Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Qupperneq 8
8 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 St. 41-46 Grensásvegur 8 & Nýbýlavegur 12 Sími 517 2040 Opið mánud-föstud. 11-18 laugard. 11-16 SKÓMARKAÐUR St. 40-46 St. 41-50 St. 40-46 Góðir skór Gott verð St. 36-41 kr. 6.595 St. 36-41 kr. 5.895 St. 24-35 kr. .395 St. 41-46 kr. 6.795 „Ég hef ekkert komið að neinni skoðun á því,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra að- spurður hvort það sé til skoðunar af hálfu fjármálaráðuneytisins að taka upp kanadískan dollar hér á landi. Fyrir stuttu birtust fréttir þess efn- is að kanadískir embættismenn hefðu fundað með hérlendum kaupsýslumönnum og voru hin- ir kanadísku jákvæðir í garð hug- myndarinnar. Viðræðurnar voru óformlegar en bæði hjá Bank of Ca- nada, sem er kanadíski seðlabank- inn, og fjármálaráðuneyti Kanada ríkir jákvæðni gagnvart hugmynd- inni miðað við það sem hefur áður komið fram. „Ég veit ekki hversu mikil alvara er þarna á ferð,“ segir Steingrímur og bætir því því við að eflaust væri nærtækara að huga að eigin pen- ingastefnu og ná góðum tökum á málum hjá okkur sjálfum áður en menn fara að velta því fyrir sér hvort taka eigi upp annan gjaldmiðil. Það skipti einnig máli að aðstæður séu góðar og stöðugar ef menn ætli að skipta um gjaldmiðil svo að hægt sé að skipta á því gengi sem sé hæfi- legt fyrir þjóðarbúið. Steingrímur segir að ef það eigi að líta til ann- arra gjaldmiðla þurfi að skoða mál- ið vandlega og velja gjaldmiðil sem okkur þyki vænlegur og helst þurfi að ná samkomulagi við viðkom- andi aðila um slíka aðgerð. Steingrímur sér ekki upptöku kanadíska dollarans gerast í nán- ustu framtíð en hann er alls ekki neikvæður í garð gjaldmiðilsins sem hann telur einn af þeim álit- legri um þessar mundir. „Kanada- menn stóðu vel að málum og sigldu í gegnum fjármálakrísuna tiltölu- lega lygnum sjó og mér finnst mjög skiljanlegt að menn beini sjónum sínum þangað,“ segir Steingrímur sem segir Kanadamenn það stóra að það muni eflaust ekki neinu þó svo að íslenska hagkerfið bæt- ist við. Umræddar hugmyndir eru frumlegar að sögn Steingríms en þær liggja inni í framtíðinni því að við höfum næg verk að vinna hér heima við að ná betri tökum á mál- um. Steingrímur J. Sigfússon. Telur Kanadadollar álitlegan gjaldmiðil. Fjármálaráðherra um upptöku nýs gjaldmiðils: Kanadadollar ekki í skoðun „Hann var bara að príla bara svona eins og gengur og gerist hjá börnum og hann rann til og fékk teinana upp í hálsinn á sér svo hann rifnaði upp,“ segir Kristín Ósk Kristinsdóttir, móð- ir hins sex ára gamla Guðmundar Skarphéðins Gíslasonar. Hann slas- aðast alvarlega fyrir rúmum tveimur árum þegar hann var að príla á girð- ingu við leikskólann Vallarsel á Akra- nesi og sauma þurfti 26 spor í hálsinn á honum, fjögurra ára gömlum. Þriðja alvarlega slysið DV hefur fjallað um tvö önnur alvar- leg slys sem hafa átt sér stað við sams konar girðingar sem eru mjög al- gengar við leikskóla, skóla og íþrótta- velli. Ofan á girðingum af þessu tagi eru nokkurra sentímetra langir tein- ar sem vísa upp á við, en hægt er að snúa þeim þannig að teinarnir séu undir girðingunni og vísi niður. Það hefur verið gert á mörgum stöðum en alls ekki öllum. Aðalsteinn Svan Hjelm, sem missti fingur fyrir ári þegar trúlofunarhringur hans fest- ist í slíkri girðingu við Áslandsskóla í Hafnarfirði, hefur til að mynda barist fyrir því að girðingunni við skólann verði snúið við til að koma í veg fyrir slys. Nú, ári eftir slysið, snýr girðingin ennþá þannig að teinarnir vísa upp. Þarf að fara í aðra aðgerð Kristín, móðir Guðmundar litla, seg- ir það kraftaverk að hann hafi lifað slysið af og enginn varanlegur skaði hefur komið í ljós enn sem komið er. „Læknarnir sögðu að það hefði greinilega einhver vakað yfir þessu barni. Þetta var hrikalegt, þetta var allt opið inn að öllu hjá honum,“ segir Kristín þegar hún reynir að lýsa áverkum sonar síns. „Það eru þarna allar taugar fyrir sjón og heyrn til dæmis. Hann slapp náttúrulega ótrúlega vel barnið en hann er með varanlegt lýti.“ Guðmundur mun koma til með að þurfa að fara í aðra aðgerð þegar hann verður fullorð- inn því vegna þess hve örið er stórt kemur til með að myndast tog þegar hann stækkar sem þarf að laga. Teinarnir niður á öðrum stöðum Í kjölfar slyss Guðmundar kannaði Kristín hvernig girðingarnar voru upp settar á öðrum leikskólum á Akranesi og hún komst að því að girðingin við Vallarsel var sú eina sem snéri þannig að teinarnir vísuðu upp. Kristín hringdi jafnframt í fleiri leikskóla víðs vegar um landið og á flestum stöðum voru eins girðingar, en teinarnir á þeim vísuðu niður. „Ég fékk þau svör hjá bæjarstjórninni hér að girðingin væri rétt sett upp svona. Mér fannst það voða skrýtið að þetta væri eini leikskólinn með þetta rétt en hinir allir með þetta vitlaust.“ Þrátt fyrir þau svör leið varla vika þar til girðingin við Vallarsel var tekin niður og henni snúið við. Veit um fleiri slys „Svo er stór fótboltavöllur hérna á Akranesi þar sem mikið af börn- um leikur sér og þar er svona girð- ing meðfram öllu og teinarnir snúa upp. Ég veit um barn sem var að klifra hérna í kirkjugarði þar sem er svona girðing líka með teinana upp og barnið fékk teinana inn í olnbog- ann og hlaut það mikla áverka. Mað- ur hugsar: er verið að bíða eftir að það verði hreinlega banaslys á svona girðingum,“ segir Kristín. Að hennar mati á það ekki að viðgangast á girð- ingar sem þessar séu með teinana upp. „Það má þakka fyrir að barnið mitt er á lífi,“ segir Kristín að lokum. Slasaðist illa Guðmundur Skarphéðinn slasaðist illa á hálsi fyrir tveimur árum þegar hann var að príla á girðingu og rann til. „Þakka fyrir að barnið er á lífi“ n Slasaðist illa á hálsi við klifur á girðingu við leikskólann Vallarsel n Sauma þurfti 26 spor í hálsinn á fjögurra ára gömlum drengnum n Ekki einsdæmi „Læknarnir sögðu að það hefði greinilega einhver vakað yfir þessu barni. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Þórður Antonsson, framkvæmdastjóri Öryggisgirðinga, fyrirtækis sem bæði selur og setur upp gir ingar eins og fjallað hefur verið um, segir það fara eftir því í hvað nota eigi girðingarnar, hvernig þeim er snúið. „Hún er upphaflega hönnuð og hugsu með teinana upp, sem hindrun. En við erum búin að gera það í nokkur ár að alls staðar þar sem eru skólar, krakkar eða venjuleg umgengni þá höfum við snúið teinunum niður. Þetta eru menn bara búnir að læra, það er enginn sem fyrirskipar þetta.“ Hann fullyrðir að í kringum leikskóla snúi þeir teinunum alltaf niður, en að öðru leyti sé það verkkaupans að ákveða það hverju sinni hvernig girðingin snýr. Þórður tekur þó fram að við íþróttavelli reyni þeir oftast að snúa sléttu hliðinni upp. Slétta hliðin upp við leikskóla Slysagildra Slys Guðmundar er þriðja alvarlega slysið sem DV fjallar um sem tengist girðingu eins og sýnd er hér á myndinni. hefur að undanförnu fjallað um svipuð mál. DV 1. og 3. júní 2011. Stjórn VR ekki sátt: Vilja ekki skatt á hreina eign „Stjórn VR harmar þá fyrirætlun ríkisstjórnar Íslands að leggja skatt á hreina eign þeirra sjóða sem falið er að ávaxta og varðveita lífeyrissparn- að landsmanna,“ segir í ályktun stjórnar VR frá því á fimmtudag. Í ályktuninni segir einnig að með skattlagningunni væri ríkisstjórn- in að vega að rétti þeirra sem byggja afkomu sína á greiðslum sjóðanna og ganga þvert á þau fyrirheit sem gefin voru í yfirlýsingu við undirrit- un kjarasamninga 5. maí síðastlið- inn. „Þar var því lofað að stefnt yrði að jöfnun lífeyrisréttinda í landinu en með framkominni tillögu er ríkis- stjórnin að stíga í þveröfuga átt,“ seg- ir í ályktuninni. „Stjórn VR getur ekki sætt sig við að vegið sé með þessum hætti að líf- eyrissjóðum sem félagsmenn greiða til, ekki síst í ljósi þeirra réttinda- skerðinga sem nú þegar hafa fallið á sjóðsfélaga hinna almennu sjóða,“ segir í niðurlagi ályktunarinnar. „Stjórn VR skorar á ríkisstjórnina að draga tillögu sína til baka án nokk- urra undanbragða.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, hefur einnig skrifað öllum þingmönnum á Al- þingi bréf þar sem hann skorar á þá að hafna slíkri skattlagningu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.