Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 12
12 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–14 og sunnudaga kl. 14–16
Bragi Ásgeirsson Vefuppboð nr. 7
Listaverk eftir marga af helstu
listamönnum þjóðarinnar eru á uppboðinu
11. – 27. júní
Síðasta sýningarhelgi
Samræður við lífið
Karólína Lárusdóttir, olía, 106 × 77 cm
Jósefína Þorbjörnsdóttir í Reykja-
nesbæ var í mars með 24 hunda á
heimili sínu. Þar af voru 17 ekki ör-
merktir og að mati héraðsdýralæknis
Gullbringu- og Kjósarumdæmis var
ormahreinsun hundanna ábótavant.
Þetta kemur fram í skýrslu sem Mat-
vælastofnun, sem annast eftirlit með
hundum, lét gera um hundahald
Jósefínu. DV fjallaði á miðvikudag
um hunda hennar og árás 17 þeirra
á konu á Rockville-svæðinu. Í skýrsl-
unni kemur einnig fram að hund-
unum hafi fjölgað um tíu frá því að
eftirlitsdýralæknir skoðaði hunda
Jósefínu síðast, árið 2008.
DV hafði samband við Jósefínu
bæði vegna árásarinnar í síðustu
viku og aftur vegna skýrslu Matvæla-
stofnunar um dýrahald hennar. Hún
vildi ekki tjá sig um málið en sagði:
„Á ég ekki að koma með þessa hunda
fyrst þeir eru svo grimmir og leyfa
þeim að hitta þig?“ Jósefína gerði
engar efnislegar athugasemdir við
fréttir DV af hundahaldi hennar en
sagði fréttaflutninginn engu að síður
vera rangan.
Telja dýrin alltof mörg
Sjö athugasemdir voru gerðar við
dýrahald Jósefínu í áðurnefndri
skýrslu en þrjár þeirra snúa að fjórum
köttum sem hún á auk hundanna.
Það sem athugasemd var gerð við
var að ormahreinsun bæði hunda
og katta væri ábótavant, bólusetn-
ing hunda og katta væri ábótavant,
eftirliti með heilsufari bæði hunda
og katta væri ábótavant og að aðbún-
aði mjólkandi kvendýrs og ungviðis
hennar væri ábótavant. Í skýrslunni
kemur fram að Jósefína hafi ekki trú
á bólusetningu og því hafi dýrin ekki
verið bólusett. Einnig sagðist hún
fara með dýrin í ormahreinsun ann-
ars staðar en hjá dýralækni.
„Á meðal þessara 24 hunda voru
fimm 7 vikna hvolpar. Sagði Jósef-
ína að einn stálpaður hvolpur færi
væntanlega á nýtt heimili á næstu
vikum og hugðist auglýsa hvolpana í
Fréttablaðinu og á barnalandi.is. Sjö
hundar voru örmerktir en 17 ekki ör-
merktir. Tíkur voru 15 og allar í sam-
bandi en ógeltir rakkar voru 6. Geltir
rakkar voru 3,“ segir meðal annars í
skýrslunni. Niðurstöður skýrslunnar
eru mjög skýrar en þar segir að Jósef-
ína verði að fækka hundum á heim-
ilinu. „Undirrituð telja að hundarnir
á [heimilisfang tekið út] séu allt of
margir til þess að ein manneskja geti
sinnt þeirra líkamlegu og andlegu
þörfum sem skyldi.“
Vildu að hún losaði sig við tíu
hunda
Í skýrslunni kemur fram að eftirlits-
dýralæknir og héraðsdýralæknir hafi
talið það brýnt að Jósefína losaði sig
við tíu hvolpa af heimilinu. Lýstu
dýralæknarnir þó áhyggjum sínum
af því að enn væru þá 14 hundar
eftir á heimili Jósefínu og sögðu að
ákvörðun yrði tekin um framhaldið
eftir að hún hefði losað sig við hvolp-
ana. Jósefína hefur annaðhvort ekki
farið að þessum tilmælum dýralækn-
anna eða hún hefur fjölgað hundun-
um á heimilinu aftur eftir að hafa
losað sig við hvolpana þar sem 17
hundar tóku þátt í fyrrnefndri árás á
konuna á Rockville-svæðinu.
Skýrslan snýr að kvörtun sem
barst héraðsdýralækni í júní árið
2010. Í skýrslunni er talað um að
„enn á ný“ hafi borist kvörtun vegna
dýrahalds Jósefínu. Strax sama dag
og kvörtunin barst gerði eftirlitsdýra-
læknir tilraun til að heimsækja Jós-
efínu til að athuga með hundana. Í
skýrslunni eru taldar upp sjö tilraun-
ir dýralækna til að heimsækja Jós-
efínu og skoða aðstæður en ástæð-
urnar sem hún gaf fyrir því að hún
gæti ekki tekið á móti dýralæknun-
um voru allt frá því að hún væri með
flensu og að hún hefði læst sig úti.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
n Eftirlitsdýralæknir og héraðsdýralæknir gera alvarlegar athugasemdir við hundahald
Jósefínu n Vilja að hún losi sig við minnst 10 hunda n 24 hundar og 4 kettir hið minnsta„Sagði Jósefína
að einn stálpaður
hvolpur færi væntanlega
á nýtt heimili á næstu
vikum.
8 | Fréttir 3.–5. júní 2011 Helgarblað
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
Góðir skór
Gott verð
St. 36-41
kr. 6.595
St. 36-41
kr. 5.895
St. 24-35
kr. .395
St. 41-46
kr. 6.795
„Við bara breytum nafninu í Apó-
tekið Björk og sækjum um námslán
til að læra apótekarann. Ég hlýt að fá
einhverja sporslu frá fyrirtækinu til
þess að læra þetta,“ segir Arnór Indr-
iðason, starfsmaður í Tóbaksversl-
uninni Björk. Þverpólitískt frumvarp
þar sem meðal annars er lagt til að
almenn sala á tóbaki verði bönnuð
í skrefum og færð yfir í apótek liggur
nú fyrir þinginu.
Apótekari átti Björk
Um er að ræða tíu ára rammaáætlun
sem þingmennirnir vilja að velferð-
arráðherra vinni að og miði að því
að takmarka sölu tóbaks við apótek.
Á meðal flutningsmanna eru Ólína
Þorvarðardóttir, Árni John sen, Álf-
heiður Ingadóttir, Siv Friðleifsdótt-
ir og Þór Saari. Gangi málið í gegn
segja Bjarkarmenn að fátt annað sé
til ráða en að breyta þessari 84 ára
gömlu tóbaksverslun í apótek.
„Þetta er auðvitað sagt meira í
gríni en alvöru en þessi verslun var
auðvitað í eigu eins frægasta apó-
tekara landsins í gamla daga þann-
ig að það er nú ekki langt að sækja
nafnið. Hann hefur kannski verið
svona framsýnn að eiga bæði apó-
tek og tóbaksverslun, hann hefur
kannski vitað að þetta ætti svona vel
saman,“ segir Arnór og hlær. Tóbaks-
verslunin Bristol við Bankastræti tók
til starfa árið 1927 en húsnæðið sem
hýst hefur verslunina síðan þá var
byggt árið 1875. Við eigendaskipti
árið 1985 var nafni hennar breytt í
Tóbaksverslunina Björk.
Afgreiða tóbak í sloppum
Ólína Þorvarðardóttir, þingkona
Samfylkingarinnar og einn flutn-
ingsmanna fumvarpsins, sagð í
samtali við DV í vikunni að hún teldi
það vera skyldu ríkisins „að taka
þetta eitur úr almennri umgengni
með tímanum.“ Illugi Gunnars-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins gagnrýndi tillöguna hins vegar
og sagði hana dæmi um það þegar
stjórnlyndið bæri fólkið ofurliði.
Arnór Indriðason segir starfs-
menn Bjarkar hafa rennt í gegn-
um frumvarpið á þriðjudaginn og
að þeir viti í rauninni ekki hvort
þeir eigi að hlæja eða gráta. „Ef við
neyðumst til að breyta þessu í apó-
tek verður þetta mjög fínt hjá okk-
ur, við verðum bara hérna í hvítu
sloppunum að afgreiða lyfseðils-
skyld lyf.“ Arnór segist líta á mál-
ið sem eins konar brandara enda
muni apótekarar að hans mati
varla hafa áhuga á því að selja tób-
ak í sínum verslunum. „Hvað þá að
þurfa að sjá um einhverja lyfseðils-
skylda tóbaksfíkla, nóg er nú búið
að ræða undanfarið um alvarlegri
og sterkari lyf sem dælt er út í sam-
félagið.“
Einelti og ofbeldi
Meðmælendur tillögunar benda
meðal annars á að reykingar séu
mikið heilsufarsvandamál og dýrar
fyrir heilbrigðiskerfið. Þá hafa bæði
Siv Friðleifsdóttir og Ólína Þorvarð-
ardóttir sagt að frumvarpið sé lagt
fram til þess að vernda börnin. Í til-
lögunni er gert ráð fyrir að takmark-
anir verði settar á neyslu tóbaks á
lóðum opinberra bygginga, á gang-
stéttum, í almenningsgörðum, á bað-
ströndum, á svölum fjölbýlishúsa og
opinberra bygginga. Arnór telur ólík-
legt að lögreglan muni hafa tíma til
þess að sinna útköllum þar sem ein-
hver hefur gerst sekur um að reykja
úti á svölum. „Þarna er bara verið að
flækja lagaumhverfið óheyrilega mik-
ið vegna hluta sem eru ekkert vanda-
mál fyrir,“ segir hann.
Hann segist varla trúa því að til-
lagan nái fram að ganga þar sem
hún sé of ofstækisfull. „Þetta virð-
ist hreinlega vera ofbeldi, einhvers
konar einelti gagnvart reykingar-
mönnum. Það er eins og þeim
finnist bara mjög ófínt að reykja
og ætli þess vegna að gera allt sem
þau geta til þess að drepa kúlt-
úr reykingamanna.“ Hann segir
forvarnarstarf hafa skilað sér vel
hingað til og að það sé rétta leiðin
þegar kemur að aðgerðum vegna
skaðlegra efna eins og tóbaks. Þá
segir hann nærtækara að herða á
reglum varðandi þá sem selja ung-
lingum tóbak eða þeim sem kaupa
tóbak fyrir unglinga.
„Breytum nafninu
í Apótekið Björk“
„Ef við neyðumst
til að breyta þessu
í apótek verður þetta
mjög fínt hjá okkur, við
verðum bara hérna í hvítu
sloppunum að afgreiða
lyfseðilsskyld lyf.
n Kemur til greina að breyta tóbaksversluninni í apótek og klæð-
ast hvítum sloppum n Segir reykingafólk sæta einelti og ofbeldi
Jón Bjarki Magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Apótekið Björk Starfsmenn og eigendur tóbaksverslunarinnar Bjarkar íhuga að snúa vörn
í sókn og breyta versluninni í apótek.
„Trúði ekki að þeir
væru að bíta mig“
Guðrún Guðmundsdóttir var bitin af 17 hundum:
Guðrún Guðmundsdóttir var á gangi
við gamla Rockville á Suðurnesjum
á þriðjudaginn þegar hún varð fyr-
ir árás sautján hunda sem flöðruðu
upp um hana og bitu. Hún var bitin
fjórum sinnum aftan á lærin og fékk
þar að auki sex djúp bitsár. Guðrún
segir að hún hafi verið við eggja-
tínslu þegar hún sá konu með marga
hunda sem allir gengu lausir.
Einn hundanna hafi þó verið á
reiki í kringum Guðrúnu og fylgt
henni eftir. Hún hafi því ákveðið að
labba í átt að konunni til þess að
leiða hann aftur inn í hópinn. „Þegar
ég er að ganga í áttina að henni sé ég
að einn af hundunum verður var við
mig og tekur á rás í áttina að mér og
á eftir honum fylgir allur hópurinn“.
Guðrún segist vera alvön hundum og
hafi því bara staðið kyrr og hundarnir
hópast í kringum hana.
„Ég kalla í konuna og bið hana að
kalla á hundana því mér fannst eins
og það væri verið að bíta mig í fæt-
urna, en ég hreinlega trúði því ekki“.
„Það heyrðist eiginlega ekk-
ert, þeir voru geltandi og ég kallaði
á hana og hún kallaði á þá en það
heyrðist eiginlega ekkert fyrir lát-
um,“ segir hún. „Svo kom hún nær
og tókst að draga eitthvað af hund-
unum í burtu, en svo komu þeir aftur
og þá fann ég að þeir voru greinilega
að bíta mig. Ég sagði þá við konuna:
Þeir eru að bíta mig viltu koma þeim
í burtu, en hún horfði bara á mig eins
og hún tryði mér ekki“.
Konunni tókst að draga hundana
í burtu en Guðrún stóð eftir stjörf af
hræðslu. „Ég fann ekkert fyrir sárs-
auka, ég var svo ofboðslega hrædd.
Ég var bara dofin af hræðslu.“ Guð-
rún segist hafa litið niður og þá horft
beint í stórt bitsár.
Guðrún vill vekja athygli á því
að engar reglugerðir eru um það
hversu marga hunda einstaklingur
má halda. „Það er mín samfélags-
lega skylda að kæra málið. Það hef-
ur enginn neitt með sautján hunda
að gera.“
Guðrún Guðmundsdóttir
Varð fyrir árás sautján hunda
sem allir gengu lausir á Rock-
ville-svæðinu á Suðurnesjum.
Þyrla sótti
hjartveikan
Landhelgisgæslunni barst rétt fyrir
klukkan fimm á fimmtudag aðstoð-
arbeiðni í gegnum Neyðarlínuna
vegna manns með hjartatruflanir
um borð í hvalaskoðunarskipinu
Hafsúlunni sem var staðsett um
1,5 sjómílu norður af Gróttu.Þyrla
Landhelgisgæslunnar var sam-
stundis kölluð út auk bráðatækna
frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins
sem fóru á staðinn með Höllu Jóns,
harðbotna björgunarbáti Slysa-
varnarfélagsins Landsbjargar. Þyrla
Landhelgisgæslunnar fór í loftið
kl. 17:09 og var komin að bátnum
um svipað leyti og Halla Jóns. Sigu
stýrimaður og læknir niður í Haf-
súluna og undirbjuggu sjúklinginn
fyrir flutning. Var síðan flogið beint
á Landspítalann í Fossvogi þar sem
var lent um kl. 17:30. Var viðbragð
allra aðila sérstaklega gott í útkall-
inu og liðu ekki nema 45 mínútur frá
því að aðstoðarbeiðnin barst þar til
sjúklingurinn var kominn á spítala.
Einnig skipti miklu máli þrautþjálf-
uð áhöfn Hafsúlunnar sem kunni vel
til skyndihjálpar og undirbjó mann-
inn fyrir komu björgunaraðila.
8 | Fréttir 8. júní 2011 Miðvikudagur
Starfsmaður Sjálfstæðisflokksins rekinn úr starfi:
Ólga eftir brottrekstur
Ólga er í Sjálfstæðisflokknum á
Norðurlandi eftir að Guðmundi
Skarphéðinssyni, formanni kjör-
dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í
Norðausturkjördæmi og jafnframt
starfsmanni flokksins var sagt upp
störfum nýlega. Guðmundur var
kallaður á fund Jónmundar Guð-
marssonar, framkvæmdastjóra Sjálf-
stæðisflokksins, og rekinn fyrirvara-
laust úr starfi. Brottreksturinn lagðist
illa í félaga Guðmundar í kjördæmis-
ráðinu sem í kjölfarið skrifuðu bréf
til Jónmundar og Bjarna Benedikts-
sonar, formanns flokksins, þar sem
brottrekstrinum var mótmælt harð-
lega. Þingmenn flokksins í kjördæm-
inu fengu einnig bréf um þetta efni.
Guðmundur vildi lítið tjá sig um
málið í samtali við DV en staðfesti
að sér hefði verið sagt upp og að fé-
lagar hans í flokknum í Norðaustur-
kjördæmi hefðu sent mótmælabréf
til Valhallar.
„Við vorum ekki sátt við þetta og
sérstaklega hérna á Norður- og Aust-
urlandi þar sem hann hefur aðallega
starfað,“ segir Baldvin Valdimars-
son formaður fulltrúaráðsins á Akur-
eyri. Spurður um viðbrögð frá forystu
flokksins við kvörtunarbréfinu, segir
Baldvin: „Þau komu hingað norður,
formaður og varaformaður. Það var
mjög góður fundur og það ríkir viss
skilningur á sjónarmiðum beggja að-
ila.“
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
St. 41-46
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
SKÓMARKAÐUR
St. 40-46
St. 41-50
St. 40-46
Góðir skór
Gott verð
St. 36-41
kr. 6.595
St. 36-41
kr. 5.895
St. 24-35
kr. .395
St. 41-46
kr. 6.795
Jósefína Þorbjörnsdóttir íbúi í Kefla-
vík á tugi hunda sem hún virðist lít-
ið ráða við. Í síðustu viku réðust 17
hundar í hennar eigu á Guðrúnu
Guðmundsdóttur þegar hún var á
gangi á Miðnesheiði á Reykjanes-
skaganum. Konan hefur ítrekað gerst
brotleg við reglur um hundahald og
hefur eigandi íbúðarinnar sem hún
býr í ítrekað reynt að losna við hana
úr íbúðinni. Í samtali við DV fyrr á
árinu sagði hún að maðurinn væri
kærasti hennar sem reyndist ekki
vera rétt.
Samkvæmt heimildum DV hefur
konan margsinnis verið tilkynnt til
Dýraverndarsambands Íslands en
lítið hefur verið aðhafst vegna kvart-
ananna. Hefur hún nú verið kærð til
lögreglunnar eftir árás hunda henn-
ar, sem allir voru lausir, í síðustu
viku. „Ég hef bara ekkert um þetta
mál að ræða,“ sagði Jósefína þegar
blaðamaður leitaði viðbragða henn-
ar við málinu.
Sögð eiga yfir 20 hunda
Dýraverndarsambandi Íslands hafa
borist að minnsta kosti þrjár tilkynn-
ingar varðandi hundahald Jósefínu
en hundaeigendur í nágrenni
við hana segja hana fara illa með
hundana. Athyglisvert þykir einnig
að Jósefína hefur tugi hunda í 60 fer-
metra íbúð sem hún býr í. Hundaeig-
andi sem þekkir Jósefínu hafði sam-
band við DV en sökum þess hversu
málið þykir viðkvæmt kaus hún
nafnleynd. Hún sagðist hafa þríveg-
is kvartað til yfirvalda vegna hunda-
halds Jósefínu og vita um minnst
fjórar aðrar kvartanir. „Við vorum
bara að bíða eftir því að eitthvað
svona myndi gerast,“ segir hún um
árásina í síðustu viku.
Hundahald er almennt bannað
í Reykjanesbæ líkt og í öðrum sveit-
arfélögum hér á landi. Auðvelt þykir
þó að fá undanþágu frá því banni
en Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja
getur veitt undanþágur frá bann-
inu á nokkrum mismunandi for-
sendum. Fyrir hvern hund þarf að
greiða 13.146 krónur á ári samkvæmt
reglum sveitarfélagsins. Það þýðir að
Jósefína þarf að greiða 223.482 krón-
ur á hverju ári fyrir hundana sem
réðust á Guðrúnu á Miðnesheiði.
Var með 17 hunda í Subaru
Guðrún Guðmundsdóttir sem varð
fyrir árás hunda Jósefínu sagði við
DV eftir árásina að allir hundarnir
17 sem Jósefína var með, og réðust
á hana, hafi verið lausir. Það er skýrt
brot á reglum um hundahald. Guð-
rún var á gangi við gamla Rockville á
Suðurnesjum síðastliðinn þriðjudag
þegar hún varð fyrir árás hundanna
sem flöðruðu upp um hana og bitu.
Hún var bitin fjórum sinnum aftan
á lærin og fékk þar að auki sex djúp
bitsár.
Áður en hundarnir réðust á Guð-
rúnu reyndi hún að kalla á Jósef-
ínu til að fá hana til að hafa stjórn á
hundunum en þeir höfðu hópast í
kringum hana. „Ég kallaði í konuna
og bað hana að kalla í hundana því
mér fannst eins og það væri verið
að bíta mig í fæturna, en ég hrein-
lega trúði því ekki,“ sagði hún í sam-
tali við DV 2. júní. Eftir árásina kom
svo Jósefína hundunum fyrir í Sub-
aru-bifreið sinni áður en hún talaði
við Guðrúnu. Guðrún segir að Jósef-
ína hafi ekki trúað því að hundarn-
ir hefðu bitið hana þar til hún sýndi
henni sárin.
Hundunum hefur snarfjölgað
Í samtali við DV fyrr á árinu sagði
Jósefína að hún hefði fulla stjórn
á hundunum og að þeir væru að-
eins 13 talsins. „Við förum alltaf út
fyrir bæinn með þá og leyfum þeim
að hlaupa í svona klukkutíma. Síð-
an hleypi ég þeim í þremur hollum
út í garð til að pissa og það fara allt-
af sömu hundarnir saman. Það fara
síðan alltaf sömu hundar saman inn
í búr og aftur í skott og svona. Þeir
kunna þetta allt saman og gegna mér
í einu og öllu svo þetta er ekkert mál,“
sagði hún aðspurð um hundana. Á
sama tíma hvatti hún fólk til að íhuga
vandlega hvort það væri reiðubúið
til að taka að sér hund áður en í það
væri farið og að hún sjálf ætlaði ekki
að fá sér fleiri hunda í bráð. Hún virð-
ist hafa horfið frá þeirri hugmynd.
„Ég ætla bara ekkert að tjá mig
neitt um þetta mál, ég er búin að gera
það nóg,“ sagði hún aðspurð hvort
hún hafi gripið til aðgerða eða ráð-
stafana eftir að árás hundanna í síð-
ustu viku.
n Kona með tugi hunda á heimili sínu n Hundarnir hafa oftar en einu
sinni ráðist á fólk n Hefur verið tilkynnt til Dýraverndarsambands
Íslands vegna vanrækslu n Ekkert virðist aðhafst í máli konunnar
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Ég hef bara ekkert
um þetta mál að
ræða.
Með tugi brjálaðra
hunda í lítilli íbúð
Með tugi hunda Jósefína er
sögð vera með yfir 20 hunda í 60
fermetra kjallaraíbúð sem hún
leigir. MynD Sigtryggur Ari JóHAnnSSon
Áverkarnir Guðrún Guðmundsdóttir,
sem varð fyrir árás hunda Jósefínu, hlaut
áberandi áverka.
Framkvæmdastjóri Jónmundur Guð-
marsson rak starfsmann flokksins í Norð-
austurkjördæmi úr starfi í sparnaðarskyni.
Áríðandi fundur á fimmtudag:
Gróðinn „vellur“
upp úr pottum
Norðuráls
Verkalýðsfélag Akraness hefur boð-
að til áríðandi fundar með starfs-
mönnum Norðuráls næstkomandi
fimmtudag þar sem, að sögn for-
manns félagsins, verður rædd sú
grafalvarlega staða sem komin er
upp í kjaraviðræðum við Norðurál.
Liðnir eru sex mánuðir frá því að
launaliður samningsins rann út og
segir Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, að ekki
sé að finna nokkurn samningsvilja
hjá forsvarsmönnum Norðuráls sem
boðið hafa sömu kjör og samdist um
á hinum almenna vinnumarkaði á
dögunum, 11,4 prósent til þriggja
ára.
Þessu tilboði hefur Vilhjálmur
hafnað algerlega enda barist fyrir því
ötullega undanfarið að útflutnings-
fyrirtæki á borð við Norðurál sem
hagnast hafa gríðarlega á gengisfalli
krónunnar og stórhækkuðu álverði
greiði eftir getu.
Í pistli á heimasíðu Verkalýðs-
félags Akreaness segir hann að
Norðurál hafi skilað gríðarlegum
hagnaði frá því fyrirtækið hóf starf-
semi árið 1998.
„Það vellur gróði upp úr öllum
pottum Norðuráls og því er sorglegt
að fyrirtæki í áliðnaði séu ekki tilbú-
in að deila þessum gríðarlega mikla
ávinningi með starfsmönnum,“ segir
Vilhjálmur.
Þarf að ormahreins g
bólusetja hunda jóse
Fréttir DV DV hefur áður
fjallað um dýrahald Jósefínu
Fjöldi hunda í 60 fermetrum Íbúðin sem
Jósefína leigir er 60 fermetrar að stærð en í henni
hefur hún hátt í 30 dýr. MynD SigTryggur Ari JóHAnnSSon
Samkvæmt nýrri skýrslu Samkeppn-
iseftirlitsins á 120 stórum fyrirtækj-
um á völdum samkeppnismörkuð-
um er um helmingur þeirra í mjög
slæmri fjárhagsstöðu. Stofnunin tel-
ur að fjárhagsleg endurskipulagning
fyrirtækja hafi tekið of langan tíma.
Þau fyrirtæki sem hafi farið í
gegnum endurskipulagningu séu of
skuldsett og það hamli samkeppni.
Á fimmtudag var ný skýrsla kynnt
um stöðu samkeppnismála eftir
bankahrun. Stofnunin telur að um
helmingur þeirra 120 fyrirtækja sem
skoðuð voru glími við mjög erfiða
fjárhagsstöðu. Bankar ráða yfir tæp-
lega helmingi eignarhluta fyrirtækja.
Eftirlitið segir að tæplega þriðj-
ungur hafi lokið fjárhagslegri endur-
skipulagningu. Aðeins fimmtungur
fyrirtækja er í góðri stöðu.
Mikil tortryggni og óvissa ríkir
á mörkuðum og nauðsynlegt er að
bregðast við þessu. Staðan sé slæm
en fer batnandi segir eftirlitið. Vandi
atvinnulífsins felst í of hægu ferli fjár-
hagslegrar endurskipulagningar fyr-
irtækja, óánægju með framkvæmd
hennar og skorti á trausti og gagnsæi.
Þá er fjárhagsstaða um helmings fyr-
irtækja sem lokið hafa fjárhagslegri
endurskipulagningu engu að síður
mjög slæm, samkvæmt greiningu
Samkeppniseftirlitsins.
Könnun á stöðu 120 stórra fyr tækj :
Á von r öl
Slæm staða
fyrirtækja
Gunnar Páll Páls-
son er forstjóri
Samkeppniseftir-
litsins sem telur að
fjárhagsleg endur-
skipulagning fyrir-
tækja hafi tekið of
langan tíma.