Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Side 20
20 | Fókus 6. júní 2011 Mánudagur
Frambærilegt og fínlega skrifað verk
Sláttur er fyrsta höfundarverk Hildar
Knútsdóttur. Bókin fjallar um Eddu,
unga konu á þrítugsaldri sem fór
í hjartaskipti og glímir við sálræn-
ar afleiðingar þess. Hún finnur fyrir
áður ókunnum tilfinningum og rek-
ur slóðina til nýja hjartans og verður
forvitin um fyrri eiganda þess.
Bók Hildar hefur fengið misjafna
dóma, í Fréttablaðinu birtist heldur
óvæginn dómur og þar skotið föstum
skotum að Forlaginu fyrir að gefa út
bókina og grípa ekki inn í það sem
gagnrýnanda fannst hálfkarað verk.
Það var ómaklegt. „Það er auðvelt
að berja niður ungt fólk og það er oft
gert,“ þetta sagði Guðbergur Bergs-
son í viðtali við DV í síðasta helgar-
blaði og ég tek undir orð hans. Skoð-
un gagnrýnenda á því hvort bók eigi
rétt á sér á heima hjá honum sjálf-
um. Á engan máta er það uppbyggi-
leg gagnrýni. Það er líka undarlegt
að sjá þessa kröfu gagnrýnenda um
að hinni og þessari bókinni sé betur
ritstýrt. Hvenær gerðist það að gagn-
rýnendur fengu þriðja augað og fóru
að rýna í hvað sé handbragð rithöf-
undar og hvað sé handbragð rit-
stjóra? Mér finnst það kjánaleg iðja
að rýna í þetta.
Aðrir dómar sem Hildur hefur
fengið eru með ágætum. Sláttur er
enda frambærilegt og fínlega skrifað
verk. Frásögnin minnir mig á sögur
japanska höfundarins Banana Yohsi-
moto þar sem hið dulmagnaða slæð-
ist með í kvenlegri frásögn, og jafn-
vel á Guðmund Andra Thorsson þótt
hann sé öllu betri stílisti. Ég hef einn-
ig gaman af umkomuleysi og þeim
broslegu aðstæðum sem aðalsögu-
hetjan, Edda, finnur sig í á fasteigna-
sölunni þar sem hún vinnur.
Sagan er skrifuð af nokkurri skyn-
semi og það er ef til vill það sem ég
finn að henni. Í málefnum hjartans
á skynsemin hvergi heima og Hildur
hefði mátt gefa meira af sér. Hún fer
alla leið í húmor en í drama er hún
skynsöm. Lagi hún þetta, slær hjart-
að af krafti.
Fræ ársins 2011:
Börnin í undralandi tölvuleikjanna
„Okkar hugmynd er sú að við viljum
hefja kennslu í forritun á fyrstu stig-
um grunnskólans,“ segir Laufey Dís
Ragnarsdóttir, annar sigurvegara
nýsköpunarkeppninnar Fræ ársins
2011. Hún, ásamt Rakel Sölvadótt-
ur, átti bestu hugmynd keppninn-
ar að mati dómnefndar. Hugmynd-
in ber nafnið „Börnin í undralandi
tölvuleikjanna“ og snýr að því að
koma kennslu í forritun inn í grunn-
skólana. „Við teljum vera bæði sam-
félagslegan ávinning af því sem og
jákvæðan ávinning fyrir börnin. Það
vantar fólk inn í tæknigeirann. Tölv-
ur eru nauðsynlegar í öllu sem þú
gerir í dag.“
Þær stöllur sitja ekki aðgerða-
lausar og hafa nú þegar komið hug-
myndinni í framkvæmd. „Við ætlum
að fara af stað í sumar með sumar-
námskeið í forritun fyrir börn. Svo
er það hugmyndin að fara með þetta
inn í grunnskólana í kjölfar þess.
Jafnvel að við myndum veita kennur-
unum kennslu í þessu og þeir þann-
ig miðla þessu áfram. Það er komið
svo flott umhverfi í dag. Ef maður
kæmi kennurunum af stað þá væru
krakkarnir klárir að fikra sig áfram,“
segir Laufey, en hún og Rakel vinna
að því að gera kennsluefni í forritun
fyrir kennara og nemendur á bæði
íslensku og ensku. Þær eru einnig
komnar með Facebook-síðu undir
nafninu Skema þar sem birtast upp-
lýsingar um námskeiðin.
Fræ ársins er útnefnt árlega.
Markmið keppninnar er að styðja við
nýsköpun. Sigurvegarar fá að laun-
um eina milljón króna, auk þess að
fá niðurfelld skólagjöld.
Sláttur
Höfundur: Hildur Knútsdóttir
Útgefandi: Forlagið
Bækur
Kristjana
Guðbrandsdóttir
Fengið misjafna dóma Sláttur, fyrsta
verk Hildar er frambærilegt og hún er aug-
ljóslega efni í rithöfund.
Ómar heiðurs-
gestur
Heimildamyndahátíðin Skjaldborg
verður haldin í fimmta sinn um
hvítasunnuhelgina 10.–12. júní. Yfir
20 nýjar íslenskar heimildamynd-
ir verða frumsýndar á hátíðinni
og spennandi verkefni í
vinnslu verða kynnt,
að því er fram kemur
í tilkynningu frá
Skjaldborg. Heiðurs-
gestur Skjaldborgar í
ár er Ómar Ragnars-
son en stiklur úr áður
óbirtum Kára-
hnjúkamyndum
Ómars verða
meðal annars
frumsýndar á
hátíðinni.
Sjónskertur
og lesblindur
rithöfundur
Beate Grimsrud er í heimsókn á Ís-
landi og er gestur á höfundakvöldi
í Norræna húsinu fimmtudaginn 9.
júní kl. 20.00. Beate var tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs fyrir skáldsögu sína En dåre fri.
Sú skáldsaga er sjálfsævisöguleg og
Beate greinir í henni frá erfiðleikum
sínum en hún er sjónskert, lesblind
og hefur glímt við eiturlyfjavanda og
geðsýki.
Háskóli unga
fólksins
um land allt
Háskóli unga fólksins hefur hafið
starfsemi sína í sumar en námskeiðin
sem hafa verið haldin skipta nú tugum
og brautskráð ungmenni orðin hátt í
tvö þúsund. Háskóli unga fólksins er
opinn grunnskólanemendum sem eru
fæddir á árunum 1995–1999 (í 6.–10.
bekk grunnskóla) og er starfsemin afar
fjölbreytt, nemendur geta lagt stund á
japönsku, stjörnufræði og læknisfræði
og margt annað sem vekur áhuga ungs
fólks. Nemendur raða stundaskrá sinni
sjálfir saman og í ár ferðast háskólinn
um landið í samstarfi við grunnskóla á
landsbyggðinni.
O
ft þegar ég var að taka nokkra
spretti í Dirt 2, löngu búinn
að klára allt en samt ekki
orðinn leiður á honum hugs-
aði ég með mér: Hvernig í ósköpun-
um ætla krakkarnir hjá Codemast-
ers að toppa þennan ótrúlega leik.
Það kom svo að því að tilkynnt var að
Dirt 3 væri á leiðinni og hef ég beðið
spenntur síðan. Á dögunum fékk ég
svo þennan grip í hendurnar og þótt
ég væri búinn að sjá óteljandi mynd-
bönd úr leiknum sem heilluðu mig
var ég samt smeykur við útkomuna,
enda erfitt að toppa leik á borð við
Dirt 2.
En hvað haldiði? Dirt 3, eins ótrú-
legt og það hljómar, er betri en Dirt 2.
Besti bílaleikur sem ég hef nokkurn
tíma prófað, eflaust besti bílaleikur
heims. Það er ekki nóg með að Code-
masters hafi tekist að bæta stjórnun
bílanna sjálfra heldur er leikurinn
orðinn fjölbreyttari og skemmtilegri.
Það er farið aftur í Grid-element-
ið, það er að segja maður fer frá tíma-
bili til tímabils og þarf að vinna sér
inn virðingu til að opna nýjar braut-
ir og bíla. Alls ekkert flókið, það ger-
ist í raun af sjálfu sér. Það er kannski
aðeins of mikið mas í byrjuninni
frá „umboðsmanninum“ þínum og
„tæknistjóranum“ en maður lætur
það ekkert aftra sér.
Dirt 3 er ótrúlega fjölbreyttur.
Brautirnar eru allt frá Aspen til Kenía
og allt þar á milli. Keppt er á alls kyns
undirlagi og getur ein braut saman-
staðið af möl, mold, sandi og mal-
biki. Grafíkin er hreint út sagt lygileg
en leikurinn er betur byggður en Dirt
2 þannig hann höktir sama og ekki
neitt. Maður keppir á alls kyns bíl-
um: Venjulegum rallíbílum í rallíinu
auðvitað, buggí-bílum, pallbílum og
ofurbílum. Á öllum þessum bílum
keppir maður á mismunandi braut-
um á mismunandi tíma dags í mis-
munandi veðrum.
Það nýja í Dirt 3 er svo „Gym-
khana“ en það er eins konar „free-
style“-akstur þar sem takmarkið er að
leika listir sínar og safna stigum. Ég er
enginn sérstakur aðdáandi svoleiðis
stæla en Dirt 3 leysir þetta vel eins og
allt annað.
Dirt 3 er leikur sem lætur þig hafa
fyrir hlutunum. Þú þarft að vera raun-
verulega góður til að komast í gegnum
brautirnar á sem skemmstum tíma.
Vilji menn bara njóta grafíkurinnar er
hægt að stilla bílinn þannig hann keyri
allt að því sjálfur en þá er enginn til-
gangur með að kaupa leikinn. Að taka
eina vinkilbeygju í rallíi í Dirt 3 svo
fullkomlega að þú missir engan hraða
er í raun upplifun út af fyrir sig þegar
kemur að tölvuleikjaspilun. Þá er eins
og tíminn standi í stað og tölvuleikja-
guðirnir brosi.
Sértu gaurinn sem fílar drasl á borð
við Motorstorm Apocalypse eða álíka
bílaleiki þar sem bílarnir keyra nánast
sjálfir mæli ég ekkert sérstaklega með
því að þú fáir þér Dirt 3. Í raun vil ég
þá ekki að þú kaupir leikinn. En sértu
áhugamaður um alvörubílaleiki, leiki
sem láta þig hafa fyrir hlutunum, verð-
urðu að fá þér Dirt 3. Ef þú gerir það
ekki ...þá er eitthvað að.
Tölvuleikur
Tómas Þór
Þórðarson
Dirt 3
Tegund: Bílaleikur
Spilast á: PS3 og Xbox Live
...þá er eitthvað að
MúsMos í Álafossi
Hinir árlegu MúsMos-útitónleikar verða
haldnir á Álafossi í Mosfellsbæ þann 11. júní
næstkomandi. Þetta er í fjórða sinn sem
tónleikarnir eru haldnir. Í ár munu eftirtaldar
hljómsveitir koma fram á MúsMos. Það eru
hljómsveitirnar Legend, Vintage Caravan,
Moy, Gummster, Elín Ey, Sleeps like an
angry bear, Rökkuró, Murrk og Trust the
lies. Tónleikarnir byrja klukkan 15 og standa
til 19.30. Ókeypis er inn á tónleikana og
munu hjólabretta- og BMX-kappar á vegum
LEX-Games leika listir sínar meðan á tón-
leikunum stendur.
Sigurvegarar Laufey
Dís Ragnarsdóttir og
Rakel Ósk Sölvadóttir
áttu bestu hugmynd
keppninnar.