Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Page 10
10 | Fréttir 8. júní 2011 Miðvikudagur
Allt á einum stað!
Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir
Þú færð fría olíusíu ef þú lætur
smyrja bílinn hjá okkur
Komdu með bílinn til okkar og
þú færð fría ástandsskoðun
„Við vorum spenntir fyrir því að
vera með tónleika í Hörpu en við
vildum fara inn með annað hljóð-
kerfi því hljóðkerfið er svo mikil-
vægt fyrir flutning okkar. Við erum
að halda útgáfutónleikana okkar
og viljum gera það almennilega og
vera með geðveikt sánd og þetta
hljóðkerfi í Hörpu stenst ekki okk-
ar kröfur,“ segir Birgir Þórarinsson
í hljómsveitinni GusGus. Hann
staðfestir þar með orð Ingólfs Arn-
arsonar eiganda HljóðX, þjónustu-
fyrirtækis sem býður meðal annars
upp á ráðgjöf, leigu og uppsetn-
ingu hljóðkerfa. Ingólfur vill meina
að hljóðkerfið í Hörpu sé of lítið
og ráði ekki við allar gerðir af tón-
list. Hann er jafnframt ósáttur við
hvernig staðið var að útboði vegna
hljóðkerfisins í Hörpu, en hann
segir að HljóðX hafi verið með
lægra tilboð en Exton sem fékk
verkefnið. DV hefur fengið fleiri
ábendingar frá gestum á ýmsum
tónleikum sem hafa kvartað undan
hljómburðinum og hljóðkerfinu,
meðal annars á tónleikum með
tenórunum fjórum og á tónleikum
með Ólöfu Arnalds.
Veitti ráðgjöf og tók þátt í
útboði
Exton var ráðgefandi aðili Eignar-
haldsfélagsins Portusar, sem sér um
undirbúning, hönnun, byggingu,
starfsemi og rekstur á Hörpu, á upp-
hafsstigi framkvæmda við húsið.
Það staðfestir Stefán Hermannsson,
framkvæmdastjóri Austurhafnar-TR,
sem á Portus. Austurhöfn-TR er svo
í eigu Reykjavíkurborgar og ríkisins.
Stefán vill ekki meina að hagsmuna-
árekstur hafi átt sér stað þrátt fyrir að
Exton hafi bæði veitt ráðgjöf og tekið
þátt í útboðinu, enda hafi ráðgjöfinni
lokið löngu áður en útboðið átti sér
stað. Þá hafi Austurhöfn haldið utan
um útboðið en ekki Portus og fengið
bandaríska fyrirtækið Artec til ráð-
gjafar vegna hljóðkerfiskaupa og til
að sjá um útboðslýsingu. Að sögn
Stefáns var Exton með hagstæðasta
tilboðið í útboðinu.
Mæltu með öðrum búnaði
Ingólfur hjá HljóðX vill meina að Ext-
on hafi sniðið sína ráðgjöf að því kerfi
sem það er með umboð fyrir og heitir
Meyer. „Við vissum að það færi aldrei
annað kerfi þangað inn en Meyer því
það var á listanum. Við gengum því
svo langt að bjóða Meyer-búnað sem
við ætluðum að kaupa erlendis frá.“
Á seinni stigum útboðsferlisins lagði
HljóðX þó til að notaður yrði annar
búnaður sem þeir töldu henta hús-
næðinu betur. „Við fengum þarna
einn og hálfan fund og vildum gera
ákveðna hluti og bentum á margt
sem var ekki í lagi, en við komumst
bara ekki lengra því Exton hafði ver-
ið allt í kringum þetta borð.“ Ingólf-
ur vill jafnframt meina að spara hefði
mátt hundruð milljóna króna með
stafrænum lausnum í köplum eins
og þeir lögðu til.
Mismunandi smekkur
tónlistarmanna
„Eftir að þetta fór allt saman í gang
var búið að kaupa fullt af öðrum
búnaði beint frá Exton. Búnað sem
menn eru mjög ósáttir við og er alls
ekki nægilega góður fyrir svona sali.
Þar fyrir utan þá megum við ekki
einu sinni fara inn í þetta hús með
búnað frá okkur. Í öllum öðrum
svona húsum í heiminum er mönn-
um frjálst að koma með sinn eigin
búnað því smekkur tónlistarmanna
á því hvaða hljóðkerfi hentar því sem
þeir eru að gera er svo mismunandi.
Þetta er eins og að segja við Sinfón-
íuhljómsveitina: „Þið megið ekki
nota ykkar hljóðfæri, þið verðið að
nota ríkishljóðfærin sem við sköffum
ykkur í húsinu.“ Þetta er náttúrulega
út í hött,“ segir Ingólfur og bætir við
að aldrei hafi verið leitað upplýsinga
um verð á einni einustu skrúfu hjá
HljóðX.
Fá ekki að koma með sitt eigið
kerfi
GusGus óskaði einmitt eftir því að
fá að fara með sitt eigið hljóðkerfi
inn í húsið til að geta mætt þeim
kröfum sem sveitin gerir til hljóð-
gæða þegar hún spilar tónlist sína,
en fékk synjun frá forsvarsmönn-
um Hörpu. GusGus tók því ákvörð-
un um að halda útgáfutónleikana
frekar á NASA við Austurvöll. Blaða-
maður hafði samband við Hösk-
uld Ásgeirsson, framkvæmdastjóra
Hörpu, og spurði hvers vegna tón-
listarmenn fái ekki að koma með
sinn eigin búnað í Hörpu. „Í fyrsta
lagi þá snýst þetta um gæði og við
höfum ákveðna gæðastandarda hér
innandyra og ef menn sýna ekki
fram á það með óyggjandi hætti að
sá búnaður sem þeir eru með og
vilja tengja hér inn sé betri en sá
búnaður sem er í húsinu þá er svar-
ið yfirleitt nei,“ sagði Höskuldur í
samtali við DV. Hann vill ekki meina
að það sé nóg að tónlistarmennirnir
sjálfir meti hvort búnaðurinn henti
þeim, enda séu þeir með sérmennt-
aðan hljóðmeistara í húsinu með
sérstaka þekkingu á slíkum málum,
sem og tæknimenn sérmenntaða á
þessu sviði. Hann segir að hingað
til hafi engir listamenn komið með
sitt eigið hljóðkerfi inn í húsið enda
hafi flestir verið ánægðir með það
kerfi sem í boði er. „Í flestum dóm-
um sem við höfum séð um Hörpu
þá hafa gagnrýnendur lofsamað
hljómburðinn,“ segir Höskuldur að
lokum.
n Exton var ráðgefandi aðili í útboðsferli og tók þátt í útboðinu n Eigandi HljóðX segir
Exton hafa sniðið ráðgjöfina að eigin vöru n Tónlistarmenn fá ekki að koma með eigið
hljóðkerfi inn í Hörpu n GusGus þurfti frá að hverfa og heldur tónleika á NASA í staðinn
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Ingólfur
Arnarson
Segir hljóðkerfið
í Hörpu of lítið og
að það ráði ekki
við allar gerðir
tónlistar.
Birgir Þórar-
insson Segir
hljóðkerfið í Hörpu
ekki hafa staðist
kröfur GusGus,
sem fékk ekki að
koma inn með sitt
eigið kerfi og varð
því frá að hverfa.
Hljóðkerfið í Hörpu
stenst ekki kröfur