Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Page 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 8. júní 2011 Uppvís að ósannindum n 27. september 2008 „Nei, nei, nei, nei, ég var að koma frá Banda- ríkjunum í morgun eins og þið vitið, búinn að vera nokkra daga í burtu og ákvað að nota daginn í að setja mig inn í það sem er búið að vera að gerast á meðan ég var fjarverandi,“ sagði Geir aðspurður hvort fundur hans með bankastjórum Seðlabanka Íslands hefði verið krísufundur. Á fundinum var grafalvarleg staða Glitnis rædd. Geir flýtti sérstaklega heimför sinni frá Bandaríkj- unum vegna stöðunnar. n 28. september 2008 „Nei, ég á ekkert sérstaklega von á því, það náttúrlega kemur fjárlagafrumvarpið á miðvikudaginn og ég verð með stefnuræðu í Alþingi á fimmtudaginn. Það er allt saman á bara hefðbundnu róli...“ sagði Geir aðspurður um hvort von væri á yfirlýsingu eða aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahags- málum eftir leynifund sem haldinn var með fulltrúum allra stjórnmálaflokka á þingi. Seinna kom í ljós að á fundinum hefði al- varleg staða í efnahagsmálum þjóðarinnar verið kynnt fyrir viðstöddum. n 28. september 2008 „Ja, ég myndi nú ekkert lesa neitt sérstakt í það, við vinnum oft um helgar [...] maður þarf stundum að finna tíma þar sem menn geta talað saman í ró og næði án þess að vera í eilífri tímapressu,“ svaraði Geir aðspurður hvort ekki væri óvenjulegt að hann hefði fundað tvisvar sinnum með stjórnendum Seðlabankans sömu helgina. n 29. september 2008 „Það var ekkert sérstakt sem gekk á, ég tala mikið við þessa menn og við ákváðum að hittast í gærkvöldi. Ég nota gjarnan tækifærið og spjalla við Björgólf Thor þegar hann er á landinu og mér finnst ég hafa gagn af því og það er ekkert óeðlilegt við það að við hittumst eftir þessar breytingar sem orðið hafa á markaðnum,“ sagði Geir um fund sem hann átti með Björgólfi Thor Björgólfssyni, þá einum aðaleiganda Lands- bankans. Geir neitaði einnig að á fundinum hefði komið fram krafa um sameiningu Glitnis og Landsbankans. Seinna kom fram að forsvarsmenn bankans hefðu lagt til að Glitnir og Straumur yrðu sameinaðir bankanum. n 22. október 2008 Geir kannast ekki við að innan ríkisstjórnar- innar hafi verið ræddur sá möguleiki að stjórn Seðlabankans viki. „Nei, það hefur ekki verið rætt. Ja, nei, nei, það hefur ekki verið rætt,“ sagði Geir í viðtali við Kastljós og kannaðist ekki við að innan ríkis- stjórnarinnar hefði það verið rætt að stjórn Seðlabankans viki. Seinna kom í ljós að ráðherra Samfylkingarinnar hafði látið bóka á fundinum að stjórnendur Seðla- bankans nytu ekki trausts flokksins. Þá sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, að hún hefði áður rætt sama möguleika við Geir. n 6. nóvember 2008 „Það er ekki íslenska ríkið sem er að lenda núna í þessum vanda það eru einkabank- arnir. Þetta mál snýst um það að íslenska ríkið og almenningur í landinu ætlar ekki að taka að sér að borga skuldir þessara einkaaðila,“ sagði Geir í samtali við Morgun- blaðið aðspurður hvort greiðslur vegna Icesave myndu lenda á íslenska ríkinu. Þegar þjóðin greiddi atkvæði árið 2011 um ríkisábyrgð á Icesave-skuldinni studdi Geir ríkisábyrgðina. n 9. nóvember 2008 „Það hefur alveg komið skýrt fram af minni hálfu bæði gagnvart ráðamönnum í þessum löndum og eins gagnvart Alþjóðagjald- eyrissjóðnum að þetta eru tvö óskyld mál. Við sættum okkur ekki við að þeim sé blandað saman og við munum ekki láta kúga okkur til að blanda þeim saman,“ sagði Geir sem ekki vildi ganga að kröfum Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Það gerði hann hins vegar viku síðar. Grétar Þór Eyþórsson, doktor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að það þurfi ekki að koma á óvart að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi verið harðorður í garð fyrrverandi andstæðinga sinna í stjórnmálum á blaðamannafundi sem hann hélt á mánudag. Þar sagði Geir réttarhöld- in yfir sér beinlínis vera pólitíska að- för að sér. „Þetta eru samtímamenn í stjórnmálum sem eru að ákæra og fyrir vikið verður svona slagur allt- af harðari en þegar gerð eru pólitísk réttarhöld eftir á,“ segir Grétar Þór í samtali við DV. Forystumaðurinn látinn sæta ábyrgð Þegar hann er spurður hvort hann sé sammála Geir í því að málið sé póli- tísk aðför fyrrverandi stjórnmála- andstæðinga Geirs segir hann að það sé hægt að hafa ýmsar skoðanir á því. „Það hafðist þingmeirihluti fyrir því að ákæra Geir en ekki aðra. Maður veit eiginlega ekki hver sú meinta að- för ætti að vera. Það er líka hægt að sjá þetta þannig að mögulega hefur sá meirihluti, sem samþykkti ákær- una á hendur Geir, viljað að forystu- maður ríkisstjórnarinnar í hruninu, hrunstjórnarinnar, yrði látinn sæta einhverri ábyrgð fyrir hönd þessa hóps. Það er hægt að lesa það í þessa atkvæðagreiðslu því hann var sá eini sem var sakfelldur. Það getur alveg eins verið eitthvað slíkt á bak við það, eins og að það sé eitthvað persónu- legt. Við vitum hvernig umræðan hefur verið. Sjálfstæðismenn segja að þetta sé aðför að honum en svo er aftur annað mál að Árni Mathie- sen var ekki ákærður. Það getur sagt manni það að ef menn hefðu fylkt liði til að gera einhverja pólitíska að- för að sjálfstæðismönnum þá hefðu þeir alveg eins átt að ákæra Árna Mathiesen. Þannig endaði þetta nú ekki. Þannig að það má nú alveg túlka þetta þannig að þetta hafi verið annaðhvort aðför eða tilraun til að láta verkstjóra og forystumann rík- isstjórnarinnar sæta ábyrgð,“ segir Grétar Þór. Steingrímur og Atli ekki í persónulegri herferð Á blaðamannafundinum dró Geir fram tilvitnanir í Steingrím J. Sigfús- son fjármálaráðherra og Atla Gísla- son utanflokkþingmann, sem fór fyrir þingmannanefnd Alþingis sem lagði það til að ráðherrarnir fjór- ir yrðu ákærðir, þar sem þeir hörm- uðu það að Geir væri einn ákærð- ur. Grétar Þór segir að það bendi til þess að Atli og Steingrímur hefðu viljað ákæra fleiri. „Það segir okk- ur þá kannski líka að Steingrímur, Ögmundur og Atli hafi ekki verið í neinni persónulegri herferð gagnvart Geir. Það voru hins vegar þingmenn Samfylkingarinnar sem breyttu af- stöðu á milli manna þegar var verið að afgreiða atkvæði á sínum tíma. Það segir mér að þeir vildu ákæra fleiri og það segir mér að það hafi ekki verið þeirra ætlun að ákæra Geir neitt persónulega frekar en aðra. En auðvitað er útkoman úr atkvæða- greiðslunni á Alþingi sú að það er meirihluti fyrir því að ákæra forystu- manninn en ekki hina. Það má eig- inlega segja að Samfylkingarþing- menn hafi eiginlega ráðið því með atkvæðagreiðslu sinni,“ segir Grétar Þór. birgir@dv.is Stjórnmálafræðingur segir það ekki koma á óvart að Geir hafi verið harðorður í garð fyrrverandi pólitískra andstæðinga sinna: Harka í átökum samtímamanna Grétar Þór Eyþórsson Doktor í stjórn- málafræði við Háskólann á Akureyri. Í lok nóvember 2008, árið þegar bankarnir hrundu, tók DV saman nokkur dæmi um ósannindi Geirs Haarde, sem þá var forsætisráðherra, í tengslum við efna- hagshrunið. töluverðar líkur á að hann geri mis- tök. Það er eðlilegt að Geir bendi á þau og kannski mun það leiða til sýknu. Geir þarf að vera duglegur að gagnrýna allt og hnýta í öll formsat- riði eins og hann mögulega getur. Eins þarf hann að nýta þann að- gang sem hann hefur að fjölmiðlum. Á mánudag boðaði hann til blaða- mannafundar þar sem hann sat einn fyrir svörum án þess að vera á saka- mannabekk og þurfti ekki að svara mörgum spurningum. Þar með gat hann búið til fréttir á sínum forsend- um og á sínum heimavelli í stað þess að fréttirnar kæmu í gegnum réttar- höldin sjálf. Með því að vera fyrri til færði hann umræðuna að þeim atriðum sem hann vill tala um. Eins og því að ákæran sé óljós, þetta séu pólitísk réttarhöld og öðrum atriðum sem eru ofboðslega sympatísk. Almennt hefur fólk samúð með manni sem á við ofurefli að etja, er einn tekinn fyr- ir, er í ójöfnum leik og þarf að standa straum af miklum kostnaði. Þetta eru allt klassísk stef til að spila inn á sam- úð fólks en þetta getur líka verið rétt.“ Velur óvinsælan andstæðing Eftir þingfestingu málsins sagði Geir það vera pólitíska aðför af hálfu fyrr- verandi andstæðinga hans í póli- tík, þeirra Steingríms J. Sigfússon- ar, Ögmundar Jónassonar og Atla Gíslasonar. Sagði hann réttarhöldin vera skrípaleik. „Það er ekki við sak- sóknara að sakast í því efni og alls ekki dómarana. Þetta er ekki þeim að kenna. Það standa allir í sporum sem enginn átti von á og enginn ósk- aði sér – nema nokkrir einstakling- ar niðri á Alþingi sem stýrðu þessu,“ sagði Geir um réttarhöldin. Þetta er í samræmi við það sem Geir sagði á blaðamannafundi sem hann hélt á mánudag, degi fyrir þingfestinguna. Þar sagðist hann ekki vilja nefna nöfn þeirra sem bæru ábyrgð á málinu en að hann sæi sig knúinn til þess. Andrés segir að það sé sterkur leikur. „Í ljósi þess að hann hann var sá eini sem var ákærður þá er mjög auðvelt að halda því fram að þetta sé pólitískt, jafnvel þótt fólk úr öðr- um flokkum hafi viljað ákæra fleiri og Jóhanna Sigurðardóttir hafi greitt atkvæði á móti því að ákæra hann. Hann stillir þessu upp eins og þetta séu pólitískar ofsóknir af hálfu ríkis- stjórnar sem meiri hluti þjóðarinnar er á móti. Í sjálfu sér er það óvitlaust að velja sér andstæðing sem er óvin- sæll. Hann mætti alls ekki gagnrýna saksóknara eða aðra sem starfa fyr- ir réttarkerfið persónulega. Það væri ekki siðleg PR-herferð.“ Stuðningur fjölskyldunnar „Ég er mjög ánægður með að mál- ið sé loksins hafið, ég hef beðið eft- ir því frá því í október. Núna er mál- ið komið í gang formlega séð,“ sagði Geir þegar málið hafði verið þingfest. Andrés telur að tíminn vinni með Geir. „Því lengra sem frá líður því meiri samúð fær hann. Almennings- álitið er að breytast. Fólk vill fara að gleyma þessu og horfa til framtíðar.“ Fjölskylda Geirs sat á fremsta bekk í dómsalnum í dag. „Það er mjög sterkt að hann hafi stuðning hennar,“ segir Andrés. „Fullt af fólki vill kannski styðja hann en þorir ekki að taka afstöðu með manni á saka- mannabekk. En þegar einhver tekur upp hanskann fyrir hann þora fleiri að sýna að þeir standi með honum. Þess vegna er mjög mikilvægt að tala til þeirra sem vilja styðja hann og virkja þá eins og Geir hefur gert, meðal annars með heimasíðu þar sem fólk skrifar undir stuðnings- mannalista.“ Tveir góðir dagar Þar að auki var stuðningsmanna- fundur haldinn í Hörpu á þriðjudag. „Það var sniðugt að tala um að fund- urinn væri þverpólitískur. Eins var gott fyrir Geir að hafa þetta sitthvorn daginn og fá þar með tvo góða daga. Í svona stórum málum snýst þetta um að fá sem flesta jákvæða daga. Það hefur ekki bara áhrif á almennings- álitið heldur líka á fréttamenn.“ Blaðamannafundurinn var klukk- an fimm. Andrés segir að hann hafi verið seinni partinn til að fréttamenn hefðu sem minnstan tíma til að vinna úr efninu áður en kvöldfréttir færu í loftið og blöðin í prent. „Kannski hélt hann fundinn vísvitandi á mánudegi því þá er lítið í fréttum og meiri lík- ur á að hann yrði aðalmálið eins og hann vildi.“ Þá sagði hann að það yrði erfitt að útskýra málið fyrir útlendingum. „Þar með er hann að vísa til þess að þetta gæti horft undarlega við í aug- um útlendinga, þeir gætu ekki skil- ið hvers eðlis þessi málsókn er og að þetta gæti reynst smánarblettur í sögu þjóðarinnar,“ segir Andrés. Efnahagshrunið réttlætir ekki landsdóm „Það var engin ástæða til þess og það kom mjög skýrt fram þegar þessi mál voru rædd á Alþingi í september,“ sagði Geir þegar hann var spurður að því eftir þingfestinguna hvort hann teldi ástæðu til að kalla saman lands- dóm líkt og gert hefur verið. „Ég vildi ekki draga neinn fyrir landsdóm. Ég tel það hafa verið misnotkun á því fyrirkomulagi sem landsdómur er að ætla að gera einn eða eftir atvikum fjóra ráðherra ábyrga fyrir því með landsdómsákæru.“ Fyrir dómi svaraði Geir því ekki hvenær hann teldi við hæfi að kalla saman landsdóm heldur vék máli að því að hann teldi þingmannanefnd- ina sem lagði til við þingið að ákæra ætti Geir og þrjá aðra ráðherra fyr- ir landsdómi hefðu ekki rannsak- að málið sjálft heldur einungis les- ið skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Hér var bankahrun. Það hefur ver- ið gerð sérstök skýrsla um það hverj- ar voru ástæðurnar fyrir því eftir því sem höfundar skýrslunnar gátu best komist að. Það var ekki tekin afstaða til þess í þeirri skýrslu hvort draga ætti einstaka menn fyrir dómstóla,“ sagði Geir aðspurður hvenær hann teldi rétt að kalla landsdóm saman. Samúðin skiptir miklu máli Að lokum segir Andrés að aðferð- ir Geirs séu vænlegar til árangurs. „Þetta er góður maður og vamm- laus fram að þessu. Ef hann verður dæmdur sekur þá yrði það fyrst og fremst táknrænn dómur. Ég er ekki viss um að fólk vilji að Geir sitji dag í fangelsi og efast um að það þjóni réttlætiskennd þjóðarinnar. Hann er ekki lengur í pólitík, hann hætti og var veikur. Allt þetta dregur úr refsi- gleði þjóðarinnar.“ Andrés segir að veikindi Geirs muni jafnvel hjálpa honum að snúa almenningsálitinu sér í hag. „Fólk tengir við það. Þannig að hann mun líklega koma í stórt viðtal og tala um veikindin og það hvað það var erfitt að jafna sig á þeim um leið og hann kveið þessu máli. Fólki hefur áður tekist að snúa umræðunni þannig. Sumir snúa líka aftur til starfa í þeim tilgangi að endurheimta orð- sporð. Sjálfstæðismenn munu lík- lega skipa hann í háttsett embætti á vegum ríkisins næst þegar þeir kom- ast til valda til að sýna honum stuðn- ing.“ PR-stríð skilar árangri Andrés Jónsson almannatengill segir PR-stríðið sem Geir sé þegar byrjaður að reka geta skilað árangri. „Það er ekki við saksóknara að sakast í því efni og alls ekki dómarana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.