Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2011, Síða 15
Fréttir | 15Helgarblað 10.–14. júní 2011 Samkomulag við fjármálaráðherra Póstatkvæðagreiðsla er hafin Hafin er póstatkvæðagreiðsla um nýtt Samkomulag Starfsgreinasambands Íslands við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers aðildarfélaganna í apríl/maí 2011. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í apríl/maí 2011. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 miðvikudaginn 22. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Reykjavík, 6. júní 2011. Kjörstjórn Starfsgreinasambands Íslands Starfsgreinasamband Íslands tvímælis hefði hann haft eitthvað með lánið til Ökugerðis Íslands að gera, en svo hafi ekki verið: „Ef ég hefði tekið þátt í því að afgreiða þetta lán þá hefði það orkað tvímælis en ég kom hvergi nærri þeirri afgreiðslu.“ Ólafur Guðmundsson, varaformað- ur Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hefur tekið við sem framkvæmda- stjóri Ökugerðis Íslands, en Sturla er ennþá stjórnarformaður félagsins. Fjölbreytt starfsemi Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir í samtali við DV að Sturla hafi ekki komið að með- ferð lánasamninganna á milli Byggða- stofnunar og Ökugerðis Íslands. Hann bendir á reglur um störf stjórnar Byggðastofnunar en í 3. grein þeirra reglna kemur meðal annars fram að stjórnarmaður skuli ekki taka þátt í meðferð máls er varðar viðskipti hans sjálfs, eða fyrirtækis sem hann er í for- svari fyrir, eða telst að öðru leyti inn- herji í. Almennt eru lán Byggðastofn- unar ekki takmörkuð við sérstakar atvinnugreinar en lánasvæði stofnun- arinnar er allt landið utan höfuðborg- arsvæðisins. Almennt er um fjárfest- ingar í nýjum verkefnum að ræða. Í núverandi árferði teljast lán stofnun- arinnar almennt frekar hagstæð. Á heimasíðu Ökugerðis Íslands kemur fram að hægt verði að nýta þá aðstöðu sem verið sé að byggja upp við Grindavíkurveginn til ýmiss ann- ars en kennslu nýnema. Þar megi til að mynda fara fram endurhæfing ökumanna sem nú þegar hafa öku- réttindi, þá geti eldri borgarar fengið þjálfun á svæðinu og þeir sem misst hafa ökuréttindin. Enn fremur seg- ir að hægt yrði að leigja svæðið til erlendra aðila, bíla- og eða dekkja- framleiðenda. Þá væri hægt að gera samninga við bílaleigur um þjálfun erlendra ökumanna á malarvegum sem og þjálfa starfsmenn fyrirtækja sem vinna við akstur. Því er ljóst að ýmis starfsemi mun fara fram á svæð- inu nái framkvæmdirnar fram að ganga. Í samtali við DV segist Sturla Böðvarsson hins vegar ekki hafa neinna hagsmuna að gæta, enda eigi hann ekki hlut í félaginu. „Ég er ekki hluthafi, á ekkert í þessu og kem ein- ungis að þessu sem áhugamaður, og til að hjálpa til með þetta,“ segir Sturla. Draumur Sturlu Sturla Böðvarsson var á meðal þeirra fyrstu sem reifuðu hugmyndir um að sett yrði upp sérstakt ökugerði hér á landi. Sem samgönguráðherra barð- ist hann fyrir því að ökunemar gengj- ust undir þjálfun í ökugerði. Sturla skrifaði meðal annars grein um mál- ið í Morgunblaðinu árið 2005. „Þetta mál hefur lengi verið til umræðu, ekki síst meðal ökukennara, en lengi vel voru nokkuð misvísandi upplýs- ingar um hver reynsla manna væri af slíkum svæðum,“ sagði Sturla og bætti við: „Nú segja ráðgjafar mínir hins vegar að slík svæði séu af hinu góða og því hef ég falið Umferðar- stofu að hefja þennan undirbúning. Við stefnum að því að reglugerð um ökugerði verði tilbúin í haust.“ Frá upphafi árs 2010 hafa all- ir ökunemar verið skyldaðir til þess að gangast undir þjálfun í ökugerði. En á vefsíðu Ökugerðis Íslands segir meðal annars: „Þann 12. júní 2010 var fest í gildi reglugerð sem skyld- ar alla ökunema til náms í þar til gerðu ökugerði og var gildistaka reglugerðarinnar miðuð við 1. janú- ar 2010.“ Þegar blaðamaður ítrekaði spurningu sína til Sturlu Böðvars- sonar og spurði hvort honum þætti ekki óheppilegt að vera beggja vegna borðsins þegar kemur að lánveiting- um Byggðastofnunar til Ökugerð- is Íslands, sagði hann: „Nei, það er nefnilega algjör misskilningur vegna þess að það gilda mjög strangar regl- ur hjá Byggðastofnun um það hve- nær stjórnarmenn verða að víkja og ég kom hvergi nærri þessu. Þannig að fyrir alla muni, í þágu umferðar- öryggis á landinu, ekki reyna að gera þetta tortryggilegt.“ „Þannig að fyrir alla muni, í þágu umferðaröryggis á landinu, ekki reyna að gera þetta tortryggilegt. Sturla beggja vegna borðS „Útlendingarnir standa hérna og brosa breiðum brosum og taka myndir af þessum ósköpum. Þetta er góð aug- lýsing fyrir miðborgina okkar,“ sagði ónafngreindur aðili sem hafði sam- band við DV vegna ruslahaugs sem hefur safnast upp í porti á Smiðjustíg. Mikinn fnyk leggur frá portinu en Eldvarnareftirlitið hefur haft afskipti af húsráðanda og gert honum að fjar- lægja hauginn. „Hann lofar að taka þetta. Hann lofaði því að þetta yrði far- ið fyrir helgi. Ég gerði honum grein fyr- ir hans ábyrgð ef eitthvað kemur upp á þarna. Þetta eru hugsanlega hans ábú- endur, en hann leigir einhver herbergi eða íbúðir út þarna. Það er á hans ábyrgð að þetta sé í lagi, sem fasteign- areiganda,“ segir Guðmann Friðgeirs- son hjá Eldvarnareftirliti Reykjavíkur. Guðmanni barst tilkynning um þetta rusl fyrir átta vikum. „Þá var þetta ekki nándar eins mikið og er í dag. Þá var þetta mikið til bara rusl í kerru. Ég taldi þá að þetta heyrði undir borgina eða heilbrigðiseftirlit. Það er eðlilegast. Slökkviliðið er ekki að eltast við einhverja ruslahauga úti um alla borg. Nema það sé ein- hver veruleg eldhætta af þeim, sam- brunahætta, um slíkt gæti kannski verið að ræða núna,“ segir Guð- mann. Fyrst um sinn voru þetta nokkrir sorppokar að sögn Guðmanns. „Fyrst safnast þarna eitthvert geymslurusl en nú síðustu daga sýnist mér að það sé meira um að fólk sé bara að henda ruslinu sínu þangað og fer ekkert með það í ruslatunnur. Þetta er bara klárt heilbrigðiseftirlitsmál,“ sagði Guð- mann. Eiganda gerð grein fyrir ábyrgð sinni vegna sóðaskaps: Sorphaugur á Smiðjustíg Sorpið Portið á Smiðjustíg. mynD Sigtryggur Ari JóHAnnSSon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.