Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Qupperneq 4
4 | Fréttir 6. júní 2011 Mánudagur
Ólína Þorvarðardóttir um andstöðu við breytingar á kvótakerfinu:
„Andstaðan er hagsmunatengd“
„Þetta eru ályktanir sem eru ekki
réttar og ganga allt of langt. Þetta eru
einfaldlega oftúlkanir á afleiðingum
frumvarpsins,“ segir Ólína Þorvarð-
ardóttir alþingismaður um yfirlýs-
ingu Útvegsmannafélags Vestfjarða
um áhrif nýrra laga um breytingar á
fiskveiðistjórnarkerfinu.
Í yfirlýsingunni segir að það séu
kaldar kveðjur og nístandi óvissa
sem komi frá stjórnarráðinu í til-
efni sjómannadagsins. Með því fylgi
einnig loforð um að lögfesta bæði
fækkun starfsfólks og kjaraskerðingu
í sjávarútvegi. Þar segir jafnframt að
aflaheimildir á Vestfjörðum muni
skerðast um 3.700 þorskígildistonn
og að um 100 störf muni tapast við
veiðar og vinnslu verði lögin sam-
þykkt á Alþingi.
Ólína segir að skynsamlegast væri
fyrir menn að bíða eftir raunveru-
legri hagfræðilegri úttekt sem vænt-
anleg er í vikunni. „Þá er hægt að
ræða málin með skynsemi á grund-
velli fyrirliggjandi gagna,“ segir hún.
Aðspurð segir Ólína andstöðu við
breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu
alltaf hafa verið til staðar. „Útvegs-
menn ætla ekki að samþykkja nein-
ar breytingar á kvótakerfinu og þeir
hafa verið í stríði við stjórnvöld vegna
þessara mála alveg frá því að farið
var að tala um breytingar. Andstað-
an er náttúrulega hagsmunatengd,“
segir Ólína og bendir á að það verði
tími fyrir útvegsmenn til að koma
með málefnalegum hætti inn í um-
ræðuna þegar málið komi til umfjöll-
unar í þinginu og í þingnefnd. Hún
segir að þetta sé heilmikið ferli og
að málið verði sent út til formlegrar
umsagnar frá sjávarútvegs- og land-
búnaðarnefnd. Það komi svo til ann-
arrar umræðu í þinginu áður en það
verði afgreitt. „Menn eiga því ekki að
hlaupa svona á undan sér með vill-
andi yfirlýsingar.“ gunnhildur@dv.is
Vart hefur það farið fram hjá mörgum
að sumarkoman nú hefur ekki verið í
líkingu við það sem við höfum van-
ist síðustu ár. Liggur nærri að gróður
sé mjög víða mánuði á eftir því sem
við hefðum mátt búast við sé tekið
mið af síðustu vortímabilum. Ekkert
óeðlilegt er í sjálfu sér við þessa nið-
ursveiflu hitans, enda einmunatíð
búin að vera á landinu á þessari öld,
á heildina litið, þótt vissulega megi
segja að íbúar á Austurlandi hafi átt
betri veðráttu að venjast en verið
hefur síðustu ár.
Hefur verið að hlýna
Alla þessa öld hefur í grófum drátt-
um verið að hlýna svo um munar. Þar
ræður náttúruleg sveifla og til viðbót-
ar sveifla af mannavöldum. Það er
strax athyglisvert að sjá að sé aðeins
miðað við fyrsta dag hvers júnímán-
aðar, hefur viðleitnin verið hækkun
(beina línan) hitastigs á öldinni.
Kólnar
Nú bendir margt til þess að náttúru-
lega sveiflan sé á undanhaldi þótt
ekki sé hægt að fullyrða að það sé
komið til að vera. Og þótt erfitt sé að
skilja að fullu hvað veldur má velta
upp mögulegum skýringum. Dug-
ir þar að nefna El Nino og El Nano
– fyrirbærið þegar sjávarstraumar í
Kyrrahafi umsnúast. Ennfremur er
stundum nefnd 11 ára sveifla sem
tengist virkni sólar og svona mætti
áfram telja. Mjög afdráttarlaust há-
þrýstisvæði við austurströnd Græn-
lands með köldum norðlægum loft-
straumi blæs nú yfir landið og mun
gera það, að því er virðist, lengst af í
júní ef marka má líkön. Ekki er það
til að hjálpa til við að hækka hitann
við yfirborð. Veðurkerfin sem upp að
landinu koma eiga í erfiðleikum með
að hrekja þennan loftstraum burtu
og frá landinu og hleypa þannig að
hlýju suðrænu lofti.
Stærstu veðurreiknimiðstöðv-
ar heims kappkosta að gefa út svo-
kallaðar veðurlagsspár (Forecast of
Seasonal Climate). Þær sýna nokkr-
ar breytingar á júnímánuði nú frá
því sem fyrri slíkar spár hafa gefið til
kynna. Þessar spár gera nú almennt
ráð fyrir því að um 50 prósent líkur
séu á að júní verði kaldari en gild-
andi mánaðarmeðaltal.
Líkur á blautum júní
Veðurlagsspárnar gera síðan einn-
ig ráð fyrir að 35 prósent líkur séu á
því að júní verði úrkomusamari en í
meðalári.
Ef við drögum þetta saman þá
verður júnímánuður kaldari og
blautari og vindasamari en við höf-
um átt að venjast um nokkurt skeið.
Sem sagt lélegur sumarmánuður
hvað varðar veðrið.
Í júlí snýst þetta algjörlega við.
Hann verður bæði þurrari og hlýrri
en í meðalári, sérstaklega bendir
margt til þess að Norðurlandið muni
hafa vinninginn. Þann þurrk sem
veðurlagsspár gera ráð fyrir má túlka
á þann veg að júlí kunni að verða sól-
ríkur og hægviðrasamur.
Ágúst í meðaltali
Júlí verður því sumarmánuðurinn í
ár. Það má því kannski segja að sum-
arið hefjist fyrir alvöru í júlí.
Ágústmánuður virðist síðan ætla
að vera nokkurs konar meðaltals-
ágúst. Það þýðir almennt góður. Það
má kannski segja að hann stefni í að
verða þurr og hlýr og jafnvel sólríkur
og ágætur ferðalagamánuður innan-
lands þótt rökkrið muni setja svip
sinn á ferðalögin.
Vert er að hafa í huga að þessar
veðurlagsspár hafa reynst misvel.
Þegar árangur er metinn af þess-
um spám síðustu ár, er ástæða til að
horfa til þeirra, en auðvitað er það
svo að þótt júní verði lélegur sumar-
mánuður heilt yfir séð, þá munu að
sjálfsögðu koma prýðis veðurdagar
inn á milli. En spár eru spár og verða
alltaf spár en ekki hinn eini sanni
raunveruleiki. Vonum því það besta.
Sumar Við þurfum að bíða eftir almennilegu sumri þar til í júlí.
n Þurfum enn að bíða eftir alvöru sumarveðri n Líkur á blautum júní
Sumarið byrjar í júlí
„Nú bendir margt til
þess að náttúru-
lega sveiflan sé á undan-
haldi þótt ekki sé hægt
að fullyrða að það sé
komið til að vera.
Sigurður Þ. Ragnarsson
veðurfræðingur skrifar birgir@dv.is
1997 19971999 19992001 20012003 20032005 20052007 20072009 20092011
Hiti á hádegi 1. júní síðustu 15 ár Þegar skoðaður er hádegishiti 1. júní
síðustu 15 árin hefur stöðugt verið að hlýna.
Meðalhámarkshiti í júní (2011 ekki með) Hámarks-
hiti í júní hefur verið að hækka síðustu 15 ár.
16° celsíus
12°
8°
4°
0°
16° celsíus
12°
8°
4°
0°
Stórir á skulda-
bréfamarkaði
Íslandsbanki var með mestu veltuna
á skuldabréfamarkaði í maí, með 27
prósenta hlutdeild eftir því sem fram
kemur í tilkynningu frá bankanum.
Alls nam veltan 216,4 milljörðum
króna sem er rúmlega 20 milljörðum
meira en meðaltal þessa árs.
Heildarveltan á skuldabréfa-
markaði í Kauphöllinni það sem af
er þessu ári nemur tæplega eitt þús-
und milljörðum króna. Heildarvelt-
an á hlutabréfamarkaði á sama tíma
var um 24 sinnum lægri eða rúmir
fjörutíu milljarðar króna.
Ólína Þorvarðardóttir Telur að skyn-
samlegast væri fyrir menn að bíða eftir
raunverulegri hagfræðilegri úttekt sem
væntanleg er í vikunni.
Vopnaðir á
veitingastað
Fimm til sex manna hópur manna
réðst inn á veitingastaðinn Uno í
miðborginni á laugardagskvöld.
Þetta staðfesti Unnar Már Ástþórs-
son varðstjóri hjá lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu. „Það voru allir
farnir þegar lögreglan kom,“ segir
Unnar en í bókun lögreglu kemur
fram að mennirnir hafi verið vopn-
aðir. Þar segir einnig að mennirnir
hafi komið inn á staðinn og veist að
einum manni á veitingastaðnum.
Samkvæmt heimildum DV var gest-
um staðarins brugðið enda réðust
mennirnir inn á staðinn með látum.
Eigendur staðarins þverneita að
málavextir hafi verið með þessum
hætti. Samkvæmt þeim var um að
ræða hóp ungra manna á aldrinum
18 til 20 ára sem voru óvopnaðir.
Þeir hafi verið í leit að einum ein-
staklingi sem ekki var á staðnum.
Leiðrétting
Því var ranglega haldið fram í
miðvikudagsútgáfu DV að Sigmar
Eðvarðsson væri eigandi Húsa-
gerðarinnar hf. Þetta kom fram
í töflu í umfjöllun blaðsins um
Sparisjóð Keflavíkur og lánveit-
ingar hans. Sigmar var ranglega
nefndur til sögu. Eigendur félags-
ins eru þau Jórunn Jónasdóttir og
Áskell Agnarsson. DV biður Sig-
mar afsökunar á rangfærslunni.
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Margviðurkenndur stóll
Swopper vinnustóllinn
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25