Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Qupperneq 18
18 | Umræða 6. júní 2011 Mánudagur „Búið ykkur undir frum- stæðan fótbolta“ n Danir óttuðust mjög að slæmt ástand Laugardalsvallar yrði til þess að skemma fyrir þeim leikinn. Danskir fjölmiðlar líktu vellinum við plægðan akur. – Extra Bladet „Við getum sagt að við séum að upplifa svona Ísland sem var“ Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir að alvöruhlýindi verði ekki í bráð á Íslandi. Júní verði „la la“. – DV.is „Ég var að því kominn að eignast heilan flugvöll. Ég hef ekkert að gera við flugvöllinn í Alicante, þangað flýgur Iceland Express“ Guðbergur Bergsson ætlar að afsala sér hluta þeirra eigna sem hann fékk í arf eftir spænskan vin sinn og sambýlismann. – DV „Teinarnir stungust inn í höndina á honum og hann hangir bara á henni og tætir hana alla upp.“ Eva Dís Björgvinsdóttir, móðir hins 14 ára gamla Ómars Smára Óttarssonar, lýsti því þegar Ómar slasaðist vegna teins á girðingu við Ásvelli í Hafnarfirði. – DV „Hér er gætt mjög vand- aðs meðalhófs“ Jón Bjarnason sjávarútvegs- ráðherra um frumvarp um heildarlög um fiskveiðar. – Alþingi „Nei, ég held að sá kafli sé búinn. Ég er búinn að prófa það. Þetta er ekkert draumadjobb fyrir marga.“ Eyjólfur Sverrisson um það hvort honum hugnist að taka aftur við A-landsliðinu. – Fréttatíminn Við áttum aldrei London G uðbergur Bergsson rithöf- undur er maður sem margir Íslendingar mættu taka sér til fyrirmyndar. Guðberg- ur er í dag auðugur maður eftir að spænskur vinur hans arfleiddi hann að eigum sínum. Eftir að hafa alla tíð lifað við knappan kost á rithöf- undurinn allt í einu meiri eignir en meðalútrásarvíkingur. En honum er sama. Hann lætur ekki gullið glepja sig en heldur sínu striki og lifir áfram sínu lífi. Fram kom í helgarviðtali DV við rithöfundinn að á meðal þess sem hann erfði hafi verið alþjóða- flugvöllur á Alicante sem hann ætlar að afsala sér því það er svo ,,flókið“ að eiga slíkt. „En ég held að ég sé svo heppinn að geta afsalað mér þessu,“ sagði rithöfundurinn. Fyrir hrun og sumpart allt fram á þennan dag hefur íslenskt sam- félag verið rekið áfram af græðgi. Þeir sem fengu banka á silfurfati frá stjórnvöldum fóru fram af stjórn- lausri græðgi og vildu eignast sem flesta viðskiptavini líka. Afleiðing- arnar voru síðan hrunið haust- ið 2008. Smám saman hefur síðan komið í ljós hvernig græðgin leiddi til þess að eigendur bankanna reistu spilaborg gríðarlegra eigna og him- inhárra skulda sem hrundi á auga- bragði. Guðbergur er andstæðan við út- rásarvíkingana. Græðgin er fjarri honum. Í stað þess að gleypa flug- völlinn og reyna að komast yfir fleiri þá segir hann pass og vill helst losna við verðmætin. Og hann hefur alla tíð verið sjálfum sér trúr. Hann sér enga ástæðu til að ferðast heims- horna á milli í leit að fegurðinni. „Íslendingar eru haldnir svo mik- illi þrá eftir einhverju stórkostlegu, þess vegna sjá þeir ekki fegurðina sem er allt í kring,“ segir Guðbergur. Hann bendir á að Íslendingar, í gullmóðu útrásarinnar, hafi hald- ið að þeir ættu Kaupmannahöfn og London en gleymt því sem var á Ís- landi. Í því samhengi líkir hann þjóð- inni við drykkjumann sem stöðugt þarf að fara í meðferð. „Það gengu allir með þessa drauma um að verða ríkir og héldu að þeir gætu eignast heiminn. Það var þjóðarlygi,“ segir rithöfundurinn. Lífsviðhorf Guðbergs eru mannbætandi fyrir þá sem ná að feta sömu slóð. Lykillinn að lækn- ingu einstaklinganna kann að vera sá að hlusta grannt eftir eigin sam- visku og taka mark á því sem þeir skynja. „Ég er einfaldlega hlýðinn við sjálfan mig,“ segir Guðbergur. Í þeim orðum liggur kjarni málsins. Leiðari Gekk þetta allt upp? „Já, það er heldur betur hægt að segja það. Þetta gekk alla vega framar okkar björtustu vonum,“ segir Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, landsliðskona í handbolta, en íslenska liðið vann stórsigur á Úkraínu á sunnudaginn. Leikurinn fór 37-18 og vann Ísland því með 19 marka mun. Spurningin Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar:„Það var þjóðarlygi. Dómsdagsspá n Egill Helgason, bloggari og álits- gjafi, fjallaði um það á dögunum hve greiða leið stórútgerðarmenn ættu inn í fjöl- miðla með mál- flutning sinn. Vísaði hann þar til heima- tilbúinnar dóms- dagspár Vest- mannaeyinga og fleiri um að þeir myndu tapa hundruðum starfa ef frumvörp Jóns Bjarnasonar næðu fram að ganga. Margir fjölmiðlar gleyptu spunann. Egill benti á að sjónarmið strand- veiðimanna ættu ekki eins greiða leið í fjölmiðla og hlekkjaði á færslu Níelsar Ársælssonar skipstjóra sem fjallað hefur um þá landauðn sem orðið hefur vegna hinna stóru. Áhugalaus um auð n Guðbergur Bergsson rithöfundur er orðinn einn auðugasti Íslend- ingurinn eftir að vinur hans á Spáni arfleiddi hann að alþjóðaflugvelli og fleiru. Víst er að Guðbergur hefur sáralítinn áhuga á auðnum og hefur gjarnan fundið lífsfyll- ingu í öðru en peningum. Guð- bergur var í einstaklega einlægu viðtali við DV um helgina þar sem hann sagði frá lífi sínu og lýsti skoð- unum sínum. Sem dæmi um hrein- skilni Guðbergs má nefna þegar hann steig í pontu hjá norrænum rithöfundum sem komu saman í Reykjavík og sagði þeim að drulla sér heim. Rosabaugi hælt n Björn Bjarnason, ráðherra á eftirlaunum, er heldur kátur þessa dagana eftir að bók hans, Rosa- baugur, mældist sú mest selda hjá Eymundsson. Bókin þykir skemmti- leg aflestrar en lítt afgerandi. Þó fékk hún mikil meðmæli í leiðara Morgunblaðsins en höfundurinn taldi hana merka og vakti athygli á því að ekki væri staðfest í bókinni að Baugsmálið hefði átt sér upp- haf hjá Davíð Oddssyni, þáverandi forsætisráðherra, og innvígðum og innmúruðum vinum hans, eins og haldið hefur verið fram. Klámhögg lögmanns n Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, hefur gjarnan verið á milli tannanna á fólki. Hann á að baki mislukkaðar fjárfestingar sem lagt var út í með peningum Baugs. Þar var samstarfsmaður hans um tíma Sigurður G. Guðjónsson lögmaður og fór vel á með þeim. Síðan skákaði Gunnar Smári honum út af Baugs- borðinu. Augljóst er að Sigurður hefur engu gleymt ef marka má Facebook-færslu, sem nefna mætti klámhögg, þar sem hann varar samtökin við Gunnari Smára. „... Best er þó fyrir þá sem leggja SÁÁ lið fjárhagslega að halda í féð svo Smárinn noti það ekki til að kaupa prentsmiðju eða stofna blað í Las Vegas.“ Sandkorn tryGGVaGötu 11, 101 reykjaVÍk Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Ný rannsókn sýnir að 84 prósent íslenskra kvenna trúa á Guð, en aðeins helmingur karl- manna. Í rannsókninni birtist gríð- arlegur munur á kynjunum. Þessi munur segir meira en virðist í fyrstu. karl Marx sagði að trúin væri ópíum fólksins. Þannig beittu herrastéttirnar trúarbrögðum til að halda almenningi niðri. Sælir eru fátækir, því þeir munu Guðs ríki erfa, sagði í bókinni um Guð. Þessi skilaboð sannfærðu almúgann um að sætta sig við hlutskipti sitt. Lífið yrði ömurlegt, en það væri í lagi, því gull og grænir skógar biðu eftir dauðann. Margir trúðu því að það væri í lagi að þeir væru arðrændir af yfirstéttunum, vegna þess að betri tilvist biði þeirra – svo lengi sem þeir væru ofboðslega þægir. Og konur trúa þessu enn. Á Íslandi fá konur minna borgað en karlmenn fyrir sömu vinnu. Munurinn á launum konu og karls, þegar tekið hefur verið tillit til háskólamenntunar, vinnutíma, starfsreynslu og alls annars sem ætti að hafa áhrif á laun, er tæp átta prósent. Sem betur fer bíður þeirra vist í himnaríki þar sem launamuni kynjanna hefur verið útrýmt. Meira en þriðja hver stelpa undir 18 ára aldri segist hafa orðið fyrir kyn- ferðisofbeldi, tvöfalt hærra hlut- fall en hjá strák- um. 129 konur leituðu til Neyðarmóttöku nauðg- ana árið 2009, en einn karlmaður. Heyrst hefur að engar nauðganir séu í himnaríki og ef konur eru svo heppnar að fara í íslamska himna- ríkið verða þær aftur hreinar meyjar og fá að giftast sjálfsmorðssprengju- manni! 81 prósent framkvæmdastjóra í íslenskum fyrirtækjum eru karlar, en lukkuleg 19% eru konur. Heyrst hefur að forstjórinn í himnaríki sé kona. 3 prósent stjórnarformanna í stærstu fyrirtækjum lands-ins eru konur. Þær verða þá bara þess meiri stjórnarformenn á himnum! Leiðin liggur bara upp á við hjá konum. Samkvæmt bókinni um Guð var konan búin til úr rifbeini karlmannsins. „Mikla mun ég gjöra þjáningu þína, er þú verður barnshafandi. Með þraut skalt þú börn fæða, og þó hafa löngun til manns þíns, en hann skal drottna yfir þér,“ sagði Guð við konuna. Hann varaði síðan karlmanninn við því að hlusta á konuna: „Af því að þú hlýddir röddu konu þinnar ... þá sé jörðin bölv- uð þín vegna.“ Það er líka eins gott fyrir konur að trúa á Guð. Í Hóseabók Biblíunnar segir frá því hvað kemur fyrir þá sem andmæla Guði. „Þungaðar konur þeirra ristar verða á kvið.“ Best er að vera með Guði í liði á efsta degi, þegar hann lætur verða af hótunum sínum og hertekur Jer ús alem, eins og segir í ritningunni: „Og borgin mun verða tekin, húsin rænd og kon- urnar smánaðar.“ Aðalatriðið er hins vegar að konur bíði hægar þar til að himnaríkisvistinni komi og fylgi reglum Guðs. Líkt og segir í Biblí- unni, í fyrra Kórintubréfi: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsam- komunum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undir- gefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Það er því til mikils að vinna fyrir konur að trúa á Guð, því jafn-réttið kemur eftir dauðann. Svarthöfði Konur trúa á Guð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.