Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 2
2 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað Stríð Geirs „Mig gat ekki órað fyrir því að vera staddur í þeim sporum sem ég nú stend í. Það er auðvitað pers- ónulega þungbært en þó ekki jafn- þungbært og ætla mætti því ég veit hvernig þetta mál er tilkomið,“ sagði Geir Hilmar Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi á þriðjudag þegar ákæra Alþingis gegn honum var þingfest. DV leitaði til Andrésar Jónssonar al- mannatengils sem þekkir þær aðferð- ir sem Geir beitir í málsvörn sinni, en Geir gagnrýndi meðal annars póli- tíska andstæðinga Sjálfstæðisflokks- ins. „Hluti af hans málsvörn er að reka PR-stríð og setja þannig þrýsting á dóminn,“ sagði Andrés. „Hef ekkert með hrunið að gera“ „Ég hef ekk- ert með þetta bless- aða bankahrun að gera,“ sagði Hannes Smára- son símleiðis fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudag. Hannes hefur stefnt fjármálaráðuneytinu vegna kyrrsetningarbeiðni sem toll- stjóri setti fram gegn honum í fyrra og fer fram á þrjár milljónir í bætur. Hann telur kyrrsetningu eigna hafa valdið sér fjárhagslegu tjóni. Hannes sagðist fyrir dómi vera rang- lega sakaður um að vera aðili að bankahruninu. Hannes var á sínum tíma forstjóri FL Group og stjórnar- maður í Glitni. Brynjar átti að finna burðardýr „Brynjar hitti mann sem bauð hon- um vinnu, hann spurði hvernig vinnu og þá sagði maðurinn að vinnan fælist í því að fara með pakka með lyfjum til Japan,“ sagði Amornrat Lapaanekn- un í mánudagsblaði DV. Amornrat er kærasta Brynjars Mettinissonar sem var handtekinn fyrir fíkniefnamis- ferli í Taílandi í síðustu viku. Amor- nrat segir tvær grímur hafa runnið á Brynjar þegar honum var tjáð í hverju vinnan væri fólgin. Maðurinn bauð honum 2.500 dollara fyrir að finna einhvern sem væri til í að fara með pakkann til Japan og Brynjar ákvað að taka því tilboði. Fréttir vikunnar í DV GusGus flýr hljóðkerfið í hörpu F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Fréttir 10 8.–9. júní 2011 66. tbl. 101. árg. leiðb. verð 429 kr. miðvikudagur og fimmtudagur sTríð Geirs Ákærður „alvarleg v anræksla“ n Hvað gerði hann? n Hvað gerði hann ekki? n Hvernig berst hann? Fréttir 2–3 fÓLkið SEm StYður gEir sofa enn í sama rúmi n Sveinn og Kristrún skilin: Eiginmaðurinn reynir að jafna sig n Kom að konunni látinni ÁrÓður gaddafiS BJÓ Í kommÚNu Í gaNa og kofa Í maLavÍ n inga dóra hjá uN Women: BÝr mEð tugum HuNda Í kEfLavÍk n 17 þeirra réðust á konu n Tilkynnt vegna vanrækslu n Týndist í tvígang n Eigendurnir biðu í þrjá daga n Hringsólaði á færibandinu iCELaNd EXPrESS gLEYmdi HuNdi Fréttir 8Viðtal 22–23 Erlent 16 Fólk 26 Fréttir 6 Fréttir 4 Forsætisráðherra hrunsins rís upp: 6 | Fréttir 6. júní 2011 M ánudagur Karl M. Grönvold er búinn að afplána dóm sinn í Brasilíu: Brasilíufanginn kominn heim Brasilíufanginn Karl M. Grönvold er kominn heim til Íslands eftir fjög- urra ára dvöl í erlendum fangels- um. Karl hlaut tæplega fjögurra ára dóm í Brasilíu eftir að hafa reynt að smygla tæpum sex kílóum af kóka- íni úr landi. Hann sat af sér dóminn í fangelsi fyrir útlendinga í San Paolo í Brasilíu. Honum var sleppt í febrúar á síðasta ári en var á skilorði fram í september og undir ströngu eftirliti. Síðan tók við löng bið þar sem Karl beið þess að komast heim. Jóhannes Kr. Kristjánsson skrifaði bók um dvöl Karls í fangelsinu þar sem hann lýsti þeim aðbúnaði sem hann bjó við í fangelsinu og lífinu innan múranna. Í viðtali við DV í nóvember á síð- asta ári sagðist Karl ætla að vinna í sjálfum sér þegar hann kæmi heim: „Það fyrsta er að koma mér í stand. Ég er búinn að vera á skelfilegum stað í langan tíma og þegar ég kem heim ætla ég að leita mér aðstoðar. Ég er með mín plön um að bæta líf mitt og ég ætla ekki að halda áfram í þessum bransa. Það er algjörlega hreinskilið svar,“ sagði Karl þá full- ur af von um að komast heim. Þegar hann var laus úr fangelsinu í Brasilíu mátti hann ekki vinna fyrir sér og því sá fjölskylda hans um að halda hon- um uppi. Karl er nú laus ferða sinna og kominn aftur til landsins. Hann hefur sést á landinu undanfarið og meðal annars í félagsskap Ásgeirs Þórs Davíðssonar, eða Geira á Gold- finger. Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar 30+ Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox „Brynjar hitti mann sem bauð hon- um vinnu, hann spurði hvernig vinnu og þá sagði maðurinn að vinn- an fælist í því að fara með pakka með lyfjum til Japan,“ segir Amornrat Lapaaneknun kærasta Brynjars Mettinissonar sem var handtekinn fyrir fíkniefnamisferli í síðustu viku á hóteli í miðborg Bangkok í Taílandi. Amornrat, sem yfirleitt er kölluð Jenny, segir tvær grímur hafa runn- ið á Brynjar þegar honum var tjáð í hverju vinnan væri fólgin. „Hann sagðist ekki vilja gera neitt ólöglegt en þá sagði maðurinn: „Nei, ekki hafa áhyggjur, þetta eru ekki eitur- lyf“.“ Brynjar var samt ekki tilbúinn að gera þetta en þá bauð maðurinn honum 2.500 dollara fyrir að finna fyrir sig einhvern annan aðila sem væri til í að fara með pakkann til Jap- an og Brynjar ákvað að taka því til- boði. Kom ekki nálægt efnunum „Brynjar margspurði hvort um ólög- legt athæfi væri að ræða og hvort það væru eiturlyf í pakkanum en mað- urinn fullvissaði hann um að svo væri ekki,“ segir Jenny. Samkvæmt Jenny var Brynhar í sambandi við umræddan mann í töluverðan tíma áður en hann fann mann til verksins. Sá sagðist vera tilbúinn að gera nán- ast hvað sem er fyrir peninga og var til í að taka að sér að fara með pakk- ann til Japan. Á mánudaginn síðasta mætti Brynjar svo á fund á hóteli með tilvonandi burðardýri og þeim aðila sem skipulagði verkið. Brynj- ar sagði Jenny að burðardýrið hefði að öllum líkindum haft samband við lögregluna og látið vita af fundinum. Þegar lögreglan kom á hótelið þá kom í ljós að um eitt og hálf kíló af amfetamíni var í pakkanum sem átti að flytja til Japan. Jenny hefur þær upplýsingar eftir Brynjari að hann hafi aldrei komið nálægt pakkanum. „Hann vissi ekki af þessu og sá aldrei efnið,“ segir Jenny sem vissi þó ekki hvað Brynjar hafði flækt sig í fyrr en hún fékk símtal frá honum aðfara- nótt þriðjudags þar sem hann tjáði henni að hann hefði verið handtek- inn. Móðirin segir aðra sögu Móðir Brynjars lýsti atburðarásinni töluvert öðruvísi í samtali við DV í síð- ustu viku. Hún sagðist hafa upplýsing- arnar eftir kærustu Brynjars en mögu- legt er að þær hafi ekki skilið hvor aðra nógu vel. Móðir Brynjars sagði hann aldrei hafa hitt manninn með fíkniefn- in áður og að kærasta Brynjars hefði verið með í för. Hvorugt stemmir við það sem Jenny sagði í samtali við DV. „Frábær strákur“ Brynjar var úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald vegna máls- ins en Jenny fékk að heimsækja hann á miðvikudaginn í síðustu viku. Hún mun líklega fá að heimsækja hann einu sinni í viku á meðan hann situr í varðhaldi. „Hann þarf bara að vera sterkur í þrjá mánuði og ef lögmaður- inn hans verður góður þá held ég að þetta fari allt vel,“ segir Jenny sem er miður sín. Hún er strax farin að sakna Brynjars. „Við erum búin að vera sam- an allan sólarhringinn síðastliðna þrjá mánuði. Hann er frábær strákur, það er ekkert slæmt til í honum og hann myndi aldrei gera neitt ólöglegt.“ Kynntust á netinu Jenny segir að hún og Brynjar hafi kynnst á internetinu fyrir einhverj- um mánuðum en hann kom til Taí- lands til að hitta hana fyrir tæpum þremur mánuðum. „Hann var alltaf að senda mér skilaboð en ég svaraði aldrei,“ segir Jenny hlæjandi þegar hún rifjar upp hvernig þau kynntust. „Svo sendi hann mér aftur og aftur en mér fannst hann reyna of mikið.“ Jenny ákvað að lokum að gefa Brynj- ari tækifæri og segist svo sannarlega ekki sjá eftir því. Hún treystir á að aðrir sjái það góða í Brynjari líka. „Ég sagði honum bara að sýna í fangels- inu hvað hann væri góður maður og þá verður allt gott eftir þrjá mánuði,“ segir Jenny að lokum. n Brynjar Mettinisson var handtekinn í Bangkok í síðustu viku n Kærastan se gir honum hafa verið boðin vinna við að finna burðardýr n Var talin trú um að um lö g- leg lyf væri að ræða n Kærastan saknar Brynjars og trúir að hann verði látinn lau s „Hann sagðist ekki vilja gera neitt ólöglegt en þá sagði maðurinn: „Nei, ekki hafa áhyggjur, þetta eru ekki eiturlyf.“ Brynjar átti að finna Burðardýr Fann burðardýr Kærasta Brynjars segir hann hafa samþykkt að finna burðardýr til að fara með lyf til Japan. Hann hélt að um lögleg efni væri að ræða. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Karl Grönvold Landbúnaðarráðherra vill halda höftum: Össur snuprar Jón Bjarnason ,,Eitt af meginatriðum varðandi inn- göngu í Evrópusambandið er að tollar falla niður í viðskiptum milli ríkjanna,“ segir Össur Skarphéð- insson utanríkis- ráðherra í sam- tali við DV. Hann segir að þingið hafi talað skýrt um að það gilti líka um innfluttar landbúnaðarvör- ur. Ráðherrann segist ekki kippa sér upp við fréttir um að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra sé mótfallinn afnámi tollverndar á landbúnaðar- vörur við aðild. ,,Það vita allir að álitið, sem var grunnurinn undir samþykkt þings- ins um aðildarumsóknina, segir berum orðum að augljósustu áhrifin af inngöngu í sambandið séu að allir tollar á vörum á milli Íslands og ann- arra aðildarríkja myndu falla niður. Það er meira að segja sérstaklega tekið fram að það gildi líka um land- búnaðarvörur. Svo við ráðherrarnir, að ég nú tali ekki um þingið, vissum nákvæmlega á hvaða forsendum umsóknin var samþykkt hvað þetta varðaði,” segir utanríkisráðherra. Össur segir kjarna málsins vera þann að hvorki hann né Jón né aðrir ráðherrar geti stillt upp rauðum strikum sem gangi lengra en álit utanríkismálanefndar, enda sé búið að leggja af ráðherraræði fyrri ríkis- stjórna gagnvart Alþingi. Össur segir að í álitinu hafi líka verið fjallað um að finna leiðir til að afnám toll- verndar hefði sem minnsta röskun í för með sér fyrir bændur, sérstaklega mjólkurbændur. ,,Það væri til dæmis hægt með því að semja um heimildir til að bæta bændum það upp með annars konar beinum stuðningi. Það kæmi í sama stað niður fyrir landbúnað- inn í heild. Breytingin yrði sú að toll- verndin kæmi fram sem sérstakur stuðningur í fjárlögum, í stað þess að mömmur og pabbar sem daglega kaupa í matinn fyrir fjölskylduna greiði tollverndina í smáskömmtum í hvert sinn sem þau kaupa í matinn. Þannig er það í reynd í dag.” F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Hannes smárason fyrir dómi: „HEF EKKERT MEÐ HRUNIÐ AÐ GERA“ 6.–7. júní 2011 65. tbl. 101. árg. leiðb. verð 395 kr. mánudagur og þriðjudagur n Vill fá aflétt kyrrsetningu eigna n Eignafrystingin hamlar viðskiptum n Viðtal í Harma- geddon lagt fram n Telur Steingrím j. vera á eftir sér Brynjar áTTi að finna Burðardýr n Kærasta fangans segir að hann hafi haldið að efnin væru lögleg Sumarið kemur í júlí n Segir Siggistormur Fréttir 2–3 Fréttir 4 Fréttir 6 Kartöflustríð í þykkvabæ n Kartöflubóndi segist hafa óttast um líf sitt LANdsLIÐs- þjáLFARI á ENdAsTöÐ n Með slakasta árangurinn þingmenn latir við að hjóla n Alþingi samt í öðru sæti ELvIs ARoN sKíRÐUR í KópAvoGI n Prestur með gítar n „70 prósent af því sem veldur krabbameini í okkar höndum“ rétt grænmeti getur fyrirbyggt krabbamein Neytendur 14–15 Fréttir 32 Sport 24 Fréttir 12 Fólk 26 HANNEs FLUTTUR TIL Lúx 1 2 3 Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Jafnvægispúði • Þjálfar jafnvægi. • Góður í stöðugleikaæfingar • Spjald með æfingum fylgir Verð: 7.980 kr. „Mér finnst þetta bara vera minni- máttarkennd í listamönnunum að setja sig á svona háan hest og afneita þannig annarri list. Mér finnst þeir lítillækka sjálfa sig með svona hegð- un,“ segir áhugalistamaðurinn Jó- hann Dalberg Sverrisson sem kann- aði það hjá nokkrum galleríum hvort þau hefðu áhuga á taka verk hans inn til sölu. Hann talaði meðal annars við Gunnar Helgason, eiganda Gall- erí Listar. „Hann sagði mér að hann gæti ekki tekið inn frá mér af því ég væri ekki lærður listamaður því þá myndu listamennirnir hóta honum því að taka út sína list.“ Listamennirnir stýra kaupand- anum Jóhann hefur gert listaverk úr steini, aðallega graníti, og selur verkin meðal annars í gegnum Facebook- síðu sína, Steinlist. Honum finnst mjög einkennilegt að kaupandinn sjálfur megi ekki ákveða hvort hann vilji kaupa list eftir áhugalistamenn eða eftir listamenn með akademíska menntun, heldur vilji listamenn- irnir reyna að stýra því. Hann bend- ir jafnframt á að ef þetta er raunin í mörgum galleríum þá fái kaupand- inn sjaldan tækifæri til að sjá list eftir áhugalistamenn og geti því ekki met- ið hvort hann hafi áhuga á að kaupa slíka list. „Þetta á bara illa heima saman“ DV hafði samband við Gunnar Helgason hjá Gallerí List sem stað- festi að menntaðir listamenn hefðu í sumum tilfellum verið ósáttir við það ef hann tók verk eftir áhuga- listamenn inn í galleríið. Hann segir það vera eina af ástæðunum fyrir því að hann geri það ekki lengur. „Þetta bara á illa heima saman. Annaðhvort er maður að einbeita sér að því að vera með menntaða listamenn eða ekki og það er erfitt að ætla að blanda þessu saman,“ segir Gunnar í sam- tali við DV. „Það er nú eiginlega bara þannig að þegar fólk er að versla við gallerí þá á það kröfu á því að það séu verk menntaðra listamanna sem það er að kaupa.“ Lærðir og ólærðir sýna saman Birna Smith rekur ART67 gallerí ásamt tólf öðrum konum. Sumar þeirra eru listaháskólagengnar en aðrar ekki. Ólíkt þeirri stefnu sem Gallerí List fylgir segir Birna þær ekki gera neinn greinarmun þar á milli. Þær hafa hins vegar orðið varar við það, líkt og Gunnar, að listamenn vilji í sumum tilfellum ekki selja eða sýna vörur sínar á sama stað og áhugalistamenn. „Það er ákveðið snobb í gangi á Íslandi og það er bara hið besta mál,“ segir Birna í samtali við DV. „En þetta snýst náttúrulega bara um kaupandann. Okkar við- skiptavinir hafa verið svo ánægðir, hafa komið og hrósað verkum okkar og margir sagt að þetta sé flottasta galleríið í Reykjavík.“ Útlendingar spyrja aldrei um menntun „Það er nú einu sinni þannig með listina að hún er meðfæddur eigin- leiki og síðan fer það eftir því hvern- ig viðkomandi þróar sína list,“ segir Birna. Hún telur kennslu nauðsyn- lega en leggur frekar metnað í kenn- ara. Galleríið er staðsett á besta stað á Laugaveginum og Birna segir að þar af leiðandi fái þær mikið af út- lendingum inn til sín og selji mál- verk út um allan heim. „Ég hef aldrei heyrt að útlendingar hafi verið að spyrja hvað við værum menntaðar. Þeir hafa bara komið inn í galleríið og orðið himinlifandi.“ Birna segir þær heldur ekki hafa orðið varar við snobb í íslenskum listkaupendum. „Það eru frekar kannski listamenn- irnir sjálfir sem maður hefur heyrt gagnrýni frá,“ segir Birna að lokum. n Gallerí List er eingöngu með verk eftir menntaða listamenn til sölu n Segir listamennina hafa orðið ósátta þegar verk eftir áhugalistamenn voru tekin inn n „Ákveðið snobb í gangi á Íslandi“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Áhugalistamaður Jóhann Dalberg kannaði hvort gallerí hefðu áhuga á að taka verk hans í sölu. Hann fékk meðal annars neitun frá Gallerí List á þeim forsendum að hann væri ekki menntaður. Birna Smith Segir ákveðið snobb í gangi á Íslandi, það sé þó aðallega hjá listamönn- unum sjálfum en ekki hjá listkaupendum. Fullmikið fjör á Spáni: Kvartað undan útskriftar- nemum „Ég er ansi hræddur um að þegar 250 til 270 ungmenni fara saman til útlanda að skemmta sér að þá gangi alltaf eitthvað á,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verslunarskóla Íslands, í samtali við DV.is. Útskriftarárgang- ur skólans fór á dögunum í ferð til Costa del Sol á Spáni til að fagna út- skrift sinni frá skólanum. Greint var frá því á fimmtudag að ákveðinn hópur nemenda hafi fengið skamm- ir vegna hegðunar á hótelinu Palma- sol. Kvörtuðu óánægðir gestir hót- elsins yfir slæmri hegðun nemenda, að því er segir á vef hótelsins. Tómas Gestsson, framkvæmda- stjóri Heimsferða, sagði í sam- tali við Pressuna á fimmtudag, að umræddur útskriftarhópur hefði verið einn sá besti sem sendur hefur verið á vegum Heimsferða. „Þessir hópar hafa verið verri,“ sagði Tómas. Ingi hafði hins vegar ekkert heyrt af slæmri hegðun og sagðist aðeins þekkja til málsins í gegnum fjöl- miðla. „Nemendur sem fara í þessar útskriftarferðir eru ekki nemendur Verslunarskólans lengur. Þeir eru út- skrifaðir og við höfum þannig séð ekkert af þeim að segja og fréttum ekkert af þeim. Við fáum bara sög- urnar frá krökkunum sjálfum seinna eða við sjáum eitthvað svona í blöð- unum,“ segir Ingi Ólafsson sem segist ekki hafa heyrt svona sögur af útskriftarnemendum Verslunar- skólans. Loksins fer að hlýna Íbúar á sunnan- og vestanverðu landinu geta tekið gleði sína á ný, í smátíma að minnsta kosti, því útlit er fyrir ágætt veður um helgina. Sig- urður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur segir á veðurbloggi sínu á DV.is að vindur verði skaplega hægur. Þá ætti að verða ágætlega bjart á laugardag- inn þó einhver óvissa sé hvað varðar sunnudaginn. Hiti verður á bilinu átta til sautján stig á laugardag, hlýj- ast á vestanverðu landinu. Á sunnu- dag verður hitinn sex til átján stig og hlýjast í uppsveitum á Suðurlandi. ólærðir listamenn fá ekki að sýna „Það er ákveðið snobb í gangi á Íslandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.