Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 6
6 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað L A U G A V E G I 1 7 8 S í m i : 5 6 8 9 9 5 5 www.tk.is Tækifærisgjafir í miklu úrvali TILBOÐS VERÐ kr. 3.99 0.- ERUM FLUTT ÚR KRINGLUNNI Á LAUGAVEG 178 HÆTTU að borga yfirvigt GLÖSFISLÉTT FERÐATÖSKUVIGT Afsláttur „Ég rotaðist ekki eins og haldið hef- ur verið fram, ég fór ekki einu sinni í jörðina,“ segir Ríkharð Ríkharðs- son, leiðtogi mótorhjólasamtakanna Black Pistons, sem afplánar nú eftir- stöðvar dóms á Litla-Hrauni. Sögu- sagnir voru á kreiki um að Ríkharð hefði orðið fyrir árás á Litla-Hrauni en hann segir þetta mál allt saman vera blásið upp. „Þetta var bara „suc- ker punch“, einn að reyna að sanna sig,“ segir Ríkharð sem segir einn fanganna hafa hlaupið að sér og sleg- ið sig án þess að Ríkharð sæi hann. „Hann var kominn í jörðina eft- ir tvær sekúndur. Ég hélt honum bara þangað til verðirnir komu,“ seg- ir Ríkharð sem segist vera búinn að leysa málið við manninn sem réðst á hann. „Ég er búinn að tala við hann eftir að hann losnaði úr einangrun og fékk að vita ástæðuna og hann ætlaði að bæta þetta upp og baðst fyrirgefn- ingar.“ Ríkharð segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að árásin hafi verið vegna peningadeilna. „Nei, nei. Ég reyni að vera til fyrirmyndar hérna inni. Ég er ekki að einhverju svoleið- is.“ Ríkharð og Davíð Freyr Rúnars- son voru handteknir í Hafnarfirði í síðasta mánuði eftir að lögreglu barst tilkynning um líkamsárás. Sá sem fyrir henni varð er karl á þrítugs- aldri en hann var með áverka víða á líkamanum og er meðal annars nef- brotinn. Talið er að honum hafi verið haldið nauðugum í meira en hálfan sólarhring og að barsmíðarnar hafi farið fram á jafnvel fleiri en einum stað. Á dvalarstað árásarmannanna var lagt hald á bæði fíkniefni og ýmis barefli. Á Litla-Hrauni Ráðist var á Ríkharð Ríkharðsson, leiðtoga Black Pistons, á Litla-Hrauni. Ráðist á leiðtoga Black Pistons á Litla-Hrauni: „Einn að reyna að sanna sig“ Eignarhaldsfélagið sem Pálmi Har- aldsson notaði til að halda utan um hlutabréfaeign sína í olíufélaginu Skeljungi fyrir íslenska efnahags- hrunið hefur verið úrskurðað gjald- þrota. Félagið hét Uppspretta ehf. þeg- ar Pálmi átti Skeljung en nafni þess var síðar breytt í NG1 eignarhaldsfélag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í lok maí síðast- liðinn. Í ársreikningi félagsins fyrir árið 2009 kemur fram að félagið tapaði rúmum milljarði króna á því ári. Eigið fé félagsins var þá neikvætt um tæp- lega 560 milljónir króna. Eignarhalds- félagið hefur verið í eigu Glitnis, síðar Íslandsbanka, frá því í lok árs 2007 eft- ir að bankinn sölutryggði allt hlutafé í Skeljungi fyrir Pálma fyrir 8,7 milljarða króna í umdeildum viðskiptum. Glitn- ir og Íslandsbanki töpuðu samtals um sex milljörðum króna á þessum við- skiptum þegar olíufélagið var selt í tveimur hlutum til núverandi eigenda þess á árunum 2008 og 2010. Félagið BG Partners, sem er í eigu Guðmund- ar Arnar Þórðarsonar, Birgis Þórs Bielt- vedt og Svanhildar Nönnu Vigfúsdótt- ur, á olíufélagið í dag. Sölutryggingin á Skeljungi nam um þreföldu söluverði þess á endanum. Seldu félagið sín á milli Saga eignarhaldsins á Skeljungi á síð- ustu fjórum árunum fyrir hrun er með nokkrum ólíkindum. Í febrúar 2004 keypti eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar allt hlutafé í Skeljungi af félaginu Steinhólum ehf. sem Kaup- þing banki hafði stofnað. Í október sama ár eignaðist Hagar, móðurfélag Bónus og fleiri fyrirtækja, sem var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, allt hlutafé í olíufélaginu. Í lok febrúar 2006 keypti umrætt fé- lag Pálma, Uppspretta ehf., Skeljung aftur af Högum. Í tilefni af þeim kaup- um sagði Pálmi í samtali við Vísi: „Ég seldi Skeljung á sínum tíma til að fjár- magna mín kaup í Iceland sem reynd- ist vera mjög happadrjúg fjárfesting og átti svo frumkvæði að því við Haga að kaupa Skeljung til baka. Við fórum í samningaviðræður og niðurstaðan er þessi.“ Í ársreikningi NG1 eignar- haldsfélags fyrir árið 2007 kemur fram að félagið skuldaði Högum rúma tvo milljarða króna þá og ótilgreindri lána- stofnun svipaða upphæð. Ætla má að kaupverðið á Skeljungi hafi því verið í kringum fjóra milljarða króna og að hluti af því hafi verið fjármagnaður með seljendaláni frá Högum. Fékk lán frá Högum Í lok árs 2007 var svo gengið frá 8,7 milljarða króna sölutryggingunni á Skeljungi og eignaðist Glitnir olíu- félagið í kjölfarið. Pálmi eignaðist fé- lagið ekki aftur eftir þetta. Tekið skal fram að Jón Ásgeir Jóhannesson, helsti eigandi Haga og Baugs, var ráðandi aðili í Glitni á þessum tíma. Í ársreikningi NG1 eignarhaldsfélags fyrir árið 2007 eru hlutabréfin í Skelj- ungi metin á tæpa 9 milljarða króna. Rúmu hálfu ári síðar, í ágúst 2008, var 51 prósenta hlutur í Skelj- ungi seldur til núverandi eigenda félagsins fyrir 1,5 milljarð króna. Þetta söluverð virðist benda til þess að verðmatið á Skeljungi sem fram kemur í ársreikningnum 2007 hafi verið allt of hátt og að sölutrygging- in á félaginu hafi því verið það sömu- leiðis. Bókfært tap þessara viðskipta Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma Haraldssonar og félaga þeirra lenti því á endanum á Glitni og Ís- landsbanka. „Menn fóru fram úr sér“ Eins og oft hefur komið fram í fjöl- miðlum eru Skeljungsviðskipti Pálma Haraldssonar og Jóns Ásgeirs enn eitt dæmið um viðskipti þar sem íslenskir fjárfestar seldu fyrir- tæki nokkrum sínum sín á milli á ár- unum fyrir íslenska efnahagshrunið. Frægasta dæmið um slíkt er Sterl- ing-fléttan svokallað þar sem danska flugfélagið Sterling var selt á milli FL Group og Fons með ævintýraleg- um hagnaði þar sem engar rökréttar skýringar virtust vera fyrir auknu verðmæti félagsins. Í viðtali við DV í fyrra sagði Pálmi að hann og margir aðrir þátttakendur í íslensku atvinnulífi hefðu farið fram úr sér í ýmsum viðskiptum og að fyrirtæki hefðu verið verðmetin allt of hátt þegar þau voru seld á mark- aði, jafnvel á milli aðila sem stund- uðu viðskipti saman. Þessi gagnrýni Pálma á eigin viðskipti má heimfæra upp á viðskiptin með Skeljung. Orðrétt sagði Pálmi: „En eftir á að hyggja er ég ekki í nokkrum vafa um að menn fóru fram úr sér. Og ég held að allir eigi þar hlut að máli sem voru í viðskiptum hvort sem þeir voru inni í bönkum eða annars staðar í atvinnulífinu. Margföldunarstuðl- arnir sem notaðir voru til að reikna virði fyrirtækja á þessum árum, 2002 til 2008, þá skiptir engu máli hvort það var sjoppa á Bústaðaveginum eða Iceland Express, standast ekki skoðun. Það var út úr kortinu hvern- ig fyrirtækin voru verðmetin. [...] Ég er þátttakandi í þessu, ég ber ekki ábyrgð á hruninu, en ég tók þátt í því að tjakka upp blöðruna sem íslenskt viðskiptalíf var og axla mína ábyrgð á því.“ Skeljungsfélag Pálma gjaldþrota n Félag Pálma Haraldssonar sem átti Skeljung er gjaldþrotan Skeljungur seldur á milli Pálma og Jóns Ásgeirs n Glitnir sat uppi með tapið n Pálmi viðurkenndi mistök Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Félagið í þrot Félög í eigu Pálma Haraldssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar seldu Skeljung sín á milli nokkrum sinnum. Olíufélagið endaði svo á borði Glitnis í árslok 2007 eftir að bankinn hafði sölutryggt félagið fyrir Pálma fyrir yfirverð.„Ég seldi Skeljung á sínum tíma til að fjármagna mín kaup í Iceland sem reyndist vera mjög happadrjúg fjárfesting og átti svo frumkvæði að því við Haga að kaupa Skeljung til baka. Hundar gengu lausir: Dýrbítar drápu tugi lamba Tveir boxerhundar drápu tugi kinda og lamba við Þórðarkot í Eyrar- bakkahreppi á fimmtudag. Hund- arnir höfðu hlaupið frjálsir í einn eða tvo daga þegar fangar við girð- ingarvinnu urðu varir við þá og létu vita af þeim.Talið er að hundarnir komi frá Tjarnarbyggð sem er stutt frá Þórðarkoti. Eigandi kindanna fór á staðinn ásamt fleiri mönnum og gengu þeir í gær um svæðið og smöluðu dýrum. Hundarnir voru báðir aflífaðir í morgun. Bændum er heimilt samkvæmt lögum, að fella dýrbíta tafarlaust. Að sögn lögreglu hefði hún séð um það hefði bóndinn ekki verið búinn að grípa til ráðstaf- ana. Heimamenn gengu um svæðið í gær og mátu aðstæður. Nokkur særð dýr þurfti að aflífa. Lögregla taldi að um 23 kindur og lömb hefðu drepist. Einhver dýranna höfðu legið í einn eða tvo daga þegar uppvíst varð um málið. Ekki er ljóst hversu mikinn skaða hundarnir hafa unnið, en líklegt er að um tvöfalt fleiri dýr hafi drepist. Lömbin höfðu verið bitin á háls og hausar þeirra jafnvel mikið brotnir. Í samtali við DV sagði Sigurður Nils- sen, eigandi dýranna, að tjónið væri töluvert, þótt enn væri óljóst hversu mikið það væri. Enn ætti eftir að fara yfir mikið svæði og klára smölun. Sigurður sagði að málið hefði verið kært til lögreglu og að bótakrafa yrði lögð fram vegna skaðans. Heim- ildarmaður DV segir að lausaganga hunda hafi verið vandamál á svæð- inu og að aðeins hafi verið tíma- spursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Útgáfa DV DV kemur næst út miðvikudag- inn 15. júní. Ekkert blað kemur út á mánudag vegna þess að þá er annar í hvítasunnu og almennur frídagur. Fréttaþjónusta verður á DV.is alla hvítasunnuhelgina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.