Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2011, Page 23
Úttekt | 23 Mánudagur 6. júní 2011 fyrir marga sé það áskorun í sjálfu sér að koma því fyrir á matseðlinum dag hvern. „Þetta þýðir að maður þarf að borða salat tvisvar á dag, fullt af góðu salati með matnum og narta í græn- meti og ávexti á milli mála,“ segir hún og bendir um leið á að víðtæk- ar rannsóknir liggi að baki þeirri nið- urstöðu að svo mikið grænmetis- og ávaxtaát sé vænlegasti kosturinn vilji maður borða hollt. „Næringarfræðingar sem starfa hjá Landlæknisembættinu vinna bara í því að reyna að hjálpa okkur að bæta heilsuna og borða rétt og ef maður er í vafa um hvaða ráðum skuli fylgja þá er best að skoða bara leiðbeiningarn- ar hjá landlækni,“ segir Sólveig. Ekki trúarbrögð Hún tekur undir þegar talað er um að stundum virðist málin of flókin og hvetur fólk til að treysta innsæi sínu þegar tekið er á hollustunni. „Mataræði er sett upp svolítið eins og trúarbrögð. Það eru alltaf að koma fram nýir sérfræðingar sem segja að réttu aðferðirnar til að við- halda heilsunni séu svona og hins- egin en fólk áttar sig ekki á því að það þarf bara að byrja strax að borða hollari fæðu. Fá sér epli á eftir og borða svo aðeins hollara í kvöld en í gærkvöldi. Fólk ætlar kannski að taka sig á og rýkur strax í öfgar. Held- ur síðan að allt sé ónýtt af því að það fær sér eina franska kartöflu og þá er „dottið í það“,“ segir hún og rifjar um leið upp hvernig átak í hollustu var einfaldara hér áður fyrr. „Þá fór fólk bara á matstofu Náttúrulækn- ingafélagsins á Klapparstíg ef það vildi taka sig í gegn og svo var gerð- ur hafragrautur úr heilum höfrum. Núna virkar þetta svo óyfirstíganlegt fyrir marga. Kúrinn er kannski sett- ur þannig upp að þú þarft að kaupa þrjú kíló af bætiefnum, safapressu og blandara ásamt hinu og þessu. Smátt og smátt verður þetta of flókið og allt í einu hættir flott heilbrigð húsmóðir að treysta innsæi sínu af því að hún þekkir ekki þetta svið og þá er hægt að selja henni allt og hún hoppar úr einu í annað en treystir ekki á sína eigin heilbrigðu skynsemi,“ segir Sól- veig. Skrítið og ekki skrítið Sólveig er í hópi þeirra sem hafa ver- ið duglegir að kynna nýjungar í mat- aræði og margs konar framandi teg- undir af mat. Hún hefur til dæmis fjallað mikið um svokallaða ofur- fæðu og fremst er hún meðal hér- lendra jafningja í matreiðslu svokall- aðs hráfæðis. „Þetta er samt allt bara matur,“ segir Sólveig. „Vandinn er bara sá að þessu er skipt upp í hefðbundið og óhefðbundið, skrítið og ekki skrítið. Sjálf lít ég svo á að hráfæði sé bara matreiðsluaðferð til að koma ofan í sig grænmeti án þess að þurfa að sitja og japla á hráu káli. Hráfæði þarf ekki endilega að vera stefna sem fylgt er út í hið ýtrasta. Þannig er hægt að nota það með öðrum mat. Þú getur til dæmis gert hráfæðispasta og steikt með því lambalundir. Það má alveg. Ég held að það myndi gera okkur öllum rosalega gott að læra að elda fleiri tegundir af mat en við gerum flest og matarmenning, líkt og önnur menning, er í stöðugri þróun.“ Heilbrigð skynsemi á að ráða ferðinni Sólveig segir okkur öll búa yfir heilbrigðri skynsemi sem auðvelt sé að nota. Það þurfi í raun ekki að leita langt yfir skammt, við vitum öll að brasaður matur er óhollur og að of mikil sætindi valdi þyngdaraukningu. „Ég held að fólk átti sig betur og betur á því að það er heilbrigða skyn- semin sem á að ráða ferðinni í þessu. Ef fólk vill taka til í mataræðinu er best að halda matardagbók í eina viku. Hver heilvita manneskja getur tekið út þrjú pipp eða aukarúnstykki og sett epli í staðinn. Við getum al- veg hjálpað okkur sjálf. Svo verðum við að muna að við erum misjöfn og það þola ekki allir allt þegar kem- ur að mat. Skyr leggst kannski vel í eina manneskju og illa í aðra. Það er svo margt sem við getum sagt okkur sjálf. Berðu saman krukku af hnetu- smjöri sem er bara hnetur og hnetu- smjöri sem er fullt af viðbættum sykri og aukaefnum. Það segir sig sjálft að þetta sem er bara hnetur er hollara. Ef þér tekst að trúa því að lífrænt hnetusmjör séu engar öfgar og það megi alveg borða það á bónusbrauði, þá ertu kominn vel á veg.“ Gott að þekkja uppruna matarins Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, hefur gagnrýnt næringarefnahyggj- una. Hún bendir á að réttast sé að forðast sjúkdómavæðingu fæðunnar og spyr um leið hvort það þurfi sér- hannaðar vörur, ofurfæði, markfæði, próteinblöndur, fæðubótarefni, nær- ingarduft og pillur til að tryggja holl- ustuna? Hún segir svarið við þessu einfalt: Nei, einfaldast sé að borða hollan mat, fjölbreytta fæðu, mest úr jurta- ríkinu og ekki of mikið í einu. „Ég hef reynt að vekja athygli á þeim ógöngum sem fólk er komið í og ofuráherslunni á næringarefna- hyggjuna sem verður til þess að við fjarlægjumst matinn. Næringarfræð- in leggur áherslu á efnin sem eru í matnum en útbreiðsla fræðanna hefur orðið til þess að matvælaiðn- aðurinn hefur tekið við þessum upp- lýsingum, ýmist um hollustuefni eða óæskileg efni í mat og bætt þeim við eða fjarlægt úr matvælum eftir því hvað telst æskilegt hverju sinni. Með þessu móti fjarlægist maturinn upp- runa sinn og með tímanum getur það orðið eins og námskeið í efna- fræði fyrir venjulegan neytanda að fikra sig um matvörumarkaðinn,“ segir Laufey. „Þó að næringarfræð- in séu flókin vísindi þá eiga það ekki að vera flókin vísindi að borða hollan mat eða kaupa í matinn.“ Laufey segist hafa lagt sig fram um að hvetja fólk til að leggja áherslu á grunnatriði heilbrigðs mataræð- is og vísar í því samhengi til kollega síns við New York-háskóla, Marion Nestley prófessors. „Marion Nestley, sem á ekkert skylt við súkkulaðiframleiðandann, hefur gefið út fjölmargar bækur um þessi mál, til dæmis Food Politics og What to Eat en þar fjallar hún ein- mitt um þessi mál og segir að það sé í raun sáraeinfalt að vita hvað skuli borða. Heilnæmt mataræði snýst fyrst og fremst um gæði hráefna og að vita hvaðan maturinn kemur og hvernig hann er unninn. Að sama skapi er rétt að minna á að það sem er hollt fyrir umhverfið er jafnframt hollt fyrir okkur. Maturinn er upp- runninn úr náttúrunni svo að meng- að umhverfi gefur ekki af sér hollan mat. Þar með er ákjósanlegt að neyta fæðu úr nánasta umhverfi svo fram- arlega sem það er hægt.“ Markaðssetningin flækir málin Laufey segir áherslur næringarfræð- inga í dag tiltölulega einfaldar og að hver og einn ætti að geta skilið þær. Að best sé að setja matinn í samhengi við það að neyta sem upprunaleg- astra fæðutegunda úr nærumhverfi. Hún bendir jafnframt á markaðs- setningu matvæla og að flækjurnar geti verið hluti af því að fólk sé að selja vörur eða þjónustu og vilji gera neytendur háða varningi sínum. „Þar með er búið að gera hollt mataræði að vísindum og um leið sjúkdómsvæða matinn. Matur er þó bara það sem sprettur úr jörðinni og við þekkjum sem mat. Er duft sem við vitum ekkert hvaðan er kom- ið matur? Löng efnaformúla utan á dósinni og guð má vita hvaðan þau efni koma eða hvernig þau voru unn- in, í hvaða fæðuflokki lendir slíkur „matur“?“ spyr Laufey og bætir við að þegar fæðan sé ekki lengur matur sé kominn tími til að hugsa sig tvisv- ar um. „Svo er fólki talin trú um að duft- ið sé nauðsynlegt til að byggja upp vöðva eða grenna sig en þetta er yfir- leitt byggt á veikum grunni. Að leita að tæknilegri lausn á næringarvanda er ekki ákjósanlegt,“ segir Laufey og bætir að lokum við að það sama eigi við um mat sem hefur verið breytt á einn eða annan hátt. „Sem dæmi um það má nefna trefjaefni sem eru oft nefnd til sögunnar þegar hollustu ber á góma. Til að fá þau er best að borða heilmalað korn, ávexti og grænmeti í stað þess að velja mat sem hefur ver- ið skilgreindur sem trefjaríkur. Það er hægt að bæta trefjum við margar teg- undir af mat og þar með verður leyfi- legt að kalla hann trefjaríkan. Mikið af því brauði sem er á markaði í dag er unnið þannig en þetta er ekki ávís- un á hollustu.“ Fræðin eru komin í hring Elva Gísladóttir næringarfræðingur, sem starfar á vegum Landlæknis- embættis (sem var áður Lýðheilsu- stöð), segist ekki hafa mikla trú á að flóknar ráðleggingar í sambandi við til dæmis súrt eða basískt mataræði skili fólki bættri heilsu. „Basískt og súrt fæði? Þarna erum við alveg komin í hring. Það er of flókið fyrir hinn almenna neytanda að hugsa um basískt og súrt mat- aræði og ef fólki er ráðlagt að neyta meira hráfæðis þá fer það alveg eft- ir því hvað það hefur verið að borða áður hversu mikill árangur næst í bættri heilsu. Ef viðkomandi hefur verið að neyta skyndibita og óholl- ustu og er orkulaus, slappur og þung- ur á sér þá segir það sig sjálf að hrá- fæðið gæti bætt þar úr. Það er ekkert sem mælir gegn því að fólk neyti hráfæðis með öðru fæði enda bara hollt að borða hrátt grænmeti. Sumt grænmeti verður þó hollara þegar það er eldað. Lycopen úr tómötum nýtist til dæmis betur eftir að búið er að elda tómatana og þetta á við um fleiri tegundir matvæla,“ segir Elva. Hvað kemur í staðinn? Spurð að því hver skoðun hennar sé á því að fjarlægja mjólkurvörur af mat- seðlinum segir Elva það nauðsynlegt ef fólk hefur fengið úr því skorið að það sé með óþol eða ofnæmi fyrir mjólkurvörum. „Auðvitað er til fólk með ólíkar gerðir mjólkuróþols eða -ofnæmis og því er skaðlegt að neyta mjólkuraf- urða. Annað gildir þó þegar foreldr- ar taka mjólkurafurðir af matseðlum barnanna án þess að vita hvort þau eru með óþol eða ekki. Mjólkuraf- urðir eru hollar sé þeirra neytt í hófi. Tveir skammtar af mjólkurvörum á dag duga vel. Til dæmis ein dós af hreinni jógúrt, glas af fjörmjólk og tvær ostsneiðar ofan á brauð,“ segir Elva og minnir á að fyrst og fremst þurfum við að huga að því að fá nær- ingarefni úr fæðunni og sér í lagi gildir það um börn: „Ef það er verið að taka út mjólk- urvörur hjá börnum þá er verið að taka út mikið af próteininu og orkunni sem barnið fær og þá þarf að huga vel að því hvað barnið fær í staðinn. Það ætti ekki að gera þetta nema það sé staðfest að barnið hafi ekki gott af því að neita mjólkuraf- urða. Einnig þurfa konur, og þá sér- staklega á unglingsaldri, að gæta vel að járninntöku. Járnið nýtist ekki eins vel úr kornvörum og það gerir úr rauðu kjöti svo ef rauðu kjöti er sleppt er mikilvægt að reyna að fá járnið annars staðar frá.“ Að lokum segir Elva um sykurinn sem af sumum er talinn einn stærsti heilsuskaðvaldur samtímans. „Landlæknisembættið lítur ekki á sykur sem eitur. Svo lengi sem sykur- inn fer að meðaltali ekki yfir 10% af orkunni þá veldur hann ekki nein- um sérstökum skaða. Það þýðir að manneskja sem þarf 2.000 hitaein- ingar á dag mætti fá sér að hámarki 50 grömm af sykri að meðaltali á dag. 50 grömm eru mikið fyrir fólk sem borðar aldrei sykur en það er rými fyrir smá sykur í daglegu mataræði þess sem neytir 2.000 hitaeininga. Allt er best í hófi og sykurinn líka.“ Laufey Steingrímsdóttir, prófessor í næringarfræði „Ég hef reynt að vekja athygli á þeim ógöngum sem fólk er komið í og ofuráherslunni á næringarefnahyggjuna.“ „Það verður eins og námskeið í efna- fræði fyrir venjulegan neytanda að fikra sig um matvörumarkaðinn.“ Basískt fæði Eitt nýjasta æðið í ráðleggingum um hollan mat er að neita svokallaðrar basískrar fæðu. Í bókinni Betri næring, betra líf, segir Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir að neysla á svokölluðu basísku fæði gangi út á að jafna sýrustig líkamans í pH-gildi 7,35-7,45. Þar sem þetta bil sé nokkuð þröngt sé öllum nauðsynlegt að þekkja basíska fæðu frá súrri fæðu. Hún segir flest grænmeti basískt en óholla fæðu oftast súra og að Vesturlandabúar séu upp til hópa of súrir vegna þess að við neytum fæðu sem sé of súr. Kolbrún segir candida-sveppinn þrífast vel í súru blóði en hann ku lifa á bilinu 2,5-7,0. Ef líkaminn nái sýrustigi 7,45 drepist sveppurinn. Því ættu allir sem vilja losna við sveppinn að einbeita sér að því að borða basískt fæði. Einnig getur annað en matur verið ýmist súrt eða basískt en þá eru ást og kær- leikur basísk fyrirbrigði meðan reiði og streita eru súr fyrirbrigði. Köld sturta er lítið basísk meðan svefnleysi og mikið vinnuálag er súrt. Jurta- og grænmetisætur Á Vísindavefnum er að finna ágætis skilgreiningu á þeim undirflokkum sem kenna sig við grænmetis- og jurtaætur. Þar segir m.a. frá vegans og lacto-ovo- vegetarians. „Semivegetarian“ er sá sem neytir jurtafæðu og útilokar sumar dýraafurðir úr neyslu sinni. Algengt er að neyslu á rauðu kjöti sé sleppt en að fuglakjöt og sjávarfang sé stundum á borðum. „Semivegetarian“ neytir mjókurafurða og eggja. „Lacto-ovo- vegetarian“ neytir eggja og mjólkur- afurða úr dýraríkinu en annars eingöngu jurtaafurða. „Lacto-vegetarian“ neytir mjólkurafurða en þar fyrir utan einungis jurtaafurða. „Vegan“ útilokar allar dýraafurðir úr fæðu sinni, en neytir allra jurtaafurða. „Fructarian“ borðar eingöngu jurtaafurðir sem má tína án þess að skemma móðurjurtina samkvæmt mismunandi þröngum skil- greiningum. Næringarfræðingur eða næringarþerapisti? Svokallaðir næringarþerapistar hafa verið áberandi í heilsuvæðingunni, bæði í ráðleggingum varðandi mataræði og hvers kyns mataróþol. Vert er þó að minna á að það er mikill munur á næringarfræðingi og næringarþerapista auk þess sem næringarfræðingur er lögverndað starfsheiti en næringarþer- apisti ekki. Til þess að útskrifast með meistarapróf í næringarfræði þarf að uppfylla ákveðin skilyrði. Forkröfur námsins hafa verið B.S. háskólapróf í raunvísindum eða heilbrigðisfræðum, til dæmis matvælafræði, líffræði, lífefna- fræði eða hjúkrunarfræði auk ákveðins einingafjölda í grunnnámi efnafræði, líf- eðlisfræði, stærðfræði, frumulíffræði og sjúkdómafræði. Grunnnám í næringar- fræði mun gera námið aðgengilegra. Löggildingu hjá heilbrigðisráðherra hljóta þeir sem hafa lokið M.S. prófi í næringarfræði frá HÍ eða sambærilegu háskólaprófi í næringarfræðum. Um nám í næringarþerapíu gilda önnur skilyrði. Ekki er hægt að læra til nær- ingarþerapista á Íslandi en það má til dæmis gera í Danmörku hjá CET sem stendur fyrir Center for Ernæring og Terapi. Námið tekur 34 daga sem deilt er á þrjú ár og kostar rúmlega tvær og hálfa milljón. Solla Eiríks „Maður er búinn að fara í svo marga hringi í þessu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.