Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2011, Side 23
Fólk | 23Mánudagur 9. maí 2011
að reyna að höfða til erlendra þjóða
með því að gera textann grípandi
þrátt fyrir að hann væri í raun sung-
inn á íslensku. Þá er viðlagið, end-
urtekning á orðinu Sjúbídú, frekar
alþjóðlegt. Það er spurning hvort
þetta virkaði hjá þeim, en lagið náði
13. sæti, sem er betri árangur en oft,
bæði fyrr og síðar.
Eyddi helgi með Michael Jackson
Líf Önnu Mjallar hefur verið skraut-
legt og einkennst af miklum ævin-
týrum. Hún var meðal annars bak-
raddasöngkona hjá Julio Iglesias og
ferðaðist með honum um heiminn í
þrjú ár á tónleikaferðalagi. Hún hef-
ur lýst lífinu á ferðalaginu sem ævin-
týralegu sígaunalífi en þau spiluðu
meðal annars á tónleikum fyrir Slo-
bodan Milosevic.
Þá gerðist Anna Mjöll svo fræg
að eyða heilli helgi á Neverland-bú-
garðinum með poppgoðsögninni
Michael Jackson árið 1993. Hún lýsti
heimsókninni í ítarlegu viðtali í DV í
ágúst það ár. Hún sagði meðal ann-
ars að Jackson væri mest normal
maður sem hún hefði kynnst. Hann
væri gífurlega jarðbundinn og greini-
lega með stórt hjarta.
Anna Mjöll hefur einnig orð-
ið þess heiðurs aðnjótandi að vera
boðið í partí á Playboy-setur Hughs
Hefner. Í viðtali í DV í janúar lýsti
hún stemningunni í partíunum og
hún virðist hafa kunnað vel við sig
í faðmi Hefners. Hún sagðist hafa
verið ein þeirra heppnu sem hann
heilsaði upp á. Sagði að hann væri
„...voða góður gæi, mjög hlýlegur...“
Hún sagði hann ávallt hafa kysst sig
og boðið velkomna.
Bílasali sem ekki hefur
áhuga á bílum
Cal, hinn nýi tengdasonur Íslands,
heitir fullu nafni Calvin Coolidge
Worthington. Hann fæddist í Shidler
í Oklahoma þann 27. nóvember árið
1920 og verður því 91 árs á þessu ári.
Hann hefur verið bílasölumaður allt
frá árinu 1945 og samkvæmt frétt sem
birtist í blaðinu Sacramento Bee árið
1990 velti bílasöluveldi hans, Wort-
hington Dealership Group, 316 millj-
ónum dala árið 1988. Á þeim tíma
var hann stærsti sjálfstætt starfandi
bílasalinn í Bandaríkjunum. Í viðtali
við The New York Times árið 2008
viðurkenndi Cal að hann hefði aldrei
verið neitt sérstaklega hrifinn af bíla-
sölubransanum. „Ég festist einhvern
veginn bara í þessu eftir stríðið. Ég
hafði ekki þekkingu á neinu öðru,“
sagði hann í viðtalinu. Hann segist
hvorki hafa áhuga á að safna bílum
né endilega eiga þá sjálfur. Hann hef-
ur alla tíð haft mikinn áhuga á flugi
og flugvélum og velgengnin í bíla-
bransanum gerði honum kleift að
eignast sína eigin flugvél. Hann flýg-
ur reglulega sér til skemmtunar og
flugið er því greinilega sameiginlegt
áhugamál þeirra hjóna.
Sex barna faðir
Cal á að baki þrjú hjónabönd.
Árið 1979 skildi hann við Bar-
böru, eiginkonu sína til 37 ára. Það
sama ár giftist hann Susan Henn-
ing en hjónabandi þeirra lauk illa
sjö árum síðar. Árið 1995 kvænt-
ist hann svo útvarpskonunni Bon-
nie Reese sem þá var 35 ára göm-
ul. Þau skildu árið 2002 og eftir því
sem best er vitað hefur Cal verið
laus og liðugur síðan þá, eða þar
til Anna Mjöll heillaði hann upp
úr skónum. Samkvæmt The New
York Times á Cal á sex börn á aldr-
inum 63 til 9 ára. Anna Mjöll er því
orðin stjúpmóðir einstaklinga sem
eru allt að 22 árum eldri en hún. Í
ljósi aldurs Cals verður ekki hjá því
komist að velta því upp hvort börn
hans muni ekki gera tilkall til eigna
hans eftir hans dag, en það verð-
ur að teljast líklegt. Skemmst er að
minnast þeirra deilna sem Anna
Nicole Smith lenti í við ættingja olí-
urisans Marshalls eftir fráfall hans.
Hann hafði arfleitt hana að meiri-
hluta auðæfa sinna en ættingjar
hans sættu sig ekki við þá ráðstöf-
un, enda töldu þeir Önnu Nicole
einungis hafa gifst honum til fjár.
„Hann er alveg einstakur“
Cal hefur haldið sér vel við, og lít-
ur hann tiltölulega vel út af ní-
ræðum manni. Hann reykir ekki,
drekkur í hófi og stundar reglulega
líkamsrækt. Það er einkennandi
fyrir hann vera ávallt með ljósan
kúrekahatt. Á slúðursíðunni TMZ
birtist nýlega myndband af Cal, þar
sem hann er að yfirgefa veitinga-
stað ásamt Önnu Mjöll og Svan-
hildi, tengdamóður sinni sem er
20 árum yngri en hann. Á mynd-
bandinu má glögglega sjá í hve
góðu formi Cal er miðað við aldur,
en þau bregða öll saman á leik fyr-
ir framan myndavélina. Cal raular
auglýsingastefið sitt á frummálinu
en Svanhildur tekur sig til og syng-
ur íslensku útgáfuna. „Ef þig vant-
ar nýjan bíl, ferðu til Cals.“ Upp-
átækið vakti mikla lukku hjá TMZ
og reyndu þeir að syngja með á ís-
lensku. Það fór vel á með Svanhildi
og Cal og greinilegt er að mikill vin-
skapur er á milli þeirra. Svanhildur
segir í samtali við DV að hún hafi
þekkt Cal í sjö ár. „Þetta er yndis-
legur maður í alla staði,“ segir Svan-
hildur um tengdasoninn. „Hann er
alveg einstakur,“ bætir hún við.
Hjónakornin eru nú stödd í brúð-
kaupsferð á Hawaii.
„Áhyggjuleysi
skiptir miklu
máli og ef maður hefur
nægilegt fé til að hafa í
sig og á, þá er maður á
besta staðnum.
Gerir það gott í L.A. Anna Mjöll hefur búið í Los Angeles í tæpa tvo áratugi og hefur verið að gera það gott vestanhafs sem djasssöngkona. Mynd SiGtryGGur Ari
Flugið sameinar Önnu
og níræðan eiginmanninn
Hitti Jackson Anna Mjöll eyddi heilli
helgi á búgarði Michaels Jackson. Hún lýsti
dvölinni ítarlega í viðtali í DV árið 1993.