Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Qupperneq 19
Umræða | 19Miðvikudagur 8. júní 2011
Tölum um
eitthvað
annað en
gloss
1 Brasilíufanginn kominn heim Karl M. Grönvold er búinn
að afplána dóminn.
2 Enn fleiri nektarmyndir af Lively Talsmaður leikkonunnar
neitar að um myndir af Lively sé
að ræða.
3 Bretar banna alfarið The Human Centipede II Fram-
hald hryllingsmyndarinnar The
Human Centipede mun aldrei
líta dagsins ljós í Bretlandi.
4 Elvis Aron skírður í Kópavogi Kirkjugestir stóðu á öndinni.
5 Hannes frétti af aðgerðum gegn sér í fjölmiðlum
Lúxusjeppar meðal þess sem
kyrrsett var.
6 Þorvaldur Lúðvík vill stýra Norðurorku Þrjár konur og
þrjátíu og þrír karlar sækja um
forstjórastöðuna.
7 „Það þarf að vernda al-menning fyrir þér“ Tvítugur
karlmaður viðurkenndi fyrir dómi
að hafa nauðgað stúlkubarni á
barnaheimili þar sem hann var
starfsmaður.
Þátturinn Sokkabandið er nýr þáttur á
dagskrá Ríkisútvarpsins. Þátturinn er
sagður suðupottur fyrir stelpuleg
málefni og þær systur lofa því að í
þættinum verði ekkert kerlingavæl!
Umsjón er í höndum systranna Þóru
og Kristínar Tómasdætra.
Hver er konan?
„Það er bara ég.“
Hvað er Sokkabandið?
„Útvarpsþáttur á mánudagskvöldum á Rás
2. Gestir okkar verða uppátækjasamar og
sniðugar stelpur úr öllum áttum.“
Hvers vegna heitir þátturinn Sokka-
bandið? Er þetta vísun í rauðsokkur?
„Nei, þetta er bara heiðarleg tilraun til að
fylla það djúpa skarð sem Færiband Bubba
Morthens skilur eftir sig. Guð hjálpi mér
hvað það verður erfitt. Þetta verður þáttur
með kvenlegra ,,tötsi“ en rétt eins og hjá
Bubba koma til okkar eintómir snillingar.“
Eruð þið samrýndar systur?
„Já, tvímælalaust. Á milli þess sem við
reynum að drepa hvor aðra.“
Nú er stutt síðan þið skrifuðuð saman
metsölubókina Stelpur, er þetta fram-
hald af því verkefni?
„Já, óbeint. Við erum að tala við frjóar
stelpur sem veita okkur innblástur og von-
andi fleirum.“
Þið lofið engu kerlingavæli, hvað eigið
þið við?
„Stundum er eins og fjölmiðlar haldi að kon-
ur hafi bara áhuga á sorg eða dramatískum
reynslusögum. Það er svo mikið framleitt af
viðbjóði fyrir konur. Við reynum að tala við
stelpur sem eru að gera spennandi hluti.“
Vantar umfjöllun um stelpur í fjöl-
miðlum?
„Ég myndi segja að það væri óhætt að gefa
stelpum meira vægi í fjölmiðlum. Og tala við
þær um eitthvað annað en gloss.“
„Já, klárlega. Þótt það væri ekki nema bara
vegna framkomu Ólafs á blaðamannafund-
inum eftir leikinn.“
Bjarni Lárus Hall
31 árs, söngvari
„Já, það er kominn tími til.“
Jana Maren Óskarsdóttir
22 ára, verslunarstjóri
„Já.“
Geirþrúður Einarsdóttir
21 árs, afgreiðsludama
„Já, það þarf að gera eitthvað í málunum.
Kominn tími til að sigra.“
Heiðrún Jónsdóttir
19 ára, afgreiðsludama
„Já, þarf ekki að gera það reglulega.“
Heiða Björk Sturludóttir
44 ára, kennari
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Finnst þér að það ætti að skipta um þjálfara hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta?
Brennó í blíðunni Þessar ungu stúlkur tóku vel á því á Ingólfstorgi á þriðjudag. Þá nutu starfsmenn markaðs-
deildar Landsbankans og auglýsingastofunnar Jónsson og Le Mack’s veðurblíðunnar og spiluðu brennibolta.
Myndin
Dómstóll götunnar
Ö
ll þekkjum við einstaklinga
og fjölskyldur sem um þess-
ar mundir búa við skert lífs-
gæði í kjölfar bankahruns-
ins. Skuldir hækkuðu, stundum
tvöfölduðust þær, kaupmáttur rýrn-
aði vegna gjaldeyriskreppunnar og
eignaverð féll, jafnvel um tugi pró-
senta.
Þúsundir fjölskyldna greiða
þennan herkostnað með hluta af lífs-
hlaupi sínu en bíða enn þolinmóðar
á milli vonar og ótta um það hvort
þær þurfi næstu árin að vinna fyr-
ir bankana sem þó vissu að gengis-
tryggð lán þeirra voru ólögleg.
Margir standa með öðrum orðum
í málaferlum líkt og Geir H. Haarde
sem stóð vaktina fyrir þetta fólk sem
forsætisráðherra þegar bankakerfið
hrundi.
Málaferlin sem Geir stendur í eru
sérstök en byggjast á landslögum
frá árinu 1963 um landsdóm og ráð-
herraábyrgð.
Málaferlin sem fórnarlömb
bankahrunsins standa í, sum eigna-
laus eða á leið í fjárnám, eru einnig
sérstök.
Réttarríki Jóns og séra Jóns
Umfram allt verður að vona að
Geir njóti sama réttaröryggis og þetta
fólk. Að á réttlátan hátt verði greitt úr
málum hans líkt og þeirra sem ekki
hafa efni á að reka málsvörn í fjöl-
miðlum líkt og hann. Því í réttarrík-
inu ríkir jafnræði og allir eru jafnir
fyrir lögunum.
Nú er einboðið að almennir borg-
arar í kröggum efni til samskota fyr-
ir sig, líkt og vinir Geirs hafa gert,
til þess að standa straum af dýrum
málaferlum, til dæmis vegna ólög-
legra gengistryggðra lána.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis var tólf embættismönnum og
kjörnum fulltrúum almennings, þar
á meðal Geir H. Haarde, forsætis-
ráðherra hrunsins, gefin vanræksla
að sök. Fleiri voru þar nefndir, eins
og vinir hans Davíð Oddsson, Árni
Mathiesen og Baldur Guðlaugsson.
Nú er Geir gefið að sök að hafa að-
eins haft samráð við þessa menn og
helst enga aðra.
Geir hefur lýst sig saklausan. Það
gerðu líka Árni Mathiesen og Baldur
Guðlaugsson fyrir rétti. Þeir hafa nú
báðir verið dæmdir, Árni fyrir gróft
stjórnsýslubrot við að koma syni
Davíðs í dómarastöðu með kúbeini
og járnkarli, en Baldur, ráðuneytis-
stjóri hrunsins, fyrir innherjasvik.
Er til orð yfir þennan hóp?
Þetta eru staðreyndir málsins
og hlutina á að nefna sínum réttu
nöfnum. Það sagði að minnsta kosti
William K. Black, mesti skelfir fjár-
glæframanna í Bandaríkjunum, er
hann flutti fyrirlestur hér á landi í
fyrra: Fjársvik eru fjársvik.
Hvaða orð á að hafa um þenn-
an hóp sem hér er nefndur William
Black?
Þegar rúmlega tvö og hálft ár eru
liðin frá bankahruninu hefur eng-
inn hrunkvöðull verið dæmdur fyr-
ir mesta tjón sem nokkru sinni hef-
ur verið unnið á fjármálakerfinu
íslenska. Ljóst er að tíu af þeim tólf
embættis- og stjórnmálamönnum,
sem nefndir voru í rannsóknarskýrsl-
unni, sleppa með skrekkinn. Sérstak-
ur saksóknari gefur að líkindum út
ákærur í bunkum áður en yfir lýkur á
eigendur og stjórnendur bankanna.
Þar verður tekið á markaðsmisnotk-
un, umboðssvikum og innherjasvik-
um líkt og í máli Baldurs.
Það getur vel verið að saksókn-
ari Alþingis hefði mátt flýta sér ögn
meira. Það getur vel verið að lögin
um ráðherraábyrgð og landsdóm séu
ekki fullkomin. Það getur vel verið að
það vanti einhverja greinargerð með
ákærunni eins og Geir hefur greint
frá í breiðfyrirsögnum fjölmiðlanna.
Það getur vel verið að málsvörnin
hafi þegar kostað hann níu milljón-
ir króna. Það getur vel verið að rangt
hafi verið af Alþingi að undanskilja
hrunráðherrana Björgvin G. Sigurðs-
son, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt-
ur og Árna Mathiesen. Það getur vel
verið að ekki sé heppilegt að Alþingi
ákæri á grunni laga um ráðherra-
ábyrgð frá 1963. Það getur vel verið
að það sé ekki gott að dómarar víki
allir sæti í landsdómi komi til þess
af einhverjum ástæðum. En allt ork-
ar tvímælis þá gert er og svona eru
lögin.
Svo má vel vera að réttarvörslu í
máli Geirs sé ábótavant.
En var ekki hagsmunavörslu
Geirs í þágu almennings við að efla
fjármálastöðugleika mánuðina fyr-
ir hrun einnig ábótavant? Ráðfærði
hann sig ekki aðeins við vini sína og
aðra ekki?
Fullvíst er að íslenska réttarrík-
ið fer ekki verr með Geir en alþýðu-
fólk sem bíður nauðungarsölu vegna
tómlætis hans.
Skjaldborg vinanna
Kjallari
Jóhann
Hauksson
„Hvaða orð á að
hafa um þennan
hóp sem hér er nefndur
William Black?
Mynd Sigtryggur Ari