Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Side 12
12 | Fréttir 8. júní 2011 Miðvikudagur
Safnið Víkingaheimar var opnað 17.
júní 2009 í Reykjanesbæ og fékk 120
milljóna króna styrk frá ríkinu til sex
ára til uppbyggingar. Safnið hefur
einnig hlotið styrki frá ýmsum fyr-
irtækjum og Smithsonian-safninu
í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir þetta
skulda eignarhaldsfélögin tvö sem
halda utan um húsnæði og rekstur
safnsins tugum milljóna meira en
þau eiga og er skuldastaða þeirra í
skoðun hjá Landsbankanum.
Gunnar Marel Eggertsson, frum-
kvöðull safnsins, er hættur störfum
hjá safninu og einnig tók nýr fram-
kvæmdastjóri við haustið 2009 eftir
að Steinþór Jónsson hætti störfum.
Hann hafði þá verið virkur í upp-
byggingu safnsins.
„Eftir siglinguna þá sat ég svolít-
ið eftir með sárt ennið. Töluverðar
skuldir voru að hrynja á mig,“ segir
Gunnar Marel Eggertsson um það
þegar hann kom til landsins eftir
byggingu víkingaskipsins Íslendings.
Aðspurður um fjármögnun segir
Gunnar að honum hafi verið tilkynnt
að 18 til 20 milljónir væru eyrna-
merktar Íslendingi frá landafunda-
nefnd. Milljónirnar væru aftur á móti
ekki á lausu nema að hann kæmi
skipinu fyrir hjá einhverju bæjar-
félagi. Gunnar segir að fimm aðilar
hafi sýnt áhuga en þegar hann fór að
banka á dyr með það að leiðarljósi
að peningarnir myndu fylgja skipinu
þá var lítill raunverulegur áhugi fyrir
hendi.
Þegar Gunnar er spurður um
undanfara þess að skipið endaði í
Reykjanesbæ segir Gunnar að hann
hafi rætt við Árna Sigfússon núver-
andi bæjarstjóra Reykjanesbæjar á
sínum tíma. Árni sagði þvert nei við
hugmyndum um að taka við skipinu
til að byrja með. Í framhaldinu virðist
Árni hafa endurskoðað afstöðu sína
því hann bauð Gunnari fullklárað-
an samning um hvernig Íslendingur
kæmi til bæjarins þar sem Gunnar
fengi 20 prósenta eignarhlut í fé-
laginu utan um skipið.
Gunnar segir að í framhald-
inu hafi þeir sem stóðu að tökum á
Bjólfskviðu leigt skipið fyrir sex millj-
ónir og því hafi um 26 milljónir fylgt
skipinu þegar það kom til bæjarins.
Samkvæmt honum greiddi Reykja-
nesbær því aldrei krónu fyrir að fá
skipið og fékk Gunnar heldur aldrei
greitt vegna komu skipsins.
Frumkvöðullinn hætti störfum
Samkvæmt heimildum DV sagði
Gunnar upp störfum hjá Víkinga-
heimum í september 2009 vegna
óánægju með framgang mála í fé-
laginu. Mikil skuldsetning félaganna
í kringum Víkingaheima og rekstur-
inn sjálfur voru í ójafnvægi að því er
DV kemst næst og játar Gunnar að
hann hafi haft það á tilfinningunni
að mikil óráðsía hafi verið í kringum
reksturinn.
Skipið Íslendingur er staðsett
að Víkingabraut í Reykjanesbæ en
eignar haldsfélagið Útlendingur ehf.
var stofnað utan um bygginguna
sjálfa á meðan Íslendingur ehf. sér
um rekstur safnsins Víkingaheima
og á skipið sjálft. Bæði félögin skulda
meira en þau eiga samkvæmt árs-
reikningi fyrir árið 2009 en þar er
eigið fé Útlendings neikvætt um
rúmar 54 milljónir króna. Íslend-
ingur skuldaði á sama tíma 12 millj-
ónir umfram eignir. Reykjanesbær
er stærsti eigandi Íslendings með 23
prósenta hlut, Gunnar Marel á 20
prósent, GLB Holding 10 prósent,
Lykilráðgjöf ehf. 10 prósent, Sam-
herji 8 prósent, Olís 6 prósent og svo
er Íslendingur skráður með 23 pró-
senta hlut í sjálfum sér.
Styrkur frá ríkinu
Víkingaheimar fengu árið 2005 styrk
frá menntamálaráðuneytinu upp á
120 milljónir til sex ára. Heimildir
DV herma að einhver hluti styrks-
ins hafi runnið til annarra verkefna
en Víkingaheima. Samkvæmt sömu
heimildum féll kostnaður á Víkinga-
heima í gegnum Íslending vegna
byggingar Skessuhellis við smábáta-
höfnina í Keflavík. Steinþór Jónsson
fyrrverandi framkvæmdastjóri Ís-
lendings segir þetta af og frá. Hann
segir Íslending og Útlending ekki
hafa komið nálægt Skessuhelli og
að hann sjálfur hafi ekki greitt neitt
vegna Skessuhellis þegar hann var
í forsvari fyrir félögin. Steinþór var
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
Reykjanesbæ eins og Árni Sigfússon
bæjarstjóri sem er stjórnarformaður
félaganna.
Eftir því sem DV kemst næst voru
nánast aldrei haldnir fundir í félög-
unum nema lögboðnir aðalfund-
ir einu sinni á ári til þess að skrifa
undir samþykktir og fundargerðir.
Þetta staðfestir Gunnar Marel við DV
en hann sat lengi í stjórn félaganna.
Hann segir að allar helstu ákvarð-
anir í rekstri félaganna hafi verið
teknar án samráðs við hann. Í dag er
hann enn þá varamaður í stjórninni
sem hann segir mestmegnis vera að
nafninu til.
Gæluverkefni Sjálfstæðis-
flokksins
Það þykir deginum ljósara að bæjar-
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins hef-
ur þótt miklu muna um að halda
safninu í eigu bæjarins enda hafa
þeir verið áberandi við kynningar á
safninu. Þegar Smithsonian-safnið í
Bandaríkjunum undirritaði samning
við Víkingaheima um smíð á safninu
voru það Árni Sigfússon og Steinþór
Jónsson sem undirrituðu samning-
inn fyrir hönd Víkingaheima. Þegar
DV innti Gunnar Marel, frumkvöðul
Víkingaheima, eftir því hvort hann
hefði aldrei leitað til annarra aðila til
að koma í stað bæjarins sagðist hann
hafa verið kominn með ákveðna
menn í verkefnið. Menn sem hefðu
verið með heilbrigt fjármagn í hönd-
um og aldrei farið á haus-
inn. Að sögn Gunnars
þá hugnuðust þessar
fyrirætlanir ekki stjórn-
inni í bænum. Þrátt fyr-
ir að félögin væru í
bullandi skuld við
bankann skipti það
litlu svo fremi sem
bærinn gæti haldið böndum á verk-
efninu.
Kostnaður greiddur af bænum
Launakostnaður kemur hvergi fram
í rekstrarreikningi Íslendings fyr-
ir árið 2009. Aðspurður um hvaðan
hann hafi þegið laun segir Gunnar
að það hafi verið frá Reykjanesbæ.
Fyrirkomulagið hafi verið með þeim
hætti þó svo að hann hafi ekki verið
sáttur við það. Hann segir að hann
hafi mest fengið greiddar 300 þús-
und krónur á mánuði í laun fyr-
ir skatt. Samkvæmt heimildum DV
hefur annar kostnaður á borð við
viðhald einnig fallið á bæinn. Val-
gerður Guðmundsdóttir núverandi
framkvæmdastjóri félaganna seg-
ir þann háttinn hafa verið á eftir
að hún tók við stöðu framkvæmda-
stjóra Íslendings að bærinn greiði
laun og annan kostnað en að um-
ræddur kostnaður sé síðan endur-
greiddur af Íslendingi.
Gríðarleg skuldsetning
Félagið Útlendingur ehf. sem er
stofnað utan um húsnæði Víkinga-
heima er mikið skuldsett samkvæmt
síðasta ársreikningi félagsins frá
árinu 2009. Þar kemur fram að fé-
lagið skuldi rúmar 466 milljónir en
að eignir félagsins nemi tæpum 412
milljónum. Íslendingur er einnig
með neikvætt eigið fé upp á 12 millj-
ónir eins og áður hefur komið fram.
Steinþór mótmælti því í samtali við
DV að félögin væru tæknilega gjald-
þrota þar sem eignir inni í félögun-
um á borð við húsnæði Útlendings
séu mun meira virði en komi fram í
ársreikningunum. „Varðandi Íslend-
ing þá er það rekstrarfélag sem er alls
ekki tæknilega gjaldþrota og á með-
al annars skipið sem er metið á ann-
að hundrað milljónir,“ segir Steinþór
Jónsson, fyrrverandi framkvæmda-
stjóri félaganna.
Að sögn Gunnars var það Stein-
þór Jónsson sem stóð á bak við
skuldsetninguna eftir að hann varð
framkvæmdastjóri félagsins. „Það
kom bara þannig til að Steinþór var
gerður að framkvæmdastjóra Íslend-
ings og hann gekk bara inn í Spari-
sjóðinn og fékk vilyrði fyrir þessum
lánum. Það var ekkert flókið,“ segir
Gunnar.
Blaðamaður: „Hann hefur átt
greiðan aðgang þar að?“
Gunnar Marel: „Já, algjörlega.“
Gunnari, sem var frumkvöðull
verkefnisins og smíðaði skipið Ís-
lending, fannst sér ekki vera stætt á
því að ganga fyrr frá verkefninu en
þegar hann gerði það haustið 2009.
„Mér fannst ég þurfa að vera þarna
til að klára það að stilla skipinu upp
og koma sýningunni fyrir og í gang,“
segir Gunnar aðspurður út í þá tíma-
setningu sem hann valdi til að yfir-
gefa verkefnið.
Samkvæmt heimildum DV er
stærsti hluti skulda Víkingaheima
í eigu Landsbankans og verið að
skoða mál eignarhaldsfélaganna
tveggja sem halda utan um Víkinga-
heima í bankanum. Samkvæmt árs-
reikningi félaganna skuldaði Íslend-
ingur Reykjanesbæ 58,3 milljónir og
Útlendingur skuldaði bænum 15,8
milljónir. Það er því ljóst að Reykja-
nesbær hefur mikið undir í félögun-
um fyrir utan eignarhlut sinn. Val-
gerður Guðmundsdóttir, núverandi
framkvæmdastjóri félaganna, segir
að félagið hafi verið langt komið með
að semja við Sparisjóðinn í Keflavík
þegar sparisjóðurinn var tekinn yfir
af Landsbankanum og því hafi ekki
verið hægt að ganga frá endurfjár-
mögnun á félaginu. Verið sé að leita
allra leiða til að ganga frá því máli.
VÍKINGAHEIMAR
Í SKULDAVANDA
n Gæluverkefni sjálfstæðismanna tæknilega gjaldþrota n Frumkvöðullinn hættur n Fékk 120 milljónir frá ríkinu
Staða félaganna samkvæmt ársreikningi 2009
Skuldir Eignir Eigið fé
Íslendingur ehf. 466,1 411,9 -54,2
Útlendingur ehf. 95,4 83,4 -12
Skuldir við Reykjanesbæ
Íslendingur ehf. 58,3
Útlendingur ehf. 15,8
Guðni Rúnar Gíslason
blaðamaður skrifar gudni@dv.is
„Eftir siglinguna þá
sat ég svolítið eftir
með sárt ennið. Töluverð-
ar skuldir voru að hrynja
á mig.
Árni Sigfússon
Bæjarstjóri Reykjanes-
bæjar og stjórnar-
formaður eignarhalds-
félaga Víkingaheima.
Steinþór
Jónsson
Fyrrverandi
bæjarfulltrúi
Reykjanesbæjar
og fram-
kvæmda-
stjóri
eignarhalds-
félaganna.
Gunnar Marel Eggertsson Frum-
kvöðull Víkingaheima hætti störfum vegna
óánægju.
Skessuhellir Samkvæmt heimildum DV
voru framkvæmdir við Skessuhelli greiddar
úr sjóðum Íslendings.
Víkingaheimar Bæði eignarhaldsfélögin í kringum Víkingaheima skulda umfram eignir.