Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Page 4
4 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Stál og plast þakrennur
Allir fylgihlutir fáanlegir
Frábært
verð!
Skiptum á þrotabúi eignarhalds-
félagsins Ísalindar lauk þann 29.
apríl síðastliðinn. Um 270 milljón-
ir króna fengust upp í nærri 1.250
milljóna króna kröfur þrotabús-
ins eða um 20 prósent. Ísalind var í
eigu bræðranna Ástgeirs og Péturs
Más Finnssona sem yfirtóku máln-
ingavöruverslunina Slippfélagið árið
2007 og fjármagnaði Landsbankinn
yfirtökuna. Ísalind skuldaði Lands-
bankanum rúmlega 1.250 milljónir
króna samkvæmt ársreikningi félags-
ins fyrir árið 2008.
Landsbankinn tók yfir Slipp-
félagið haustið 2010. Slippfélagið,
sem var stofnað árið 1902, er einna
þekktast fyrir að hafa verið umboðs-
aðili Hempel-skipamálningar í ára-
tugi. Stór hluti tekna Slippfélagsins
kom af sölu á vörum frá Hempel. Eft-
ir að Landsbankinn tók Slippfélagið
yfir síðasta haust náðu nokkrir sölu-
menn frá Slippfélaginu umboðinu
fyrir Hempel til sín og réðu sig síðan
til Flügger-málningavöruverslana-
keðjunnar og tóku umboðið með sér
þangað.
Slippfélagið var í töluverðan tíma
í söluferli hjá Landsbankanum sem
þótti umdeilt þar sem ekki var um
opið söluferli að ræða. Eftir að sölu-
menn hjá Slippfélaginu höfðu tekið
Hempel-umboðið út úr fyrirtækinu
ákvað Landsbankinn að flýta sölu-
ferlinu. Segja má að markaðsverð-
mæti Slippfélagsins hafi rýrnað
verulega við að missa Hempel-um-
boðið. Sjö aðilar fengu að bjóða í fé-
lagið sem endaði með því að félag á
vegum eigenda Málningar hf. keypti
Slippfélagið utan umboðsins fyrir
Hempel.
Líklegt má telja að kaupverðið
hafi numið 270 milljónum króna.
as@dv.is
Skiptum lokið í félaginu Ísalind sem yfirtók Slippfélagið 2007:
Milljarður afskrifaður
Landsbankinn tapar milljarði Landsbankinn fjármagnaði yfirtöku félagsins Ísalindar á
málningavöruverslun Slippfélagsins árið 2007. Nú er ljóst að Landsbankinn þarf að afskrifa
um einn milljarð króna vegna gjaldþrots Ísalindar.
Jóhannes Jónsson, gjarnan kenndur
við Bónus, seldi rúmlega 600 fer-
metra hús sem hann átti á Flórída
fyrir tæplega 154 milljónir króna til
bandarísks félags sem er í hans eigu.
Þetta kemur fram í ársreikningi eign-
arhaldsfélags Jóhannesar, Sunnu-
björg ehf., fyrir árið 2009. Sunnu-
björg hélt utan um eignarhaldið
á húsinu á Flórída fyrir Jóhannes.
„Húsið var fært inn í annað félag sem
ég á,“ segir Jóhannes. Húsið stendur
við Nona-vatn í Orlando í Bandaríkj-
unum.
Jóhannes keypti húsið á Flórída
nokkrum vikum fyrir bankahrunið
árið 2008 með láni frá Landsbankan-
um upp á 1,5 milljónir Bandaríkja-
dollara, um 150 milljónir. Lands-
bankinn lánaði félagi Jóhannesar
fyrir kaupunum samkvæmt ársreikn-
ingi Sunnubjarga fyrir árið 2008.
Morgunblaðið greindi frá því í
febrúar í fyrra að í nóvember 2009
hefði húsið verið fært úr Sunnu-
björgum og yfir í bandaríska félagið
The Johannes Jonsson Trust. Í frétt
Morgunblaðsins kom fram að eigna-
tilfærslan á húsinu yfir í bandaríska
félagið gerði það að verkum að ís-
lenskir kröfuhafar Sunnubjarga,
Landsbankinn, gætu ekki leyst húsið
til sín upp í skuldir vegna tiltekinna
ákvæða í bandarískum lögum.
Helmingur skuldanna greiddur
Í ársreikningi Sunnubjarga fyrir árið
2009 kemur fram að félagið hafi
skuldað tæplega 244 milljónir króna
í árslok 2008. Tæplega 186 millj-
ónir króna voru skuldir við Lands-
bankann út af kaupunum á hús-
inu við Nona-vatn og 53 milljónir af
skuldunum voru við Jóhannes sjálf-
an.
Á árinu 2009 er húsið svo selt út
úr félaginu til umrædds bandarísks
félags Jóhannesar fyrir tæplega 154
milljónir króna en verðmatið á hús-
inu hafði verið tæplega 180 milljón-
ir í lok árs 2008. Á árinu 2009 greiddi
Sunnubjörg sömuleiðis upp skuldir
sem námu rúmlega 148 milljónum
króna, nokkurn veginn því sama og
söluverð hússins. Afborganir lang-
tímalána eru skráðar sem rúmlega
95 milljónir króna, væntanlega hluti
skuldarinnar við Landsbankann, og
lækkun skammtímaskulda er upp á
rúmlega 53 milljónir króna, væntan-
lega skuldin við Jóhannes sjálfan.
Tæplega 100 milljóna króna mun-
ur er því á heildarskuldum Sunnu-
bjarga árið 2008 og þeirri upphæð
sem félagið greiddi af skuldum sín-
um á árinu 2009. Samt er Sunnu-
björg nánast skuldlaust í árslok 2009
og skuldir við lánastofnanir fóru frá
tæpum 185 milljónum árið 2008 og
niður í 0 krónur árið 2009. Á sama
tíma var hluthafaskuldin við Jó-
hannes gerð upp samkvæmt árs-
reikningnum. Ekkert í ársreikningi
Sunnubjarga bendir hins vegar til
þess að félagið hafi átt þessar um 240
milljónir króna tiltækar til að greiða
skuldir sínar og var eiginfjárstaða
félagsins neikvæð um 65 milljónir í
lok árs 2008.
Af þessu leiðir að svo virðist sem
Sunnubjörg hafi fengið hluta af
skuldum sínum við Landsbankann
afskrifaðar.
Jóhannes neitar afskriftum
Aðspurður segir Jóhannes að Sunnu-
björg hafi ekki fengið neitt afskrifað
af sínum skuldum. Hann segir að
„samið“ hafi verið um uppgjör á
skuldum félagsins og að félagið hafi
greitt honum það sem það skuldaði
honum. Hann getur hins vegar ekki
útskýrt misræmið á heildarskuldum
félagsins og uppgreiðslu skulda þess
en um 100 milljóna munur er þarna
á milli. „Nei, þetta var bara greitt,“
segir Jóhannes. Aðspurður af hverju
þetta komi ekki fram í ársreikningn-
um segir Jóhannes að hann viti ekki
af hverju svo sé. Hann neitar því
sömuleiðis að Sunnubjörg hafi ein-
ungis greitt hluta skuldarinnar við
Landsbankann. „Nei, það var ekkert
svoleiðis... Ég fékk enga afskrift; ég
hef hvergi fengið afskrift... Þetta er að
fullu uppgert.“
Aðspurður hvort það geti verið
að hann hafi samið við Landsbank-
ann um að greiða bankanum ein-
ungis hluta af skuldinni þar sem það
komi ekki fram í ársreikningnum að
öll skuldin hafi verið greidd upp segir
Jóhannes að aðalatriðið sé að hann
eigi húsið í Bandaríkjunum skuld-
laust. „Ég hef ekki pælt svona í þessu
á nokkurn hátt. Ég veit bara að þetta
er skuldlaus eign mín í Bandaríkjun-
um, þetta hús.“
Sunnubjörgum slitið
Jóhannes segir að staða Sunnubjarga
sé þannig núna að félaginu hafi verið
slitið. „Þetta félag er aflagt... Því var
bara slitið.“ Sunnubjörgum, félaginu
sem Jóhannes stofnaði til að taka lán
fyrir húsinu á Flórída, verður því slit-
ið.
Ekki er annað að sjá en að afskrifa
hafi þurft hluta að skuldum félagsins
hjá Landsbankanum. Jóhannes virð-
ist því hafa greitt kaupverð hússins
með láni frá Landsbankanum árið
2008 en síðan fært húsið yfir í ann-
að félag í Bandaríkjunum ári síðar og
svo einungis greitt Landsbankanum
til baka hluta af kaupverðinu fyrir
húsið. Húsið verður hins vegar áfram
í eigu Jóhannesar.
„Þetta er skuld-
laus eign mín í
Bandaríkjunum“
n Jóhannes Jónsson færði hús sitt í Flórída yfir í annað félag í sinni eigu
n Gerði upp hluta skuldanna við Landsbankann n Ársreikningur virðist
sýna fram á tugmilljóna afskriftir n Segir félaginu hafa verið slitið
Segir skuldirnar uppgerðar Jóhannes segir að skuldir Sunnubjarga hafi verið gerðar
upp og að hann hafi ekki fengið neitt afskrifað.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Þetta félag
er aflagt.
Sparisjóður Svarfdæla:
Gusi í þrot
Eignarhaldsfélag í eigu tveggja spari-
sjóðsstjóra hjá Sparisjóði Svarfdæla
á Dalvík hefur verið tekið til gjald-
þrotaskipta. Félagið, sem heitir Gusi,
var í eigu þeirra Friðriks Friðriks-
sonar og Jónasar Mikaels Jónssonar
og eiginkvenna þeirra. Skiptastjóri er
Hreinn Pálsson.
Samkvæmt ársreikningi eignar-
haldsfélagsins fyrir árið 2009
skuldaði Gusi Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis tæplega 340 milljónir
króna í árslok 2009. Lánið var veitt
til að kaupa hlutabréf í norðlenska
fjárfestingarbankanum Saga Capi-
tal. Gusi átti að endurgreiða lánið til
sparisjóðsins í einu lagi í fyrra sam-
kvæmt ársreikningnum. Ekkert í árs-
reikningi Gusa benti til að félagið
gæti staðið við skuldbindingar sínar
enda var hinn verðlitli eignarhlut-
ur í Saga Capital langstærsta eign
sjóðsins.
Líkt og DV hefur greint frá eru
margir af stofnfjáreigendum í Spari-
sjóði Svarfdæla ósáttir við að hafa
tekið lán hjá Saga Capital til að fjár-
magna stofnfjárbréfakaup sín í
sjóðnum í lok árs 2007. Þá var ráðist
í stofnfjáraukningu í sjóðnum sem
Saga Capital fjármagnaði. Um 90 pró-
sent af 150 stofnfjáreigendum í spari-
sjóðnum tóku þátt í aukningunni.
Gagnrýni stofnfjáreigendanna bein-
ist meðal annars að því að óeðlileg
tengsl hafi verið á milli sparisjóðsins
og Saga Capital þar sem stjórnendur
í sjóðnum hafi setið í stjórn fjárfest-
ingarbankans. Sparisjóðurinn átti
auk þess rúmlega 3 prósenta hlut í
sparisjóðnum auk þess sem Gusi átti
hlutabréf í fjárfestingarbankanum.
inGi@dv.iS