Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Side 21
Hulda Hrönn fæddist við Lang-holtsveginn í Reykjavík og ólst þar upp til níu ára aldurs en síð-
an við Sunnuveginn þar sem hún átti
heima til 1987. Hún flutti þá í Hrísey
og hefur átt þar heima síðan.
Hulda Hrönn lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum við Sund 1981
og embættisprófi í guðfræði við Há-
skóla Íslands 1987. Þá stundaði hún
MA-nám í kennimannlegri guðfræði
með áherslu á sjúkrahúsprestþjón-
ustu við Edinborgarháskóla frá 1995
og lauk þaðan M.Th.-prófi 1997.
Með guðfræðináminu starfaði
Hulda Hrönn hjá Rafmagnsveitum
ríkisins, Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins, við Æskulýðsstarf Þjóðkirkjunnar,
Sumarbúðir í Kaldárseli og hjá söfn-
uði Háteigskirkju.
Hulda Hrönn hefur verið sókn-
arprestur í Hríseyjarprestakalli frá
1987 en því tilheyra Stærra-Árskógs-
sókn og Hríseyjarsókn. Þá hefur hún
sinnt afleysingarþjónustu í Möðru-
vallaklaustursprestakalli og Dalvík-
urprestakalli og sinnt hlutastörfum á
skrifstofu KEA í Hrísey, við Sparisjóð
Hríseyjar, Grunnskóla Hríseyjar og
Árskógsskóla og við Sumarbúðirnar á
Hólavatni.
Hulda Hrönn sat í nefnd á vegum
Þjóðkirkjunnar 1988–98 um Kvenna-
áratug Alkirkjuráðsins, sat í stjórn
Æskulýðssambands kirkjunnar í
Hólastifti hinu forna 1988–89, í nefnd
til undirbúnings Kristnitökuafmælis í
Eyjafjarðarprófastsdæmi 2000, 1988–
89, var fulltrúi íslensku Þjóðkirkj-
unnar í Den nordiska ecumeniska
kvennokommittén 1988–92, í Endur-
skoðunarnefnd siðareglna Presta-
félags Íslands 1991–94, sat í Héraðs-
nefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis
1990–2007, sat í stjórn Prestafélags
Hólastiftis hins forna frá 1997, í vara-
nefnd jafnréttisnefndar Þjóðkirkj-
unnar frá 1999 og síðan formað-
ur nefndarinnar 2006–2010 og sat í
Kynningarnefnd Eyjafjarðarprófasts-
dæmis. Hún er nú formaður Kvenfé-
lags Hríseyjar.
Fjölskylda
Systkini Huldu Hrannar eru Guð-
mundur Óli Helgason, f. 24.2. 1949,
sálfræðingur í Reykjavík; Guðrún
Lára Helgadóttir, f. 25.3. 1955, skjala-
fræðingur í Svíþjóð, gift Christer All-
anson; Þórólfur Örn Helgason, f.
31.8. 1959, BA í sagnfræði, búsettur
í Reykjavík; Kjartan Orri Helgason,
f. 19.11. 1967, viðskiptafræðingur í
Reykjavík, kvæntur Guðlaugu Erlu
Halldórsdóttur.
Foreldrar Huldu Hrannar eru
Helgi Ólafsson, f. 25.12. 1926, hag-
fræðingur í Reykjavík, og Munda
Kristbjörg Guðmundsdóttir, f. 27.9.
1926, d. 4.1. 2009, húsmóðir.
Ætt
Helgi er sonur Ólafs, trésmiðs í
Reykjavík Auðunssonar, b. á Kíl-
hrauni á Skeiðum Ólafssonar, b. á
Núpi í Fljótshlíð Einarssonar. Móðir
Ólafs Einarssonar var Ragnhildur, í
Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum. Móð-
ir Ragnhildar var Sigríður Jónsdóttir,
eldprests á Prestbakka á Síðu Stein-
grímssonar. Móðir Auðuns var Guð-
rún Auðunsdóttir, pr. á Stóru-Völl-
um á Landi Jónssonar, pr. á Mosfelli
í Mosfellssveit Hannessonar. Móðir
Ólafs var Þorbjörg Brynjólfsdóttir.
Móðir Helga var Lára Guðmunds-
dóttir, skútuskipstjóra og tómthús-
manns í Charlottuhúsi í Stykkishólmi
Halldórssonar. Móðir Láru var Kristín
Indriðadóttir.
Munda Kristbjörg var dóttir Guð-
mundar, b. og skipasmiðs á Kleifum í
Skötufirði Magnússonar, og Guðrúnar
Jónsdóttur.
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is Ættfræði | 21 Mánudagur 6. júní 2011
Til hamingju!
Afmæli 6. júní
Til hamingju!
Afmæli 7. júní
30 ára
Krystian Grzegorz Siwek Stillholti 19, Akranesi
Þórður Viggó Guðjohnsen Ljárskógum 8,
Reykjavík
Kristján Björn Tryggvason Kríuási 47,
Hafnarfirði
Atli Ómarsson Bólstaðarhlíð 23, Reykjavík
Freyr Finnbogason Unufelli 48, Reykjavík
Tryggvi Sveinsson Nónhæð 4, Garðabæ
Davíð Ingi Baldursson Birkimörk 2, Hveragerði
40 ára
Ireneusz Aleksander Dowgier Urðarteigi 28,
Neskaupstað
Hulda Vilhjálmsdóttir Baldursgötu 22a,
Reykjavík
Guðrún Lilja Jóhannsdóttir Kambahrauni
42, Hveragerði
Kristinn Leví Aðalbjörnsson Svarthömrum
70, Reykjavík
Jóhanna Einarsdóttir Fléttuvöllum 33,
Hafnarfirði
Heiða Erlingsdóttir Vættagili 18, Akureyri
Ótthar Edvardsson Háaleitisbraut 123,
Reykjavík
50 ára
Ólöf Jónsdóttir Smyrlahrauni 54, Hafnarfirði
Ásdís Gústafsdóttir Miðstræti 18, Bolungarvík
Elín Helgadóttir Litlakrika 35, Mosfellsbæ
Ólafur Pétursson Keilufelli 2, Reykjavík
Hjördís Sverrisdóttir Einarsstöðum 2, Húsavík
Gunnar Magnússon Litlakrika 12, Mosfellsbæ
Lárus Hrafn Lárusson Safamýri 52, Reykjavík
Salóme Ásta Arnardóttir Tómasarhaga 49,
Reykjavík
Halldór Reinhardtsson Suðurgarði 8, Reykja-
nesbæ
Hrönn Bergþórsdóttir Suðurgötu 92, Hafnar-
firði
Jón Bjarnason Sólheimum 26, Reykjavík
Sigríður Oddsdóttir Efstasundi 72, Reykjavík
Sandra Magnúsdóttir Bjarnhólastíg 1,
Kópavogi
Gestur Áskelsson Knarrarbergi 9, Þorlákshöfn
60 ára
József Vengrin Breiðvangi 18, Hafnarfirði
Óli Þór Valgeirsson Svölutjörn 71, Reykjanesbæ
Hörður Kristjánsson Stuðlaseli 8, Reykjavík
Jóna Pálsdóttir Fellahvarfi 27, Kópavogi
Guðbjörg Ragna Ragnarsdóttir Grettisgötu
6, Reykjavík
Margrét Gunnarsdóttir Hjallabraut 76,
Hafnarfirði
Ástríður Sigurðardóttir Sóltún 8a Hvanneyri,
Borgarnesi
Indriði Guðmundsson Möðrufelli 5, Reykjavík
Olga G. Snorradóttir Akurhvarfi 1, Kópavogi
Baldur Þór Þorvaldsson Leiðhömrum 31,
Reykjavík
Edda Sigurðardóttir Aðalstræti 8, Reykjavík
70 ára
Halldóra Jónsdóttir Álfaskeiði 72, Hafnarfirði
Hrólfur Ingimundarson Norðurbraut 31,
Hafnarfirði
Jóhann Harðarson Hátúni 10a, Reykjavík
Jóhann Landmark Guðbjartsson Esjubraut
8, Akranesi
Guðmundur Sveinsson Bæjartúni 14, Kópavogi
Erna Elínbjörg Árnadóttir Bogatúni 10, Hellu
Grétar Jónsson Heiðarseli 15, Reykjavík
Hallfríður Edda Lýðsdóttir Laufvangi 16,
Hafnarfirði
75 ára
Sigurveig G. Einarsdóttir Bjarkarlundi 3,
Akureyri
Jón Guðmundur Halldórsson Hraunbæ 176,
Reykjavík
Runólfur Sigurðsson Krókamýri 78, Garðabæ
Guðríður Sveinsdóttir Vesturhólum 7,
Reykjavík
80 ára
Ástríður Magnúsdóttir Meistaravöllum 15,
Reykjavík
Anna Sigríður Hauksdóttir Glósölum 7,
Kópavogi
Sigurborg Jakobsdóttir Leirubakka 4,
Reykjavík
Jónína Ingibergsdóttir Herjólfsgötu 7, Vest-
mannaeyjum
85 ára
Gísli Guðmundsson Garðsstöðum 19, Reykjavík
Margrét Katrín Valdimarsdóttir Ölduslóð
44, Hafnarfirði
Hólmfríður Kristdórsdóttir Gunnarsstöðum
2, Þórshöfn
90 ára
Stefán Jónsson Ærlækjarseli 1, Kópaskeri
Geirfinnur Karlsson Kjarnalundi dvalarh.,
Akureyri
30 ára
Slobodanka Sapina Túngötu 3, Grindavík
Vyacneslav Yelysyuchenko Skipal. 25, H.f.
Pawel Niescier Túngötu 5, Reykjavík
Ko-Leen Berman Bogabraut 961, Reykjanesbæ
Marcin Jachimowicz Grettisgötu 40b, Reykjavík
Jacek Makowski Miðbraut 13, Hrísey
Monika Agnieszka Staszek Furugrund 58, Kóp.
Ingi Sævar Ingason Unufelli 48, Reykjavík
Grétar Örn Jóhannsson Krókavaði 17, Reykjavík
Erlingur R. Björnsson Starengi 20a, Reykjavík
Friðrik S. Björnsson Hraunbæ 5, Hveragerði
Þórólfur Nielsen Lyngmóum 7, Garðabæ
Jón Bragi Guðjónsson Nýbýlavegi 22, Hvolsv.
40 ára
Ellý R. Gunnlaugsdóttir Höfðavegi 20, Vestm.
Ragnar Steinarsson Faxabraut 69, R.bæ
Áslaug Kristjánsdóttir Snægili 16, Akureyri
Ragna Björnsdóttir Smáratúni 17, Selfossi
Sigurður Ingi Ingason Höfðavegi 21, Vestm.
Steingrímur Waltersson Fálkahöfða 8, Mos.
Renata Jasinska Hjarðarhaga 64, Reykjavík
Halldóra G. Jónsdóttir Glitvöllum 2, Hafnarf.
Kristján J. Svavarsson Hverfisgötu 63, Hafnarf.
Magnús G. Sigmundsson Úthlíð 21, Hafnarfirði
Heiða Björg Ingadóttir Goðheimum 6, Rvk
50 ára
Hallgrímur Óskarsson Laufásvegi 6, Reykjavík
Örn Harðarson Blásölum 24, Kópavogi
Signý Þorkelsdóttir Traðarstíg 3, Bolungarvík
Auður Árnadóttir Mosprýði 2, Garðabæ
Amelia B. Mateeva Háaleitisbraut 16, Reykjavík
Svetlana Pankratjeva Kársnesbraut 106, Kóp
Shok Han Liu Strandgötu 8, Skagaströnd
Þórleif V. Friðriksdóttir Torfufelli 19, Reykjavík
Sandra J. Svavarsdóttir Gljúfraseli 6, Rvk
Einar Örn Steinarsson Birkihlíð 44, Reykjavík
Sigurlín Baldursdóttir Sólvallagötu 61, Rvk
Hildur Vera Sæmundsdóttir Víðimel 19, Rvk
Svala Stefánsdóttir Keilusíðu 2g, Akureyri
Una Kristín Einarsdóttir Rósarima 2, Reykjavík
Jón Karl Svavarsson Háholti 19, Akranesi
60 ára
Sigrún Harðardóttir Baughóli 60, Húsavík
Guðbrandur Sigurbergsson Suðurholti 12, H.f.
Atli Árnason Hrólfsskálavör 9, Seltjarnarnesi
Sesselja Fornadóttir Höfða 20, Húsavík
Þorsteinn Sigurðsson Húsafelli 5, Reykh. Borg.f.
Jón Skaptason Nesvegi 82, Reykjavík
Finnur Þór Friðriksson Hólavegi 19, Sauðárkr.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir Sólheimum 25,
Reykjavík
Valgerður Hermannsdóttir Markholti 24,
Mosfellsbæ
Hrönn Heiðbjört Eggertsdóttir Hjarðarholti
10, Akranesi
Þórunn Halldóra Matthíasdóttir Frostaskjóli
61, Reykjavík
Gabríel V. Guðmundsson Arnarhrauni 24,
Hafnarfirði
Börkur Gunnarsson Vitastíg 12, Reykjavík
70 ára
Magnús Ingvarsson Hlíðarhjalla 33, Kópavogi
Vigfús Jónsson Boðaþingi 8, Kópavogi
Gerður Ólafsdóttir Klapparhlíð 1, Mosfellsbæ
Nanna Þórðardóttir Laufvangi 1, Hafnarfirði
Emhild Kjærtrud Olsen Baldursbrekku 17,
Húsavík
75 ára
Haukur Þorkelsson Álfaskeiði 64, Hafnarfirði
Kristján Þorkelsson Breiðuvík 31, Reykjavík
Brynjólfur Samúelsson Framnesvegi 21,
Reykjavík
Sigurður Sigurþórsson Mánabraut 11, Þorláks-
höfn
Herdís Jónsdóttir Eyrarflöt 3, Akranesi
80 ára
Jónatan Aðalsteinsson Kjarrmóa 21, Reykja-
nesbæ
Svanhildur Jóhannesdóttir Tjaldhólum 9,
Selfossi
Herdís Ingibjartsdóttir Laugarnesvegi 88,
Reykjavík
Karitas Ólafsdóttir Bogabraut 16, Skagaströnd
Gríma Sveinbjörnsdóttir Austurströnd 10,
Seltjarnarnesi
Guðjón Guðmundsson Furugrund 26, Akranesi
Anna Emilía Viggósdóttir Fífuhjalla 4,
Kópavogi
Sjöfn Jóhanna Haraldsdóttir Espigerði 4,
Reykjavík
Nanna Sigfríður Þorleifsdóttir Gullsmára
9, Kópavogi
Sigurður J. Ágústsson Frostafold 6, Reykjavík
Nanna L. Pedersen Fróðengi 9, Reykjavík
Jón Skagfjörð Stefánsson Gauksstöðum,
Sauðárkróki
85 ára
Ingvar Sigurjónsson Hraunbúðum, Vest-
mannaeyjum
Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Langholtsvegi
200, Reykjavík
90 ára
Rafn Kristjánsson Árskógum 2, Reykjavík
Sigrún G. Fjeldsted Austurströnd 4, Sel-
tjarnarnesi
Gestur fæddist að Hæli í Gnúp-verjahreppi og ólst þar upp í for-eldrahúsum. Hann lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum á
Laugarvatni 1964 og embættisprófi í
lögfræði frá Háskóla Íslands 1974.
Gestur var lögfræðingur Sjóvá-
tryggingarfélags Íslands 1974–76,
varaskattstjóri í Reykjavík 1976–78 og
skattstjóri í Reykjavík 1978–2009 þeg-
ar embættið var lagt niður.
Fjölskylda
Gestur kvæntist 27.8. 1966 Drífu Páls-
dóttur, f. 8.4. 1945, skrifstofustjóra í
dómsmálaráðuneytinu. Hún er dóttir
Páls Hallgrímssonar, sýslumanns í Ár-
nessýslu, og Áslaugar Símonardóttur,
varðstjóra hjá Pósti og síma á Selfossi
en þau eru bæði látin.
Börn Gests og Drífu eru Páll Gests-
son, f. 20.9. 1967, verkfræðingur hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu, kvæntur Dag-
rúnu Árnadóttur og eiga þau þrjá syni;
Steinunn Gestsdóttir, f. 17.6. 1971,
doktor í sálfræði, gift Atla Frey Magn-
ússyni og eiga þau þrjú börn; Steinþór
Gestsson, f. 29.11. 1983, flugmaður.
Systkini Gests eru Jóhanna Stein-
þórsdóttir, f. 27.11. 1938, fyrrv. skóla-
stjóri í Gnúpverjahreppi, nú búsett í
Reykjavík og á hún þrjú börn; Aðal-
steinn Steinþórsson, f. 6.7. 1943, bú-
fræðingur og starfsmaður Landsvirkj-
unar og á hann tvær dætur; Margrét
Steinþórsdóttir, f. 18.4. 1946, bóndi í
Háholti í Gnúpverjahreppi og á hún
fimm börn; Sigurður Steinþórsson, f.
21.3. 1954, bóndi að Hæli og á hann
þrjár dætur.
Foreldrar Gests voru Steinþór
Gestsson, f. 31.5. 1913, d. 4.9. 2005,
bóndi og fyrrv. alþm. að Hæli, og k.h.,
Steinunn Matthíasdóttir, f. 8.10. 1912,
d. 6.2. 1990, húsfreyja að Hæli.
Ætt
Steinþór var sonur Gests, b. á Hæli,
bróður Ingigerðar, móðurömmu Ingi-
mundar Sveinssonar arkitekts, Einars
Sveinssonar, fyrrv. forstjóra Sjóvár-
Almennra, og Benedikts Sveinsson-
ar hrl., föður Bjarna, alþm. og for-
manns Sjálfstæðisflokksins. Bróðir
Gests var Eiríkur alþm. Gestur var
sonur Einars, b. á Hæli Gestssonar, b.
þar Gíslasonar, b. þar Gamalíelssonar.
Móðir Einars var Ingveldur Einars-
dóttir, b. í Laxárdal í Eystrihreppi og
ættföður Laxárdalsættar Jónssonar.
Móðir Gests Einarssonar var Stein-
unn, systir Guðrúnar, móður Guð-
nýjar, móður Brynjólfs Bjarnasonar,
heimspekings og ráðherra, en systir
Guðnýjar var Torfhildur, langamma
Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgun-
blaðsins. Steinunn var dóttir Vigfúsar,
sýslumanns á Borðeyri Thorarensen,
og Guðrúnar, systur Bjarna Thoraren-
sen, skálds og amtmanns.
Móðir Steinþórs alþm. var Mar-
grét Gísladóttir, b. í Ásum í Eystri-
hreppi Einarssonar, b. á Urriðafossi
Einarssonar, ættföður Urriðafossætt-
ar Magnússonar. Móðir Margrétar
var Margrét, ljósmóðir Guðmunds-
dóttir, b. í Ásum Þormóðssonar, og
Margrétar Jónsdóttur, pr. á Klaustur-
hólum Jónssonar, pr. í Hruna, bróður
Hannesar biskups, ættföður Finsen-
ættar Finnssonar biskups Jónssonar.
Steinunn var systir Haralds,
menntaskólakennara á Laugarvatni,
föður Ólafs, fyrrv. alþm., föður Har-
aldar Arnar, ferðagarps og pólfara.
Steinunn var dóttir Matthíasar, b. á
Fossi Jónssonar, b. á Skarði Jónssonar,
b. á Skarði Gíslasonar, b. á Hæli, bróð-
ur Gests, langafa Steinþórs. Móðir
Matthíasar var Steinunn, systir Rósu,
langömmu Alfreðs Flóka. Steinunn
var dóttir Matthíasar, b. á Miðfelli
Gíslasonar, b. á Sóleyjarbakka Jóns-
sonar, b. á Spóastöðum Guðmunds-
sonar, ættföður Kópsvatnsættar Þor-
steinssonar. Móðir Matthíasar var
Steinunn Jónsdóttir frá Hurðabaki.
Móðir Steinunnar á Hæli var Jó-
hanna Bjarnadóttir, b. í Glóru Jóns-
sonar, b. í Háholti Árnasonar, b. í Há-
holti Eiríkssonar. Móðir Jóhönnu var
Guðlaug Loftsdóttir, b. í Austurhlíð
Eiríkssonar, dbrm. á Reykjum og ætt-
föður Reykjaættar Vigfússonar.
Gestur Steinþórsson
Fyrrv. skattstjóri í Reykjavík
Hulda Hrönn M. Helgadóttir
Sóknarprestur í Hrísey
70 ára á þriðjudag
50 ára á mánudag