Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Síða 22
22 | Viðtal 8. júní 2011 Miðvikudagur
H
ún kýs að sitja utanhúss, enda
vorið komið og sólin slæst
við skýin. Inga Dóra Péturs-
dóttir er framkvæmdastýra
UN Wom en á Íslandi en UNIFEM
fékk þetta nýja nafn þegar samtök-
in alþjóðlegu sameinuðust þrem-
ur öðrum stofnunum Sameinuðu
þjóðanna sem höfðu unnið að jafn-
réttismálum. Michelle Bachelet,
fyrrverandi forseti Chile, er fram-
kvæmdastjóri stofnunarinnar
Inga Dóra fékk snemma áhuga á
alþjóðlegum málefnum og þá eink-
um stöðu kvenna í fjarlægum lönd-
um.„Ég fæddist í Svíþjóð og bjó þar
fyrstu árin en pabbi, sem er læknir,
var þar í framhaldsnámi. Við bjugg-
um síðan í Laugarási í Biskupstung-
um.“
Hún segist hafa verið með mikla
útþrá og fór hún sem skiptinemi til
Gvatemala veturinn 1997 til 1998
þegar hún var 17 ára. „Það var búin
að vera borgarastyrjöld í landinu í
30 ár en það var skrifað undir friðar-
samninga í desember 1996. Ástand-
ið hafði verið sérstaklega slæmt í 15
ár og markviss þjóðarmorð höfðu
átt sér stað á Maya-indíánum. Ég
var svo heppin að fá vinnu hjá Sam-
einuðu þjóðunum sem unnu sann-
leiksverkefni eða „Truth Commiss-
ion“ sem fólst í því að komast að því
hvaða voðaverk hefðu verið fram-
in í borgarastyrjöldinni. Ég talaði
við starfsfólk Sameinuðu þjóðanna,
sannfærði það um að ég ætti að fá
vinnu þar og að ég væri fljúgandi
fær í spænsku sem ég var alls ekki.
Ég byrjaði á að lesa mér mikið til um
ástandið þannig að orðaforði minn
í spænsku fyrstu mánuðina tengdist
meðal annars pyntingaraðferðum.
Við ferðuðumst síðan um fjöllin
og heyrðum sögur kvenna sem höfðu
misst ættingja sína. Það var sums
staðar verið að opna fjöldagrafir og
ég sá konur skoða fatatutlur af líkum
eiginmanna, bræðra og feðra fimm-
tán árum eftir að þeir voru drepnir.
Það var skelfilegt.“
Inga Dóra segir að eftir þessa
reynslu hafi hún verið ákveðin í því
að halda áfram á þessum vettvangi.
Í sambúð í rastakommúnu
Inga Dóra flutti til Gana eftir að hún
lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólan-
um í Reykjavík þar sem hún bjó í eitt
ár. Þar var hún á vegum Alþjóðlegra
ungmennaskipta, AUS, og kenndi í
barnaskóla.
Hún hafði fengið þær upplýsingar
að hún ætti að búa hjá skólastjóran-
um. Hún kom til borgarinnar Kumasi
seint um kvöld eftir langa rútuferð
og tók skólastjórinn á móti henni.
Hann fór með hana á heimili sitt og
kynnti hana fyrir konu sinni og börn-
um. „Þegar ég ætlaði að fara að koma
dótinu mínu fyrir þá sagði hann að
við værum að fara. Ég hváði. Hann
sagði að ég ætti að búa hjá hinni
konunni hans og börnunum þeirra.
Þar fékk ég lítið herbergi og það var
í sjálfu sér fínt að vera þar.“
Líkamlegar refsingar tíðkuðust
í skólanum og segir Inga Dóra aðra
kennara hafa gengið með prik til þess
að halda uppi aga. „Ég fór í ferðalag
um jólin og kynntist Ganverja á tón-
leikum. Ég ákvað að fara ekki aftur að
kenna heldur að prófa að vera hús-
móðir. Þetta var rastamaður sem
bjó í rastakommúnu, rastamenn eru
menn sem eru með „dreadlocks“, eða
fléttur, og trúa á Jah.“
Kærasti Ingu Dóru bjó til tromm-
ur og stundum fóru þau í þriggja
daga ferðalög út í skóg til að ná í við.
„Við leigðum herbergi í húsi, sem
margir myndu kalla hreysi, þar sem
við geymdum dótið okkar en það var
ekki hægt að vera þar inni af því að
hitinn var svo mikill. Það sváfu all-
ir á dýnum á risastórum palli. Svo
þurfti maður að þvo þvott, ná í vatn
til að fara í sturtu og kaupa í matinn.
Það fór ótrúlegur tími í að handþvo
allt og var ég í fyrstu með sár á öllum
fingrum.“
Bisnesskonur
Inga Dóra segir að það hafi verið
mun auðveldara að kynnast körl-
unum en konunum, þeir hafi verið
framhleypnari. „Ég fann sterka þörf
fyrir að komast inn í heim kvenna,
sjá hvernig þær sjá heiminn og
hvernig líf þeirra er. Staða kvenna í
Gana er yfirleitt sterk. Þær eru mikl-
ar bisness konur og þeir peningar
sem þær þéna tilheyra þeim en það
er skylda eiginmannsins að sjá fjöl-
skyldunni fyrir mat og húsnæði þó
að það sé náttúrulega allur gangur
á því hvort þeir geri það svo í reynd.
Margir í Gana spurðu um Ísland, þeir
voru sérstaklega að athuga hvort
mögulegt væri að koma til lands-
ins og vinna. Þar sem mikil fátækt er
í Gana og erfitt að fá vinnu dreymir
flesta um að flytja til Vesturlanda þar
sem atvinnumöguleikarnir eru fleiri
og launin hærri.“
Inga Dóra segir að íbúar komm-
únunnar hafi alltaf borðað saman og
allir borðað með höndunum. „Þeir
borðuðu mikið fufu sem eru harðar
kúlur sem verður að gleypa en þær
eru meðal annars blanda af mat-
arbanönum og kassava sem er rótar-
ávöxtur og eru settar út í súpur. Svo
voru hrísgrjón oft borðuð. Matarúr-
valið er svo lítið. Ég var orðin leið á
þessu og borðaði því lítið og þegar ég
kom til Íslands var ég orðin horuð. Ég
var alveg búin að fá nóg.“
Árið í Gana leið og eftir heimkom-
una var Inga Dóra í símasambandi
við kærastann en hún bjó í komm-
únunni í sjö mánuði. Hún sá hann
aldrei aftur, hún sá enga framtíð fyrir
sig í Gana. „Ég var staðráðin í því að
láta þetta ganga fyrst eftir að ég kom
heim en svo sá ég að það gengi ekki.
Mig langaði ekki til að eignast börn
Inga Dóra Pétursdóttir er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi en samtökin
vinna meðal annars að auknum réttindum kvenna í þróunarlöndum og á stríðs-
hrjáðum svæðum. Inga Dóra hefur ferðast víða og búið í nokkrum löndum, þar á
meðal í Gana og Malaví þar sem hún gerði mannfræðirannsókn á því hvernig kon-
ur upplifðu alnæmisvána. Í Gana varð hún líka ástfangin og bjó í rastakommúnu.
Bjó í rastakommúnu í Gana
Inga Dóra Pétursdóttir „Þegar
maður sér eitthvað sem manni finnst
vera mikið óréttlæti þá fyllist maður
náttúrulega baráttuhug.“