Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Page 10
10 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, neitar enn að tjá sig um hvort hann hafi borgað 25,5 milljóna króna lán sem hann fékk frá einkahlutfélagi sínu Varnagla ehf. árið 2007. Lánið kemur ekki fram á veð- bandayfirliti fasteignar hans í Sörla- skjóli en Tryggvi Þór hefur sagst hafa notað Varnaglalánið til að fjármagna kaup á hluta hússins. Annaðhvort átti Varnagli því ekki veð í húsi Tryggva eða hann hefur greitt lánið upp líkt og hann sagðist ætla að gera í fyrra. Sam- kvæmt lögum um einkahlutafélög er ekki heimilt að einkahlutafélög veiti hluthöfum sínum lán. DV hefur áður greint frá því að Tryggvi segðist hafa notað lánið til þess að kaupa kjallaraíbúð í hús- inu sem hann býr í að Sörlaskjóli 16 í Reykjavík. DV hefur undanfarið óskað eftir svörum frá Tryggva hvort hann hafi greitt lánið frá Varnagla til baka. Í samtali við DV á fyrri hluta síðasta árs sagðist hann ætla að endurgreiða lán- ið árið 2010. „Eina sem ég vil segja er að ég gaf ykkur upplýsingar á sínum tíma en annars lít ég á þetta sem mitt einkamál,“ sagði Tryggvi við DV í síð- asta mánuði þegar hann var spurður út í málið. Vísar í fyrri svör „Þið hringduð í mig um daginn. Ég svaraði þá og viltu ekki bara lesa frétt- ina sem þið eruð með af því,“ sagði Tryggvi þegar haft var samband við hann núna og hann spurður hvort hann hafi greitt lánið. Lánið frá Var- nagla kemur ekki fyrir á veðbandayfir- liti þess húss sem Tryggvi segist hafa notað lánið til að kaupa kjallaraíbúð í en þegar Tryggvi er spurður hvers vegna svo sé svarar hann: „Lestu bara fréttina sem þið voruð með og þar eru svörin sem þú þarft. Það er það sem ég hef um þetta mál að segja.“ Þeg- ar Tryggvi er spurður að því hvort að hann hafi tekið lán hjá Arion banka og greitt upp skuldina þannig segir hann: „Viltu ekki bara kíkja á fréttina, og lesa hana það er það sem ég hef um málið að segja.“ Þegar DV talaði við Tryggva Þór í síðasta mánuði sagðist hann líta á málið sem sitt einkamál. „Ég held að þetta hljóti nú að falla undir einkamál, mín persónulega fjárhagslega staða,“ sagði Tryggvi Þór þá. Veðsetning talsvert hærri en fasteignamat Fasteignamat á kjallaraíbúðinni er 18,6 milljónir króna en Tryggvi festi kaup á henni árið 2007. Húsið skipt- ist í þrjár íbúðir og er fasteignamat- ið á stærstu íbúðinni 24 milljónir en á þriðju íbúðinni 19 milljónir króna. Heildarfasteignamat hússins, sem Tryggvi á ásamt eiginkonu sinni Sig- urveigu Maríu Ingvadóttur, er því 61,6 milljónir króna. Samkvæmt veðbandayfirliti húss- ins er það veðsett upp á 107,5 milljónir króna. Þrjú veð hvíla á húsinu og á Ar- ion banki þau öll. Fyrsta veðið er upp á 25,5 milljónir króna, annað veðið er upp á 18,2 milljónir króna og þriðja er upp á 63,8 milljónir króna. 300 milljóna lán til Varnagla Tryggvi Þór er fyrrverandi forstjóri fjár- festingabankans Askar Capital en Var- nagli ehf. var stofnað til að halda utan um hlutabréf Tryggva Þórs í bankan- um. Félagið fékk samtals 300 milljón- ir króna að láni frá Öskum og Glitni til hlutabréfakaupa í bankanum. Lánið til Tryggva frá Varnagla, sem var til þriggja ára, var greitt inn á reikning Tryggva þann 12. júní 2007 en skrifað var undir lánasamninginn þann 4. þess mánaðar. Lánið var að mestu í erlendum myntum, jenum, svissneskum frönkum og evrum en þó voru tíu prósent þess í íslenskum krónum. Peningarnir voru í raun end- urlánaðir út úr Varnagla, eftir að hafa verið teknir að láni annars staðar, og til Tryggva og í staðinn eignaðist félagið skuldabréf á hendur honum. Lánið var til þriggja ára og var á gjalddaga í fyrra- sumar. Þögn Tryggva þýðir hins vegar að ekki liggur enn ljóst fyrir hvort hann greiddi lánið frá Varnagla á tilskild- um tíma eða ekki. Lánið ekki á veð- yfirliti hjá Tryggva Þögull um Varnaglalánið Tryggvi Þór segir það vera sitt einkamál hvort hann hafi greitt lán frá einkahlutafélagi sínu Varnagla ehf. til baka. n Gefur ekki upp hvort hann hafi borgað lán frá einkahlutafélagi sínu til baka n Segist hafa notað lánið til að kaupa kjallaraíbúð n Einkamál, segir Tryggvi Þór„Þið hringduð í mig um daginn. Ég svaraði þá og viltu ekki bara lesa fréttina sem þið eruð með af því. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Engin lög- gæsla á nóttunni Embætti lögreglustjórans í Vest- mannaeyjum hefur ekki lengur fjármagn til þess að tryggja íbúum Vestmannaeyja löggæslu allan sólar- hringinn. Lögreglustjórinn í Eyjum hefur boðað breytingu á vaktafyrir- komulagi lögreglunnar, þannig að ekki verður lengur vakt á virkum dögum að nóttu til og aðeins einn lögreglumaður verður á vaktinni að degi til um helgar. Þetta kemur fram á fréttavefnum eyjafréttir.is. Bæjar- ráð Vestmanneyja ályktaði um málið á þriðjudaginn. „Bæjarráð telur slíka skerðingu á löggæslu í Vestmannaeyjum engan veginn boðlega í jafn stóru og öflugu samfélagi og Vestmannaeyjar eru. Í bókun á fundi bæjarráðs þann 10. janúar sl. gerði bæjarráð þá kröfu á hendur innanríkis- og velferðar- ráðuneytum að ráðuneytin tryggðu gæði sjúkraflutninga og löggæslu auk þess sem óskað var eftir upplýs- ingum frá ráðuneytunum. Enn hafa engin svör borist Vestmannaeyjabæ og nú er svo komið að ekki er hægt að bíða lengur eftir svari.“ Íslendingar leita út: Ungt fólk vill starfa erlendis Ný könnun á vegum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins á við- horfi ungmenna í Evrópu leiðir í ljós að ungt fólk á Íslandi er áhugasam- ast ungs fólks allra Evrópuríkja um að starfa í öðru Evrópuríki til lengri eða skemmri tíma. 84 prósent ungmenna á Íslandi sýna því áhuga. Alls tók 31 ríki þátt í könnuninni. Að meðaltali hafa ríflega 50 prósent ungmenna í Evrópu áhuga á því að vinna í öðrum Evrópuríkjum samkvæmt niðurstöð- um könnunarinnar. Könnunin var gerð í byrjun árs og birtist á fimmtudag á vef sendinefnd- ar ESB á Íslandi. Könnunin var fram- kvæmd af Eurobarometer. Í könnuninni var einnig farið yfir lífsviðhorf ungs fólks til menntunar og vinnu innan Evrópu og í niður- stöðum hennar kemur einnig fram að 58 prósent íslenskra ungmenna vilja stofna sitt eigið fyrirtæki. Hér skara Íslendingar aftur fram úr, en meðaltal annarra ungmenna er 43 prósent.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.