Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2011, Qupperneq 25
Sport | 25Miðvikudagur 8. júní 2011 Samkomulag við fjármálaráðherra Póstatkvæðagreiðsla er hafin Hafin er póstatkvæðagreiðsla um nýtt Samkomulag Starfsgreinasambands Íslands við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers aðildarfélaganna í apríl/maí 2011. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í apríl/maí 2011. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 miðvikudaginn 22. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Reykjavík, 6. júní 2011. Kjörstjórn Starfsgreinasambands Íslands Starfsgreinasamband Íslands Ísland verður í síðasta styrkleika- flokki þegar dregið verður í riðla í undankeppni fyrir Heimsmeist- aramótið 2014. Drátturinn fer fram þann 30. júlí. Liðum er raðað eftir styrkleika í sex potta. Í fyrsta pott- inum eru bestu landslið heims, auk Noregs og Grikklands, einhverra hluta vegna, en í öðrum potti eru lið- in sem þykja koma þar á eftir, miðað við árangur síðustu ára. Ísland er í neðsta pottinum ásamt Lúxemborg, Færeyjum, Kasakstan, Liechten- stein, Möltu, Andorra og San Mar- ínó. Þetta eru slökustu knattspyrnu- þjóðir Evrópu. Þess má geta að þegar stigasöfnun í síðustu tveimur und- ankeppnum fyrir stórmót er skoð- uð kemur í ljós að einungis Færeyj- ar, Liechtenstein, Malta, Andorra og San Marínó hafa safnað færri stigum en íslenska landsliðið undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur þrátt fyrir afleitan árangur liðs- ins tekið af allan vafa um að Ólafur muni stýra landsliðinu út þessa und- ankeppni, eða þar til samningi hans við sambandið lýkur. „Það eru auðvi- tað allir óánægðir með að við skulum bara vera með eitt stig,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Hann sér samt ekki ástæðu til að grípa til að- gerða. Næsti leikur landsliðsins er gegn Ungverjalandi þann 10. ágúst næst- komandi. Undankeppninni fyrir EM lýkur svo í haust. baldur@dv.is Allir óánægðir Geir Þor- steinsson ætlar ekki að reka Ólaf. Mynd Sigtryggur Ari Ísland kemst ekki neðar Hornamaðurinn knái Þórir Ólafsson hefur samið við pólska liðið Kielce. Þórir hefur verið fyrirliði þýska 1. deildarliðsins Lübbecke og leikið með því frá árinu 2005. Liðið leikur undir stjórn pólska landsliðsþjálfar- ans Bodgdans Wenta og varð pólskur meistari í fyrra. Liðið er stjörnum prýtt, með því leika meðal annarra Pólverj- inn Mariusz Jurasik og Króatinn Mirza Dzomba, sem leikur einmitt sömu stöðu og Þórir. Fleiri þekkt nöfn eru á leið til liðsins en þar ber helst að nefna markvörðinn Slawomir Szmal. Þórir til Póllands Spilar kannski ekkert Óvíst er með þátttöku Arons í síðari leiknum. eign væru skelfileg úrslit fyrir Ísland. Það myndi þýða að Íslendingar verði að vinna Austurríki með átta marka mun í síðasta leiknum til að kom- ast í lokakeppnina. Ef mið er tekið af síðustu viðureignum Íslendinga við Austurríkismenn gæti sá róður orðið þungur. Ekki síst í ljósi þess að spila- mennska Íslands í síðasta leik var af- leit. Liðið tapaði þá með 11 marka mun gegn Þjóðverjum í Þýskalandi en nokkrum dögum áður hafði liðið unnið með fimm mörkum. Óskar Bjarni segir að liðið einbeiti sér nú að því sem framundan sé. Skellurinn gegn Þjóðverjum hafi ver- ið krufinn strax að loknum þeim leik. „Það var eiginlega allt sem klikkaði þar og það er búið að vinna með alla þessa þætti,“ segir hann um skellinn. Hann segir að mestur tími fari í að slípa saman vörnina enda sé tíminn sem liðið hafi til undirbúnings afar knappur. Lítill tími gefist til áherslu- breytinga. Liðið nái fjórum æfingum fyrir leikinn gegn Lettlandi en líklega tveimur fyrir leikinn gegn Austurríki. „Við erum þó búnir að fara vel yfir leik Lettlands og Austurríkis og það nýtist okkur vonandi vel.“ Hreinn úrslitaleikur Ef verkefnið í Lettlandi gengur vel verður leikurinn við Austurríki hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið kemst á EM í Serbíu. Jafnt- efli Þýskalands og Austurríkis væru slæm úrslit fyrir Ísland. „Þá er þetta orðin spurning um markatölu og einhverja útreikninga. Við stöndum illa þar eftir stórt tap fyrir Þýskalandi. Þetta verður þá ansi erfitt,“ segir Ósk- ar Bjarni sem vonast til þess að ann- að liðið vinni. Þá nægi sigur gegn Austurríki. „Við höfum átt í basli með Austurríkismenn og þeir eru mjög verðugur andstæðingar,“ segir hann. Lið þeirra sé nánast óbreytt frá síð- ustu árum og þeir séu með mjög sterkt byrjunarlið. „En það er bara gaman að verkefnin séu krefjandi,“ segir hann bjartsýnn. Hann vonar að Laugardalshöll verði full á sunnu- daginn. „Það er mjög mikilvægt að fá fulla höll. Þó strákarnir séu vanir að spila fyrir fleiri áhorfendur með sínum félagsliðum hafa þessir leik- ir í júní verið það skemmtilegasta sem þeir gera undanfarin ár, sérstak- lega þessi þjóðhátíðarstemning sem myndast. Það getur hjálpað okkur mikið.“ Sigur, töp og jafntefli Síðustu leikir Íslands gegn Austurríki 18. janúar 2011 Ísland - Austurríki 26–23 20. október 2010 Ísland - Austurríki 23–28 21. janúar 2010 Ísland - Austurríki 37–37 9. júní 2009 Ísland - Austurríki 28–36 Staðan í riðlinum -Öll lið eiga eftir að leika tvo leiki Lið stig markatala 1. Austurríki 7 +18 2. Þýskaland 5 +24 3. Ísland 4 -9 4. Lettland 0 -33 „ Ef verkefnið í Lett- landi gengur vel verður leikurinn við Aust- urríki hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið kemst á EM í Serbíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.