Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Side 22
22 | Úttekt 6. júní 2011 Mánudagur Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á heilsusamlegu mat- aræði færst mjög í aukana og ýmsir skólar og tískustraumar eru í þessum geira. Sumir halda því fram að líf- ræn fæða sé nauðsynleg til að holl- ustan sé marktæk og aðrir aðhyllast svokallað hráfæði og borða ekkert sem er hitað yfir 47 gráður. Einhverj- ir neita sér um allt sem kemur úr dýraríkinu og enn aðrir vilja næstum engin kolvetni og skrifa offituvanda heimsins á þau. Þá er talað um annars vegar bas- ískt og hins vegar súrt mataræði og mataræðinu er stýrt til að vinna bug á candida-sveppnum sem getur ver- ið erfiður kvilli. Orðið „detox“ var á hvers manns vörum á tímabili en það heiti er haft yfir eins konar innvortis „hreinsun“ sem fólk gengst undir með einum eða öðrum hætti. En um hvað snýst þetta? Er neysla á hollri og heilnæmri fæðu orðin flókið verkefni sem erfitt er að ráða fram úr nema með aðstoð sérfræð- inga? Er nauðsynlegt að hreinsa og afeitra líkamann að innan eða er það orðum aukið að tala um eitrun? Verðum við að kaupa sérstakar bæk- ur eða fara á námskeið um hvernig eigi að borða hollan mat? Sitt sýnist hverjum í þessum efn- um en Landlæknisembættið mælir ekki með því að fólk fari í svokallað- ar „detox“-aðgerðir á meðan sum- ir næringarfræðingar gagnrýna það sem kallað er „næringarefnahyggja“ og „sjúkdómavæðing matarins“. Linnulaus markaðssetning á mataræði Meðal þeirra sem harðast hafa lagst gegn því sem hann kallar kukl og þar með eru taldar „detox“-aðgerð- ir er Svanur Sigurbjörnsson læknir. Á bloggsíðu sína skrifar hann grein sem sem hann kallar: „Hvers vegna EKKI detox.“ Þar útskýrir hann meðal annars að líkaminn hafi sjálfur mjög „fullkomið afeitrunar- og útskilnað- arkerfi sem þarfnist ekki sérstakrar hjálpar við utan þess að misbjóða því ekki með óhollum lífsháttum.“ Hann segir að lifrin taki við öllu því sem við látum ofan í okkur og því margt sem sé afeitrað þar í svokallaðri fyrstu umferð: „þ.e. ýmis efni sem lifrar- frumurnar líta á sem framandi eru brotin niður í lifrinni áður en þau komast í almennu blóðrásina.“ Spurður að því hver skoðun hans sé á heilsumenningu nútímans seg- ir Svanur bæði markaðssetningu og aðgengi að mat hafa haft sín áhrif á þróun mála. „Nýjungum í mataræði er dembt linnulaust yfir fólk með mikilli mark- aðssetningu og fólk fær áhyggjur af því að það kunni ekki skil á matnum og sé vanhæft í að borða hollt. Svo verður þetta of ruglingslegt. Stund- um er talað um að eitthvað sé voða- lega hollt og svo kemur allt í einu grein sem dregur það allt í efa með misgóðum rökstuðningi,“ segir Svan- ur og bætir við að lífshættirnir hafi breyst á síðustu fimmtíu árum en erfðaefni mannsins ekki. Lausnir í gróðaskyni Svanur segir líka að það sé vert að minna fólk á að hugsa málin til enda og láta ekki glepjast af hverju sem er. „Það er ekki nóg að kenna börnum bara líffræði og raungreinar heldur þyrftum við að kenna þeim ákveðna heimspeki líka til að vega hlutina og meta. Það ætti að byrja snemma og við ættum að láta krakka æfa sig í þessu. Við Íslendingar getum verið svo ginn- keyptir fyrir alls konar nýjungum sem eiga að gera okkur gott. Oftast er það vel meinandi og heiðarlegt fólk sem vill gera gagn sem kemur nýjungunum á framfæri en það sem menn átta sig kannski ekki á er að uppruna „lausn- anna“ er kannski að finna í Banda- ríkjunum eða annars staðar þar sem töluvert er til af frekar óvönduðu fólki, fólki sem gengur kannski ekki gott eitt til heldur gerir hlutina fyrst og fremst í því skyni að græða peninga.“ Notum heilbrigða skynsemi Sólveig Eiríksdóttir, kennd við veit- ingastaðina Gló og Grænan kost, er flestum Íslendingum vel kunn enda hefur hún verið framarlega í því að heilsuvæða landann með hvatningu sem leiðir fólk í átt að heilbrigðu mataræði. „Maður er búinn að fara í svo marga hringi í þessu,“ segir Sólveig. „Núna tel ég að aðalmálið sé að fá fólk til að hlusta á boðskap land- læknis eða Lýðheilsustöðvar. Hálft kíló af grænmeti á dag segja þau eða 75% á disknum af grænmeti og þannig reyni ég að hafa þetta á mín- um matseðli,“ segir hún og vísar þar til veitingastaðarins Gló þar sem kjöt er borið fram til jafns við hráfæði. Sólveig segir að margir eigi í vandræðum með að fylgja þessum markmiðum um fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag og að „Á síðustu 100 árum hefur mat- aræði Íslendinga breyst verulega. Fyrir einni öld bjuggu íslenskar fjöl- skyldur við fábreytt fæðuval sem oft var jafn- vel af skornum skammti en eftir því sem fram liðu stundir, fjölgaði valkost- unum og vandamálin í dag snúast sjaldnast um hvort eitthvað sé til að borða heldur hvað skuli borða og hvernig. Hráfæði Á heimasíðu Heilsubankans segir Sól- veig Eiríksdóttir hráfæði vera aðferð til að matreiða grænmeti og ávexti, hnetur og fræ, þara og spírur á fjölbreyttan hátt. Þá er hráefni ekki hitað upp fyrir 47 stig á selsíus en þetta mun gert til að ensím haldist óskert í hráefninu og að kroppurinn þurfi að eyða sem minnstri orku í að melta og nýta sér orkuna úr matnum til uppbyggingar, viðhalds og viðgerðar. Hún segir marga hafa fundið mikinn mun á heilsunni og að fæðið hafi gert mörgum gott en einnig að margir nýti sér hráfæði til megrunar vegna þess að í hráfæði er öllum mjólkurvörum, ruslfæði, brösuðum og djúpsteiktum mat, gosdrykkjum, sælgæti og transfitu sleppt. Makróbíótískt fæði Áður en áhugafólk um heilsusamlegt mataræði leiddi hugann að hráfæði og basísku fæði var mikill áhugi á því sem kallast makróbíótískt fæði. Þar er leitast við að jafna „orkuna“ í matnum út í takt við yin yang fræðin og þannig er maturinn flokkaður sem ýmist yin eða yang. Mesta áherslan er á að borða grænmeti og korn en einnig eru til „mildari“ útgáfur sem leyfa kjöt, fisk og ávexti í einhverjum mæli. Þessar myndir voru teknar fyrir sýninguna Reykvíska eldhúsið í 100 ár sem félagið Matur, saga, menning stóð fyrir árið 2008. Fyrri myndinni er ætlað að sýna vikufæði fjögurra manna fjölskyldu árið 1900 en það byggir á gögnum frá Guðmundi Jónssyni prófessor í sagnfræði um fæðuframboð á Íslandi árið 1900. Seinni myndin á að sýna fæðu fjögurra manna fjölskyldu árið 2000 en hún byggir á könnun Manneldisráðs á mataræði Íslendinga árið 2002 og fæðuframboði á Íslandi Einfalda leiðin að hollustu Ásgeir Jónsson blaðamaður skrifar asgeir@dv.is Svanur Sigurbjörnsson „Fólk fær áhyggjur af því að það kunni ekki skil á matnum og sé vanhæft í því að borða hollt.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.