Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 8. júní 2011 Miðvikudagur Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins rekinn úr starfi: Ólga eftir brottrekstur Ólga er í Sjálfstæðisflokknum á Norðurlandi eftir að Guðmundi Skarphéðinssyni, formanni kjör- dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og jafnframt starfsmanni flokksins var sagt upp störfum nýlega. Guðmundur var kallaður á fund Jónmundar Guð- marssonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins, og rekinn fyrirvara- laust úr starfi. Brottreksturinn lagðist illa í félaga Guðmundar í kjördæmis- ráðinu sem í kjölfarið skrifuðu bréf til Jónmundar og Bjarna Benedikts- sonar, formanns flokksins, þar sem brottrekstrinum var mótmælt harð- lega. Þingmenn flokksins í kjördæm- inu fengu einnig bréf um þetta efni. Guðmundur vildi lítið tjá sig um málið í samtali við DV en staðfesti að sér hefði verið sagt upp og að fé- lagar hans í flokknum í Norðaustur- kjördæmi hefðu sent mótmælabréf til Valhallar. „Við vorum ekki sátt við þetta og sérstaklega hérna á Norður- og Aust- urlandi þar sem hann hefur aðallega starfað,“ segir Baldvin Valdimars- son formaður fulltrúaráðsins á Akur- eyri. Spurður um viðbrögð frá forystu flokksins við kvörtunarbréfinu, segir Baldvin: „Þau komu hingað norður, formaður og varaformaður. Það var mjög góður fundur og það ríkir viss skilningur á sjónarmiðum beggja að- ila.“ St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Góðir skór Gott verð St. 36-41 kr. 6.595 St. 36-41 kr. 5.895 St. 24-35 kr. .395 St. 41-46 kr. 6.795 Jósefína Þorbjörnsdóttir íbúi í Kefla- vík á tugi hunda sem hún virðist lít- ið ráða við. Í síðustu viku réðust 17 hundar í hennar eigu á Guðrúnu Guðmundsdóttur þegar hún var á gangi á Miðnesheiði á Reykjanes- skaganum. Konan hefur ítrekað gerst brotleg við reglur um hundahald og hefur eigandi íbúðarinnar sem hún býr í ítrekað reynt að losna við hana úr íbúðinni. Í samtali við DV fyrr á árinu sagði hún að maðurinn væri kærasti hennar sem reyndist ekki vera rétt. Samkvæmt heimildum DV hefur konan margsinnis verið tilkynnt til Dýraverndarsambands Íslands en lítið hefur verið aðhafst vegna kvart- ananna. Hefur hún nú verið kærð til lögreglunnar eftir árás hunda henn- ar, sem allir voru lausir, í síðustu viku. „Ég hef bara ekkert um þetta mál að ræða,“ sagði Jósefína þegar blaðamaður leitaði viðbragða henn- ar við málinu. Sögð eiga yfir 20 hunda Dýraverndarsambandi Íslands hafa borist að minnsta kosti þrjár tilkynn- ingar varðandi hundahald Jósefínu en hundaeigendur í nágrenni við hana segja hana fara illa með hundana. Athyglisvert þykir einnig að Jósefína hefur tugi hunda í 60 fer- metra íbúð sem hún býr í. Hundaeig- andi sem þekkir Jósefínu hafði sam- band við DV en sökum þess hversu málið þykir viðkvæmt kaus hún nafnleynd. Hún sagðist hafa þríveg- is kvartað til yfirvalda vegna hunda- halds Jósefínu og vita um minnst fjórar aðrar kvartanir. „Við vorum bara að bíða eftir því að eitthvað svona myndi gerast,“ segir hún um árásina í síðustu viku. Hundahald er almennt bannað í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveit- arfélögum hér á landi. Auðvelt þykir þó að fá undanþágu frá því banni en Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja getur veitt undanþágur frá bann- inu á nokkrum mismunandi for- sendum. Fyrir hvern hund þarf að greiða 13.146 krónur á ári samkvæmt reglum sveitarfélagsins. Það þýðir að Jósefína þarf að greiða 223.482 krón- ur á hverju ári fyrir hundana sem réðust á Guðrúnu á Miðnesheiði. Var með 17 hunda í Subaru Guðrún Guðmundsdóttir sem varð fyrir árás hunda Jósefínu sagði við DV eftir árásina að allir hundarnir 17 sem Jósefína var með, og réðust á hana, hafi verið lausir. Það er skýrt brot á reglum um hundahald. Guð- rún var á gangi við gamla Rockville á Suðurnesjum síðastliðinn þriðjudag þegar hún varð fyrir árás hundanna sem flöðruðu upp um hana og bitu. Hún var bitin fjórum sinnum aftan á lærin og fékk þar að auki sex djúp bitsár. Áður en hundarnir réðust á Guð- rúnu reyndi hún að kalla á Jósef- ínu til að fá hana til að hafa stjórn á hundunum en þeir höfðu hópast í kringum hana. „Ég kallaði í konuna og bað hana að kalla í hundana því mér fannst eins og það væri verið að bíta mig í fæturna, en ég hrein- lega trúði því ekki,“ sagði hún í sam- tali við DV 2. júní. Eftir árásina kom svo Jósefína hundunum fyrir í Sub- aru-bifreið sinni áður en hún talaði við Guðrúnu. Guðrún segir að Jósef- ína hafi ekki trúað því að hundarn- ir hefðu bitið hana þar til hún sýndi henni sárin. Hundunum hefur snarfjölgað Í samtali við DV fyrr á árinu sagði Jósefína að hún hefði fulla stjórn á hundunum og að þeir væru að- eins 13 talsins. „Við förum alltaf út fyrir bæinn með þá og leyfum þeim að hlaupa í svona klukkutíma. Síð- an hleypi ég þeim í þremur hollum út í garð til að pissa og það fara allt- af sömu hundarnir saman. Það fara síðan alltaf sömu hundar saman inn í búr og aftur í skott og svona. Þeir kunna þetta allt saman og gegna mér í einu og öllu svo þetta er ekkert mál,“ sagði hún aðspurð um hundana. Á sama tíma hvatti hún fólk til að íhuga vandlega hvort það væri reiðubúið til að taka að sér hund áður en í það væri farið og að hún sjálf ætlaði ekki að fá sér fleiri hunda í bráð. Hún virð- ist hafa horfið frá þeirri hugmynd. „Ég ætla bara ekkert að tjá mig neitt um þetta mál, ég er búin að gera það nóg,“ sagði hún aðspurð hvort hún hafi gripið til aðgerða eða ráð- stafana eftir að árás hundanna í síð- ustu viku. n Kona með tugi hunda á heimili sínu n Hundarnir hafa oftar en einu sinni ráðist á fólk n Hefur verið tilkynnt til Dýraverndarsambands Íslands vegna vanrækslu n Ekkert virðist aðhafst í máli konunnar Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Ég hef bara ekkert um þetta mál að ræða. Með tugi brjálaðra hunda í lítilli íbúð Með tugi hunda Jósefína er sögð vera með yfir 20 hunda í 60 fermetra kjallaraíbúð sem hún leigir. MynD Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Áverkarnir Guðrún Guðmundsdóttir, sem varð fyrir árás hunda Jósefínu, hlaut áberandi áverka. Framkvæmdastjóri Jónmundur Guð- marsson rak starfsmann flokksins í Norð- austurkjördæmi úr starfi í sparnaðarskyni. Áríðandi fundur á fimmtudag: Gróðinn „vellur“ upp úr pottum Norðuráls Verkalýðsfélag Akraness hefur boð- að til áríðandi fundar með starfs- mönnum Norðuráls næstkomandi fimmtudag þar sem, að sögn for- manns félagsins, verður rædd sú grafalvarlega staða sem komin er upp í kjaraviðræðum við Norðurál. Liðnir eru sex mánuðir frá því að launaliður samningsins rann út og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, að ekki sé að finna nokkurn samningsvilja hjá forsvarsmönnum Norðuráls sem boðið hafa sömu kjör og samdist um á hinum almenna vinnumarkaði á dögunum, 11,4 prósent til þriggja ára. Þessu tilboði hefur Vilhjálmur hafnað algerlega enda barist fyrir því ötullega undanfarið að útflutnings- fyrirtæki á borð við Norðurál sem hagnast hafa gríðarlega á gengisfalli krónunnar og stórhækkuðu álverði greiði eftir getu. Í pistli á heimasíðu Verkalýðs- félags Akreaness segir hann að Norðurál hafi skilað gríðarlegum hagnaði frá því fyrirtækið hóf starf- semi árið 1998. „Það vellur gróði upp úr öllum pottum Norðuráls og því er sorglegt að fyrirtæki í áliðnaði séu ekki tilbú- in að deila þessum gríðarlega mikla ávinningi með starfsmönnum,“ segir Vilhjálmur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.