsingu, ættarsögu. Við erum kynnt fyrir þremur kyn- slóðum sömu fjölskyldunnar sem býr í sama húsinu. Það heitir Bessa- staðir og er vitaskuld nefnt í höfuðið á pabbanum, Bessa. Elsta kynslóð- in er ung eða miðaldra um miðbik síðustu aldar: allt í föstum skorð- um, frúin heima, pabbi kemur úr vinnunni og sest við dúkað borð, svo er þarna systir frúarinnar, sem býr á neðri hæðinni og pabbi heldur við ... því er auðvitað sópað vendilega und- ir teppið, eins og var víst dáldið al- gengt í den – og jafnvel sums staðar enn? Nýr radíófónn í stofunni, Bald- ur og Konni í útvarpinu. Dóttirin í húsinu er að fara að ganga fyrir gafl og tilvalin gjöf skartgripur úr ættinni. Pabbi ræður, nema hvað. Næsta kynslóð er liðið frá ’68. Dóttirin í húsinu er gift síðhærð- um, fordrukknum sjóara, hún reyk- ir pípu, líklega ekki eintómt tóbak í henni. Mussutíminn genginn í garð. Enn komin dóttir sem á að fara að fermast: hvað skyldi hún nú fá í fermingargjöf? Svefnpoka eða skiptinema? Eða jafnvel skiptinema í svefnpoka? Baldur og Konni á leið í sjónvarpið. Óvæntur gestur skýtur upp kolli innan úr svefnpokanum. Tímarnir breytast og mennirnir með. Sú dóttir vex úr grasi og giftist. Það er komið fram á okkar daga. Gamla fólkið komið upp á loft, unga parið í gömlu íbúðina sem hefur verið klöss- uð upp. Eins og pabbi og mamma setjast þau að í ættarhúsinu, Bessa- stöðum. En nú eru tímar frjálsræðis og skyndikynna. Á golfvellinum hitt- ir maður sérkennilegt fólk sem kem- ur í enn sérkennilegri heimsókn- ir. Enn er ný dóttir og fermingargjöf á döfinni: liggur beint við að það sé tölva – en að þessu sinni hefur dótt- irin mjög ákveðnar óskir sem koma á óvart. Segi ykkur ekki frá því, vil ekki skemma fjörið ... Leikmyndin speglar þessa tíma- bilaskiptingu af skemmtilegri hug- kvæmni. Sama stofan, þrítekin eftir endilöngu sviðinu. Stíllinn end- urspeglar breytingar í tísku og smekk. Mjög vel útfært af Ilmi Stefánsdóttur sem á einnig heiður af vel heppnuð- um búningum. Frá miðju sviði geng- ur brú út í salinn sem er nauðsyn- legt fyrir söngatriðin. Músíkantinn, Pálmi Sigurhjartarson (Karl Olgeirs- son í forföllum hans) situr til hliðar út við vegg, en í nánu sambandi við „showið“ og tekur ekki síður þátt í því en leikendurnir. Pálmi hefur séð um músíkina og samið þrjú laganna, gamalkunnir slagarar hljóma inn á milli. Auðvelt fyrir okkur sem eru komin á miðjan aldur að fá létt nost- algíu-kast. Kannski verið að gera út á það, svona að hluta ... ? En söguefnin eru þunn sem sé. Harla þunn – og textinn eftir því. Að vísu er það eilítið misjafnt eftir kyn- slóðum. Elstu kynslóðinni eru nán- ast engin skil gerð, bara hjakkað á gömlum klisjum. Mussuliðið er ívið skárra, mig grunar að þau í Portinu þekki betur til þess. Nútímagengið er þó best, líka af hendi leikara. Björn Hlynur er alveg kostulegur sem ein- hvers slags metró-maður; hann er alveg ógeðslega metró; öllu trúandi á svona fígúrur. Textinn, sem honum er lagður í munn og ég tel ekki ólík- legt að leikarinn hafi samið sjálfur, líka mjög góður, nefni bara frásögn- ina af steggja-partíinu. Góð satíra um ruglið á okkar tíð. Og Björn var í raun engu síðri sem hin súper-am- eríska Jodie sem hendist inn í heim þessa fólks eins og stjórnlaus eld- flaug – ætli hún eigi að vera fulltrúi bandarískra menningaráhrif á Ís- landi? Það er alltaf svo gaman, þeg- ar leikari nær að búa til ýktar, jafnvel tröllslega ýktar persónur, en halda þeim samt innan ramma þess kunn- uglega og trúverðuga. Til slíks þarf bæði mikla leik-fimi og innsæi; Björn Hlynur hefur hvort tveggja orðið í ríkum mæli. Aðrir leikarar eru misjafnari. Nína Dögg leikur allar konurnar, en þær urðu nú næsta keimlíkar hjá henni, verður að segjast. Það var helst að Mussan skæri sig úr. Uppreisnin sem ekki tókst; að minnsta kosti er dóttir Mussunnar heldur óörugg og ósjálf- stæð, en karlinn hennar, sem Vík- ingur leikur, er þó vissulega skárri en Pabbinn – þó að hann sé reynd- ar líka hálfgerð rola. Víkingur skil- aði sínu mjög vel; það mátti líka vel brosa að honum í gervi yngstu dótt- urinnar. Mikið óskaplega eru svona ófríðar stelpuhlussur, sem dreymir um að verða söngstjörnur, nú hlægi- legar – eða er ekki svo? Jú, þið skilj- ið mig rétt, veit ég: þetta er enn ein klisjan sem stokkið er á! Jóhannes N. Sigurðsson er fínn á sínu sviði, akró- batíkinni, en leiklist hentar honum miður og mættu Gísli Örn og félagar taka mið af því, þegar þeir velja hon- um verkefni næst. Og Gísli Örn vel á minnst; hann fer líka í kjóla, en er nú ekki nema rétt miðlungi fyndinn í þeim. Ætli hafi ekki skinið full mikið í gegn hversu gaman honum þótti að þessu sjálfum; slíkt kann sjaldnast góðri lukku að stýra á leiksviðinu. Góður leikari hlær ekki á meðan hann segir brandarann. Gísla tókst mun betur upp í gervi búk- talarans, Tómasar, með brúðuna sína; Baldur og Konni upprisnir sem áður segir. Einnig þar er róið á kunnugleg mið, því að sjálfsagt er búktalarinn eitthvað geðklofa, maður á leið inn í eigin heim; það var ósköp trist þegar brúðan hætti að svara honum síðast. Það atriði var vel gert hjá Gísla, ekki laust við að það snerti mann. Eitt verður þó ekki komist hjá að nefna: vísupartarnir, sem búktalar- inn kastar fram, eru slíkt klambur- ball að maður tekur nánast andköf. Það er óhugsandi að nokkur skyni borinn maður hefði farið með slíkt í eyru alþjóðar fyrir fimmtíu árum, þegar brageyra þjóðarinnar var ívið skarpara en nú er. Af hverju hringdi Gísli Örn ekki bara í til dæmis Þór- arin Eldjárn, nú eða Karl Ágúst, og bað þá um að snara fram boðlegum kveðskap? Þeir hefðu farið létt með það, jafnvel gert það í símann. Fag- mennska felst ekki aðeins í því að gera það sem maður getur gert, hún felst einnig – og ekki síður – í því að láta það vera sem maður kann ekki, og þá annað hvort að sleppa því eða leita til þeirra sem eru betri. Þetta rennur allt saman vel áfram, gengur eins og smurð vél. Leikbrögð- in eru mörg snjöll, ekki síst þau sem eru notuð til að slá botn í atriði, hoppa úr einum stað í annan. Það sem vant- ar eru yfirleitt betri hugmyndir, betri úrvinnsla á þeim hugmyndum sem detta þarna inn, hnyttnari texti. Ég saknaði þessa alls mjög þetta kvöld, en það var nú kannski mest af því að ég ætlast til þess að Vesturport setji markið hærra en þetta. 20 | Fókus 9. maí 2011 Mánudagur Fyrsta tölublað Endemis, nýs tímartis um samtímamyndlist ís- lenskra kvenna, kom út með pompi og prakt á sunnudaginn, 7. maí. Af því tilefni er haldin útgáfu- sýning í Kling og Bang galleríi með verkum þeirra kvenna sem fjallað er um eða eiga verk í blaðinu. Í þessu fyrsta tölublaði er það skemmtilegur hópur kvenna sem leggur undir sig helming blaðsins og sýningarsal Kling og Bang, þær eru: Anna Hrund Mádóttir, Arna Óttarsdóttir, Katrín I. J. H. Hirt, Guðrún Benónýs, Ráðhildur Inga- dóttir, Kristín Rúnarsdóttir, Rak- el Jónsdóttir, Hugsteypa (Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Þórdís Jó- hannesdóttir), Ólöf Nordal og Þor- gerður Ólafsdóttir. Gestir sýningarinnar geta líka heimsótt nýtt verslunarrými bóka- búðarinnar Útúrdúrs þar sem tímaritið verður til sölu. Það verð- ur einnig til sölu á opnuninni sjálfri, glóðvolgt úr prentsmiðj- unni að sögn eins aðstandenda blaðsins, Ástu Briem. Hún segir Endemi vera blað um samtímamyndlist íslenskra kvenna og markmið þess séu að skapa vettvang fyrir list nútíma- kvenna og rýna í kynjaójafnvægi í lista- og menningarumfjöllum á Íslandi. „Tímaritið er ekki síður bók- verk en tímarit,“ segir Ásta. „Það er líka gallerí því að í hverju blaði er sýndur fjöldi íslenskra verka eftir íslenskar myndlistarkonur.“ Að Endemi standa: Ásta Briem kvikmyndagerðarkona, Elísabet Brynhildardóttir myndlistarkona, Bryndís Björnsdóttir, myndlistar- kona og einn rekstraraðila bóka- verslunarinnar Útúrdúrs. kristjana@dv.is Húsmóðirin Vesturport í samstarfi við Leikfélag Reykjavíkur Leikstjórar og höfundar: Björn Hlynur Haraldsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Jóhannes Níels Sigurðsson og Víkingur Kristjánsson. Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir. Tónlistarstjóri: Pálmi Sigurhjartarson. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Leikrit Jón Viðar Jónsson Rýnt í kynjaójafnvægi í listasenunni: Glóðvolgt úr prentsmiðjunni Allir að missa sig yfir sjóræningjunum Frumsýningu næstu myndar um Jack Sparrow er beðið með óþreyju. Hún verður frumsýnd 18. maí, hér á landi sem annars staðar. Óþreyjunnar verður svo sem ekki vart á áþreifanlegan máta hér á landi en flestar stórborgir heims eru þaktar auglýs- ingaskiltum vegna myndarinnar auk alls kyns aukavarnings og uppákoma tengdum myndinni. Í myndinni leika Johnny Depp, Penelope Cruz, Ian McShane, Keira Knig- htley, Geoffrey Rush og Kevin R. McNally. Trixin góð, en textinn þunnur Húsmóðirin „En söguefnin eru þunn sem sé. Harla þunn – og textinn eftir því. Að vísu er það eilítið misjafnt eftir kynslóðum,“ segir Jón Viðar Jónson í dómnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.